Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Dónaskap- ur er fyrir viðvaninga Stjörnubíó frumsýnir um helgina Það ger- ist ekki betra með Jack Nicholson í aðal- hlutverki. Hann var í London að kynna myndina og Dagur Gunnarsson tók viðtal við leikarann heimsfræga. IMYNDINNI Það gerist ekki betra eða „As Good As It Gets“ er Jack Nicholson í hlut- verki Melvins Udalls, tungulipurs ástarsagnahöfundar sem býr í New York og semur illa við nágranna sína og flestalla íbúa jarðarkringl- unnar. Melvin er haldinn þráhyggju; hann getur ekki stigið á samskeyti gangstéttarhellna, hann verður að læsa útidyrunum fímm sinnum og hann verður að móðga alla sem hann umgengst. Hann borðar hádegisverð (með eigin plasthnífapörum) á hverjum degi á sama tíma á sama kaffí- húsinu. Þar kynnist hann Carol (Helen Hunt) sem er eina þjónustustúlkan sem stendur uppí hárinu á honum og um- ber særandi athugasemdir hans. Hún dregst því smám saman inn í hans skrýtna líf. Tveir nágrannar koma einnig til sögunnar, listmálarinn Simon ÞAÐ ER greinilega púki í Jack Nicholson. (Greg Kinnear) og Verdell, kjölturakkinn hans. Jack Nicholson er svo ofurfræg- ur að nafnið eitt kallar fram röð af minningum úr þeim bíómyndum sem hann hefur leikið í. Hann hef- ur tvisvar hreppt Oskarsverðlaun- in, annars vegar fyrir leik sinn í Gaukshreiðrinu og hins vegar fyrir „Terms of Endearment". Þar fyrir utan hefur hann verið tilnefndur fyrir „Easy Rider“, '„Five Easy Pieces“, „The Last Detail“, „Chinatown", „Ironweed", „Reds“, „Prizzi’s Honor“ og „A Few Good Men“. Nú nýverið fékk hann svo Golden Globe-verðlaunin og elleftu Oskarsverðlaunatilnefninguna fyr- ir myndina Það gerist ekki betra. Þar með er hann búinn að slá met í fjölda tilnefninga sem hann deildi með Sir Laurence Olivier. Nichol- son virðist oftar en ekki veljast í fremur „djöfulleg“ hlutverk; í Nornunum frá Eastwick lék hann meira að segja myrkrahöðingjann sjálfan. í „Shining" hræddi hann líftóruna úr flestum í hlutverki rit- höfundar sem var haldinn illum anda, - það er greinilega einhver púki í manninum. „Ætli það ekki bara,“ svarar Nicholson. „Ég er svo oft spurður að þessu að það hlýtur eitthvað að vera til í þessu, ætli ég laðist ekki bara að djöfullegum rullum." Ertu haldinn einhverri þrá- hyggju sem þú kærir þig um að ijóstra upp? „Ekkert merkilegra en svo að ég geng um með minn eigin litla ösku- bakka svo að ég geti reykt í tíma og ótíma.“ Ertu eða hefurðu sjálfur ein- hvern tímann verið jafndónaleg- ur og Melvin í Það gerist ekki betra? „Ég kýs frekar að stökkva frá fullkominni kurteisi yfir í hreint ofbeldi, dónaskapur er fyrir við- vaninga í faginu, ef þú skilur hvað ég á við.“ Kötturinn sem gleypti rjótnann Jack Nicholson er ekta töffari, hann talar hægt og rólega með þessari djúpu röspuðu rödd sinni og er greinilega með- vitaður um eigin persónutöfra og þau áhrif sem frægð hans hefur á fólk. Ég hitti hann tvisvar. I fytra skiptið á blaðamannafundi með leikstjóranum James L. Brooks og meðleikara hans Greg Kinnear. Þar naut hann athyglinnar og leit út eins og kötturinn sem gleypti rjómann. I fyrstu datt mér í hug að kannski væri hann orðinn svo samdauna sinni eigin töffaraímynd að hann vissi ekki hvar kvikmynda- hetjan endar og hann sjálfur byrj- ar, en ég skipti um skoðun þegar ég hitti hann daginn eftir og talaði við anir bjarga mér get ég ekki átt meira en áttatíu til níutíu ár eft- ir.“ Trúirðu þá kannski á líf eftir dauðann? „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að þróun tegundanna komi alveg í veg fyrir slíkar vangaveltur. Ég veit náttúrulega ekki fyrir víst hvernig þessu er hagað, ég veit. bara að það eru mistök að hræðast framtíðina, ég veit að mannskepn- an lifir allt af, jafnvel kjarnorku- slys, ég er viss um að við myndum læra að borða kjarnorkuúrgang ef til þess kæmi.