Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 24

Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 24
24 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Tveir bandarískir öfgamenn ákærðir í Las Vegas Taldir hafa ætlað að beita sýklavopnum Kláfferjuslysið á Italíu Vilja lög- sögu yfír áhöfninni Róm. The Daily Telegraph. ÍTALIR munu fara fram á það við bandarísk stjórnvöld, að þau afsali sér lögsögu yfir flugmanni og þremur flugliðum bandarískrar herþotu, sem olli kláfferjuslysinu á skíðasvæði við Cavalese í ítölsku Ölpunum 3. þessa mánaðar. Kom þetta fram hjá Giovanni Flick, dómsmálaráðherra Ítalíu, en hann sagði á þingi, að málaleitanin væri til komin vegna þess hve slys- ið hefði verið alvarlegt og vegna þeirrar hneykslunar, sem það hefði valdið meðal almennings. Slysið varð þegar stél þotunnar og hægri vængbroddur slitu vírinn, sem hélt uppi kláfnum, og fórust allir, sem í honum voru, 20 manns. Talsmaður bandarísku herstöðvar- innar í Aviano sagði, að ósk Itala yrði tekin til athugunar en taldi heldur ólíklegt, að við henni yrði orðið. Sagði hann ekkert dæmi um, að NATO-ríki hefði afsalað sér lög- sögu í máli af þessu tagi. Borgaraleg yfirvöld á Italíu vinna að rannsókn þessa máls og einnig bandarísk heryfirvöld. Saka Italir flugliðana bandarísku um manndráp og brot á lögum um flugöryggi en þeir eru sagðir hafa flogið 1.700 fetum of lágt og auk þess verið komnir langt af leið. Bandaríska hermálaráðuneytið hefur staðfest, að flugmennimir hafi verið með bandarískt herkort, sem ekki sýndi kláfferjuna. Aðstoð til Afganistan AFGANARtóku fyrrívikunni við hjálpargögnum sem bárust frá Rússum til fómarlamba jarð- skjálftans er varð rúmlega 4.000 manns að bana í norðurhluta Afganistans 4. febrúar. Mikill fjöldi fólks slasaðist og missti heimili sín. Rússneska neyðar- ráðstafanaráðuneytið sendi tutt- ugu og tvo farma af brauði, mjólk og lyfjum til dreifingar í héruðunum sem urðu verst úti i skjálftunum. Las Vegas. Reuters. EIGANDI rannsóknarstofu og vís- indamaður, sem er sagður hafa hót- að að gera sýklavopnaárás á jarð- lestastöðvar í New York, voru ákærðir í Las Vegas á fimmtudag fyrir að hafa í fórum sínum miltis- brandsbakteríur sem hægt er að nota í sýklavopn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði eftir að hafa fengið upplýsing- ar um málið frá Janet Reno dóms- málaráðherra að ekki væri hætta á sýklavopnaárás og fór lofsamlegum orðum um framgöngu lögreglunnar í málinu. Rudolph Giuliani, borgar- stjóri New York, neitaði því að mennimir hefðu lagt á ráðin um sýklavopnaárás í borginni. Lögmaður annars mannanna, Williams Leavitts, sagði að þeir hefðu ekki haft í hyggju að beita sýklavopnum. Þeir hefðu aðeins ætl- að að þróa bóluefni gegn miltis- brandi, sem er bráður sjúkdómur í búpeningi og banvænn þegar hann berst í menn. Leavitt er fertugur og á rannsókn- arstofur í líffræði í Nevada og Frankfurt í Þýskalandi. Hinn mað- urinn er Larry Wayne Harris, 44 ára örverufræðingur, og hann fékk 18 mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm árið 1995 fyrir ólögleg kaup á veiru, sem getur valdið eitlabólgu- farsótt. Hann játaði að hafa keypt veiruna með ólöglegum hætti en kvaðst hafa ætlað að nota hana í til- raunir vegna bókar sem hann skrif- aði um sýklahemað. Mennimir vora leiddir fyrir dóm- ara á fimmtudag en hann frestaði því þar til á mánudag að taka ákvörðun um hvort þeir yrðu