Morgunblaðið - 21.02.1998, Side 44

Morgunblaðið - 21.02.1998, Side 44
44 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Margrét Finn- björnsdóttir fæddist á ísafirði 6. nóvember 1905. Hún lést í Reykjavík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elísabet Guðný Jóelsdóttir og Finnbjörn Hemanns- son. Eiginmaður Mar- grétar var Kristján Tryggvason, klæð- skerameistari á Isa- firði, en hann lézt 1. marz 1974. Skömmu síðar fluttist Margrét til Reykja- víkur og bjó þar til æviloka. Þau Kristján eignuðust þijár dætur, Huldu Bryndísi, sem lézt ni'u ára gömul 1936, Elísabetu Guðnýju, ekkju Björns Jónssonar flugstjóra og Gretu, sem gift er Sverri Hermannssyni banka- stjóra. Greta og Sverrir eiga Víst er það svo að ellin er grimm á stundum og leikur manninn hart. En það var hún ekki þessari konu, sem nú er kvödd. Þvert á móti fór ellin um hana mjúkum höndum á löngu ævikvöldi. Og drottinn dæmdi henni mildan dauða, friðsaman og átakalausan. Margrét hafði dvalið tvö síðustu mjsserin á Eir, hjúkrunarheimili aldraðra, við hið bezta atlæti og um- önnun. I langri umræðu um ófamað í heilbrigðismálum vill mönnum sjást yfir ýmislegt sem vel er gert og ágætlega. Miklum stakkaskipt- um hefir allur aðbúnaður aldraðra tekið á síðustu áratugum og era hjúkrunarheimilin _Eir og Skjól fög- ur dæmi um það. I málefnum aldr- aðra hafa sjómannasamtökin unnið stórbrotin afrek, sem ekki verða of- metin. Margrét var fædd og uppalin á fsafirði og ól þar allan sinn mann- dómsaldur. Hún var Homstrend- ingur i föðurætt, Aðalvíkingur, og bar föðurfólk hennar ýmis þau ein- kenni, í litarafti til dæmis, sem skar sig frá svipmóti norrænna manna. Hún var hins vegar í móðurætt af Mýmm suður. Hún var elzta bam foreldra sinna og einkadóttir. Hún mun hafa hlotið allstrangt uppeldi, einkum af fóðumum, jafnvel á þeirra tíma mælikvarða, hvað þá ef miðað er við nútímann, þar sem ungmenni þola hvorki blítt né strítt. Komung að áram má segja að Margrét hafi heitbundizt hljómlist- inni. Faðir hennar var kóramaður um áratugi og Jón Hjörtur, bróðir hennar, kunnur einsöngvari vestur þar. Hún lærði í æsku á orgel og átti slíkt hljóðfæri, sem bjargað var úr Goðafossi við Straumnes og faðir hennar keypti. Er það ennþá hið ágætasta hljóðfæri. Tómstundir Margrétar vora helg- aðar tónlistinni. Hún hafði sér- kennilega fagra rödd, mjúka og þýða sópranrödd, svo sem heyra má af upptökum, sem gerðar vora af söng hennar á sinni tíð. ísafjörður hefir löngum verið mikill tónlistar- bær frá tímum Jóns Laxdals og síð- ar Jónasar Tómassonar og Ragnars fimm börn og eru þau í aldursröð: 1) Hulda Bryndís gift Guðna A. Jóhannessyni og eiga þau tvö börn, Gunnhildi Margréti og Sverri Pál. 2) Krisiján, kvæntur Ernu S. Ragnarsdótt- ur og eiga tvo syni, Tryggva Pál og Ragnar Pétur. 3) Margrét Kristjana, gift Pétri S. Hilmars- syni og eiga tvö börn; Krislján Sævald og Eddu. 4) Ragnhildur. 