Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarfrumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu Staðfestir eignar- rétt landeigenda Heitar umræður urðu á Alþingi um st.iórnarfrumvarp til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lýstu nokkrir þingmenn yfír mikilli andstöðu við frumvarpið. FINNUR Ing- ólfsson mælti íyr- ir frumvarpinu fyrir nokkru en fyrsta umræða um það fór fram á fimmtudaginn. Að sögn ráðherra staðfestir frum- varpið í hnot- skum eignarrétt landeiganda á auðlindum í jörðu og eignarhald hans á landi og innan netlagna í vötnum og í sjó. „A móti kemur að iðnaðarráðherra fær víðtækari heimildir en áður hafa verið til þess að nýta réttindi eða láta nýta réttindi á landareign sem eru í einkaeigu og nýta þau réttindi í al- mannaþágu,“ sagði ráðherra við um- ræðurnar og taldi að sú leið sem far- in væri í þessu frumvarpi væri eina færa leiðin til þess að tryggja að ekki væri gengið á lögvarin og stjómar- skrárvarin eignarréttindi samkvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar. Þeir þingmenn stjómarandstöðu sem til máls tóku gagnrýndu það helst að einkaeignarrétturinn skyldi með svo skýlausum hætti vera varinn inn að miðpunkti jarðar. Hömruðu þeir einnig á því að með því að leggja fram þetta frumvarp væri Framsókn- arflokkurinn að hafna fyrri stefnu sinni og fallast á skoðanh- Sjálfstæðis- flokksins sem væri eini flokkurinn sem hefði aðhyllst slíka einkaeignar- stefnu frá upphafi. Iðnaðarráðherra hafnaði þessu og sagði að það hefði alltaf verið stefna Framsóknarflokks- ins að virða eignarrétt. Óheillaverk ef samþykkt verður Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra, sagði í ræðu sinni að þama væri um stórpólitískt mál að ræða og í raun væru það mikil tíðindi sem kæmu fram í þessu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. „Þessi ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálf- stæðisflokks vill með lögum færa svonefndum land- eigendum náttúraauðlindir landsins sem þeir hafa engan þátt átt í að skapa, ekki átt þátt í að bæta við þær eða auka og fæstir hafa í raun nokkurt bolmagn til að nýta þessar náttúraauðlindir," sagði hann m.a. Síðar spurði hann hvaða rök stæðu til þess að Alþingi íslendinga afhenti slík gæði þeim sem fengið hefðu rétt til yfirborðs landsins til hefðbundinna nota í búskap, til beit- ar búfjár eða til að reisa þar þak yfir höfuðið. „Það væri óheillaverk ef meirihluti hér á háttvirtu Alþingi léti hafa sig til þess að festa í sessi með lögum skilning sem er andstæður heilbrigðri skynsemi að mínu mati, að ekki sé talað um réttlætiskennd og þau viðhorf að allir menn séu fæddir jafnir.“ I ræðu sinni tók Hjörleifur einnig fram að fyi-ir þinginu lægju þrjú meg- insjónarmið sem snertu þessi mál. „Það er í fyrsta lagi skýlaus einka- eignarstefna háttvirtrar ríkisstjórnæ- og stuðningsflokka hennai-. I öðru lagi víðtæk sameignarstefna Alþýðu- bandalagsins að því er varðar nátt- úraauðlindir, þar sem jafnframt er gert ráð fyrir að hóflegt auðlindagjald komi fyrir afnot. Síðan er í þriðja lagi takmörkuð sameignarstefna, ef ég má orða það svo, Alþýðuflokksins, þar sem hins vegar er gert ráð fyrir auðlindaskatti að meðtöldu veiði- ALÞINGI leyfagjaldi og í greinargerð vikið að því að það gæti með tímanum skilað háum upphæðum í ríkissjóð jafnvel komið í stað fyrir núverandi tekju- skattskerfi," sagði hann. Verið að skapa nýja gróðamöguleika Sighvatur Björgvinsson, Þing- flokki jafnaðarmanna, gagnrýndi helst þriðju grein frumvarpsins, en þar segir m.a. að eignarlandi fylgi eignaiTéttur að auðlindum í jörðu. „I þriðju grein frumvarpsins er afdrátt- arlaust verið að fara þess á leit við Alþingi að það lýsi þvi yfir að allar auðlindir í jörðu hversu verðmætar sem þær erú og hversu djúpt sem farið er, séu einkaeign viðkomandi,“ sagði hann. „Þetta er ekki lítil ákvörðun sem verið er að taka, því við eram að fara inn í gerbreytt umhverfi. Við eram að fara inn í umhverfi þar sem Al- þingi og ríkisvaldið hafa ekki nema takmarkað vald á því hvernig auð- lindir á íslandi eru nýttai', til dæmis til raforkuframleiðslu. Við eram að fara inn í umhverfi þar sem bygging og rekstur orkuvera verða að meira eða minna leyti gefin frjáls og ekki háð einhverjum einkaréttindum," sagði Sighvatur. „Það er með öðrum orðum verið að skapa nýja gróðamöguleika fyrir útvalinn hóp manna á Islandi, þá til- tölulega fáu íslendinga sem geta gert eignarréttarlegt tilkall til jarð- eigna þar sem mikil verðmæti kunni að finnast í iðrum jarðar," sagði Sig- hvatur meðal annars. í lokin hafnaði iðnaðarráðherra því að með frumvarpinu væri verið að kasta eign landeigenda á allar auðlindir í jörðu inn að miðju jarðar. Sagði hann það sleggjudóma því margir lögfræðingar hefðu talið að