Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi 10 ára Stofnun SKÁTAFÉ LAGIÐ Vogabúar í Grafarvogi var stofnað 22. febrúar 1988 og er því 10 ára á þessu ári. Aðalhvata- maður að stofnun fé- lagsins var Stefán Már Guðmundsson, en stofn- , un félagsins var Gilwell- verkefni hans. Fyrsti fé- lagsforingi Vogabúa var Yngvinn Gunnlaugsson og þegar litið er til baka eru það þessir tveir aðil- ar sem lögðu stærstu steinana í grunninn að þvi öfluga félagi sem er starfandi í dag. Auðvit- að kom fjöldi annarra aðila að starf- inu á þessum tíu árum og þeir skiptu líka sköpum. Fyrstu árin var starfsemin í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla og átti félagið einstaklega gott samstarf við Arn- finn Jónsson þáverandi skólastjóra og Soffíu Pétursdóttur forstöðu- mann félagsmiðstöðvarinnar. Einnig fór starfsemi félagsins fram um tíma í húsnæði skólagarða Reykjavíkur. Bygging skátamiðstöðvar Strax á fyrstu árum félagsins var farið að huga að staðsetningu fyrir skátamiðstöð og var félaginu síðan úthlutað lóð við Logafold 106. Bygging skátamiðstöðvainnar tók nokkur ár og hún var síðan vigð á árinu 1994. Pessi glæsilega skáta- 9 miðstöð gjörbreytti starfsemi fé- * iagsins og skátum fjölgaði mikið hjá félaginu næstu árin. Nokkrir aðilar veittu félaginu mikinn stuðn- ing í þessum byggingarfram- kvæmdum og má þar nefna fram- lag Reykjavíkurborgar, aðstoð Skátasambands Reykjavíkur, rausnarlegt framlag Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og stuðning Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Graf- arvogi, en félagar þar lögðu fram mikla vinnu, gáfu öryggiskerfi, flaggstengur fyrir framan húsið og gengu frá lóðinni. Síðasta árið hef- ur verið unnið að frágangi á lóð skátamiðstöðvarinnar og búið er að helluleggja stórt svæði, byggja verönd og verið að koma fyrir geymsluaðstöðu á lóðinni. í þessum framkvæmdum og mörgum öðrum verkefnum hefur Sigurður Rúnar Sigurðsson verktaki í Hverafold lagt fram bæði verkfæri, stærri tæki og vinnu. Félagið færir hon- um bestu þakkir fyrir hans fram- lag. Útilífsskóli Á árinu 1994 eftir að skátamiðstöðin var tek- in í notkun var stofn- settur útilífsskóli hjá félaginu, sem hefur nú verið starfræktur í fjögur ár. Útilífsskóli Vogabúa hefur eins og félagið unnið sér sterka stöðu í Grafarvogi og námskeiðum hefur fjölgað á hverju ári. Síðasta sumar var fullt á öllum námskeiðum, en boðið er upp á hefð- bundin útilífsnámskeið fyrir 7-12 ára börn og á haustin vikunámskeið allan daginn fyrir unglinga á aldrinum 12-14 ára, sem gefa réttindi til foringjastarfs innan félagsins. Fyrsta árið stjóm- aði Ólafur Valdín Halldórsson Útí- lífsskólanum og síðustu árin hefur Gylfi Þór Gylfason veitt honum for- Skátastarf er í eðli sínu forvarnastarf, segir Guðmundur G. Kristinsson, starf sem styrkir börn og ung- linga til sjálfstæðis og þroska. stöðu. Næstum allir aðrir sumar- starfsmenn skólans hafa verið starf- andi skátar í Vogabúum og með mikla reynslu af skátastarfi. Alþjóðleg samskipti Frá því félagið var stofnað hefur verið lögð mikil áhersla á alþjóðleg samskipti við erlenda skáta og á hverju sumri hafa hópar frá