Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 39^ + Henrietta Bernd- sen fæddist á Skagaströnd 7. nóv- ember 1913. Hún lést á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar í Reykjavík hinn 15. febrúar síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Regine Henriette Hansen og Fritz Hendrik Bernd- sen, trésmiður á Skagaströnd. Systk- ini Henriettu eru Anna, sem búsett var í Búðardal, látin, Carla, búsett á Sauðárkróki, Elísabet, búsett í Hafnarfirði, Jörgen, búsettur í Kópavogi, og Hans, búsettur í Reykjavík. Hen- rietta var næstelst systkina sinna. Henrietta fór á unglings- aldri til starfa á landssímastöð og heimili Ingibjargar Sigurðardótt- ur og Boga Sigurðssonar kaup- manns, vestur í Búðardal. Hinn 5. maí 1933 giftist Henri- etta Óskari Sumarliðasyni, bif- Pegar ég fluttist sex ára gamall til Búðardals haustið 1935 var þetta litla þorp við Hvammsfjörðinn mjög frábrugðið því sem það er í dag. Það var heldur ekkert líkt Vesturbænum í Reykjavík, sem verið hafði heim- kynni mitt til þessa. I Búðardal voru engir fiskreitir, engin höfn og heldur enginn slippur. Þá voru þrjú íbúðar- hús fyrir innan kaupfélag og sex á útplássinu. Þessi níu hús stóðu í skjóli undir háum börðum, sem skýldu okkur fyrir norðaustanvind- inum, sem þama á það til að vera þrálátur. Einkum var skjólið gott á útplássinu, þar voru börðin hærri og lega þeirra hagstæðari. Hið efra voru Fjósabæimir tveir og Bjama- bær. Þetta litla samfélag einkenndist af mikilli samheldni, samhjálp og vináttu fólksins sem þama bjó. Lífs- baráttan var hörð, atvinna oft stopul og flestir ef ekki allir drýgðu tekjur sínar með skepnuhaldi. í dag myndu kjör af þessu tagi þykja kröpp en þama undu allir glaðir við sitt. Ég var fljótur að taka eftir fallegu, hvítu steinhúsi, sem stóð í brekku- fætinum, rétt ofan við fjömna. Þama bjuggu Oskar Sumarliðason og kona hans Henrietta, ævinlega kölluð Henný, og hjá þeim Kristín Jóns- dóttir, móðir Óskars, og Ásta systir hans. A þessum tíma var elsti sonur- inn, Gunnar, aðeins tveggja ára og systkini hans þrjú ekki fædd. Óskarshús, eins og það var jafnan nefnt, átti síðar eftir að stækka vera- lega og tók þá á sig þá mynd sem það hefur í dag. Á þessum fýrstu ár- um bjuggu fósturforeldrar mínir, Guðríður Guðbrandsdóttir og Þor- steinn Jóhannsson, í leiguhúsnæði uppi í miðri brekkunni, en síðar byggðu þau sér hús í brekkufætin- um, aðeins steinsnar frá húsi Hennýjar og Óskars. Við þessa góðu nágranna bundu fósturforeldrar mínir og böm þeirra vináttubönd sem enst hafa fram á þennan dag. Allt til þessa dags hefur Henný hald- ið heimili í húsinu þeirra í Búðardal, en Óskar andaðist í júlí 1992, nær 88 ára að aldri. Henný og Óskar voru óvenju glæsileg ung hjón og héldu reisn sinni vel fram eftir aldri. Heim- ili þeirra í Búðardal var rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Fósturforeldrar mínir fluttust til Reykjavíkur upp úr 1950, og þar andaðist fóstri minn árið 1985. Þrátt fyrir fjarlægðina ræktu Henný og fóstra mín vináttuböndin til hinsta dags. Ég held að Henný hafi varla komið svo til Reykjavíkur, að hún hafi ekki heimsótt Guðríði og þetta var gagnkvæmt: Guðríður kom aldrei svo í Dalina, að hún liti ekki inn hjá vinkonu sinni í Óskarshúsi. Síðasti samfundur þeirra var í Reykjavík, á heimili Hildar Óskars- dóttur, aðeins örfáum dögum áður en Henný var burt kölluð úr þessum heimi. Sjálfur á ég margar góðar minn- ingar úr Óskarshúsi. Aldursmunur- inn á okkur Gunnari, sem var að reiðastjóra í Búðar- dal, fæddum 29. júlí 1904, og þar áttu þau heimili sitt alla tíð. Óskar lést 23. júlí 1992. Böm þeirra em: 1) Gunnar, f. 15. júm' 1933, kvæntur Jak- obínu Kristjánsdóttur og eiga þau eina dótt- ur. 2) Birgir, f. 21. júní 1939, kvæntur Jóhönnu Bimu Sig- urðardóttur og eiga þau tvær dætur. 