hagnýtingar- og umráðarétturinn miðaðist við aðstæður og nýtingar- möguleika hverju sinni, sem meðal annars væri byggður á þeirri tækni sem menn hefðu yfir að ráða til þess að geta nýtt þessar auðlindir. Að síð- ustu þakkaði ráðherra þeim sem til máls tóku í umræðunum og kvaðst vilja leggja sitt af mörkum til að ná eins víðtæku samkomulagi um frurn- varpið á þingi og mögulegt væri. ÍBiIMi Allsherjarnefnd Alþingis ákveður framhald á meðferð mála varðandi fíkniefnalögreglu Efnisatriði í skýrslu ráðherra tekin til athugunar ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur ákveðið með bókun að taka til athugunar efnisatriði í skýrslu dómsmalaráðherra um rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögregl- unnar. Þetta gerir allsheijamefnd samkvæmt nýrri reglu sem sett hef- ur verið í 26. grein þingskaparlaga þar sem þingnefnd er heimilað að ákveða að eigin frumkvæði að fjalla um önnur mál en þau sem Alþingi vísar til hennar og gefa þinginu um þau skýrslu ef ástæða er talin til. Störf og starfshættir lögreglu í bókuninni er rakið að mikil um- ræða hafi átt sér stað um rannsókn- arskýrslu Atla Gíslasonar setts rannsóknarlögreglustjóra, hluti skýrslunnar hafi verið birtur opin- berlega og ráðherra óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun hjá emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík. „Þrátt fyrir þessa ítarlegu um- fjöllun telur allsherjamefnd í ljósi alvöru þessa máls eðlilegt að fjalla frekar um það, með vísan til 26. gr. þingskapa, sérstaklega þau atriði er snúa að störfum og starfsháttum lögreglunnar og að reynslulausn fanga. Nefndin telur þó eðlilegt að umfjöllun um þann þátt málsins sem lýtur að störfum og starfshátt- um lögreglunnar ljúki ekki fyrr en niðurstaða stjómsýsluendurskoðun- ar Ríkisendurskoðunar liggur fyr- ir,“ segir í bókuninni. Þá segir að frá árinu 1961 hafi ákæruvaldið verið í höndum ríkis- saksóknara sem sé æðsti handhafi þess. Afskipti löggjafarvalds af ákæmvaldi samrýmist ekki megin- reglum réttarríkis og í samræmi við vinnubrögð embættisins hafi rílds- aksóknari ákveðið að birta ekki op- inberlega rannsóknarskýrslu Atla Gíslasonar. Meðferð ákæruvalds ekki til umfjöllunar „Sú regla að birta ekki opinber- lega gögn úr rannsókn sem ekki leiðir til ákæra styðst m.a. við meg- inreglur um vemd persónuupplýs- inga. Nefndin mun ekki gera með- ferð ákæravalds í þessu einstaka máli að umfjöllunarefni í skoðun sinni en áskilur sér rétt til þess að óska eftir upplýsingum frá dóms- málaráðherra um eftirlit hans á meðferð ákæruvalds," segir í bók- uninni. Jafnframt segir að nefndin áskilji sér rétt til að leita frekari gagna frá opinberam aðilum, sé það samrýmanlegt lögum, enda muni nefndin þá gæta trúnaðar. Hugað verður að upplýsingarétti við meðferð opinberra mála Síðan segir nefndin að hún hygg- ist kanna stöðu endurskoðunar laga um meðferð opinberra mála og minnir á að hún hafi í áliti með framvarpi til upplýsingalaga lagt áherslu á að endurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála yrði hraðað eins og kostur væri og hug- að verði sérstaklega að rétti til upp- lýsinga í þeim lögum. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins og starfandi formaður allsherjarnefnd- ar sagði að nefndin hefði gert þessa bókun þar sem það hefðu þótt góð vinnubrögð að búa til ramma um það sem nefndin ætlaði að gera áður en farið yrði að beita hinu nýja ákvæði þingskaparlaganna. „Auðvit- að er hlutverk Alþingis takmarkað, m.a. vegna þrískiptingar valdsins og við ætluðum að hafa á hreinu að við hefðum ekki afskipti af ákæravald- inu og ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki í málinu.“ Viðkvæmt mál í réttarríki Valgerður sagði að nefndin liti á skýrslu Atla Gíslasonar sem algjört trúnaðarmál sem ekki yrði beðið um aðgang að. Hins vegar sagði hún ekki útilokað að nefndin bæði um aðgang að hlutum skýrslunnar. Hún lagði hins vegar áherslu á að ekki yrði farið fram á aðgang að upplýsingum um það hvernig fíkni- efnalögreglan starfar, en þær upp- lýsingar sagði Valgerður viðkvæm- ar í réttarríki og mættu ekki vera opinberar. „Það þarf að setja reglur um hvernig óhefðbundnar rannsóknar- aðferðir megi vera og hugsanlega þarf að setja skýrari lagastoð fyrir því en það er margt í þessu sem ekki má vera opið almenningi, sagði Valgerður Sverrisdóttir og spm'ningu um það hvort almenning- ur ætti ekki rétt á að vita hvaða úr- ræðum lögregla hefði rétt til að beita svaraði hún þannig að þótt setja þyrfti ramma um hvaða reglur gilda teldi hún að ekki ætti að gera „opinbert hvaða aðferðum er beitt til að koma böndum á þessa glæpa- menn“. Hún sagði hugsanlegt að óskað yrði eftir því að dómsmálaráðherra yrði boðaður á fund nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.