félag- inu farið á erlend skátamót eða skipulagt eigin ferðir í samstarfi við erlend skátafélög. Einnig hefur fé- lagið tekið á móti hópum til skemmri og lengri dvalar hér á landi og skipulagt ferðir hér á landi. Hópar frá félaginu hafa átt sam- starf við, heimsótt eða tekið á móti skátum frá Svíþjóð, Skotlandi, Spáni, Hollandi, Áusturríki, Japan og fleiri löndum. Skálabygging á afmælisári Félagið keypti á síðasta ári 130 fermetra hús sem ætlunin var að nota sem fjallaskála, en við nánari skoðun kom í ljós að þessi stærð hentaði ekki og var húsið selt aftur. Búið er að koma upp sérstökum skálasjóði og stefnt að því að byggja nýjan flokkaskála í nágrenni Reykjavíkur á 10 ára afmælisári fé- lagsins. Bæjarstemmning í Grafarvogi Skátafélagið Vogabúar hefur verið þátttakandi í sameiginlegum uppákomum Grafarvogsbúa og má þar t.d. nefna umsjón með Ósku- dagsskemmtunum, skrúðgöngum á sumardaginn fyrsta og fleira. Einnig hafa skátar frá félaginu tekið þátt í sameiginlegum skrúð- göngum skáta 17. júní og sumar- daginn fyrsta. Gott samstarf hefur verið öll árin við skóla, félagsmið- stöð, íþróttafélagið Fjölni og Graf- arvogskirkju. Um árabil gaf félagið út tímaritið Útilíf sem dreift hefur verið í Grafarvogi. Þar hefur verið fjallað um starfsemina á hverjum tíma og komið á framfæri ýmsum upplýsingum um útilíf og skáta- starf. Fjöldi þeirra barna og ung- linga sem hefur tekið þátt í starfi félagsins í gegnum árin skiptir sjálfsagt orðið þúsundum. Hjá fé- laginu hefur starfað mikið lið öfl- ugra foringja, en hátt í hundrað skátar hafa tekið þátt í foringja- námskeiðum á vegum félagsins, tuttugu hafa unnið að og fengið forsetamerkið og tíu hafa lokið Gilwell-þjálfun. Gildi skátastarfs Skátastarf er í eðli sínu forvarn- arstarf sem styrkir börn og ung- linga til sjálfstæðis og þroska til að takast betur á við lífið. Jafningja- fræðsla hefur mikið verið í umræð- unni sem sterkasta vopnið gegn sí- vaxandi ógn vímuefna, en jafningja- fræðsla er einmitt sá grunnur sem skátastarfið byggist á. Besta for- vömin í umhverfi bama og unglinga er að byggja upp hjá unglingum styrk og sjálfstæði til að segja nei þegar á þarf að halda. Starfsemi skátafélagsins Vogabúa hefur á þeim tíu áram sem það hefur starf- að, skilað miklum árangri til upp- byggingar á ungu fólki sem sést á þeim einstaklingum sem hafa tekið þátt í starfinu og era komnir út í þjóðfélagið. Skátafélagið Vogabúar þakkar velvild allra þeirra sem hafa lagt félaginu lið í gegnum árin og býður Grafarvogsbúum til afmælis- messu í Grafarvogskirkju sunnu- daginn 22. febrúar kl. 14:00. Höfundur er féhigsforingi skátafé- lagsins Vogabúa ( Grafarvogi. ( Y BIODROGA snyrtivörur Fjarlagagerð til framtíðar Fjármálaráðuneytið boðar til opins fundar um fjárlagagerð til framtíðar mánudaginn 23. febrúar kl. 14.30-16.00 að Sölvhóli, fundarsal Seðlabanka íslands, Sölvhólsgötu 1. Á vegum OECD er nýútkomin skýrsla „Budgeting for the future“ sem Jón Ragnar Blöndal, fyrrum sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu hefur unnið. Á fundinum mun Jón kynna nýjungar í gerð langtímaáætlana hjá aðildarlöndum OECD. Að loknu erindi Jóns mun Halldór Árnason skrifstofustóri kynna ýmsar hugmyndir um hvemig megi styrkja fjárlagagerð (slenska ríkisins. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ávarpar fundinn. Fundarstjóri er Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Fundurinn er opinn öllum. Fjármálaráðuneytið Guðmundur G. Kristinsson Blað allra landsmanna! 2®of0,mí’Iaí'ií* - kjarm malsms! Byggjum tónlistarhús Á TÍMUM seinni heimsstyrjaldarinnar vora íslendingar helm- ingi færri en þeir verða um aldamótin. Þá bjuggu aðeins um 140.000 manns hér á þessu landi en þeir reistu samt Þjóðleik- hús, Þjóðminjasafn og Háskóla svo eitthvað sé nefnt. Það var fram- kvæmdagleði og stór- hugur sem fylgdi þessu fólki. Enda þótt hin unga þjóð væri fátæk og brýn verkefnin ótal- mörg höfðu menn fram- sýni til þess að skilja að án menningar og menningararf- leifðar ættu íslendingar sér ekki þjóðarvitund. Það vora ekki hag- kvæmnisútreikningar sem skiluðu þeirri niðurstöðu að byggja skyldi Þjóðleikhús. Menn gengu ekki að því gruflandi, þá frekar en nú, að Þjóðleikhúsið er ekki arðbært fyrir- tæki í peningalegum skilningi. Ékki frekar en Borgarleikhúsið eða ís- lenska óperan. Það er hins vegar eðlilegt að gera kröfu um að rekst- urinn skili sem mestu sjálfsaflafé. Samningur menntamálaráðuneytis- ins við Islensku óperana er athygl- isverður í þessu sambandi. Hann er á þá lund að Islenska óperan fær fasta fjárveitingu en endanleg upp- hæð hennar ræðst af sjálfsaflafé Is- lensku óperannar. Með þessu móti Pað er þörf fyrir tón- listarhús, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, og þeirri þörf munu sjálf- stæðismenn svara á næsta kjörtímabili. er hægt að hvetja til þess að listræn starfsemi taki einnig mið af því að auka sjálfsaflafé sitt. En stórhugur þeirrar kynslóðar sem reisti Þjóð- leikhúsið og hleypti leiklistinni þar af stokkunum er ekki ósvipaður þeim bjartsýnishug sem einkenndi stofnun Samtaka um byggingu tón- listarhúss fyrir 15 áram. Bókaþjóðin tónelska Um 27.000 íslendingar hafa at- vinnu af eða stunda tónlist. Allir njóta hennar með einum eða öðram hætti. Margir njóta hennar í gegn- um einhverja þeirra tíu útvarps- stöðva sem senda út tónlist á Reykjavíkursvæðinu. Frægust allra Islendinga er tónskáldið og söng- konan Björk. Fjöldi annarra íslend- inga vinnur við tónlist á erlendri grundu. Fjöratíu óperusöngvarar syngja úti í heimi. Frægastir þeirra eru Kristján Jóhannsson og Krist- inn Sigmundsson. Unga kynslóðin er fjölmenn í tónlistinni því það era 12.000 nemendur við tónlistarnám. Hljómburður skiptir höfuðmáli Þegar ég var við nám í Bologna á Ítalíu voru gerðar endurbætur á hinu gamla óperuhúsi borgarinnar. Einsöngstónleikaröð óperunnar var því færð ýmist í eitt stóru bíóanna eða í ráðstefnusal. Báðir salir höfðu afleitan hljómburð. Gömlu brýnin Luciano Pavarotti og Herman Prey héldu tónleika á þessum tíma. Þeir nutu reynslunnar og gættu sín á möttum hljómburði salanna. Tón- leikar þessara tveggja meistara urðu engu að síður frekar rislitlir vegna þess hversu ofurvarlega þeir kusu að fara í beitingu raddarinnar. Maður gat samt ekki annað en dáðst að kænsku þeirra. Stórstjörn- unum