Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 13 FRETTIR 20 mánaða fangelsi fyrir kóka- ínsmygl ÞRJÁTÍU og þriggja ára gamall íslendingur var í gær dæmdur til 20 mánaða fang- elsisvistar fyrir að hafa reynt að smygla 14 kílóum af kóka- íni um eyjuna Curacao í Antillaeyjaklasanum. Hann var handtekinn á flugvellinum í Williamstad, höfuðborg eyj- arinnar, í lok október síðast- liðins, á leið til Amsterdam í Hollandi. Eftir því sem næst verður komist mun maðurinn afþlána dóm sinn á eyjunni en hún heyrir undir Holland. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munar miklu þegar tekin er ákvörðun um refs- ingu fyrir dómstólum þar hvort það sannist á smyglara að eiga fíkniefni eða hvort þeir teljist vera svokölluð burðardýr. Talinn vera burðardýr Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu hérlendis vegna fíkniefnamála. Réttar- gæslumaður Islendingsins, lögmaður að nafni Scheep- borg, byggði mál sitt á að hann hefði verið burðardýr, en hefði dómurinn talið Is- lendinginn eiga efnin hefði hann getað búist við allt að 6 ára fangelsi. Aðbúnaður fang- elsismála á eyjunum mun vera lakur ef miðað er við flest lönd Evrópu. IMARK veitir verðlaun fyrir auglýsingagerð í tólfta sinn MARKAÐSSTJÓRI Morgunblaðsins, Mar- grét Kr. Sigurðardóttir, afhendir verðlaunin fyrir athyglisverðustu dagblaðaauglýsing- una sem Morgunblaðið gaf. Við verðiaunun- um tóku Gréta Guðmundsdóttir frá auglýs- ingastofunni Nonna og Manna og Ólafur Ólafsson og Eyþór Einar Sigurgeirsson frá ís- lenskum lyfjaframleiðendum. A myndinni Morgunblaðið/Arni Sæberg til hægri kynna gestir sér Fréttavef og Fast- eignavef Morgunblaðsins á bás blaðsins á ís- lenska markaðsdeginum sem haldinn var í gær. Á fimmta hundrað auglýs- ingar kepptu um 11 verðlaun VERÐLAUN fyrir athyglisverðustu auglýsingu ársins voru afhent í gær en keppnin fór nú fram í tólfta sinn. ÍMARK - félag íslensks markaðs- fólks - stendur fyi'ir henni og voru veitt verðlaun í 11 flokkum auglýs- inga. AIls bárust 426 auglýsingar og hafa þær aldrei verið fleiri. Alls bárust 62 auglýsingar í flokknum kvikmyndaðar auglýsingar og hlaut auglýsing Eimskips verð- laun í þeim flokki en hana unnu Hvíta húsið og Hugsjón. Athyglis- verðasta útvarpsauglýsingin er „Hvatningarorðin" sem Gott fólk framleiddi fyrii' Lánasýslu ríkisins og „Þessi stíll hindrar samdrátt" þótti athyglisverðasta dagblaðaaug- lýsingin. Hana framleiddi auglýs- ingastofan Nonni og Manni fyrir ís- lenska lyfjaf'ramleiðendur og Sam- tök iðnaðarins en alls bárust 84 dag- blaðaauglýsingar. I annað sinn voru nú afhent verð- laun fyrir athyglisverðasta vef ársins og var það í ár vefur Toyota sem Intranet framleiddi fyrir Toyota-um- boðið, P. Samúelsson. I flokkinn tímaritaauglýsingar bárust 36 til- nefningar og þótti „Rakvélarblað“ athyglisverðust en hana framleiddi Hvíta húsið fyrir DV og Frjálsa fjöl- miðlun. Fyrir umhverfísgrafík fékk aug- lýsingin „Nýtt afl“ verðlaun en hana framleiddi Mátturinn og dýrðin fyrir Nota Bene hf. Fyrir vöru- og firma- merki fékk Flugfélag íslands verð- laun en það var AUK sem hannaði. Athyglisverðasti markpósturinn var „Heimsmet í púsli“ sem Mátturinn og dýrðin framleiddi fyrir IKEA- Miklatorg hf., „Útboðsdagatal" sem Gott fólk vann fyrir Lánasýslu ríkis- ins fékk verðlaun fyrir kynningar- efni og sigurvegarinn í flokki auglýs- ingaherferða var „Sumarflöskur“ sem Mátturinn og dýrðin framleiddi fyrir Vífílfell hf. Að lokum má nefna óvenjulegustu auglýsinguna sem var kjörin „Langbylgja Ríldsútvarpsins“ en hana framleiddi P&Ó. Landlæknir leggur til að heilsugæslulæknir verði sviptur leyfí Talinn