Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 43 MÍNERVA GÍSLADÓTTIR + Mínerva Gísla- dóttir var fædd á Bessastöðum liinn 14. september 1915. Hún lést á Dvalar- heimili sjúkrahúss- ins á Sauðárkróki 9. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna á Bessastöðum þeirra Gísla Kon- ráðssonar og Sigríð- ar Sveinsdóttur. Mínerva var ein níu systkina sem eru: Sigurður Jóhann, Sigurbjörg, Sveinn, Konráð, Hallfríður, Haraldur, Ingibjörg og Jón. Þau eru öll lát- in nema Jón tvíburabróðir Mínervu. Árið 1937 giftist Mínerva Sæ- mundi Jónssyni er Iést 1993. Mínerva eignaðist níu börn sem eru: 1) Erla, f. 1936, 2) Jón, f. 1939, 3) Soffía, f. 1940, 4) Sigurbjörg Hallfríður, f. 1942, 5) Oddný, f. 1943, 6) Sigríður, f. 1946, 7) Gísli, f. 1947, 8) drengur, f. 1949 (lát- inn), 9) Nanna, f. 1950. Sæmundur og Mínerva hófu búskap 1937 í Glaumbæ í Skagafirði og ári síð- ar á Bessastöðum, Sæmundarhlíð þar sem þau bjuggu til ársins 1985 er þau fluttu á Öldu- stijr 1, Sauðárkróki. Utför Mínervu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ástkær tengdamóðir okkar, Mínerva á Bessastöðum í Sæmund- arhlíð, er látin eftir langa sjúkdóms- legu á Sauðárkróki. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Margt ber að þakka, en þó fremur öðru einstaklega ánægjuleg samskipti og samverustundir sem aldrei bar skugga á. Efst í huga okkar tengda- barnanna er þakklæti og söknuður, er við minnumst einstakrar konu sem var okkur öllum sem móðir frá fyrsta degi er við hittum hana. Við tengdabörnin erum átta og afkom- endahópurinn er því orðinn stór er horfir á eftir elskulegri ömmu og langömmu með trega í hjarta. Við kynntumst Mínervu fyrst er hún bjó á Bessastöðum með eiginmanni sínum, Sæmundi Jónssyni. Þar bjuggu þau góðu búi, byggðu og ræktuðu jörðina eins og best varð á kosið. Bæði voru þau ákaflega natin við skepnur og unnu landinu og sveitinni sinni. Mínerva var ákaflega hógvær kona, grandvör, geysilega iðin og var alltaf að. Það var unun að sjá hana vinna, því afköstin, hand- brögðin og dugnaðurinn var ein- stakur er hún stýrði sínu stóra heimili á Bessastöðum. Við borð hennar var alltaf pláss og í stofum hennar rúm, einstök húsmóðir og gestrisin með afbrigðum. Já, marg- ar urðu máltíðirnar okkar og barn- anna hjá Mínervu á Bessastöðum og á Öldustígnum. Hún var listagóð matreiðslukona og var það henni auðsjáanlega sérstök ánægja að fá marga í mat til sín með góða matar- lyst. Heimili hennar var okkur ávallt opið og faðmur hennar var hlýr en hann var einnig sterkur. Þar var ekki aðeins heimili afkom- enda hennar, heldur líka fjölmargra ættingja og vina um lengri eða skemmri tíma og alltaf var Mínerva veitandi í hugsun, orðum og gjörð- um. Tengdaforeldrar hennar og hún Jónína Ingibjörg Jónasdóttir, eða Ina eins og hún var jafnan kölluð, dáin 1966, áttu öll sitt heimili hjá Mínervu. Auk þeirra var fjöldi ung- linga hjá þeim í sumardvöl og sótti manndóm í vist hjá Mínervu og Sæ- mundi. Um langt árabil var hún í þjónustuhlutverki, sem reynir mikið á, en gefur ómælt. Þegar elli kerling sótti að og kraftarnir þrutu þá fluttist Mínerva á Dvalarheimili sjúkrahússins á Sauðárkróki. Þar naut hún frábærr- ar umönnunar og hjartahlýju starfsfólksins. Þann líknarhug og góðvild er umlukti hana á Dvalar- heimilinu þakka ástvinir