Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 41 PÉTUR JÓHANNSSON + Pétur Jóhanns- son fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp. Hann lést á heimiii sínu í Kópa- vogi hinn 12. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar Péturs voru hjón- in Margrét Péturs- dóttir, húsfreyja, og Jóhann Isak Jónsson, útvegsbóndi og bar- áttumaður í sinni sveit. Systur Péturs eru: 1) Kristín Anna, f. 2. ágúst 1911, d. 28. desember 1990, og 2) Steinunn, f. 27. des- ember 1918. Pétur ólst upp við sjóróðra, sveitastörf og stöðuga umræðu og umhugsun um vel- ferð sveitarinnar. Við fráfall föð- ur 1933 varð hann að leggja mest af námsáætlunum sinum á hilluna og taka við búsforráðum í Glæsi- bæ ásamt ýmsum trúnaðarstörf- um sem faðir hans hafði gegnt. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936. Pétur bjó í Glæsibæ næstu 10 árin með móður sinni en 1943 kvæntist hann konu sinni Sigríði Guðrúnu Stefánsdóttur, fóstur- dóttur hjónanna Guðríðar og Jónatans Líndal á Holtastöðum í Langadal. Sigríður var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Smyrlabergi á Ásum. Sigríður fæddist 15. ágúst 1916 og dó 26. mars 1997. Börn þeirra hjóna eru: 1) Margrét, hjúkrunarkennari, gift Grétari G. Ingv- arssyni og eru börn þeirra Pétur Ingi, f. 21. febrúar 1975, Gísli Jóhann, f. 19. mars 1983, og Sveinn Smári, f. 24. desember 1986. 2) Guðríður, kennari, gift Guttormi Sig- urðssyni, þeirra barn er Sigurður Páll, f. 8. apríl 1991, börn Guðríðar með fyrri manni sínum, Árna Gunnari Sigurðssyni, eru Gunnar Pétur, f. 10. nóvember 1969, og Anna Sigríður, f. 20. maí 1980. 3) Jóhann ísak, menntaskólakennari, sambýlis- kona Þóra Sæunn tilfsdóttir, hans börn með Önnu Hermanns- dóttur eru Una Sæunn, f. 22. október 1982, og Einar Kári, f. 27. mars 1990. Pétur bjó í Glæsi- bæ til 1974 og fluttist þá til Akraness og síðan til Þorláks- hafnar 1976, þar sem hann vann sem skrifstofustjóri hjá útgerð- arfélaginu Glettingi til 1992. Pét- ur tók virkan þátt í félagsstörf- um bæði í Þorlákshöfn og Skaga- firði og voru falin margs konar trúnaðarstörf. Síðastliðið sumar fiutti Pétur f Daltún 14 í Kópa- vogi og bjó þar ásamt syni sfnum og tengdadóttur til dauðadags. títför Péturs fer fram frá Þor- lákskirkju f Þorlákshöfn f dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag verður til grafar borinn Pétur Jóhannsson fyrrverandi skrifstofustjóri í Þorlákshöfn og bóndi í Glæsibæ í Sléttuhlíð. Okkar kynni urðu ekki mjög löng en það var ekki erfitt að sjá að Pétur var nijög einstakur maður. Hann var mjög hlýr og vingjamlegur, alltaf var stutt í grínið og gamanið og það var auðséð að hann hafði tamið sér að líta með jákvæðu hugarfari á líf- ið. Pétur var bóndi fyrri hluta ævi sinnar en á miðjum aldri skipti hann um starfsferil og gerðist starfsmaður útgerðarfélaga bæði í Skagafirði og í Þorlákshöfn. Það er til marks um hve opinn Pétur var gagnvart því sem var að gerast í kring um hann að hann keypti sér tölvu u.þ.b. 70 ára gamall og lærði á hana. Hann setti sig inn í bókhalds- forrit og hélt áfram að halda utan um bókhald fyrirtækja og félaga- samtaka þegar flestir fara að setj- ast í helgan stein. Hann hélt þeirri vinnu áfram þar til í ágúst sl. en þá var Pétur orðinn 84 ára gamail. Eg kynntist þeim hjónum Sigríði og Pétri ekki fyrr en fyrir 2 árum. Þá var Sigríður orðin illa haldin af Alzheimersjúkdómi en Pétur hugs- aði um hana til dauðadags. Indælt var að sjá hversu mikil ástúð ríkti milli þeirra þrátt fyrir veikindi hennar. Sigríður lést 26. mars 1997. Mig Iangar með þessum orðum að kveðja þau hjón. Megi guð vera með þeim. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dinuna dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fjrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briém.) Fjölskylda Péturs vill þakka Hjúkrunarþjónustunni Karitas og Heimaþjónustu Kópavogsbæjar fyrir góða og hlýja umönnun í veik- indum hans. Þóra Sæunn tílfsdóttir. Til elsku afa. „Ég hef lifað undir fullu tungli, ferðast um himinhvolf og undirdjúp. Ég hef elskað, ég hef hlegið, ég hef grátið og nú þegar tárin streyma og allt er svo gaman segi ég: Ég gerði það á minn hátt.“ (Einar Már Guð- mundsson, Englar alheimsins.) Nú þegar komið er að því að kveðja, koma í huga mér ótal góðar minningar um þig. Þú varst yndis- leg persóna og einstakur afi. Þú varst vanur að stríða mér og finna upp á ýmsum uppátækjum og hlóst svo manna mest að þeim sjálfur svo tárin runnu niður kinnamar. Sögumar sem þú sagðir mér vom ótrúlegar og það var alltaf gaman að hlusta á þig. Það er erfitt að missa þig en minningin um þig, afi minn, myn fylgja mér í gegnum lífs- ins ólgusjó. Una Særún Jóhannsdóttir. Vinur minn, Pétur Jóhannsson, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Ég segi vinur minn, þó svo að við hefð- um aðeins þekkst í tæp þrjú ár og ein fjömtíu og þrjú ár skildu á milli okkar, hvað aldur varðar. Kynni okkar hófust er sóknamefnd Þor- lákskirkju fól mér og samstarfs- mönnum mínum að smíða pípuorgel fyrir kirkjuna. Pétur var gjaldkeri safnaðarins og var það honum mjög mikilvægt að allt færi vel okkar á milli. Ohætt er að segja að svo hafi farið, allt frá okkar fyrsta símtali í maí 1995. Mér er það mjög minnis- stætt er við hittumst í fyrsta sinn í júlí sama ár, þá skyldi samningur um orgelkaupin undirritaður. Komið var saman í Þorlákskirkju, fulltrúar sóknamefndar og sóknar- prestur, ásamt undirrituðum. Pétur byrjaði á því að taka mig afsíðis og ræddi greiðsluáætlun sína, allt frá fyrstu borgun til hinnar síðustu. Mér fannst blessaður gamli maður- inn hafa óþarflega miklar áhyggjur af hlutunum, en eftir á að hyggja má segja að það hafi verið töluvert þrekvirki af ekki stærri söfnuði en í Þorlákshöfn, að ráðast í kaup á svo stóm pípuorgeli sem raun ber vitni. Þar átti Pétur stóran hlut að máli og lagði ömgglega á sig mikla vinnu við fjáröflun. Hann fylgdist síðan vel með smíð- inni er hún hófst og kom m.a. með séra Svavari sóknarpresti í heim- sókn á verkstæðið okkar á Blika- stöðum. Oft hafði hann orð á því hvað það væri gaman að íslending- ar önnuðust þessa smíði og fannst mér mjög vænt um að heyra það. Er uppsetning hjóðfærisins hófst í kirkjunni leið varla sá dagur að Pét- ur kæmi ekki til okkar og höfðum við mikla ánægju af þeim heimsókn- um. Eftir því sem við kynntumst honum betur áttuðum við okkur á því, hve stutt var í grínið hjá hon- um. Við gerðum óspart að gamni okkar á kirlquloftinu og í þau skipti sem ég heimsótti hann á Reykja- brautina. Notalegt var að sitja við hliðina á honum í kirkjunni þegar orgelið var vígt hinn 17. nóvember 1996 og báð- ir jafn stoltir gengum við fram kirkjugólfíð að athöfn lokinni. Það var mér mikil ánægja að kynnast Pétri Jóhannssyni, hann var klettur sem hægt var að reiða sig á. Bömum hans votta ég mína innilegustu samúð. Björgvin Tómasson. Góður maður er genginn. Hann Pétur „okkar“, en svo var Pétur Jó- hannsson oft nefndur meðal félaga og vina, hefur kvatt jarðvist sína á 83. aldursári. Með honum er horf- inn gegnheiðarlegur og grandvar maður. Pétur og kona hans Sigríður Stefánsdóttir fluttu til Þorlákshafn- ar frá Akranesi fyrir rúmlega 20 árum. Pétur gerðist skrifstofustjóri hjá Glettingi hf. og Sigríður starf- aði þar einnig við bókhaldsstörf. Áður en Pétur kom til Þorlákshafn- ar var hann farinn að starfa með Lionshreyfingunni og kom hér strax til hðs við Lionsklúbb Þor- lákshafnar, sem þá var á sínum bemskuárum. Var mikill fengur að Pétri. Varð hann fljótlega nokkurs konar andlegur faðir klúbbsins, sem kom sér vel, þegar tröppu- gangur vildi verða á starfseminni. Ritaraembætti gegndi hann sam- fellt