3) Hildur, f. 12. desem- ber 1940, gift Róbert Fearon og eiga þau tvær dætur og einn son. 4) Hilmar, f. 11. október 1950, kvæntur Ingu Maríu Páls- dóttur og eiga þau þrjár dætur og einn son. Henrietta eignaðist sitt tólfta barnabarnabani síðustu jólanótt. Böm Henriettu em bú- sett í Reykjavík, nema Ililmar sem búsettur er í Búðardal. Henrietta verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju í Laxárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sönnu nokkur í fyrstu, var fljótur að jafnast. Gunnar átti mekkanó, sem svo var kallað og til þess fallið að smíða úr því hina listilegustu gripi, og margan daginn sátum við heima hjá honum yfir þessu töfraleikfangi. Það var þó hápunktur tilverannar, þegar við fengum að sitja uppi á lofti og fara í gegnum gamla árganga af Hjemmet og Familie Journalen. Skilningur á hinum prentaða texta var að vísu mjög takmarkaður, en myndimar stóðu fyrir sínu. Við þetta bætast svo minningar um gagn- kvæm gestaboð, einkum á hátíðum og tyllidögum, og ekki má gleyma öllum bílferðunum, sem Óskar og Henný buðu okkur í, en Óskar var með allra fyrstu bíleigendum og bif- reiðastjóram í Dölum. Húsmóðirin í Óskarshúsi hafði lag á því að taka þannig á móti nágrannabömum að þeim fannst ævinlega sem væru þau heima hjá sér. Að leiðarlokum skal nú þakkað fyrir þessar Ijúfu stundir. Hvert það bam, sem lagst hefur til svefns fyrir opnum glugga á út- plássinu í Búðardal, hlýtur að geyma í huga sér endurminningu um slátt lognöldunnar, þegar hún fellur upp á sandinn í aðfalli. Eins og sporin í sandinum mást út á hverju nýju flóði, svo munu og sjávarföll tímans smám saman leggjast yfir spor þess góða fólks, sem þama bjó á æsku- dögum mínum. En sem betur fer kemur ný kynslóð á vettvang í stað þeirrar, sem nú býr sig til ferðar, og hin nýja kynslóð mun skilja eftir sig ný spor. Á þessum tímamótum þökkum við Henný fyrir vináttu hennar og tryggð á liðnum áratugum. Sérstaka kveðju og þakkir flyt ég frá fóstur- móður minni, Guðríði Guðbrands- dóttur. Bömum Hennýjar og fjöl- skyldum þeirra vottum við dýpstu samúð. Sigurður Markússon. Minningar um sólrík sumur bemskunnar sækja á hugann, því fastar sem æviárum fjölgar. Og fríkka enn með aldrinum. Það helg- ast trúlega af því, að eftir því sem lengra líður verða þær líkari vera- leikanum, eins og hann er í eðli sínu. Tíu ára fékk ég að vera sumar- langt hjá hjartahlýjum og barngóð- um hjónum vestur í Búðardal, ðsk- ari Sumarliðasyni, vélgæslumanni og bifreiðarstjóra, og konu hans, Henrí- ettu Berndsen. Ég held þau hafi fyrst kynnst þegar þau voru ung að áram í vist hjá Boga Sigurðssyni, langafa mínum, og Ingibjörgu Sig- urðardóttur, seinni konu hans. Æ síðan bára þau góðan hug til fjöl- skyldu þeirra og auðsýndu afkom- endunum mikið trygglyndi. Óskar og Henný vora bráðmynd- arleg hjón, fríð sýnum, greind og vel máli