“ Sérvitur eins og Melvin? Nú er Melvin í Það geríst ekki betra frekar kaldhæðinn maður. Hann hefur skrifað sextíu og tvær bækur og þú sjálfur hefur leikið í næstum fjörutíu kvikmyndum. Hvernig kemst maður hjá því að verða kaldhæðinn meðaldrínum? „Það hefur aldrei verið vanda- mál, ég held að ég sé ekki nógu gáfaður til að vera kaldhæðinn. Svo eru hlutir stöðugt að koma mér skemmtilega á óvart, einfaldir hlut- ir eins og t.d. þessi spurning. Kald- hæðið fólk skilur ekki að hamingja er ekki andstæða þunglyndis og leiðinda, heldur lífsorka og kraft- ur.“ Horfírðu stundum á þínar eigin myndir? „Helst ekki, það kemur þó fyrir að ég rekst á þær í sjónvarpinu og þá fyllist ég ýmist hryllingi eða ég verð ástfanginn af sjálfum mér enn á ný. Til dæmis sá ég Camal Knowledge og það sló mig hvað leikstjórnin var einföld, Roger Corman myndirnar forðast ég og mæli ekki með fyrir nokkurn mann.“ Hvað er mikið af sjálfum þér í þeim hlutverkum sem við höfum séð þig í? „Ég myndi segja að þau hlutverk sem maður tekur að sér að túlka séu áttatíu og fímm prósent ná- kvæmlega eins og maður sjálfur. Galdurinn felst í því að einangra þessi fimmtán prósent og leika þau í botn, síðan lærist manni að láta afganginn fljóta með.“ Hefur eitthvert hlutverk inni- haldið meira en þessi áttatíu og í'imm prósent af þér? „Ég hef aldrei hugsað útí það, trúlegast er hægt að finna meira af sjálfum mér, undarlegt nokk, þeg- ar ég leik hlutverk sem eru ekki byggð á ímynduðum söguhetjum, eins og t.d. þegar ég lék Eugene O’Neill (Reds, 1981). Mér fannst við eiga margt sameiginlegt, þó að ég sé ekki eins myrkur og hann var og ekki jafn dómharður á fjölskyld- una. Og þótt ég sé langt frá því að vera Nóbelsverðlaunaskáld, þá skrifa ég. Svo er ég af írskum ætt- um og ég á í erfiðjeikum með fjöl- skylduna mína. Ég kann vel að meta skarplegar athugaserhdir hans um heiminn." Spunavinna á tökustað Leikstjóri myndarinnar James L. Brooks og Jack Nicholson hafa unnið tvisvar saman áður, Brooks skrifaði, framleiddi og leikstýrði Terms of Endearment sem hann fékk þrenn Oskarsverðlaun fyrir. Nicholson brá síðan fyrir í auka- hlutverki í Broadeast News sem Brooks skrifaði, framleiddi og leik- stýrði einnig. James L. Brooks hef- ur samhliða Hollywoodferlinum átt engar fyrirsjáanleg- ar vísindaupp- götvanir bjarga mér get ég ekki átt meira en 80 til 90 ár eftir.“ hann við rólegri kringumstæður. Hefur einhver kona í þínu lífí staðið uppí hárinu á þér eins og Helen Hunt gerir íþessarí mynd? „Næstum allar, ég held að ég laðist að sjálfstæðum konum, ég var alinn upp af hörðum konum sem -þurftu að komast af eftir kreppuna þannig að ég er vanur slíku og ég held að maður laðist að hlutum sem maður hefur vanist." Þrátt fyrir að aðalhetjurnar í Það geríst ekki betra séu komnar af léttasta skeiði virðast ástarmálin enn flækjast fyrir þeim, er engin von um að það verði auðveldara að höndla ástina efth• því sem maður eldist? „Ef við tökum mig sem dæmi virðist það vera langt í frá að manni léttist eitthvað róðurinn í þessum efnum, ég held kannski að ég sé orðinn eitthvað sjóaðri en því miður virðast staðreyndirnar tala öðru máli. Maður heldur alltaf áfram að læra, jafnvel meira í þessari deild en öðr- um, ef maður bara leyfir sér það getur ástin og lífið verið gefandi fram eftir öllu, jafn- vel fyrir menn eins og mig sem eru nánast komnir á grafarbakkann." Finnst þér þú virkilega vera svo gamall? „Maður verður að vera raunsær, ég myndi gjarnan vilja lifa endalaust, en ef engar fyrirsjáanlegar vísindauppgötv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.