Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ JKtttgttaftljifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SVEIFLUJOFNUN OG KVÓTINN HLUTDEILD íslenzks framleiðsluiðnaðar í vinnuafls- notkun minnkaði úr 24,5% árið 1980 í 17% árið 1996. Þessi þróun er svipuð og orðið hefur í aðildarlöndum OECD, en þar minnkaði vinnuaflsnotkun framleiðsluiðnaðar úr 28% árið 1970 í 18% árið 1994. Störfum fjölgaði í staðinn í þjón- ustugreinum. Robert Rowthorne, hagfræðiprófessor við Cambridge-háskóla, sem hér er staddur á vegum Samtaka iðnaðarins, rekur þessar alþjóðlegu breytingar fyrst og fremst til framleiðniaukningar í iðnaði, en ástæðurnar telur hann aðrar á Islandi. Hér hafi verið lítil framleiðniaukning, sem skýra megi með lítilli fjárfestingu framleiðslufyrir- tækja, efnahagsumhverfið hafi verið iðnaðinum óhagstætt og mikill vöxtur í sjávarútvegi á síðasta áratug hafi beinlínis skaðað íslenzkan framleiðsluiðnað. Sjávarútvegurinn hafi sogað til sín vinnuafl og þrýst upp launum. Mörg iðnaðar- fyrirtæki hafi því ekki lengur verið samkeppnisfær. Ostöð- ugleiki og sveiflur í efnahagsumhverfinu henti framleiðslu- iðnaði afar illa. Rowthorne sagði í viðtali við Morgunblaði í gær, að ekki mætti búast við, að fiskútflutningur héldi áfram að skila sama hagvexti og áður og því þyrfti annar útflutningur að koma til, þ.e. iðnaðarvörur og þjónusta. Vegna lítils vaxtar fiskútflutnings þyrftu Islendingar að auka annan útflutning um 78% á næstu tíu árum miðað við að innflutningur ykist um 2,5% á ári. Hagfræðiprófessorinn telur Islendinga þurfa að marka sér langtímastefnu um eflingu framleiðsluiðnaðar og þjón- ustu til að verja efnahagslífið áföllum og sveiflum í sjávarút- vegi. „Afar mikilvægt er að leita allra leiða til að tryggja stöðugleika og í því skyni þarf að auka sjálfstæði Seðlabank- ans, svo og aðhald í opinberum fjármálum,“ segir hann. Þá leggur Rowthorne til, að íslendingar íhugi stofnun sérstaks jöfnunarsjóðs til að verja þjóðarbúið fyrir sveiflum í sjávarútvegi: „Kvótinn yrði boðinn út til leigu og tekjurnar lagðar í þennan jöfnunarsjóð og sjóðféð fjárfest í erlendum ríkis- skuldabréfum eða öðrum auðseljanlegum eignum. Þegar illa árar ætti að taka úr sjóðnum, en leggja í hann í góðæri, og með því móti ætti að vera unnt að jafna innstreymi útflutn- ingstekna. Reikna má með því, að álagning veiðileyfagjalds- ins yrði íslenzku þjóðinni í heild til góðs, en hún myndi væntanlega hafa neikvæð áhrif á útgerðarfyrirtæki og til- tekna útgerðarbæi.“ Þessar hugmyndir hagfræðiprófessorins eru umhugsun- arverðar. íslendingar hafa vonda reynslu af efnahagslegum kollsteypum út af sveiflum í sjávarútvegi. EFLING RANNSÓKNA NAUÐSYNLEG OFT HEFUR verið bent á mikilvægi þess að veita meira fé til mennta, fræða og rannsókna í landinu en iðulega hafa stjórnvöld daufheyrst við þeim ábendingum. Fálæti okkar gagnvart Háskóla íslands og öðrum mennta- og rann- sóknastofnunum gæti hins vegar komið í bakið á okkur nú þegar margt bendir til að íslendingar geti ekki öllu lengur lagt allt sitt traust á sjávarútveginn. Ef Islendingar þurfa að fara að róa á önnur mið til að auka útflutningstekjur sín- ar um 78% á næstu tíu árum, eins og Robert