af heilum hug. Mínei'va lagði ríka áherslu á að halda íbúðinni á Öldustígnum þrátt fyrir veru sína á Dvalarheimilinu, svo þar inætti vera áfram opið heimili fyrir fjölskylduna stóru, þegar hún og Skagafjörður voru sótt heim. Það var unun fyrir okkur tengda- börnin að ræða við Mínervu. Hún var afar fróð um sveitunga sína og héraðið, berdreymin og sá svo margt sem okkur hinum var ekki gefið. Hún var afar heilsteypt manneskja og við minnumst hennar með þakklæti; hvernig hún kom fram við okkur og börnin okkar. Avallt boðin og búin að hygla þeim og ræða við þau um nám þeirra og framtíð. Þessi orð okkar eru skrifuð til að þakka fyrir að hafa kynnst Mínei-vu og eiga hana að í öll þessi ár, í blíðu og stríðu. Heiðarleiki, tryggð og ósérhlífni hennar verða okkur ætíð fyrirmynd. Fjölskylda Mínervu, ættingjar og vinir kveðja hana nú með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina elsku Mínerva. Þín verð- ur ávallt minnst af okkur tengda- bömum sem mikilhæfrar gæðakonu sem við fáum seint fullþakkað for- sjá, handleiðslu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hennar. Tengdabörnin. Nú er látin ein sú mesta og besta persóna sem við bræður höfum á ævinni kynnst. Allar okkar minn- ingar um hana tengjast hlýju, gleði og dugnaði. Hún kláraði allt sem hún byrjaði á, tók á móti öllum af al- úð og umhyggju og sá til þess að frá henni færi enginn svangur. Aldrei féll henni verk úr hendi og alla sína ævi vann hún baki brotnu við að sjá fyrir sér og sínum. Samt var hún ótrúlega heilsuhraust mestan hluta ævi sinnar og þess vegna var það svo sárt að fylgast með hvernig ellin fór með hana. Hún var smám samam að hverfa og undir lokin var nær ekkert eftir af þessari miklu og sterku manneskju. Samt var alltaf gott að hitta hana og aldrei auðvelt að vera lengi í burtu án þess að skreppa í Skagafjörð og heimsækja ömmu. Síðustu árin hennar voru mjög erfið. Veikindin drógu smátt og smátt úr henni allan kraft og það var augljóst að hennar tími á þess- ari jörð var liðinn. Því vorum við fyi-ir löngu búnir að búa okkur und- ir að hún gæti kvatt hvenær sem væri. Samt var það eins og að fá kúlu í hjartað þegar fregnin af and- láti hennar barst og á næsta augna- bliki fundum við hvernig þessi kona sem hafði skipt okkur svo miklu máli hvarf úr lífi okkar og skildi eft- ir sig tóm, en líka yndislegar minn- ingar. Nú, þegar við sitjum hér og skrif- um þessi orð, hugsum við um þessa dásamlegu konu sem okkur finnst að einhvern veginn hafi alltaf verið til og við fyllumst þakklæti til þeirr- ar forsjónar sem leyfði okkur að kynnast henni, jafnvel þótt það hafi bara verið á hennar síðustu árum og okkar fyrstu. Hvíldu í friði, elsku amma, eigi einhver það skilið þá ert það þú. Runólfur, Páll og Sæmundur. Elsku amma okkar. Nú er við kveðjum þig í hinsta sinn eru margar minningar sem koma upp í hugann bæði frá Bessa- stöðum og Öldustígnum. Þú varst alltaf sú sem varst fyrst á fætur og það var ljúft að vakna á morgnana við glamrið í pottunum og ilminn af hafragrautnum. Minningin um þig í eldhúsinu er okkur minnisstæð því þar eyddir þú flestum stundum við það að malla eitthvað ljúffengt handa okkur. Þú hafðir einstakt lag á því að láta okkur fínnast við gera mikið gagn, þó að við værum ekki mjög há í loftinu. í heyskapnum gerðum við lítið