Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 51 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Hvort viltu líkams- rækt eða rafniagii? Frá Jóni Agli Bragasyni: TILEFNI þess að ég set þessi orð á blað er viðtal í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. febrúar þar sem blaðamaður ræðir við Berglindi As- geirsdóttur um fyrirtæki hennar, Trimform Berg- lindar. Þar segir Berglind meðal annars að trim- form sé rafnudd sem gengur út á það að senda öfl- ug rafboð inn í vöðvana. Síðan segii' hún orðrétt: „Nógu öflug til þess að einn tími í t.d. vöðvaþjálfun er sambærilegur við tíu klukku- stunda brennslu í tækjaleikfími. Og einn tími í grenningu er á við tíu klukkustunda pallapuð." Þetta getur ekki verið meira rangt og sorglegt þegar fólk lætur svona frá sér að óathuguðu máli. Ef svo væri væru lífeðlisfræðingar og aðrir vísindamenn búnir að segja okkur það að hætta að hreyfa okkur og láta rafmagnið duga. Svona einfalt er það nú ekki. Það er mikil ábyi'gð að þjálfa og leiðbeina fólki í hvers konar líkams- rækt. Líkamsrækt getur verið margs konar og eru leiðbeinendur stöðugt að gefa fólki ráð um hin ýmsu mál en ráðin vilja þó einkum snúast um það hvernig á að losa sig við aukakílóin. Það er það sem fólk spyr um og er atriði númer eitt, tvö og þrjú hjá því. Að grennast og kom- ast í sína kjörþyngd er hið besta mál (sem væri efni í aðra grein) en þegar farið er að lofa fólki því að 1 tími í rafnuddi sé sambærilegt við að stunda 10 klst. „tækjaleikfimi“ eða pallapuð þá er sá leiðbeinandi kom- inn út á hálan ís. Alhliða líkamsrækt má skipta í þrjá meginþætti. Þeir eru: Styrktar- þjálfun, þolþjálfun og teygjuæfíngar. Allt þetta þrennt má fá í hefðbundn- um pallatímum sem eru í boði á lík- amsræktarstöðvunum (pallar (þol) 34-40 mín., styi'ktaræfingar 10-20 mín., teygjur 5-10 mín.) Trimform er engin þolþjálfun og ekki eru teygju- Frá Borgþóri S. Kjærnested: Á SÍÐASTA ári voru 25 ár liðin frá stofnun Félags leiðsögumanna. Um 450 manns eru nú í félaginu, en þeir eru ekki margir sem hafa leið- sögumannastarfíð að aðalstarfi, þó að ferðamanna- tíminn hafi verið að lengjast á síð- ustu árum. Á afmælisárinu var nokkuð fjallað um framtíðarsýn félagsins, en því má með nokkrum rétti halda fram að félagið standi á krossgötum. í dag er félagið þátttak- andi í samtökum leiðsögumanna á Norðurlöndum IGC og alþjóðasam- tökum leiðsögumanna, Alþýðusam- bandi íslands, á fulltrúa í stjórn Leiðsögumannaskólans, Ferðamála- ráðs og er umsagnaraðili í veigamikl- um málum sem snerta ferðaþjónust- una almennt. Miklir breytingartímai' eru framundan í skipulagsmálum launa- fólks. Nú þegar hafa nokkur félög á almennum vinnumarkaði sameinast, nýlega nefndu forustumenn ASI og BSRB að réttast væri að sameina þessi tvö heildarsamtök sem allra fyrst. Á síðasta þingi samþykkti ASÍ að öll félög innan þess yrðu að eiga aðild að landssambandi fyrir árið 2000. Skiptar skoðanir hafa verið um æfíngar þar. Hvað varðar styrktar- þjálfunina og rafnuddið eru rafboðin það eins sem þar er sameiginlegt og þar með er smanburðurinn búinn. Þegar við beitum vöðvaafli gegn fastri eða hreyfanlegri mótstöðu (styrktarþjálfun) er ýmislegt annað sem gerist í líkamanum en bara raf- boð frá heila. Við styrkjum vöðva, sinar, liðbönd og bein (bráðnauðsyn- legt fyrii' konur til að vinna gegn beinþynningu) og minnkum um leið hættu á hvers konar meiðslum. Við aukum vöðvamassa sem aftur leiðir svo til aukinnar grunnefnabrennslu. Hefur þá fátt eitt verið nefnt sem gerist við styi'ktarþjálfun. Þetta er semsagt sitt hvor hluturinn, rafnudd og líkamsrækt. Árangur af alhliða líkamsrækt er heldur ekki alltaf sýnilegur. Felst það meðal annars í eftirtöldum atrið- um. Hjarta, lungna- og æðakerfi styi’kjast, vöðvastyrkur eykst og lið- leiki eykst. Líkamsrækt vinnur einnig gegn of háum blóðþrýstingi, háu kóleresteróli og styrkir ónæmis- kerfið. Starfsorka verður