Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA GUÐRÚN - ERLENDSDÓTTIR + Anna Guðrún Erlendsdóttir húsmóðir og fyrrver- andi verkakona fæddist 11. júlí 1924 á Fáskrúðsfirði. Hún andaðist á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru: Erlendur Jónsson, f. 14.7. •^1893, d. 31.7. 1967, og Jóhanna Helga Jónsdóttir, f. 2.9. 1896, d. 6.5. 1983. Eftirlifandi systkini hennar eru: Sigurbjörg, Karen, Valdís, Elín og Bragi. Hinn 11. júlí 1944 giftist hún Halldóri Jónssyni frá Hafnarnesi við Fáskrúðsíjörð, f. 28.8. 1919, d. 17.5. 1982. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Halldórsson, f. 24.10. 1942, kvæntur Aðalbjörgu Bern- ódusdóttur. Börn þeirra eru: Anna Dóra, Jóhanna, Heimir og Birgit. Barnabörnin eru fjögur. 2) Brynja Halldórsdóttir, f. 25.11. 1944, gift Haraldi Benedikts- syni. Synir þeirra eru: Halldór, Bene- dikt og Sigurður Jó- hann. 3) Óskírð f. 30.9. 1947, d. 1.12. 1947. Uppeldisdóttir þeirra og dóttir Brynju er Erna Þórsdóttir, f. 28.7. 1963, gift Halldóri Hjörleifssyni. Börn þeirra eru: Hafþór, Halldóra Björk, Brynja Rut og Ingi Þór. Anna og Halldór áttu fyrst heimili á Fáskrúðsfirði en 1951 fluttust þau til Vestmanna- eyja og áttu lengst af heimili á Boðaslóð 16. Útför Önnu Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Ó, elsku amma. - -r~,Nú þegar þú ert fallin frá, hellast yfir okkur löngu gleymdar minning- ar frá barnæsku þegar þú varst hressasta, óvenjulegasta og skemmtilegasta amman í bænum. Það eru forréttindi að hafa átt ömmu eins og þig, enda vorum við langdvölum hjá þér, oft gistum við heilu helgarnar og það var jafnvel erfitt fyrir foreldra okkar að ná okkur heim því það var hvergi betra að vera en hjá þér. Hlýja þín og dekur við okkur áttu sér líka engin ^g,akmök. Ef einhver vildi ekkj það sem var í matinn var ekki gert vandamál úr því heldur spurt: ég að sjóða þér egg? Viltu appelsínu? Hvað get ég gert fyrir þig?“ Svo fengum við klór á bakið og nudd á þreytta fætur eins og við vildum. Gjafmildi þín var líka með ólíkindum, ef það var eitthvað sem okkur langaði í gerðir þú allt sem í þínu valdi stór til þess að útvega okkur það. Eg man svo vel eftir því þegar litlu prinsessuna þína vantaði gulan pífukjól sem ekki var til á landinu, þá var bara látið sérsauma hann til þess að gleðja hana. Við munum vel eftir því að þú byrjaðir alltaf mjög snemma að kaupa jóla- gjafir, en svo gastu ekki beðið með að gefa okkur þær. Ein jólin vorum við ábyggilega búnar að fá þrjár jólagjafir fyrir jól og fengum svo þá fjórðu á jólunum sjálfum. Já, þú gafst okkur svo ótal margt, ekki + Móðir okkar, GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð að kvöldi miðvikudagsins 18. febrúar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. V { í í t i í + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Vesturbrún 2, Flúðum. Skírnir Garðarsson, Baldur Garðarsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigurjón Valdimar Jónsson, Sigurður Haukur Jónsson, Torill Albrigtsen, Herdís Hólmsteinsdóttir, Reynir Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Fjóla Helgadóttir og barnabörn. i + Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur við and- lát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRfÐAR HELGADÓTTUR, elliheimilinu Garðvangi, Garði, áður Kirkjubraut 7, Seltjarnarnesi. Sigurhans Þorbjörnsson, Bára Einarsdóttir, Bragi Sigurðsson, barnabörn og langömmubörn. bara í gjöfum heldur af sjálfri þér. Þú hafðir líka óbilandi trú á okkur og varst óspör á hrósin um hversu góðar, frábærar og fallegar við vær- um. Þú sagðir alltaf að þér fyndist að við værum bestar, sama hvort var í skóla, íþróttum, dansi eða öðru. Þú gafst okkur sjálfstraust, gleði og trú á sjálfar okkur og við finnum það nú að það er hin mikla gleði sem þú gafst okkur forðum sem veldur sorg okkar nú. Elsku amma, vonandi líður þér vel nú. Anna Dóra Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir. Hún amma ykkar er dáin, sagði mamma við okkur þegar hún sótti okkur í skólann að morgni 11.2. Þó að hún Anna amma væri búin að vera lengi veik og á sjúkrahúsi átt- um við ekki von á að hún færi frá okkur strax. Anna amma var langamma okkar en var alltaf eins og