annað en að vera fyrir, en alltaf hafðii- þú orð á því hvað við værum dugleg og hjálpsöm. Eftir að þið afi fluttuð á Króldnn eyddum við ófá- um stundum við það að spjalla um heima og geima. Þú vissir alltaf hvað við vonim að gera og sýndir því mikinn áhuga, þó að við ömmu- börnin værum mörg. Mikil gleði var alltaf í kringum þig og útgeislun þín og spjallgleði náði til allra hvar sem þú komst. Þú munt alltaf verða fyrirmynd okkar þótt þú sért bara hjá okkur í minningunni, gjafmildi þín og góð- mennska gleymist aldrei hversu lengi sem við lifum. En nú þegar við kveðjum þig vilj- um við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, það er okkur ómetanlegt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi þig, elsku amma. Bylgja Rún, Iris Eik, Hlynur Freyr og Elva Ösp. Þetta er búið! Þetta stríð sem bú- ið var að standa svo lengi er búið. Það var áfall að heyra þetta þó að við værum búið að búa okkur undir þetta í þónokkurn tíma. Það er bara svo skrýtin tilfinning að hugsa til þess að amma sé farin, að það sé enginn upp á elliheimili sem bíður eftir að einhver líti inn. Hún hefur verið svo stór hluti lífsins alveg síð- an ég man eftir mér. Hvað var gam- an að fara í Bessastaði og heim- sækja ömmu og síðar á Öldustíginn. Alltaf var manni tekið eins og ein- hverjum höfðingja, fullt af kökum og enginn gerði eins gott kakó eins og amma. Alltaf varstu tilbúin að ræða allt við mann eins og fullorð- inn, hversu barnalegt það var. Þú kenndir manni að hafa alveg sér- staka sýn á lífið, að allir ættu að lifa í sátt og samlyndi og hjálpa hver öðrum. Best voru árin meðan ég var í fjölbraut á Króknum. Þá var stutt á Óldustíginn og það var eins og að koma í sérstakan heim, heim fullan af ástúð og væntumþykju. Spjalla um búskapinn við afa meðan amma tók til mat eða kaffi. Skemmtilegast þótti þeim þegar einhver af vinkon- um mínum kom með. Þá var spurt frétta úr sveitinni. Og oft var það sem við stelpumar rákum inn nefið til „kökuömmu“, enda alltaf nóg að borða handa svöngum unglingum. Meðan afi var veikur var ég hjá ömmu svona aðeins til að líta til með henni, en það varð nú öfugt. Alltaf var ljós þegar ég kom heim, stund- um kveikt á kerti, sama hversu seint það var og á eldhúsbekknum beið smá nætursnarl. Svo fórstu á elliheimilið en alltaf var jafn gott að koma til þín. Þú fylltir allt í kring um þig af ástúð og umhyggju. Nú ertu farin en ég veit þú hefur það gott hjá öllum hinum sem famir em. Hjá okkur er skarð sem ekki verður svo auðveldlega fyllt en við eigum góðar minningar sem ylja og ég veit þú vakir yfir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma mín, minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sælustraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn. Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðinn hþómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð i stundareilífð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. Harpa. Elsku amma mín. Þetta var lengsta vika í ævi okk- ar, þessi vika sem þú varst sem veikust. Hverja einustu stund var hugur minn hjá þér og þegar síminn hringdi mánudaginn 9. febrúar vissi ég að ég fengi að heyra að amma mín væri dáin. Amma, þú varst alveg einstök manneskja. Þú varst alltaf glöð og ánægð, meira að segja á þessum erfiða tíma