farin. Þau áttu heima í reisu- legu húsi undir Barðinu niður við sjó. Sýslumaðurinn bjó nokkrum lóð- um sunnar og uppi á hæð syðst í þorpinu læknirinn með apótek sitt. Vestast i plássinu, hinum megin við gamla kaupfélagshúsið og bryggj- una, var pósthúsið. Þar bjuggu Anna, systir Hennýjar, og maður hennar, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum. Mig minnir að fleiri en ein af dætram Önnu og Hallgríms hafi heitið Anna að seinna nafni, enda sagðist Halli jafnan vera „Önn- um kafinn“. Fjaran var ævintýraheimur. Það var fjaran, þar sem mamma sagði, að krabbinn hefði forðum bitið í tána á Jóu frænku. Fór ómældur tími í það hjá mér að skoða skeljar, kuðunga og skrýtna steina, og fegurðina allt í kring. Fuglar hlupu fram og aftur í fjöraborðinu eða flugu lágt yfir haffletinum, sumir með mjög tíðum vængjaslætti. Ég fann upp á því, sem ég hef ekki heyrt fyrr eða síðar að nokkur hafi tekið sér fyrir hend- ur, að safna fjöðrum og líma inn i stflabók. Við hverja fjöður skrifaði ég nafnið á fuglinum. Hvernig sem ég reyni núna get ég ekki munað að- ferðina sem ég hafði til þess að vita af hvaða fugli hver fjöður væri. Kannski ég hafi séð hana losna við fuglinn og svífa til jarðar? Ég óð í miðjan legg út í sjó og sá gegnum tært, sóllýst vatnið að breið- vaxnir fiskar lágu við gáróttan sand- botninn. Stundum rerum við Birgir Óskarsson á agnarlitlu horni út á Hvammsfjörð, en aldrei langt. Þó einu sinni svo langt, að áður en við vissum stóð Henný í fjörunni og skipaði okkur háum rómi að koma í land. Ég leit ákaflega upp til Birgis, sem var fáum áram eldri en ég. Við hugsuðum margt í sameiningu og vorum á ýmsum sviðum það, sem nú á dögum væri kallað „nokkuð út- pældir“. Höfðum við sitthvað að at- huga við veröld hinna fullorðnu og strengdum þess heit á einu méli að aldrei skyldum við að nauðsynja- lausu bera hárgreiðu okkur í höfúð. Birgir fékkst við að búa til lönd og eyjar með því að hræra dagblaða- pappír saman við hveitilím og móta þetta á krossviðarplötu. Þegar þorn- að var málaði hann landslagið með vatnslitum og vora þar bæði hólar og hæðir, börð og bringur, fjöll og fell og jaftivel skínandi jökultindar. Á lognsælum víkum og vogum flutu skip með rá og reiða, listilega tegld. Þetta var mikið augnayndi, en gáfan fengin í arf frá báðum foreldram, því að Henný var listfeng og hugkvæm, en Óskar hagleiksmaður - og mús- íkalskur; hafði ungur smíðað sér fiðlu. Á malarkambinum neðan við íbúð- arhúsið stóð braggi með mikla sál, bflageymsla og verkstæði heimilis- ins. Innst var kompa full af verkfær- um, olíubrúsum, rafgeymum og fleira dóti á mismunandi stigum notagildis - og af öllu saman mikil lykt og góð og holl fyrir andann. Við Birgir undum í bragganum langdvöl- um að skemmta okkur og dáðist ég að því hve vel hann blístraði. Einn smellurinn sem hann flautaði af mik- illi list hét minnir mig „Sixteen tons“, en annar „Up a Lazy River“. Henný hafði mjög holla návist og talaði við börn eins og þau væra full- orðið fólk. Það var mjög gott í eld- húsinu hjá henni og þangað sóttu margir til þess að drekka kaffisopa og spjalla. Hún hafði þann sið ís- lenskra húsfreyja fyrr á tíð að setj- ast ekki sjálf til borðs heima hjá sér. Stundum kom Stjáni litli, alvöragef- inn og virðulegur öldungur, mjög lágvaxinn og klæddur buxum og jakka úr bláu „mannkyni". Nokkram sinnum kom maður, sem ég held endilega hafi verið kallaður Guð- mundur Kamban. Ég var ekki kom- inn lengra í bókmenntasögunni en það, að ég hélt lengi vel að þetta væri skáldið fræga. En hann reynd- ist þá vera frá Kambsnesi. Óskar hafði gaman af krökkum. Við spiluðum oft Olsen-Olsen við eld- húsborðið hjá Hennýju. Hann var út- setinn að svindla í spilinu: breytti reglunum þá minnst varði, sveik lit og laumaðist til að leggja niður tvö spil í staðinn fyrir eitt. Höfðum við af þessu mikla skemmtun. Hann var í vegavinnu á sumrin og stundum bauð hann mér í bfltúi- með sér á vörubílnum sínum, sem hafði skrá- setningarnúmerið D-2, kannski að líta á veginn að brúnni yfir Fáskrúð; það voru ógleymanlegar ferðir. Oft gekk ég með honum yfir í mótorhús þorpsins, þar sem Óskar sneri í gang með tröllaukinni sveif stóreflis maskínu, sem hefur sennilega verið vararafstöð. Þar inni var allt fágað og fínt. Margt kvöldið sátum við öll inni í borðstofu, þar sem útvarpsvið- tækið var, og hlustuðum á sögulest- ur á öldum Ijósvakans, eins og þá var oft komist að orði. Við héldum næst- um niðri í okkur andanum, því að þetta var svokölluð sakamálasaga og hét „Hver er Gregory?" Á undan og eftir þessu var leikið í útvarpinu mjög ískyggilegt tónstef, ættað ein- hvers staðar úr undirdjúpunum, svo að manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Vestan við íveruhúsið var fjós og hlaða handa einni kú, sem Henný mjólkaði. En á kambinum austan við braggann stóð hænsnakofi. Hænsnin átti Ásta Sumarliða, saumakona, systir Óskars. Hún batt prjónles úr ull utan um prikin í kofanum, svo hænunum yrði ekki eins kalt á fótun- um. Ur eggjunum bakaði Henný kökur, sem voru dásamlegar og óvið- jafnanlegar. Ásta, mágkona hennar, bjó í tveimur herbergjum uppi á lofti, þar sem pelargóníur og hor- tensíur stóðu með blóma, en útsýn viðbrigða fögur yfir fjörðinn á góð- veðursdögum; hafflöturinn eins og þúsund litlir speglar. Stundum lagðist flóabáturinn Baldur að bryggju og þá var upp- skipun og litlir pollar fengu að hjálpa til og gátu jafnvel unnið sér inn eitt- hvert smáræði. Og krökkum var leyft að vera í reikningi hjá Kaupfé- laginu og sumir, og þar á meðal ég, tíndu hagalagða sem vora vigtaðir og andvirðið lagt inn á reikninginn þeirra ásamt vinnulaununum fyrir að vera léttadrengir við uppskipun. Eft- ir þetta barst þeim Hennýju árlega skilmerkilegt yfirlit, þar sem inneign mín var tíunduð, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, og stundum sendu þau mér þetta plagg suður til upplýsing- ar. Fyrir nokkrum áram ætlaði ég að gamni mínu að grennslast fyrir' um innstæðu þessa skoplitla, en hún var þá samkvæmt lögmálum æðri fjár- mála orðin að engu. í Búðardal kynntist ég jafnaldra mínum, Unnsteini Þorsteinssyni. Hann var sonur sæmdarhjónanna Þorsteins Bjamasonar og Sigríðar Helgu Aðalsteinsdóttur í Borgar- nesi. Unnsteinn dvaldi á sumrin hjá móðurforeldrum sínum, þeim Aðal- steini og Steinunni í Búðardal, en þau áttu heima í brekkunni innan- og ofantil við hús Óskars og Hennýjar. Unnsteinn var mjög indæU drengur og vel gerður og einhver allra skemmtilegasti leikfélagi sem hægt var að óska sér. Við fóram margar landkönnunarferðir um nágrennið og komum man ég dag einn til gömlu hjónanna í Bjamabæ. Unnsteinn lést af slysföram tvítugur að aldri, mikill