meiri, lundin léttari, sjálfsímyndin styrkist og þú berð þig betur líkamlega. Stresseinkenna verður síður vart. Þá má ekki gleyma því að fituprósenta líkamans lækkar. Með skynsamlegu mataræði og reglulegi'i þjálfun má ná fram öllum þessum þáttum og dæmi nú hver fyrir sig um hvort rafnudd eða lík- amsrækt sé áhrifaríkara. Við leiðbeinendur verðum að vanda orð okkar þegar við tölum til almennings og vita hvað við erum að tala um enda á almenningur ekkert annað skilið. Þessi ofuráhersla í þjóðfélaginu á það að grennast er orðin svo mikil að nú er svo komið að tilgangurinn helgar meðalið. Mikið um fögur loforð sem standa ekki. Ef við beinum athygli okkar að því sem skiptir máli, þ.e. þoli, styrk, teygjum að viðbættu skynsamlegu mataræði þá fylgir annað í kjölfarið, s.s. eins og að grennast. Eg óska Berglindi velfarnaðar í leik og starfi og býð hana velkomna í tíma. JÓN EGILL BRAGASON, einkaþjálfari og þolfímileiðbeinandi. það innan FL hvort vera skuli í ASÍ eða hvort gengið skuli til liðs við ein- hver önnur heildarsamtök. Sú um- ræða er mikilvæg og hana ber að efla áður en afgerandi ákvarðanir eru teknar. Á fundi um framtíðarsýn FL var m.a. bent á mikilvægi þess að eiga aðild að ASÍ vegna samruna- ferlis stéttarsamtakanna á næstu ár- um, til að standa megi vörð um hags- muni FL í þeirri þróun. Á nýaf- stöðnu þingi VMSÍ var samþykkt að efla stöðu Verkamannasambandsins í ferðaþjónustunni. Þessi samtök og væntanlega fleiri verða örugglega tilbúin til að róa á mið leiðsögu- manna í leit að nýjum félagsmönnum og nýjum tekjustofnum. Þessi við- leitni þjónar væntanlega einhverjum hagsmunum slíki'a samtaka, en ekki hagsmunum leiðsögumanna. Það þarf að ríkja stórhugur og framsækni í forustusveit leiðsögu- manna. Nú þarf að takast á við pý verkefni, standa föstum fótum á jörðinni og efla samstarfíð innan fé- lagsins. Það þýðir að tengsl félagsins og Leiðsögumannaskólans þarf að efla til mikilla muna, félagið þarf að láta til sín taka við mótun ferðamála- stefnu, á vettvangi Ferðamálaráðs og víðar, þar sem sjónarmið og skoð- anir félagsins eiga erindi. Þessi og fleh'i atriði þarf að hafa ofarlega í huga á næsta aðalfundi fé- lagsins 26. febrúar nk. Mætum sem flest. Framtíðin byggist á okkur. BORGÞÓR S. KJÆRNESTED, leiðsögumaður. Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Yfirskrift messunnar er „Fórn á föstu". Organleikari Marteinn H. Frið- riksson, sem stjórnar söng Dómkórs- ins. Að lokinni messu verður boðið til samráðsfundar í safnaðarheimilinu, þar sem fjallað verður um viðfangs- efnið „Ráð í vanda" og reiddur fram léttur málsverður gegn vægu gjaldi. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasam- koma kl. 11 í safnaðarheimilinu í um- sjá Auðar Ingu Einarsdóttur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf yngri og eldri kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku skáta. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. Fórn á föstu. Hvað er Hjálparstofnun kirkjunnar að gera? Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi. Barnasamkoma og messa kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sig- urður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 17. Matthias Wager frá Svíþjóð leikur fjölbreytta efnisskrá. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Messa kl. 14. Organisti mgr. Pavel Manasek. Sr. María Ágústs- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Ragn- heiður Jónsdóttir, guðfræðingur, pré- dikar. Björk Jónsdóttir syngur ein- söng, stúlkur í Gradualekórnum leika á hljóðfæri og Svala Sigríður Thom- sen, djákni, les ritningalestra. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. I tilefni af konudegi munu karla úr söfnuðinum bjóða upp á vöfflukaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Barnastarf kl. 11 í safnaðar- heimilinu. Umsjón Lena Rós Matthí- asdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn aðstoða. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára börn á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Kirkjubíllinn ekur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Konu- dagurinn. Messa kl. 11. Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn aðstoða við messugjörð og sjá um hádegisverð í safnaðarheimilinu á eftir. Sr. Jón Dal- bú Hróbjartsson, prófastur, setur sr. Sigurð Grétar Helgason inn í embætti prests við kirkjuna. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Sigurður Grétar Helgason prédik- ar. Organisti Vera Manasek. Barna- starf á sama tíma í umsjá Guðrúnar Karlsdóttur, Agnesar Guðjónsdóttur og Benedikts Hermannssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Kaffi eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Violeta Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. For- eldrar velkomnir með börnum sínum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skátaguðsþjónusta kl. 14. Jón Ingvar Haraldsson félags- foringi prédikar. Skátar aðstoða í guðsþjónustunni. Tómasarmessa kl. 20. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup íslands prédikar. Fjölbreytt tónlist, fyrirbæn og máltíð Drottins. Organisti Daniel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Létt- ur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnastarf á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Umsjón sr. Sigurður, Hjörtur og Rúna. Jón Egill Bjarnason Félag leiðsögumanna á krossgötum Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Engja- skóla. Umsjón sr. Anna Sigríður, Signý og Sigurður H. Barnakór Graf- arvogskirkju syngur undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur. Skátaguðs- þjónusta kl. 14 í Grafarvogskirkju. 10 ára afmæli skátafélagsins Vogabúa. Ræðumaður Stefán Már Guðmunds- son skátaforingi. Sr. Vigfús Þór Árna- son þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti og kórstjóri Hörður Bragason. Að lokinni guðs- þjónustu verður gengið frá Grafar- vogskirkju að félagsheimili Vogabúa við Logafold, þar sem boðið verður upp á kaffi og veitingar. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Magnús Magn- ússon guðfræðinemi prédikar. Yngri kór Digranesskóla kemur í heimsókn. Stjórnandi Kristín Magnúsdóttir. Organisti Kristín Jónsdóttir. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Börn úr 8-9 ára starfi kirkjunnar og 10-12 ára starfi taka þátt í guðsþjón- ustunni, syngja og sýna helgileik. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Guðs- þjónusta í Skógabæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Fríkirkjunnar syngur, organisti Pavel Smid. Prestur sr. Magnús B. Bjömsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Al- menn samkoma og barnastundir kl. 17. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Munið Tómasarmessuna í Breið- holtskirkju kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Vörður Traustason. Allir hjart- anlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11, börn á öllum aldri velkomin. Sam- koma kl. 20, lofgjörð, fyrirbæn og prédikun orðsins. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnars- son. ISLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unsamkoma að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Fræðsla dagsins er: „Þú ert einstakur frá hendi Guðs“. Friðrik Schram kennir. Sér fræðsla fyrir börn- in. Við borðum saman eftir stundina. Allir koma með mat með sér, sem við setjum á hlaðborð. Kl. 20 vitnisburð- arsamkoma, þar sem Drottinn verður lofaður og tignaður. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Allir velkomnir. FRfKIRKJAN VEGURINN: Morgun- samkoma kl. 11. Barnastarf í fjórum deildum og kennsla fyrir fullorðna. Kvöldsamkoma kl. 20. Bill Jameson prédikar og spámannaskólinn þjónar. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞOLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARfUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 14. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. ORÐ LfFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa kl. 14. Gunnar Kristjáns- son, sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. VÍDALINSKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Jóhanns Baldvinssonar. Séra Hans Markús Hafsteinsson prédikar. Séra Bjami Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Nanna Guðrún Zoéga, djákni, les ritningarlestra. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Bíl- ferð frá Hleinunum kl. 10.40. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla, kl. 11 í umsjá séra Bjama, Sesselju og Franks. , BESSASTAÐASÓKN: Sunnudaga- skóli í íþróttahúsinu kl. 13 í umsjá Kristjönu og Nönnu Guðrúnar. Rúta j ekur hringinn fyrir og eftir athöfn. | VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar og Barnakór Setbergsskóla syngja. Organisti Guð- jón Halldór Oskarsson. Sigurður I Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 sunnudagaskólar í kirkju, Hvaleyrar- skóla og Setbergsskóla. Kl. 11 messa við upphaf aðalsafnaðarfund- i ar. Allir prestar kirkjunnar þjóna. Kl. 12 aðalsafnaðarfundur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakór kirkjunnar syngur, stjórnandi Sigriður Ása Sigurðardótt- ir. Halldór V. Halldórsson flytur hug- leiðingu. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Kaffiveitingar í safnaðarheimili að lokinní guðsþjónustu. INNRI-NJARÐVIKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Börn sótt að safnaðarheimil- inu kl. 10.45. Helgistund með léttri sveiflu sunnudag kl. 13.30. Hljóm- sveit skipuð þeim Baldri Jósefssyni, Steinari Guðmundssyni, Söru Vil- bergsdóttur og Þórólfi Þórssyni leik- ur. Kirkjukór Njarðvíkur syngur m.a. texta eftir Söru Vilbergsdóttur. Bald- ur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Brúðuleikhús. For- eldrar hvattir til að mæta með börn- unum og eiga góða stund saman. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Skátaguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af Baden Powel degi. Ylfingavígsla. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- leikari Einar Örn Einarsson. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Messa kl. 14, altarisganga. Ferming- '* arbörn aðstoða við helgihaldið. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Konudagurinn. Sr. Anna S. Pálsdóttir, prestur i Graf- arvogskirkju, prédikar. Konur lesa lestra. Kaffi eftir messu í boði Kven- félags Þorlákshafnar. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Hádegisbænir kl. 12.05 þriðjudag til föstudag. Les- hringur kl. 20 fimmtudag. Kvöldbænir kl. 21.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Séra Kjartan Jónsson, kristniboði, prédikar og kynnir kristniboðið eftir messu og sýnir muni frá Afríku. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Öskudagsmessa miðviku- dagskvöld 25. febrúar k. 21. Sóknar- prestur. HAUKADALSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðarfundur verður að messu lokinni. Sóknar- prestur, sóknarnefnd. * LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Kl. 11 sunnudagaskólinn, strákurinn Silli kemur í heimsókn. Kl. 14 almenn guðsþjónusta, skátamessa! Ólafur Asgeirsson, skátahöfðingi, stígur í stól. Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópran- söngkona flytur einsöng. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. HALLGRÍMSKIRKJA f SAURBÆ: Messa sunnudag kl. 14. Tilvonandi fermingarböm og foreldrar þeirra eru sérstakiega minnt á að mæta. r 1 Fnkirkjan Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 1' Guðsþjónusta kl. 14:00 Kór Fríkirkjunnar syngur, organisti Pavel Smid. x Prestur sr. Magnús h B. Björnsson I' 1:15 í\ 0 f i cd í D SÐ BD|\ 8® ffl® ®ffl ffl® fflffl 8® fflffl _ íffi íO dii íQj Æh fflfflfflp L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.