leystir úr haldi gegn tryggingu. Sérfræðingar hers- ins rannsaka nú þrjár flöskur sem fundust í Mercedes-bifreið mann- anna, en samkvæmt ákæmnni inni- héldu þær miltisbrandsbakteríur. Hótaði sýklahemaði í ákæruskjölunum segir að Lea- vitt og Harris hafi boðið vísinda- Sierra Leone Forsetinn hyggst snúa heim úr útlegð FreetovTL Reuters. AHMAD Tejan Kabbah, útlægur forseti Sierra Leone, býr sig nú undir að snúa þangað aftur og reyna að binda enda á átökin og glundroðann í landinu. Tom Ikimi, utanríkisráðherra Nígeríu, kannaði ástandið í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, í íyrradag og sagði íbúunum að Kabbah myndi snúa þangað aftur á næstu dögum. Hersveitir undir stjóm Nígeríu- manna náðu Freetown á sitt vald um síðustu helgi eftir að herfor- ingjastjómin, sem steypti forsetan- um í maí, flúði borgina. Stuðnings- menn herforingjanna hafa þó haldið áfram að berjast við vopnaða hópa, sem styðja forsetann, og reynt að ná nokkrum bæjum á sitt vald. manni 20 milljónir dala, andvirði 1,4 milljarða króna, fyrir að útvega þeim búnað til tilrauna á miltisbrands- bakteríum og farið með flöskumar á rannsóknarstofu hans. Vísindamað- urinn skýrði bandarísku alríkislög- reglunni FBI frá tilboðinu og upp- lýsingar hans urðu til þess að menn- imir vom handteknir. Harris segist vera „undirofursti" í Aríaþjóðum, hreyfingu sem telur hvíta kynstofninn öðmm æðri, og fé- lagi í kristinni öfgahreyfingu, sem hefur kynt undir hatri á gyðingum og blökkumönnum. Harris er sagður hafa hótað því í fyrra að gera sýklavopnaárás á jarð- lestastöðvar í New York í því skyni að skaða efnahaginn, koma hemum í opna skjöldu, og verða hundmðum þúsunda manna að bana. Hann sagði einnig í viðtali við tímaritíð U.S. News og World Report árið 1995 að félagar sínir myndu beita sýklavopnum gegn bandarískum embættismönnum ef reynt yrði að handtaka þá. Vatn á tunglinu? BANDARÍSKA rannsóknarfarið Tunglkönnuður (Lunar Prospect- or) hefur fundið nýjar vísbending- ar um vatn á mánanum, að því er blaðið Houston Chronicle hefur eftir heimildarmönnum hjá banda- rísku geimferðastofnuninni (NASA). Hópur vísindamanna hjá NASA, sem vinna úr upplýsingum frá Tunglkönnuði, hefiu- legið yfir mælingum sem borist hafa frá geimfarinu. Hyggjast sérfræðing- amir grannskoða upplýsingamar áður en þeir birta niðurstöður sín- ar opinberlega, en búist er við úr- skurði þeirra í byijun mars. Tunglkönnuður hefur verið á 100 kílómetra hárri sporbraut um póla tunglsins í röskan mánuð. Fundur vatns á tunglinu getur ráðið miklu um hvort ráðist verði í byggingu rannsóknarstöðvar á tunglinu þar sem jarðarbúar myndu dveljast langdvölum við hvers kyns rannsóknir. EMU-aðildarhæfm Þýzkalands tryggð ÞÝZKALAND mun örugglega upp- fylla hin efnahagslegu skilyrði sem sett em fyrir stofnaðild að Efria- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og mun ekki þurfa að óttast um að ná ekki fjárlagahallanum nið- ur fyrir 3% af vergri landsfram- leiðslu. Á liðnum mánuðum hefur verið hart deilt um um það hvort þetta takmark næðist og hvort leyfi- legt væri að túlka skilyrðin sem kveð- ið er á um í Maastricht-sáttmálanum þannig að Þýzkaland teldist samt uppfylla þau þótt 3% markið næðist ekki, og því em þessar fréttir mikill léttir fyrir þýzku ríkisstjómina. Þetta er niðurstaða hagfræðinga sem hafa fengið að sjá tölur þýzku hagstofunnar sem til stendur að birta í lok næstu viku, þegar