Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 31 MARGMIÐLUN Sérstæð kvikmyndaslóð KVIKMYNDAFYRIRTÆKI hafa flest komið sér fyrir á vefnum með upplýsingar um kvikmyndir sínar og kynningar. Einstaklingar og fjöl- miðlar hafa líka reynt að hasla sér völl á netinu með umfjöllun um kvikmyndir, umsagnir og almennar frásagnir. Það er þó í eðli netsins að þar eru allir jafnir, allh- með sömu dreifíngu og aðgang að lesendum. Þannig er ein vinsælasta heimasíða um kvikmyndir á netinu rekin af áhugamanni sem er með fyrirtækið, ef fyrirtæki skyldi kalla, á tölvunni heima. Ain’t it Cool News, http://www.aint-it-cool-news.com/, heitir vefslóð sem Harry Knowles, Bandaríkjamaður á þn'tugsaldri, rekur heiman frá sér og hefur gert í um það bil ár. Hann hefur ýmis sambönd í kvikmyndaiðnaðinum og hefur brotið óskráðar reglur um hvað megi birta og hvað ekki, en kvikmyndaframleiðendur reyna að stýra öllum fréttaflutningi af kvik- myndum, ekki síst til að hann falli að markaðssetningu viðkomandi kvikmyndar. Knowles komst fyrst upp á kant við Hollywood-veldið þegar hann sagði fyrstur manna frá óánægju áhorfenda á forsýningum með Batman & Robin, sem telst ein misheppnaðasta mynd síðustu ára, að mati Knowles, en frammámenn hjá Warner, framleiðanda myndar- innar, vilja kenna neikvæðri um- fjöllun Knowles um að myndin hafi ekki gengið sem skyldi í Bandaríkj- unum. Enn lenti Knowles í vand- ræðum þegar Sony-Columbia hót- aði honum lögsókn fyrir að birta á vefsíðu sinni myndir af ófreskjunum í Starship Troopers löngu áður en myndin var frumsýnd. Knowles segist hafa upplýsingar sínar frá hundruðum manna sem starfi innan Hollywood sem leki til sín fréttum ýmist til að koma höggi á keppinauta eða samherja, en einnig berist honum mikið af ábend- ingum frá þeim sem heimsækja síðu hans á hverjum degi, en þeir eru nærfellt 300.000. Kvikmyndadómar Knowles eru nokkuð frábrugðnir dómum ann- arra miðla, því hann skrifar mikið um hvernig sér hafí liðið daginn sem hann sá myndina, hverju hann hafi átt von á, hvað hann vissi um myndina fyrirfram. Þannig hefst dómur hans um Titanic, sem hann á ekki nógu sterk orð til að lýsa, á frá- sögn af því hvernig hann frétti af myndinni fyrir tveimur áram, hvaða útgáfur af handritinu hann hafi les- ið og hvernig umfjöllum um mynd- ina hafi þróast upp í að vera dóms- dagsspádómar áður en hún var frumsýnd. HARRY Knowles er íturvaxinn í meira lagi og hvarvetna er að finna myndir af honum á síðunni; þannig er teikni- myndin eins kon- ar sjálfsmynd. SyQuest skorar á Iomega SKAMMT ER síðan Iomegagagna- geymslufyrirtækið nánast lagði undir sig markaðinn fyrir lausa harða diska. Iomega, sem hafði verið umsvifamikið í sölu á segul- bandsafritunartdlum og færanleg- um hörðum diskum lét á sínum tfma f minni pokann fyrir SyQuest- fyrirtækinu, en svaraði síðan með nýrri gerð diska, Zip-diska, sem voru minni um sig og ódýrari, auk- inheldur sem drifin sem þurfti til að lesa þá voru handhæg í notkun og ódýr. Stóri bróðir Zip-disksins er Jaz-diskurinn sem tekur 1 Gb af gögnum. SparQ SyQuest Fyrir skömrnu kynnti SyQuest nýja gerð drifs sem fyrirtækið kallar SparQ og er stefnt til höf- uðs Jazdrifum Iomega. SparQdisk- ar rúma 1 Gb af gögnum, líkt og Iomegadiskarnir, en kosta talsvert minna, aukinheldur sem drifið kostar mun minna, samkvæmt upplýsinguni á heimasfðu fyrir- tækjanna er munurinn um 7.000 kr. á innbyggðu drifi en 14.000 kr. á utanáliggjandi drifi. Samkvæmt upplýsingum frá Iomega hyggst fyrirtækið svara samkeppninni með verulegri verðlækkun og stefnir því í verðstríð. Þannig munu diskarnir í drifin tvö kosta það sama eða nánast það sama, sérstaklega eftir að Iomega lækk- aði til muna verð á diskum í þriggja diska pakkningum. iiPÚJIT LiD S'JAiiAU SPIIRT: Mér datt í hug að þið gætuð svarað þessari spurningu sem brennur núna á okkur feðgunum (hann er 13 ára). Hvort eigum við að kaupa Play-Station eða Nin- tendo 64? Er svipað úrval af leikj- um fyrir þessar vélar? Er grafíkin svipuð? Hvað þarf annað að hafa í huga? Einar Reynir Pálsson, rp@mmedia.is SVAR: Ekki er gott að gera upp á milli þessara tölva, því hvor hefur nokk- uð til síns ágætis. PlayStation nýt- ur þess að vera útbreiddari og með töluvert meira úrval af leikjum, en á móti kemur að Nintendo 64 er tvímælalaust með tækni framtíðar- innar, 64 bita örgjörva, og mun öfl- ugari og hraðvirkari hvað vélbún- að varðar en PlayStation-tölvan. Bestu leikir fyrir