Katiu Ricciarelli og José Car- reras vegnaði ekki eins vel. Þau fóru geyst á sínum tónleikum og ákváðu augljóslega að bæta upp slæman hljómburð með því að syngja enn meira. Gefa allt í botn. Það fór svo að þau áttu í erfiðleik- um með að ljúka söng- skránni. Þau gátu hvor- ugt tekið aukalag og fóra heldur skömm- ustuleg af sviðinu. Hljómburðurinn í Hálskólabíói er ekki góður. Hann er þurr og misjafn eftir því hvar setið er í húsinu. Að syngja þar er ekki gott. Tónleikasalur á að hljóma með hljóðfær- inu, styðja við og vera mikilvægur hluti af tónlistarapplifuninni. Þannig tónleikasalur er ekki til hér- lendis, því miður. Sinfóníuhljóm- sveit Islands var stofnuð fyrir tæp- lega hálfri öld. Hún hefur hlotið margvíslegar erlendar viðurkenn- ingai- og sldpað sér í sveit meðal bestu hljómsveita. Eins og menn þekkja leikur hún í bíósal og greiðir á ári hverju 12 milljónir í húsaleigu fyrir þá aðstöðu. Samtök um byggingu tónlistarhúss Á áranum 1983-1986 áttu þverpólitísk fjöldasamtök frum- kvæði að fjársöfnun og samnor- rænni samkeppni um hönnun tón- listarhúss sem hýst gæti allar teg- undir tónlistar og átti það að rísa í Laugardalnum. Flestir þekkja þessa sögu og hversu dapurlega horfir um framhald þessarar fram- kvæmdar. Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa þegar greitt 34 milljónir króna (framreiknaðar) af söfnunarfé sínu í hönnunar- og verkfræðikostnað. Áhugasömu fólki sem styrkir samtökin fer enn fjölg- andi. Nýlega arfleiddi Ruth Her- manns fiðluleikari hið fyrirhugaða tónlistarhús að eigum sínum. Fyrir milligöngu Vigdísar Finnbogadótt- ur hefur japanskt stórfyrirtæki gef- ið eina milljón jena til byggingar tónhstarhúss. Byggjum tónlistarhús Menntamálaráðherra Björn Bjarnason skipaði nefnd árið 1996 um tónlistarhússmálið. Taldi nefnd- in í ítarlegum niðurstöðum sínum öll rök hníga að því að reisa beri tónlistarhús. Slíkt hús verður reist með sameiginlegu átaki Reykjavík- urborgar, ríkisins, nærliggjandi sveitarfélaga og Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss. Meðal annars vegna nýrra áhugaverðra hug- mynda um það hvemig nýta megi tónlistarhúsið einnig til ráðstefnu- halds er önnur nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins að skoða nýja staðsetningarmöguleika. Það breytir rekstrarforsendum þess og ber að skoða vandlega. Áhugi á ráð- stefnuhaldi hérlendis er mikill en aðstöðuleysi hamlar frekari þróun í þá átt. Á næsta kjörtímabili mun borgar- stjórn sjálfstæðismanna taka af skarið í þessu máli sem núverandi borgarstjórn hefur leitt hjá sér. Fyrsta skref þess ferlis er að kalla saman þá sem vitað er að standa munu saman að þessu verkefni. Síð- an verður reynt að breikka þann hóp eins og hægt er. Mikil undir- búningsvinna er þegar að baki, bæði af hálfu menntamálaráðuneyt- isins og Samtaka um byggingu tón- listarhúss, sem sýnir m.a. að nýting hússins verður góð. Það er þörf fyr- ir tónlistarhús og þeirri þörf mun- um við sjálfstæðismenn svara á næsta kjörtímabili! HOfundur er frnmkvœmdnsljóri og skipar fjórðn sæti ó frnmboðslistn SjAlfstæðísflokksins. Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.