5) Ásthildur Lind, gift Matthíasi Sveinssyni og eiga þijú börn, MatthUdi Lind, Mörtu Bryndísi og Sverri Karl. Greta og Sverrir ólu upp dóttur Kristjáns og Val- dísar Gunnarsdóttur, Gretu Lind. Margrét verður jarðsungin frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. H. Ragnars, svo máttarstólpamir séu nefndir. Margrét söng frá fermingu í kirkjukór og síðar með Sunnukóm- um, sem Jónas Tómasson stofnaði. Var hún einn helzti söngkraftur staðarins um fjögurra áratuga skeið, enda átti söngurinn hug hennar og hjarta. Hafði hún drjúg- an stuðning manns síns í þeim efn- um, þótt ósöngvinn væri, þar sem hann gegndi formennsku í Tónlist- arfélagi Isafjarðar um árabil. Vora þau hjón mjög handgengin Jónasi Tómassyni og síðar Ragnari H. og gerðust enda nánir vinir þeirra. Ung að áram felldu þau hugi saman Margrét og Kristján Tryggvason, klæðskerameistari, frá Kirkjubóli í Skutulsfirði. Hann var Húnvetningur í báðar ættir og þess- vegna ekki snokinn fyrir ýmsa þjóð- lega rétti vestfirzka. Kristján lærði klæðskeraiðn hjá Þorsteini Guðmundssyni, sem lengi rak klæðaverzlun og verkstæði á Isafirði með myndarbrag og síðar með Gunnari syni sínum. Kristján hóf nám sitt um fermingu og hafði um það leyti, sem þau Margrét taka saman, stofnsett klæðaverkstæði með Einari Guðmundssyni, klæð- skerameistara frá Skáholti í Reykjavík. Ráku þeir það fyrirtæki saman allt fram á dauðadag Einars 1961. Margrét og Kristján eignuðust dótturina Huldu Bryndísi 16. ágúst 1927 og giftu sig um haustið í sept- ember. Það var miklu meira mál þá en nú að eignast bam í hinum svo- kallaða lausaleik, enda faðir hennar, Finnbjöm Hermannsson, tæplega tekið því með hýrri há. Þessi litla stúlka varð þó strax hið skærasta ljós í húsi afa og ömmu. Margrét og Kristján urðu fyrir þeirri þungbæra sorg að missa hana níu ára gamla. Margrét sýndi þá og síðar að henni var ekki fisjað saman, enda æðra- lausust jafnan, þegar mest á reyndi. Þau eignuðust tvær dætur aðrar, Elísabetu og Gretu, sem reyndust móður sinni haukar í homi er frammí sótti. Margrét var höfðingleg kona og fyrirmyndar húsmóðir, stjórnsöm og regluföst. Hún var hannyrða- kona ágæt og frábær matmóðir. Þau Kristján áttu að vísu ekki fyrir ómegð að sjá, en heimili þeirra var afar gestkvæmt áratugum saman. Mörg frændsystkini Kristjáns, inn- an úr firði eða utan úr Hnífsdal, áttu þar matstað á skólagöngu sinni og enn fleiri, sem nutu rausnar þeirra hjóna. Meðan lítið var um greiðasölu eða gistirými á Isafirði var oft þröngt setinn bekkurinn á skíðavikum á heimili þeirra. Margrét hafði læknishendur, enda kom það sér þegar maður hennar veiktist af illkynja sjúkdómi og þurfti heimahjúkranar við um alllanga hríð. Hann andaðist á heimili þeiiTa í Hafnarstræti 6 á Isafirði 1. marz 1974, tæpra 68 ára að aldri. Hann varð öllum harmdauði og þá sá tengdasonur Margrétar henni bragðið fyrsta sinni. A fyrstu áram búskapar þeirra byggðu þau Margrét sumarbústað í landi föður Kristjáns, Kirkjubóls. Það var árið 1932 og nefndu Grund. Stendur hann enn og þar dvaldi Margrét á sumram samfleytt í 64 ár. Þar undi hún og þau hjón hag sínum hið bezta og þar áttu þau sumur æsku sinnar bömin okkar Gretu. Frá þeim dögum með ömmu og afa er rétt að þau segi sjálf, en á betra varð ekki kosið þeim til handa. Síðustu tuttugu árin rúm bjó Margrét í Reykjavík og átti kyrr- láta ellidaga. Naut hún dætra og barnabama, einkum Elísabetar dóttur sinnar, sem sá mest til með henni, sérstaklega á síðustu áram er hramleiki ágerðist. Margrét undi hag sínum vel á Eir, enda ekki í kot vísað. Undir lokin var hún að mestu hætt að fylgjast með