kom bros á varir þínar. Eg sakna þín svo mikið en rifja um leið upp góðu minningamar sem ég á um þig. Eg man þegar ég var í sveitinni þinni á Bessastöðum, þeg- ar ég kom til þín og var hjá þér svo dögum skipti. Þá hættir þú alltaf að sofa hjá afa og svafst hjá mér í stað- inn. A morgnana fannst þér of snemmt að vekja mig áður en þú fórst í fjósið, en komst í staðinn inn frá hálfnuðum fjósverkunum og tókst mig með þér út. Og svo var það nóttin sem ég pissaði undir okk- ur báðar. Já, ég átti margar góðar stundir með þér, bæði í sveitinni og eftir að þú fluttir á Krókinn, þá var ég mikið með þér, til dæmis eftir að afi dó. Ég get aldrei þakkað nóg fyrir að þú varst heiðursgestur í brúðkaup- inu mínu og þú kynntist báðum börnunum mínum og Þorsteini. Amma mín, þú varst orðin þreytt og lúin og líður nú vel á himnum með öllum þeim sem við söknum líka sárt. Ég og fjölskylda mín munum minnast þín alla okkar ævi. Þín alnafna Mxnerva Gísladóttir og fjölskylda. Ég var sex eða sjö ára þegar ég fór fyrst í sveit fram að Bessastöð- um til Sæmundar frænda míns og Mínervu konu hans, hennar Mínu á Bessastöðum eins og hún var alltaf kölluð. Ég var þar síðan mörg sum- ur og átti ávallt góðu að mæta. Auð- vitað langaði mig stundum heim á Skagfirðingabraut, einkum þegar eitthvað hafði komið upp á sem olli hugarangri. Þá fann ég alltaf hugg- un hjá þessari góðu konu, sem - eft- ir á að hyggja - hafði svo langan og strangan vinnudag og erfiðan verkahring. Það er mikið lán að lenda hjá svo góðu fólki þegar menn fara að heiman, einkum ef þeir hafa verið aldir upp við mikið eftirlæti. Það skildi ég ekki þá, en sé þeim mun betur nú. Heimilið á Bessastöðum var fjöl- mennt. Þar voru þau hjón og börnin þeirra sjö. Það skolast til í minninu hver var heima hvaða sumar, en Sigga, Gísli og Nanna, jafnaldra mín, voru þar flestöll sumrin. Soffía, Sigurbjörg og Oddný giftust út á Krók, norður í Hörgárdal og suður á land. Jón kvæntist henni Steinu sinni og reisti nýbýli á Fosshóli, en þeir sem fóru að heiman komu æv- inlega í heimsókn hvert sumar og auk þeirra Valdi og Erla, dóttir Mínervu, en þau búa á Húsavík. Og aldrei gleymi ég Inu gömlu, sem lá lömuð í rúmi sínu árum saman og naut einstaks atlætis Mínu og alls hennar fólks. Auk þess voru í heim- ili foreldrar Sæmundar, hún Soffía ömmusystir mín og Jón Jónsson Skagfirðingur og höfðu suðvestur- stofuna fyrir sig. Eftir að Soffía dó færði Jón sig fram í herbergi á ganginum. Svo bættu þau hjónin við sig gemlingum eins og mér og mörgum fleiri, og auðvitað var það ærin fyr- irhöfn þótt við gætum sótt kýr í haga, komið þeim á bás og farið með hrífu í flekk þegar sólin skein. Sæmundur var oddviti Staðar- hrepps, vinnusamur maður, fast- heldinn á forna siði, aðgætinn og traustur í hvívetna, kenndi okkur til verka og hafði reglu á hlutunum. Við höfðum aldrei hátt meðan frétt- ir voru sagðar og eftir hádegismat- inn fengu Sæmundur og Jón eldri góða þögn til þess að leggja sig. Sæ- mundur sló með gamla laginu ef hægt er að segja svo undir lok 20. aldar: Brúnn og Rauður drógu hann á hestasláttuvél þegar ég man fyrst, og síðan slógu þeir Jón og síðar Gísli með orfi og ljá kragann um- hverfis. Ég man vel þegar dráttar- vélin kom. Hún var rauð, en guð má vita hvaða tegund það var. Hafði þá sem og löngum síðar