Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Systur prédika og syngja í Langholtskirkju RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, guðfræðingur, prédikar við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 11. Ragnheiður útskrifaðist nýlega frá guðfræðideild Háskóla íslands og hefur verið í _ starfsþjálfun í Langholtskirkju. í tilefni þess að konudagur er samkvæmt gömlu tímatali munu konur taka mikill þátt í messunni. Systir Ragnheiðar, Björk Jónsdóttir, syngur einsöng. Þá munu stúlkur úr Gradualekórnum leika á hljóðfæri og Svala Sigríður Thomsen, djákni, les ritningarlestra og aðstoðar við altarisþjónustu. Eftir messu munu karlar úr söfnuðinum bjóða upp á vöfflukaffi í safnaðarheimilinu, sem er að sjálfsögðu sérstaklega gert í tilefni konudagsins. Konudagur- innsetning prests í embætti í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 22. febrfúar verður konudagurinn haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju eins og undanfarin ár. Þá aðstoða konur úr kvenfélaginu Seltjörn við messugjörðina og sjá um hádegisverð í safnaðarheimilinu á eftir. Þennan dag verður sr. Sigurður Grétar Helgason settur , inn í embætti prests við kirkjuna. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setur sr. Sigurð inní embætti, en hann var vígður til - j prests í Dómkirkjunni 8. febrúar sl. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir i sóknarprestur þjónar fyrir altari, i í * i i I Teiknimyndir í Norræna húsinu í NORRÆNA húsinu sunnudag- inn 22. febrúar kl. 14 verða sýndar þrjár teiknimyndir um múmínálf- ana. Múmínálfamir fá heimsókn af Ninnu sem er ósýnileg því það er búið að hræða hana svo oft. Múmínsnáðanum finnst það nú ekki sniðugt og vill endilega hjálpa henni að verða sýnileg að nýju. Myndimar em með sænsku tali og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um virk efni í lækn- ingajurtum NÆSTI færðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags á þessu ári verður mánudaginn 23. febrú- ar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hug- vísindahúsi Háskólans. A fundin- um flytur Sigmundur Guðbjama- son, prófessor og fyrrverandi há- skólarektor, erindi sem hann nefnir: Leit að líffræðilega virkum efnum í lækningajurtum og lífver- um í hafinu. í fréttatilkynningu segir: „I er- indi sínu mun hann greina frá nið- urstöðum úr rannsóknum á ýms- um lækningajurtum sem hann vinnur nú að. Tilgangur þessa verkefnis er að leita að líffræðilega virkum efnum í jurtum á íslandi og lífveram í hafinu. Sýni af æti- hvönn, geithvönn, njóla, blóðbergi, vallhumli, baldursbrá, lúpínu, lit- unarmosa o.fl. jurtum vora rann- sökuð svo og sýni úr hafinu, t.d. svampar, krossfískar, brennihvelj- ur o.fl. Efnin vora dregin úr sýn- en sr. Sigurður Grétar prédikar. Það er von sóknarnefndar og sóknarprests að Seltirningar fjölmenni við messu þennan dag til að taka vel á móti nýjum presti og til að fagna árlegum konudegi. Messan hefst kl. 11 f.h. Fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju í FEBRÚAR og mars verða fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju hvern sunnudag kl. 10 árdegis. Efni fræðslumorgnana að þessu sinni er af ýmsum toga og margir fyrirlesarar kallaðir til. Flutt verða stutt erindi, en einnig gefst tími til fyrirspurna og umræðna þó tíminn sé takmarkaður, því fræðslustund lýkur tímanlega fyrir messugjörð sem hefst kl. 11. Sunnudaginn 22. febrúar verður fræðslumorgunn með efninu: Fórn á fóstu. Hvað er Hjálparstofnun kirkjunnar að gera? Fyrirlesari verður Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar. „Astir samlyndra hjóna“ HALLA Jónsdóttir, deildarstjóri hjá fræðsludeild kirkjunnar, verður gestur í hjónastarfi Neskirkju nk. sunnudagskvöld 22. febrúar og fjallar um efnið „Ástir samlyndra hjóna“. Halla hefur verið með styrkingarnámskeið fyrir konur og hjón þar sem velt er upp ýmsum flötum á samskiptum hjóna og sambúðarfólks og lögð áhersla á sterkar hliðar einstaklinganna í sambandinu til að auðga samlíf í hjónabandi og rómantík. Fundurinn er í safnaðarheimili kirkjunnar og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir velkomnir. unum með mismunandi leysum. Efnin vora aðskilin t.d. á kísilsúl- um, á kísilplötum og með gasskilju. Tvenns konai- líffræðileg virkni var mæld, frumudrepandi eða cytotox- isk virkni og áhrif efna á ónæmis- kerfíð með mælingum á anti- komplement virkni. Helstu niðurstöður: Efni með mikilli framudrepandi virkni (coumarin-efni og erpenar) era í ætihvönn, geithvönn, baldursbrá og vallhumli. Efni (fjölsykrar) sem virðast hafa mikil áhrif á ónæmis- kerfið era í lúpínu og litunarmosa.