daglátum, en mundi greinilega menn og atburði löngu liðinna stunda. Þó kvað hún upp úr um það jafnan að sig langaði heim. Nú hefir sú ósk hennar rætzt. Hún er komin heim og verður í dag lögð til hinztu hvílu í gamla kirkjugarð- inum á ísafirði við hlið bónda síns og dóttur sinnar, Huldu Bryndísar. Mæt kona, móðir og amma er kvödd í kærleika og þakklæti og falin þeim Guði sem hún trúði á og treysti. Sverrir Hermannsson. Þeir vora bjartir bemskudagam- ir á Grand við Skutulsfjörð. Þegar ég vaknaði í kojunni minni í litlu kompunni inn af eldhúsinu sá ég út um gluggann snarbrött vestfirsk fjöllin bera við heiðbláan himin. Þótt komið væri fram á sumar vora enn mjallhvítar fannir í svörtum hömranum. Fiskiflugur suðuðu í glugga og í eldhúsinu skaraði amma að kolum í gömlu eldavélinni. Brátt myndi vatnið sjóða á katlinum og kaffiilmur berast að vitum, en afi færi að raka sig upp úr vaskafati á servantinum í norðurherberginu. Eftir morgunkaffið setti afi svo upp hattinn og ók til vinnu sinnar, en við amma urðum eftir á Grandinni, þar sem dagarnir vora langir, sólríkir og áhyggjulausir, eða þannig lifa þeir í endurminningunni. Grand var ríki ömmu. Engan stað á jarðarkringlunni vissi hún betri en Grandina og vildi helst hvergi ann- ars staðar vera. Þau afi létu byggja sumarbústaðinn árið 1932, þegar dætumar þrjár, Hulda Bryndís, Elísabet Guðný og Greta Lind vora á bamsaldri. Þama fengum við systkinin, böm Gretu, að dvelja hjá ömmu og afa á sumrin og er ekki hægt að hugsa sér ástríkara og ynd- islegra fólk en þau. Afi var óþreyt- andi að leika við okkur og fara með okkur í fjallgöngur og fræða okkur um ömefni í nágrenninu. Amma vakti yfir velferð okkar og sá til þess að við færam okkur ekki að voða. I kringum 1960, þegar augu mín fóra að opnast saemilega fyrir um- hverfinu, var ísafjörður mikill menningarbær og sérstaklega var tónlistarlíf þar með miklum blóma. Ragnar H. Ragnar rak tónlistar- skóla af alkunnum skörungsskap og tónskáldið Jónas Tómasson setti meðal annarra svip á bæinn. Is- firskir borgarar þessa tíma vora virðulegir; karlmenn gengu í frakka og með hatt, frúmar voru vel búnar og sýndu aðkomubömum áhuga, spurðu frétta af foreldranum fyrir sunnan og báðu fyrir kveðju heim. Þetta var alvöru fólk, og maður fann þá þegar að aldrei kæmist maður í hálfkvisti við það að mynd- ugleik og menningarbrag. í mið- bænum bjuggu kaupmenn og frúr þeirra í reisulegum steinhúsum og höfðu verslanir sínar á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Hús afa og ömmu hafði brannið í Fellsbranan- um svokallaða árið 1946, en það hús sem enn stendur í Hafnarstræti 6 reistu þau í félagi við vinafólk sitt, Einar Guðmundsson og Þuríði Vig- fúsdóttur, á grunni þess gamla. A heimili afa og ömmu var allt með miklum myndarbrag og þar var gestkvæmt með afbrigðum. Þegar forseti Islands eða aðrir mektarmenn komu til bæjarins var þeim oftsinnis boðið að gista þar, því á þeim tíma var ekkert hótel starfandi á Isafirði. A veturna hýstu afi og amma oft böm vina og skyld- menna sem sóttu skóla á ísafirði og á morgnana komu enn önnur börn í kaffi í frímínútum. Bettý móður- systir kenndi píanóleik inni í „stóra stofu“ og þar fengu efnilegir nem- endur gjarnan að æfa sig löngum stundum, ef lítið næði var