hafa brotið læknalög EMBÆTTI landlæknis sendi í gær heilbrigðisráðherra tillögu um að heilsugæslulæknir á höfuðborgar- svæðinu verði sviptur lækningaleyfi vegna óhæfu í læknisverki, sem sé alvarlegt brot á læknalögum frá 1988. Málið tengist ásökunum konu sem var sjúklingur læknisins á hendur honum en læknirinn hefur verið í leyfi frá störfum að undan- fórnu. Embætti landlæknis hefur rann- sakað þær ásakanir seinustu vikur og meðal annars rætt við umrædd- an lækni vegna ásakana konunnar um að hann hafi nauðgað henni. Hún hefur lagt fram kæru til lög- reglu vegna málsins og hefur lækn- irinn játað að hafa átt mök við kon- una en það hafi verið með hennar vilja. „Læknisverkinu lauk á þann veg að það er óhæfa í læknisverki," segir Olafur Ólafsson landlæknir. Ráðuneytið hefur tillögu landlækn- is til skoðunar og veitir lækninum rétt til andmæla til næsta miðviku- dags, 25. febrúar. „Óhæfulegt athæfi“ Tillaga embættis landlæknis byggist á 27. og 28. grein læknalag- anna að sögn Sólveigar Guðmunds- dóttur, lögfræðings ráðuneytisins, þar sem segir m.a. að læknir sem brjóti gegn ákvæðum laganna megi svipta lækningaleyfi þó að ekki telj- ist sannað að brotið hafi valdið tjóni sé það þess eðlis að það verði að teljast honum sérstaklega ósam- boðið. „Landlæknir metur það svo og rökstyður í tillögu sinni að þarna hafi verið um að ræða „óhæfulegt athæfi“,“ segir Sólveig. Þá er tilgreint í lögunum að landlækni beri að áminna lækni sem hann verði var við að vanræki skyldur sínar, fari út fyrir verksvið sitt eða brjóti í bága við fyrirmæli heilbrigðislaga landsins. Komi áminning ekki að haldi eða sé um að ræða óhæfu í læknisstörfum beri landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögu um hvað gera skuli. Geti þá ráðherra úr- skurðað viðkomandi skuli sviptur lækningaleyfi að fullu eða tíma- bundið, en skjóta megi þeim úr- skurði til dómstóla. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur embætti lögreglu- stjóra í Reykjavík rannsakað málið eftir að konan lagði fram kæru á hendur lækninum um miðjan janú- ar. Rannsókn mun vera vel á veg komin en beðið er eftir niðurstöðu lyfjamælingar. 9 sviptir frá 1976 Þá svipti heilbrigðisráðuneytið fyrir skömmu Esra Pétursson læknaleyfi að tillögu landlæknis vegna alvarlegs brots á iæknalög- um þegar hann birti sjúkrasögu lát- ins sjúklings, sem var í meðferð hjá honum, í bókinni Sálumessa synd- ara. Esra hafði skilað inn leyfi sínu á seinasta ári en samkvæmt upplýs- ingum frá heilbrigðisráðuneytinu getur læknir sem leggur inn leyfi sitt að eigin frumkvæði sótt það aft- ur komi ekki til sviptingar af hálfu ráðuneytisins. Ólafur segir að alls hafi níu lækn- ar verið sviptir lækningaleyfi frá árinu 1976. Sértilboð til Kanarí 17. mars frá kr. 49.895 Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Vista Dorrada, einum vinsælustu sináhýsum okkar á Kanarí á hreint frábæru verði. Öll með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði, síma og verönd fyrir framan hvert hús. Fallegur garður, sundlaug, veitingastaður, móttaka, íþróttaðstaða og vagn gengur yfir daginn frá hótelinu niður á strönd. Beint flug með nýjum Boeing 757 vélum án millilendingar og þú nýtur öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verd frá kr. 49.895 2 vikur, hjón með 1 barn, 2-12 ára, Vista Dorada smáhýsi, 17. mars. Verð frá kr. 54.760 2 vikur, 17. mars, m.v. 2 í smáhýsi, Vista Dorada. Viðbótarvika: Kr. 12.000 pr. mann m.v. 2 f smáhýsi. Innifalið í verði flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Austurstræti 17, Sími. 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.