Nintendo 64, til að mynda Mario 64 og Goldeneye, eru taldir með bestu leikjum sinn- ar tegundar, en leikir fyrir Nin- tendo 64 eru almennt nokkuð dýr- ari en fyrir PlayStation. Mun fjöl- breyttara úrval er til af PlaySta- tion-leikjum og verður svo um hríð. Líklega er best að taka ákvörðun út frá því hvernig leikjatölvur fé- lagarnir eiga, því miklu skiptir að geta skipst á leikjum og ekki gott að vera sá eini í hverfinu sem á tölvu einhverrar gerðar. SPURT: Ég hef verið að reyna að komast í gegnum Dungeon Keeper og er kominn þó nokkuð langt, en kemst ekki í gegTium eitt borð. Mér datt í hug að þú gætir hjálpað mér í gegnum þennan leik með því að gefa mér upplýsingar um svindl, hvort það sé eitthvað á netinu í sambandi við það, o.fl. í þeim dúr. Með fyrirfram þökk, Smári. SVAR: Ekki er beinlínis um svindl eða lausnir í Dungeon Keeper en þó má beita nokkurskonar göldrum. Við altarið má fórna ýmsum dýi-um og verum og með því að velja þau af kostgæfni verður léttara að komast í gegnum leikinn. Ef fórnað er nokkrum púkum, Imps, verða þeir mun ódýrari. Ef fórnað er flugu og köngurló fæst galdrakarl, Warlock. Ef fórnað er bjöllu og köngurló fæst leðurdís, Dark Mistress. Ef fórnað er þremur köngurlóm fæst galldjöfsi, Bile Demon. Ef fórnað er draug deyja allar hænurnar. Ef fórnað er vampíru veikjast all- ar ófreskjurnar. Ef fórnað er tveimur galldjöfsum breytast allar ófreskjurnar í hæn- ur. Ef fórnað er hyrndum sláttu- manni, Horned Reaper, reiðast all- ar ófreskjurnar. Ef fórnað er leðurdís, galldjöfsa og trölli, Troll, fæst hyrndur sláttu- maður. Ekki má fórna kvikdauðum eða hænum því þá reiðast goðin. Aukaborð má finna í borðum 8, 9, 14, 15 og 17, en einnig koma sum borð aðeins fram sé tungl fullt, en það ræður forritið af klukku tölv- unnar. Henni má breyta eftir alm- anaki og þannig plata forritið. Þegar þú hefur svo lokið öllum borðunum getur þú leikið netborðin með tölvuna sem andstæðing með því að slá keeper95 -lplayer eða keeper -lplayer í skráasafninu sem leikurinn er í. SPURT: Gætuð þið vinsamlegast sagt mér leyniorðin í „Pandemonium 1“ ef þau eru einhver. Ingi Már Úlfarsson. SVAR: Ekki kemur fram í spurningunni hvoi-t átt sé við PC-útgáfu Pandemonium eða PlayStation. Fyrst koma því PC-leyniorðin: Með því að slá þau inn má hlaupa á milli borða: 1. borð: OMAAEBIA, 2. NAABEBAI, 3. ENAIAKBI, 4. PEIAIBBA, 5. KFCACICE, 6. AFICBAIM, 7. NGIAIBJJ, 8. EHIIAKAC, 9. NIIAIBKB, 10. AHICBAJE, 11. LOCACMGI, 12. KACACIIM, 13. OAIAIDLB, 14. ELIIAODC, 5. OEIAIELJ, 16. OGIAJEEB, 17. AHMCBCMD, 18. AJECBDEF. í Pandemonium fyrir PlaySta- tion eru nokkuð öðruvísi leyniorð. Sláðu inn EVILDEAD og óvin- irnir verða ósigi-andi, CORONARY til að fá fullt af hjörtum, THETHING til að breytast, haltu niðri L2 og þrýstu á hring til að breytast og L2 og X til að breytast til baka, BODYSWAP til að skipta um persónu, þrýstu á þríhyrning- inn til að skipta um persónu, BORNFREE til að fara í hvaða borð sem er, OTTOFIRE ótak- markað af vopnum, VITAMINS gefa 31 líf og CASHDASH gefur aukaskjá þegar lokið er við borð. Spurt og svarað Lesendum Morgunblaðsins gefst kostur á að leita svara við spurn- ingum um margmiðlun og tölvumál. Spurningar skal senda með tölvu- pósti til spurt@mbl.is, eða í hefð- bundnum pósti til Margmiðlunar- síðu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Pakistanskar vörur v/ftutnings Allt aft 50% afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (annar elgandl, ðiur Karatchl, Annúla) Síðir leðurfrakkar, jakkar, koparstyttur, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl.13-18. Opið laugardag frá kl.12-16. Verið velkomin! Símar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). Reiki-y heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið HvaSfápkmkendurút^ irslíkumnátnskeiim. ^Læ ra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og /eða koma sér í orkulegt og tilfmningalegt jafnvægi. ^Læ ra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. #Læ ra að hjálpa öðrum til þess sama. Ndmskeið í Reykjavík 28feb.-l. mars 1. stig helgamámskei<5 10.-12. mars 1. stig kvöldnámskeið 14,—15. mars 2. stig helgamámskeið 17.-20. tnars 2. stig kvöldnámskeið Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf. Kem út á land ef úskað er Upplýsingar og skrdning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hefur tiu prófað að tippa á netinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.