“ Fræðslufundir félagsins eru öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Góukaffí Skagfírðinga KVENNADEILD Skagfirðinga- félagins í Reykjavík og nágrenni verður með sitt árlega góukaffi í félagsheimilinu Drangey, Stakka- hlíð 17, sunnudaginn 22. febrúar kl. 14.30. Boðið verður upp á kaffí og með- læti eins og það gerðist best upp úr aldamótunum, segir í fréttatilkynn- ingu t.d. lummur, parta og fleira. Jóna Einarsdóttir þenur nikkuna og Ingunn Ámadóttir les upp. Austfírð- ingaball á Ir- landi í kvöld AUSTFIRÐINGABALL verður haldið laugardaginn 21. febrúar á írlandi í Kringlunni. Hljómsveitirnar verða alaust- fírskar og verður þar Salka í önd- vegi. Einnig munu gestasöngvar- ar úr hljómsveitunum Dúkkulís- unum, Sú Ellen og Sólstranda- gæjunum koma fram. Dansleikur- inn hefst kl. 23 og lýkur kl. 3. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sammála Oliver ÁSLAUG hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem Óliver Kentish skidfar í Morgunblaðið miðvikudag- inn 18. febrúar um FM 106,8 og klassíska tónlist á öldum ljósvakans. Segir hún það megi alls ekki koma fyrir að þessari stöð verði lokað, þetta sé eina stöðin sem unnendur klassíski'ar tónlistar hafí til að hlusta á. Segist hún hlusta á þessa stöð frá morgni til kvölds og hún viti að margir séu sama sinnis og hún. Réttlæti VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ótrúlegt hvernig margir dómarar koma sér saman um óréttlátan dóm og því miður virðist þetta algengt þegar barnaníð- ingar eiga í hlut. Hæsti- réttur, 5 dómarar, stað- festu dóm gegn 62 ára karlmanni fyrir kynferðis- brot gagnvart 4 ára stúlkubarni. Ríkissak- sóknara til sóma krafðist hann þess að refsing yrði þyngd. En nei. í dómi hæstaréttar segir að því sé réttilega lýst í dómi hér- aðsdóms hvers beri helst að gæta við ákvörðun við- urlaga vegna brotanna og til þess litið að ákærði hefði átt flekklausan feril fram að þessu!! Dómurinn á að vera óraskaður! Hvað segja dómarar um barnið sem var brotið á, gleymist það? Og öll önnur börn sem að alltaf er verið að nauðga og saurga? Gleym- um því ekki að það var þrí- vegis sem maðurinn náði að fremja þennan glæp (á eftir glæp). (Hvenær stoppar svona maður og er ólíklegt að hann hafi ekki misnotað þau tækifæri sem hann hafði með skjól- stæðingum sínum?) Gegn þessu litla barni - sem honum var trúað fyrir. Blessað barnið hafði verið sent af barnaverndar- nefnd úr öskunni í eldinn! Ég hef lesið svipaða sögu áður í blöðunum - því mið- ur. Það er sjálfsagt sjaldn- ast að þessi glæpir komist upp, því það eina sem þessir sjúku glæpamenn hugsa um er að þagga svo vel niður í litlu barni að það er engin hótun of sterk. Enda mjög algengt að sagt er frá fórnarlömb- um sem hafa þagað og kvalist til fullorðinsára. Hve oft hefur ekki verið rætt um seka menn, feður eða aðra, sem hafa einfald- lega gengið á röðina á þeim börnum sem þeir ná til - dætrum, frænkum, litlum vinkonum. Sárt er þegar barn sem hefur lent í svona hremmingum vog- ar að segja frá, þá er það ekki tekið trúanlegt og dómarar segja að ekki sé hægt að taka svo lítið barn trúanlegt. Ég mundi segja að það sé einmitt þegar lítið barn getur lýst svona aðförum að það sé vegna þess það hafí upp- lifað það. Hvernig í ósköp- unum ætti það annars að geta lýst slíkum athöfn- um? Hversu villt ímynd- unarafl sem það hefði - þetta er ekki heimur barna. Það væri ekki úr vegi að upplýsa okkur al- menning um hvað væri lægsti og þyngsti dómur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hvort