amma, enda var mamma alin upp hjá henni og afa. Afa náðum við ekki að kynnast því hann var dáinn áður en við fædd- umst. Aður en amma veiktist og fór svo alveg á sjúkrahúsið var svo gott að koma til hennar eftir leikfimi eða sund og fá eitthvað að borða og bíða eftir mömmu eða pabba að sækja okkur, því þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur. Elsku amma, nú ert þú komin til hans afa sem þér þótti svo vænt um. Við vonum að þér líði vel og takk fyrir allt. Kveðja, Hafþór, Halldóra Björk, Brynja Rut og Ingi Þór. Verndi þig englar, elskan mín, þá fógru augun jykjast þín, líði þeir í kringum hvílu fljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að h'tast á. (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku amma, nú hefur þú ioksins fengið friðinn, eftir áralöng veik- indi. Þetta var búið að vera mjög erfítt og þá sérstaklega fyrir þig, því þú vildir ekki láta hafa neitt fyr- ir þér. En, elsku amma, við gerðum það samt og höfðum gaman af. Því, elsku amma, þú áttir það svo marg- falt inni hjá okkur, þú varst nefni- lega alltaf fyrst á svæðið ef eitt- hvert okkar veiktist og alltaf með eitthvað gómsætt meðferðis. Það var gott að koma í heimsókn til þín í blokkina, og þú sást alltaf til þess að enginn færi svangur frá þér og ef það var gat á sokknum eða buxunum varstu fljót að stoppa í það. Og einnig sást þú til þess að birgðirnar af vettlingum og ullar- sokkum væru nægar fyrir veturinn. Þú hugsaðir svo vel um okkur og passaðir okkur oft. Elsku amma, það var svo gott og skemmtilegt að spjalla við þig. Þú hafðir svo skemmtilegan talsmáta. Enda vorum við krakkarnir dugleg- ir að heimsækja þig og spjalla við þig- Elsku amma, það er ekki til það þakklætisorð yfir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allan áhugann sem þú hafðir á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við sem eftir sitjum geymum minningu þína í hjörtum okkar. Við kveðjum með söknuði. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást að hugir í gegnum dauðann sjást - vér hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Heimir Jóhannsson og Birgit Jóhannsdóttir. Þegar Anna Erlendsdóttir kveður er tími til þess að þakka þeirri stóru, skemmtilegu og góðu konu fyrir vin- semd í minn garð fyrr á árum. Eg kynntist henni fyrst upp úr 1960 þegar systir mín varð tengda- dóttir hennar og man hvað mér þótti þetta mikið veldi. Anna og maður hennar, Halldór Jónsson, höfðu komið frá Austfjörðum um áratug áður, 1951. Hún var úr fjör- miklum barnahópi í þorpinu í Fá- skrúðsfirði, Brekkuborg, og hann úr Hafnarnesi, dökkur á brún og brá. Fyrstu ár sín í Eyjum bjuggu þau við frumstæð og erfið skilyrði, en með miklum dugnaði, sem ein- kenndi þau alla tíð, reistu þau sér tveimur árum síðar myndarlegt og reisulegt hús við Boðaslóð 16 þar sem þau áttu heima lengst af. Dóri var sjómaður og síðar útgerðannað- ur, einstakt ljúfmenni. Hann lést um aldur fram á skurðarborði í Lundúnum vorið 1982. Kona mín, Gerður, var með þeim í þessari ferð og gat stutt Önnu á þeim erfiða tíma. Fyrir það fékk hún mörg blessunarorðin. Anna var mikil kona, fríð og harla glaðleg. Það var sannarlega engin lognmolla þar sem hún fór. Samt var hún viðkvæm, kunni sín vel, var snyrtileg og raungóð svo af bar. Dugnaðurinn var einstakur. Hún vann úti, sem kallað var, flakaði m.a. í Isfélaginu á við hraustustu karlmenn. Því kynntist ég í sumar- vinnu á 7. áratugnum þegar ég roð- fletti frá handflökurunum, Onnu, Engla í Hólshúsi, Guðlaugi á Gjá- bakka, Sigga Arnasyni, Einari Sig- urfinnssyni, Haraldi á Grímsstöðum að ógleymdum foringjanum, Sigríði Friðriksdóttur, sem var vinkona Önnu til áranna. Það var ekki allt beinlínis barnamál sem þar var tal- að, en afköst og nýting voru í besta lagi. Það æxlaðist svo síðar að Anna og Dóri skutu yfir mig skjólshúsi. Eg leigði hjá þeim og var að nokkru í heimili þar í á annað ár. Þá kynnt- ist ég heimilisbragnum betur. Þar var gott að vera. Og aldrei líða úr minni .málþing nágrannakvenna í eldhúsinu. Anna sat við borðsend- ann og skenkti kaffi, stundum með BJARNÞOR VALDIMARSSON + Bjarnþór Valdi- marsson fæddist á Fáskrúðsfirði 3. október 1929. Hann lést á heimili sfnu í Hveragerði 14. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valdimar Lúðvíks- son og kona hans Guðlaug Svein- björnsdóttir. Hann var fjórði elstur af ellefu systkinum. Eftirlifandi eigin- kona Bjarnþórs er Þórdís Jónsdóttir, ættuð frá Isa- gerðiskirkju í dag og hefst at- firði. Þeim varð fimm barna höfnin klukkan 13. Elsku frændi okkar er farinn yfir minningarnar ylja okkur og munum móðuna miklu og skilur eftir tóma- við svo vel hvað þú varst alltaf þol- rúm, sem erfitt verður að fylla. En inmóður og hjálpsamur. í sumar auðið. Þau eru Guð- laug Björk, Sólveig, Valdís, Jón Ingi og Bjarnþór. Fyrir átti Bjarnþór einn son, Ómar. Bjarnþór og Þórdís bjuggu fyrst í Hafnarfirði og síð- an í Hveragerði. Hann stundaði sjó- inn lengst af, en síð- ustu árin vann hann í ullarþvottastöð í Hveragerði. Útfór Bjarnþórs fer fram frá Hvera- vindil. Sá hafði orðið sem hæst tal- aði og hlátrar heyrðust í næstu hús. Meðal tíðra gesta var Erla Eiríks- dóttir, úr sömu götu, enn síður tepruleg í orðum og hlátrar jafn- langdrægir. Ég fékk stundum að sitja við þetta borð. Merkjasend- ingar undir borðum voru mjög tíðk- aðar ef gestir beruðu veikleika sína, sögðu einhverja vitleysu eða voru með væl, en svo ófimlega að eldhús- borðið lék jafnan á reiðiskjálfi. Það var ótrúlegur kraftur í þessum kon- um. Og þegar þær systur, Anna og Valdís, heimsóttu okkur nokkrum árum síðar í Reykjavík nötruðu veggirnir. Anna fylgdi framsóknarmönnum að málum, einkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og áður en þeir fóru að stjórna sjávarútvegsmálum. Andstæðingum þeirra voru ekki vandaðar kveðjurnar, en mér fannst fremur eins og stjórnmál væru henni heppilegt umræðuefni, til að stæla orðkynngi sína, fremur en að hún hefði mikla sannfæringu fyrir flokkum. Réttlæti og réttur þeirra sem minna mega sín voru hennar prinsíp. Um 1970 fluttist móðir Önnu, Jó- hanna, til dóttur sinnar í Eyjum eft- ir að heilsu hennar hrakaði. Hún fór síðar á elliheimili þar. Hún var góð- leg kona en bar með sér erfiða lífs- baráttu, sérkennilega fom í skapi og háttum, orðaforði hennar og tal út yfir allar prentaðar orðabækur og málfræðiverk. Móður sína ann- aðist Anna, og var ekki alltaf létt verk. Þegar vertíðarfólk streymdi til Eyja á árum áður var hún skjól margra frænda og vinabarna að austan. Þegar óreyndar stelpur með óþroskaða stráka í eftirdragi komu allslaus til Eyja tók Anna tii sinna ráða, rigsaði um bæinn, fékk eldavél þar, þvottavél hér, leigu- húsnæði, rúm, sængurföt og fleira. Þessir krakkar fengu ekki háa ein- kunn hjá henni, ekki prenthæfar umsagnir, en svona var hjartalag hennar. Þessa afstöðu til þeirra sem á hjálp þurftu að halda fengu margir að reyna, ekki síst hennar nánustu. Systurbörn hennar voru tíðum sumargestir hjá henni, hress- ir strákar sem kippti í kynið og við kynntumst ágætlega. Hispursleysið og höfðingsskapurinn liggur mjög í ættinni. Anna hélt kröftum sínum og reisn fram á síðustu ár. Hún var þó illa haldin af sykursýki sem veikti starfsþrek hennar og lund og gerði henni erfitt fyrir. Þegar ég sá hana seinast sl. haust á elliheimilinu Hraunbúðum leit hún vel út og brosið var fallegt og góðlegt eins og fyrr, en skömmu síðar bilaði heilsan alveg og hún lá rúmföst þar til hún lést 11. febr. sl. á sjúkrahúsi. Hún hafði þá með lífskrafti sínum og fjöri skilað góðu verki og skapað sér orðstír sem lifir meðal ættingja hennar og vina. Sé góð kona kvödd með þökkum fyrir tryggð og rausn- arskap og mikla gleði. Helgi Bernódusson. var gaman að fylgjast með þegar þú svo óþreytandi og þolinmóður leyst- ir hverja flækjuna á fætur annarri fyrir strákana sem voru að reyna að veiða og komu alltaf hlaupandi með stuttu millibili til þín og þú bjargað- ir málunum auðveldlega. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum að hafa þig og biðj- um Guð að blessa Dídí og börnin öll. Lofa þú drottin, sála mín og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir þig frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn, hann umvefur þig gæðum, þú yngist upp sem öminn. (Sálmur 103:2-6.) 0, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgr. Pét.) Ragnhildur (Agga) og Eiríkur Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.