heima hjá þeim sjálfum. A sumrin var mikið um heimsóknir ættingja á leið í eða úr Aðalvík og annaira sem fengu að gista nótt og nótt á ferðalagi sínu um landið. Aidrei heyrði ég annað á ömmu en að allt þetta fólk væri innilega velkomið og taldi hún eng- an veginn eftir sér að elda fyrir það eða gefa því kaffi, hvemig sem á stóð. Og allt gerðist þetta að því er virtist á algerlega áreynslulausan hátt, því svo léku heimilisstörfin í höndunum á henni. Bemska og æska ömmu minnar Margrétar var líklega svipuð margra annarra bama, sem ólust upp við áþekkar aðstæður og hún á fyrri hluta aldarinnar. Sem elsta bam og eina stúlkan í systkina- hópnum bar hún hitann og þungann af heimilisstörfunum og annaðist yngri bræður sína fjóra, því Elísa- bet Guðný, langamma mín, var snemma heilsuveil og lá mikið fyrir. Amma var í sveit í þrjú sumur í Un- aðsdal hjá Kolbeini bónda, og þaðan átti hún margar góðar minningar. Árin 1919 - 21 gerðist Finnbjöm faðir hennar verslunarstjóri á Hest- eyri, en síðan fluttist fjölskyldan aftur inn á Isafjörð, þar sem Finn- bjöm vann við verslunarstörf í Amabúð. Um tvítugt kynntist amma ung- um klæðskerasveini, Kristjáni Tryggvasyni Pálssonar bónda á Kirkjubóli í Skutulsfirði. Hann vann um skeið hjá klæðskerameistara í bænum, en stofnaði síðar Verzlun Einars og Kristjáns í félagi við Ein- ar Guðmundsson. Afi og amma eignuðust dótturina Huldu Bryndísi í ágúst 1927 og tæpum mánuði síðar gaf séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup, þau saman á heimili sínu á Sjónarhæð. Þau biðu þar allan lið- langan daginn, því prestur var inni í Djúpi að sinna embættisverkum, en loks þegar langt var liðið á kvöld kom hann og pússaði þau saman. Engir aðrir vora viðstaddir athöfn- ina, en frú Guðrún spilaði á píanó og séra Sigurgeir söng. Amma mín hafði óvenju háa og skæra sópranrödd og sögðu þeir, sem vit höfðu á, að hún hefði átt að fá að læra söng. Ekki vora aðstæð- ur þannig að af því yrði, en amma söng í kirkjukór Isafjarðarkirkju frá 16 ára aldri og síðan í hálfa öld upp frá því. Amma lýsti því fyrir mér einu sinni hvemig þær fóra fót- gangandi tvær eða þrjár úr kirkjukómum ásamt presti til að syngja við messur í Hnífsdal. Þetta var þó nokkur spölur að ganga eftir grýttum og holóttum vegi og gekk prestur á undan, en þær tn'tluðu á eftir á peysufötum og höfðu ekki roð við honum, „þvi hann var svo óttalegt gönguskíði, hann séra Sig- urgeir“, eins og amma komst að orði, og leyndi sér ekki að hún bar mikla virðingu fyrir guðsmanninum. Hinn 25. janúar 1937 gerðist sá + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS E. HELGASONAR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7. Margrét Jóhannesdóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Páll V. Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Anna Soffía Óskarsdóttir, Jóhannes Jónsson, ingigerður Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MARGRET FINNBJÖRNSDÓTTIR atburður sem hafði afgerandi áhrif á allt líf ömmu upp frá því. Elsta dóttirin lést skyndilega eftir stutt veikindi. Sem bam skynjaði ég djúpa sorg ömmu minnar vegna bamsmissisins og skildi að slík sár gróa aldrei að fullu. Ég var heitin í höfuðið á þessari móðursystur minni og naut nafns óverðug, því amma mín