E. Rawthorne, hagfræðiprófessor við Cambridge-háskóla, heldur fram, hljótum við að þurfa að renna styrkari stoðum undir menntastofnanir landsins og grunnrannsóknir. Háskóli Is- lands verður að hafa bolmagn til að geta lagt grundvöll að frjóu og skapandi atvinnulífi í landinu. Þetta hlutverk getur hann hins vegar ekki rækt sé hann í stöðugu fjársvelti. Árið 1995 voru opinberir styrkir til rannsókna hér á landi 7 milljarðar króna en um 30% þeirrar upphæðar kom frá einkafyrirtækjum. Þessi upphæð er um 1,5% af þjóðarfram- leiðslu en til samanburðar veita Evrópusambandsþjóðir að meðaltali um 2% af þjóðarframleiðslu til rannsókna. Samsvarandi tala hjá framsæknum þjóðum eins og Japön- um, Bandaríkjamönnum og nágrönnum okkar Svíum er hins vegar um 3%. Þjóð eins og Finnar hefur og tekið við sér í þessum efnum; þeir voru meðal þeirra þjóða í Evrópu sem lögðu hvað minnst til rannsókna en stefna að því að framlag- ið verði orðið 2,9% af þjóðarframleiðslu árið 2000. Að mati þessara þjóða veltur framtíð þeirra og framgangur að meira eða minna leyti á blómlegu rannsóknastarfi; þjóðin þarf að vakna til vitundar um að það á einnig við um okkur Islend- inga. Tveir bandarískir prófessorar halda námskeið um áfallahjálp fyrir ís] DR. JEFFREY T. Mitchell miðlar íslensku áfallahjálparfólki af reynslu sinni. Bj örgunarfólk 1: oft miklar raui Dr. Jeffrey T. Mitchell, prófessor í sálfræði við Maryland-háskóla, er einn af fremstu sérfræðingum á sviði áfallahjálpar fyrir björgunarfólk. Hann hélt fímmtudag til sunnudags námskeið hér á landi. Pétur Gunnarsson ræddi við hann. TVEIR af fremstu sérfræð- ingum á sviði áfallahjálpar í heiminum, bandarísku pró- fessoramir Jeffrey T. Mitchell og George S. Everly, komu hingað til lands í boði Landsbjargar til að halda fjögurra daga námskeið fyi'ir þá sem tengjast áfallahjálp og björgunarstörfum hér á landi. Annast þá sem annast aðra Sérsvið Bandaríkjamannanna er að veita björgunarfólki aðstoð við að vinna úr áföllum og erfíðri reynslu við björg- unarstörf. „Eg fjalla fyrst og fremst um áfallahjálp fyrir björgunarfólkið sjálft. Hvemig á að annast það svo að það geti annast aðra,“ sagði Jeffrey T. Mitchell, prófessor við Maryland-háskóla, fyrir- lesari um víða veröld og höfundur bóka og greina um áfallahjálp, í samtali við Morgunblaðið. Sem kunnugt er er björgunarstarf hér á landi borið uppi af sjálfboðaliða- sveitum og Mitchell segir að hópurinn hérlendis sé að flestu leyti svipaðm- þeim hópum sem hann er vanur að sæki fyrirlestra hans og námskeið í Bandaríkjunum. Skipulagði áfallahjálp eftir sprengjuna í Oklahoma „Pað er mjög algengt í Bandaríkj- unum að björgunarstörf hvíli að miklu leyti á herðum sjálfboðaliða, sérstak- lega í slökkviliðum. Pessi hópur er ekki ósvipaður þeim hópum sem ég hef unnið með heima í Bandaríkjun- um. Hér eru slökkviliðsmenn, lög- regla, björgunarsveitir, starfsfólk í geðheilbrigðisþjónustu, hjúkrunar- fræðingar, félagsráðgjafar, sálfræð- ingar og fleiri," sagði dr. Mitchell. Hann hafði það hlutverk við björg- unaraðgerðir í tengslum við spreng- inguna í Murrah-stjórnsýsluhúsinu í Oklahomaborg að leggja mat á ástand- ið og leggja grundvöll að þeirri áfalla- hjálp og þeim langtímastuðningi sem veitt