engar bætur séu dæmdar? T.d. er talið að löng sálfræði- meðferð þurfí til að reyna að lækna sárin“. Þorbjörg Pálsdóttir. Að detta í Iukku- pottinn VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég var svo heppin að detta í lukkupottinn og vera dregin út, fékk helg- arferð tii London fyrir tvo í þrjár nætur og miða á menningarviðburð að eigin vali að auki. Ég fékk gjafa- bréf fyrir þessu og þar stóð að miðarnir giltu í eitt ár. Við hjónin ákváðum að við gætum ekki farið haustferð og færum frekar eftir áramótin. Strax í jan- úar fór ég að athuga um ferðina ef svo færi að við gætum ekki notað hana. Ég mátti ekki gefa öðrum hana. Ég gat ekki breytt henni í ferð innanlands, huggulega helgarferð til Reykjavíkur, sem við vild- um gjarnan fara í. Síðan kom 20. janúar og þá kom í póstinum launamiði frá Visa ísland og þar á ég að telja fram og borga skatt af ferð sem ég get ef til vill ekki farið í. Áð nota vinn- inginn kostar mig þó nokk- uð af peningum og auka skattgreiðslu. Ef ég get ekki notað vinninginn þá þarf ég samt að borga skatt af honum. Er ekki eitthvað bogið við að kalla svona hluti vinninga? Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir. Dýrahald Páfagaukur í óskilum LJÓSBLÁR páfagaukur, mjög mannelskur og gæf- ur, fannst á Laugarnesvegi sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 581 2364. Með morgunkaffinu BITU tveir á? Ég sé hvor- ugan. NEI, Emma, sturtuklefar stækka ekki. VIÐ höfum alltaf litið á Trínu sem eina af fjölskyldunni. Víkveiji skrifar... SÚ DEILA sem upp er komin milli bresku stjómarinnar og samtaka breskra frímúrara er mjög forvitnileg. Breski innanríkisráð- herrann hefur farið þess á leit við frí- múrarasamtökin að þau birti sjálf- viljug lista yfir frímúrara, sem vinna í dómskerfinu. Ella segist ráðherr- ann hafa í hyggju að setja lög er neyði dómara, lögreglumenn, sak- sóknara og aðra í slíkum stöðum, til að upplýsa um aðild sína að reglunni. Ráðherrann segist með þessu vilja binda enda á ásakanir um að tengsl manna innan frímúrararegl- unnar hafi áhrif á það, hvernig mál eru afgreidd í réttarkerfinu. Þessi mál hafa verið mikið til um- ræðu í Bretlandi síðustu daga og heíúr þingnefnd að auki krafið frí- múrara um að upplýsa hversu margir þeirra, sem komu að rann- sókn tiltekinna sakamála, hafi verið reglubræður. Er mál „sexmenning- anna frá Birmingham", er vora sak- felldir fyrir aðild að sprengjutilræð- um en síðar sýknaðir, þar á meðal. Verði niðurstaðan sú að breskir frímúrarar verði að veita upplýs- ingar um tengsl manna í dómskerf- inu mun það vafalítið vekja upp svipaðar kröfur í öðrum ríkjum. Hvergi hafa komið fram sannanir um að tengsl manna innan frímúr- arareglunnar hafi leitt til óeðlilegr- ar niðurstöðu. Hins vegar hlýtur það að vekja upp spumingar um hlutlægni, ef menn sem sitja sitt hvoram megin við borðið við með- ferð mála, eigi aðild að sama „leynifélaginu", hvort sem um sé að ræða frímúrara eða einhvern annan félagsskap. Ef tengslin era ekki opinber og gegnsæ heldur þeim haldið leyndum hljóta ávallt að vakna spurningar þegar við- kvæm mál koma upp. xxx VÍKVERJI dagsins hefur löng- um verið hrifinn af veitinga- staðnum Austur-Indíafjelaginu við Hverfisgötu. Indverskur matur er þægileg (en eldheit) tilbreyting frá hinni vestrænu matargerð, ekki síst þegar hún er jafn metnaðarfull og vel útfærð og á Austur-Indía- fjelaginu. Víkverja þótti því ánægjulegt að sjá, þegar hann snæddi þar kvöld- verð á dögunum með erlendum gesti, að innréttingar staðarins hafa allar verið endumýjaðar á smekklegan hátt. Veitingastaður- inn er orðinn bjartari og nútíma- legri og indverskir munir og lista- verk gefa honum skemmtilegt yfir- bragð. Að venju var matargerðin óað- finnanleg og þjónustan persónu- leg. Það er greinilega hægt að reka metnaðarfullan asískan veit- ingastað í Reykjavík. Hvenær kemur að því að við fáum kín- verskan veitingastað í sama gæða- flokki, þar sem hægt verður að njóta vandaðrar kínverskrar matargerðar í þægilegu umhverfi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.