lítið vit á vél- um. Þá fengu Brúnn og einkum Rauður hvíldina. Mig langaði óskaplega til þess að komast undir dráttarvélarstýri, en fékk aldrei. Líklega hefur það verið óvenjulegt á þeim tíma. Að minnsta kosti þótti mér þá sem hver drengur fengi að aka dráttarvél svo framarlega sem næði með tær niður á bremsu. Jón og síðar Gísli sáu um vélavinnu. Þegar ég rifja upp þessa sælu sumardaga finnst mér gestir hafi komið á hverjum degi. Mínerva tók á móti þeim af höfðingsskap og víst naut hún hjálpar Soffíu meðan þrek hennar entist. Eldhúsborðið stóra var þakið veizluföngum og við krakkarnir fengum okkar skammt og vel það. Verkahringur húsfreyju í sveit hefur alltaf verið stór. Mína réð inn- an stokks af myndarskap og gekk þó ekki síður að útiverkum. Hún stjórnaði mjöltum og þreif öll mjólkurílát af sérstakri kostgæfni. Það situr í bamsminni mínu. Það er nákvæmnisverk og þeir einir þekkja sem í hafa komizt. Hún lét ekki sitt eftir liggja í heyskap, gekk rösklega fram og ég sé hana fyrir mér geislandi af krafti og dugnaði og við krakkarnir í halarófu að rifja. Svona liðu árin, en ég datt inn í hringrásina eftir skóla á vorin og fór heim um göngur. Stelpurnar tíndust smám saman að heiman, Jón Sæmundsson fór að spila á trommur í Fergusontríóinu með Gunnlaugi og Geirmundi Valtýsson- um; það breyttist í Rómó og Geira í fyllingu tímans. Bændur keyptu vélar og bústörfin tóku stakkaskipt- um. Við urðum unglingar og allt í einu fullorðin og þurftum að fara að vinna fyrir okkur sjálf. Nýr taktur kom í lífið. Áhyggjulausir æskudag- ar hjá góðu fólki voru liðnir og orðn- ir að minningum. Mína og Sæmundur fengu búið í hendur Jóni syni sínum og sonum þeirra Steinu, fluttust út á Krók og áttu þar ævikvöld. Sæmundur lézt vorið 1993 og í vikunni sem var kvaddi Mína þetta líf. Hún var södd ævidaga, enda búin að skila miklu starfi. Hún bjó síðustu árin á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga. Bessastaðafólk heimsótti hana oft og hún var umvafin ástúð og vin- semd í marga ættliði! Hún var sjálfri sér lík; sífellt veitandi og ekki féll henni verk úr hendi. Kvartaði aldrei. Hún var glæsileg kona í sjón og raun, örlát og um- hyggjusöm til lokadags. Hún fylgd- ist grannt með sínu fólki, gat um- hugsunarlaust sagt mér hvað hver og einn var að sýsla við þegar ég heimsótti hana, sem vissulega var alltof sjaldan. Enginn gengur sitt æviskeið á enda án mótlætis. Dauðinn var þunghöggur í garð Bessastaðafólks og hjó þar sem sízt skyldi, í raðir hinna ungu. Mínerva stóð sem klettur í þeirri raun. Víst var henni brugðið, en harm sinn bar hún aldrei á torg. Hún stóð þétt við hlið þeirra sem um sárast áttu að binda. Margur hefði látið undan síga, en hún var vissulega eins og grenitréð í kvæði Stephans G. sem bognaði ei en brast einungis í byln- um stóra síðast. Engan þekki ég sem hefur mátt takast á við jafn- þunga raun á efri árum, en hún lét aldrei bugazt. I huga mínum á ég margar mynd- ir af henni Mínu á Bessastöðum. Bæði þar heima og út á Krók. Hún var einstaklega góð kona og ég naut þeirra forréttinda að vera barn und- ir verndarvæng hennar. Börnum hennar og öllu Bessa- staðafólki sendi ég samúðarkveðjur og ekki efast ég um að hún Mína hefur nóg að starfa Guðs um geim. Sölvi Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.