voru björgunarmönnum. Jafn- framt endurskoðaði hann skipulag við slíkar aðgerðir í ljósi reynslunnar frá Oklahoma, auk þess að veita m.a. þeim starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI, sem rannsökuðu rústirnar, ein- staklingsbundna ráðgjöf og stuðning við úmnnslu reynslu sinnar. Eigum enn langt í land Jeffrey T. Mitchell segir að þótt ís- lendingar hefðu fengið mikilvæga reynslu í áfallahjálp fyrir björgunar- menn í snjóflóðunum síðustu ár eigi þeir enn nökkuð í land miðað við þau samfélög þar sem best er staðið að þessum málum. Staðan hér minnir hann á stöðu mála í Maryland-fylki fyrir 15 árum og í Kaliforníu fyrir 10 ái'um. En Mitchell segist sannfærður um að framþróunin hér verði ör næstu árin og Islendingar verði fljótir að til- einka sér nýjungarnai’. „Ég heyri á fólki að við snjóflóðin á Vestfjörðum hafa menn komist að raun um það að þeir voru að takast á við erf- iðari hluti hvað varðar andlegu hliðina en þeir voru undir búnir. Ég fínn að hópurinn sem ég er að tala við er gífur- lega áhugasamur, glósar mikið og er duglegur við að bera fram spurningar.“ Hann sagðist leggja sérstaka áherslu á að íslendingar samhæfi krafta þeirra stofnana og samtaka sem vinna að áfallahjálp hér á landi til þess að hægt verði að nýta mannafla og starfsgetu færustu manna sem best. „Mannaflinn og fjárráðin eru alltaf takmörkuð, ekki síst í litlu og fámennu landi. Það er ekkert vit í öðru en að sameina kraft> ana og fá þannig sem best starf í stað þess að dreifa starfinu niður á smærri liópa.“ Hann segist vonast til að fram- lag sitt geti orðið grundvöllur að slíkri samhæfingu, íslenskum hópi sem geti unnið markvisst innan björgunar- geirans hvar sem þörf krefur. A nám- STJÓRNSÝSLUHÚSIÐ í Oklahoma - skeiðum hans og dr. Everly séu jú sam- ankomnir allfr starfshópai- sem vinna að áfallahjálp hérlendis. Krefst orku og vinnu að losa um spennuna Dr. Mitchell segir að í öllum aðalat- riðum sé um sambærilega hluti að ræða hvað varðar áfallahjálp fyrir björgunarfólk sem vinnur annars veg- ar í rústum húss í Bandaríkjunum, sem sprengja hefur sprungið í, og hins veg- ar t.d. á vettvangi mannskæðs snjó- flóðs á íslandi. „Reynsla björgunarmannanna er svipuð í báðum tilvikum og tekur jafn- mikið á einstaklingana. Björgunarfólk líður oft miklai' raunfr eftir slíka reynslu. Það sér hluti sem aðrfr sjá ekki og atburðimir geta skilið eftir sig alvarlegar minningar. Hugsanir um at- burðinn sækja sífellt á fólk og það sér hann fyrir sér aftur og aftur. Við viljum gera allt til þess að fólk komist aftur í eðlilegt, starfshæft ástand eins fljótt og hægt er. Það krefst mikillar orku og vinnu að fara í gegnum málin og losa um þá spennu sem safnast hefur upp. En þessi vinna stuðlar að betri heilsu og að því að fólk haldist lengur í starfi, - við höfum fengið staðfestingu á því.“ Persónueinkenni björgunarfólks Dr. Mitchell talaði frá klukkan hálf- níu til fimm á fimmtudag og fóstudag yfir þátttakendum á námskeiðinu. Framhaldsnámskeið vei'ða svo haldin laugardag og sunnudag. Eins og gefur að skilja var námsefnið umfangsmikið og meðal fjölmargra atriða sem rætt var um voru persónueinkenni björgun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.