auðsýndi mér alla tíð takmarkalausa hlýju og ástúð. Hún var mér sem önnur móðir. Og nú er hún amma mín horfín úr heimi, burt kölluð í hárri elli. Hún verður jarðsett í reitnum sínum í ísafjarðarkirkjugarði. Megi hún hvíla í friði við hlið Kristjáns afa og Huldu Bryndísar sinnar, í faðmi fjalla blárra. Hulda Bryndís Sverrisdóttir. Öll sumur bemskunnar fengum við að vera hjá ömmu og afa á Isa- firði. Þá dvöldu þau í sumarbú- staðnum Grand við Skutulsfjörð, þar sem brött hlíð mætir fjöra við fjarðarbotninn og sjávarfajla gætir mikið. „Hér hvessir alltaf með aðfallinu en stillir á útfiri," sagði amma stundum. Þarna lékum við frjáls við sílaveiðar í Grandarlæknum, sýsl- uðum í búinu, reram bátnum um fjörðinn eða fóram vel nestuð upp í hlíð. En heimilislífið sjálft einkenndist af reglusemi og festu. Ömmu tókst að hafa röð og reglu á öllu þó margt væri í heimili og óvenju gestkvæmt að auki. AUt gekk fyrirhafnarlítið, að því er virtist, þótt húsið fylltist af fólki. „Þetta kemur allt í hendi," sagði amma - og þannig var það. En hún treysti okkur líka fyrir ýmsum verkum; við máluðum grindverk, reyttum arfa og kantskáram blómabeð, settum nið- ur kartöflur, lögðum á borð og vöskuðum upp. Þá reyndum við jafnan að fara að fyrirmælum henn- ar í einu og öllu því hún undi því illa að sjá Jdaufalega að verld staðið - öll verk skyldum við inna vel af hendi. Svo vora það sunnudagsbíltúr- amir sem amma hafði yndi af. Þá ók afi langar leiðir um Vestfirði á mis- jöfnum vegum og iðulega alla leið að Fjallfossi í Amarfirði. Þá lét amma sig ekki muna um að hafa heitt sunnudagslærið ásamt öllu tilheyr- andi meðferðis og svo sátum við á teppi við árbakka og nutum lcræs- inganna. Amma var einstök kona, stolt og stórlynd. En hún var ekki allra og flíkaði ógjaman tilfinningum sínum. Hún hafði yndi af sígildri tónlist og heimilið í Hafnarstræti 6 á ísafirði var sannkallað menningarheimili. Raunar var þar allt með slíkum virðuleikablæ að við bamabörnin gengum með andakt um stofumar. Oft fóram við með ömmu til kirkju eða á vortónleika Tónlistar- skólans og þá klæddist hún upphlut eða peysufötum, teinrétt og höfð- ingleg. Hún hélt þessari reisn alla tíð þó að dökka hárið hvítnaði og yf- irbragð allt mildaðist. Eftir lát afa flutti hún til Reykja- vflcur til að geta verið nærri dætr- um sínum, Bettý og Gretu. Síðustu árin sá Bettý til þess að hún gæti verið heima eins lengi og kostur var og lagði hart að sér til að gera ömmu ldeift að dveljast á Grand á hverju sumri. Og þá fengu langömmubörnin að kynnast lífi og leikjum þar eins og við systldnin fyrrum. Síðastliðið sumar var fyrsta sum- arið sem amma gat heilsunnar vegna ekki farið vestur að Grand, þá 91 árs. Þá hafði hún flust á hjúkranarheimilið Eir og þó það reyndist henni erfitt, tók hún því með stillingu eins og öðra og sagði eitt sinn: „Ef einhver spyr eftir mér, segið þá að mér líði vel og að allir séu mér afskaplega góðir.“ Ef- laust væri þetta lika hógvær kveðja hennar í dag, en líf hennar fjaraði út og líkt og stillir á útfiri á Grand hef- ur hún nú hlotið hvfld eftir langa og góða ævidaga. Það lýsir af björtum samveru- stundum sem við þökkum af öllu hjarta á kveðjustund. Margrét og Ásthildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.