opin- berar tölur yfir rekstur hins opin- bera á árinu 1997 verða lagðar fram, en þá eiga sömu upplýsingar frá öll- um hinum ESB-löndunum að liggja fyrir líka. Á þessum tölum verður síðan mat á aðildarhæfni viðkomandi *★★★★ EVRÓPA^ ríkja fyrir stofnaðild að EMU byggt. Samkvæmt því sem fregnazt hefur af þessum tölum var hallinn á þýzka ríkissjóðnum 2,8% af landsfram- leiðslu í fyrra. Samkvæmt niður- stöðu þýzku efnahagsrannsókna- stofnunarinnar DIW jókst lands- framleiðsla Þýzkalands í fyrra um 3%, eða 3.600 milljarða marka (um 144.000 milljarða króna). Samkvæmt mánaðarskýrslu seðlabankans Bundesbank hefur nýskuldasöfnun opinberra aðila - sambandsríkisins, sambandslandanna og sveitarfélaga - lækkað niður í um 100 milljarða marka, sem þýðir að hallinn á rekstri hins opinbera er því sem næst 2,8%. Það þykir því nú þegar hafið yfir allan vafa að Þýzkaland uppiylli skil- yrðin, jafnvel þótt ströngustu túlkun sé beitt á reglur Maastricht-sáttmál- ans. Þetta mun styrkja stöðu ríkis- stjómarinnar í væntanlegum mála- ferlum fyrir þýzka stjómlagadóm- stólsnum, sem fjórir háskólaprófess- orar efndu til í þeim tilgangi að freista þess að fá stofnun EMU frestað. Ein af röksemdum prófess- oranna er sú að það væri brot á stjómlögum að láta verða af EMU- þátttöku Þýzkalands ef það nær ekki að uppfylla til hins ýtrasta mörkin sem kveðið er á um í reglum Ma- astricht-sáttmálans. Meðal stjóm- lagalegra skyldna stjómarinnar er að tryggja langtímastöðugleika gjaldmiðils ríkisins. Þýzka stjómin hefur farið þess á leit við Bundesbank að leggja mat sitt á aðildarhæfni allra þeirra ríkja sem sækjast eftir aðild. Reiknað er með að skýrsla bankastjóranna verði kynnt stjóminni 17. marz. Frímúrararegl- unni hótað kæru London. The Daily Telegraph. FRÍMÚRARAREGLAN á Englandi á nú í útistöðum við þingið eftir að reglunni var gert að greina frá því hvaða dómarar og lögreglumenn era þar félagar. Fékk reglan hálfsmánaðar frest til þess að verða við kröfu innan- ríkismálanefndar neðri deildar þingsins, en sæta annars kæra fyrir vanvirðingu við það. Stórritari reglunnar, Michael Higham, neitaði hvað eftir annað að veita upplýsingar um félaga í reglunni í umræðum í þinginu í fymadag, og leiddi það til hótun- arinnar um kæra. Higham full- yrti að ef ekki yrðu lögð fram ná- kvæm ákæraatriði gæti hann ekki tilgreint hveijir væra félagar. Snýst deilan um 169 núverandi og fyrrverandi lögreglumenn sem vora í sérsveit West-Mid- landlögreglunnar, sem nú hefur verið leyst upp, eða tóku þátt í rannsókn sprengjutilræða í Birmingham og fieiri málum. Higham sagði að kröfur þingsins væra fráleitar og hótaði að draga nefndina fyrir Evrópudómstólinn og ákæra hana fyrir rof á frið- helgi. Chris Mullin, formaður nefnd- arinnar, tilkynnti að þingvörður myndi rita reglunni formlegt bréf og krefjast þess að látið yrði uppi hvort einhveijir þessara 169 væra frímúrarar. Sjaldgæft er að reyni á völd þingnefnda til að láta senda eftir „fólki og skjöl- um“ og hefur ekki verið andæft með þessum hætti fyrr. Því era deiluaðilar báðir óvissir um út- komuna. Harðasta refsing sem þingið gæti kveðið upp er fangavist, en enginn hefur þó verið settur á bak við lás og slá með þeim hætti síðan Charles Bradlaugh neitaði að sveija drottningunni hollustu- eið við Biblíuna eftir að hann var kjörinn þingmaður róttækra jafnaðarmanna 1880.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.