lengur en tíðkaðist. Hann var mjög vel ritfær og vandvirkur. Eins var honum eðlilegt að flytja mál sitt hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli og þá gjaman blaða- laust. Hann miðlaði eingöngu já- kvæðu. Kímnigáfan var í góðu lagi. Margt fróðlegt og skemmtilegt átti hann skráð í fómm sínum sem hann naut að flytja. Sem einstakur Lionsmaður var hann gerður að Melvin Jones-félaga. Pétur og Sigríður vom skemmti- legir ferðafélagar og nutu sín vel í góðum hópi. Minnisstæð er ferð á Evrópu Fomm í Osló 1981, en vest- firksir Lionsmenn skipulögðu mikla og góða ferð í sambandi við það mót. Árið eftir heimsóttum við þrenn hjón Lionsklúbb ísafjarðar sem hélt upp á merkisafmæli. f þeirri ferð var gert ýmislegt skemmtilegt, m.a. fengum við okk- ur hraðbát til Hesteyrar. Þar lét Sigríður sig ekki muna um að skríða óstudd eftir bryggjuleifun- um í land. Svo langaði hana að ganga til Aðalvíkur. Eins fannst henni ekki tiltökumál að skreppa á svona hraðskreiðum báti til Græn- lands. Ymis félagasamtök trúum við að standi í þakkarskuld við Pétur. Það þótti gott að fela honum gjaldkera- störf. Virtist eins og peningamir yxu á trjánum hjá honum. En þau tré voru ekki í hans garði. Fleiri og stærri fjármálaverkefni hafði Pétur með höndum fyrir utan starfsvett- vang sinn. Bar þar hæst byggingu Þorlákskirkju og pípuorgelið í kirkjuna. Fleiri konur og menn komu þar við sögu og án þess að kasta rýrð á hlut þeirra, þá „átti“ Pétur þessi málefni. Pétur og Sigríður voru einstak- lega samhent hjón og voru þau gjaman nefnd í sömu andrá og kennd hvort við annað. Nú er kom- ið að því að hann fái að hvíla við hlið Sigríðar sinnar í Þorlákskirkju- garði, en hún lést árið 1997. Það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast þessum sæmdarhjónum. Megi þau hvíla í friði. Fjölskyldu þeirra sendum við hjónin samúðarkveðju. Svanur og Edda. + Eiginmaður minn, sonur, bróðir og mágur, SNÆBJÖRN EINARSSON, varð bráðkvaddur við heimili sitt í Leeds í New York-fylki í Bandaríkjunum 11. febrúar sl. Útför hans fór fram frá Zion Lutheran Church í Athens, N.Y., 16. febrúar sl. og jarðsett var í Montropose Cemetary í Kingston, N.Y. Jean Quick Einarsson, Einar Snæbjörnsson, Gerður Guðmundsdóttir, Helgi Bernódusson. + Faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN M. BJÖRNSSON, Bugðulæk 5, Reykjavfk, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Björn S. Björnsson, Laufey Kristinsdóttir, Anna S. Björnsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Birna S. Björnsdóttir, Ragnhildur Björnsdóttir, Svanhildur Björnsdóttir og fjölskyldur. m* + Okkar kæri fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN HELGASON, Hrafnistu Hafnarfirði, (áður Suðurgötu 83), lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði miðviku- daginn 18. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Árni Rosenkjær, Guðríður Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, JAKOB PÁLMASON, Gilsbakkavegi 3, Akureyti, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudagskvöldið 19. febrúar. Friðrika Gestsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN HALLDÓRSSON fyrrv. aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala að kvöldi miðviku- dagsins 18. febrúar. Hallbjörg Elímundardóttir, Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, Guðný S. Guðjónsdóttir, Gylfi Már Guðjónsson, Sólrún Gunnarsdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, áður lllugagötu 15, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. febrúar. Jarðarförin ferfram frá Landakirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Dana S. Arnar, Steingrímur Felexson, Sandra fsleifsdóttir, Öm Engilbertsson, Mary Coner Stein Hinriksen, ísleifur A. Vignisson, Hulda Ástvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.