harmdauði. Uppi á Barði bjó frændi minn, Magnús Skóg Rögnvaldsson, vega- verkstjóri, og eiginkona hans, Krist- jana Ágústsdóttir, og vora vel látin heiðurshjón og góðvinir Óskars og Hennýjar. Bróðir Magnúsar, Elís Þorsteinsson, bjó þá búi að Brautar- holti í Laxárdal. Eg hafði haft gígju mína með mér í sveitina og var að bera mig að spila fyrir EUa lögin sem ég hafði lært hjá dr. Edelstein. Man ég að hann hvatti mig til þess að taka mér til fyrirmyndar cellóleik hálflanda okkar, Erlings Blöndals- Bengtssonar, einkum hið mjúka og skýra bogastrok hans. Oft hefi ég hugsað síðan, hve þarna var í raun á ferðinni merkUeg ábending og upp- hvatning. Böm Óskars og Hennýjar era öll vel af Guði gerð, flínkar manneskjur og hæfileikafólk. Þetta sumar 1955 var Gunnar farinn að heiman, Birgir unglingur að aldri og sömuleiðis einkadóttirin Hildur, sem um vetur- inn á undan hafði verið við nám á Héraðsskólanum i Reykholti. Yngsti sonurinn, HUmar, var enn á barns- aldri, nú rafvirkjameistari í Búðar- dal. Mamma og Henný höfðu þá fostu reglu árum saman að hringja hvor aðra upp á aðfangadag jóla. Og eftir að ég flutti til Bolungarvíkur og raunar lengi síðan kom ég stundum í heimsókn til þeirra Óskars og átti alltaf elskulegum viðtökum að fagna. Henný var þá farin að vinna á símstöðinni þar sem falleg rödd hennar naut sín einkar vel. A meðan við bjuggum í Reykjavík skutumst við stundum vestur að kaupa slátur* Og þegar við vorum sest að hér í Holti stöldraðum við tíðum hjá henni á leið að heiman eða heim. Þá brást ekki, að hún hafði einmitt ver- ið að baka eða þá hún var rétt að verða tilbúin með kvöldmatinn og ekki að tala um annað en ganga í bæinn og þiggja viðurgjöming og helst að gista. Ög að morgni, þegar við voram búin að drekka kaffið, stakk hún að Ágústu spennandi upp- skrift að skilnaði. Við kveðjum góða konu. Við biðj- um Guð að blessa legstað hennar við hlið elskaðs eiginmanns og vensla-'* fólks, undir bjartri sól Dalanna. í huga eftirlifenda vakir hjartans þökk og dýrmæt minning, mikill auður. Eg bið Guð að blessa minningu hjón- anna Óskars Sumarliðasonar og Henríettu Bemdsen og minningu systur Óskars, Ástu Sumarliðadótt- ur. Hann gefi ástvinum þeirra alla himneska blessun og náð, bæði hér og í komandi heimi. Gunnar Bjömsson. Þar sem öldumar gjálfra við ströndina, þangilmurinn og fuglakliðurinn berst til eyrna á kyir- látum dögum, niðri við ströndina^í Búðardal, nánar tiltekið í Sumarliða- húsi, bjó vinkona mín, Björg Henri- etta Bemdsen, öll sín búskaparár. Hún átti langan og mikinn vinnudag að baki, hafði unnið allt af sömu snyrtimennsku og alúð, eins og henni einni var lagið og vissi að hverju dró. Árið 1929 kom hún frá Skaga- strönd þar sem hún var fædd og j uppalin, til þjónustustarfa hjá póst- , meistaranum Boga Sigurðssyni í } Búðardal. Þar kynnist hún manni i. sínum Óskari Sumarliðasyni sem lát-^j, | inn er fyrir fáum áram og eignaðist » með honum fjögur mannvænleg t börn, þau Gunnar, Birgi, Hiidi og Hilmar. Ég kom fyrst sumarið 1949 sem ferðamaður í Búðardal og átti því láni að fagna að fá gistingu á heimili Hennýjar og Óskars. Ekki óraði mig fyrir því þá að ég ætti sjálf eftir að eiga heima þar, og hefur vinskapur okkar haldist óslitinn frá 1953 er ég settist þar að. Hjónaband Óskars og Hennýjar var ávallt mjög gott og friðsælt og skemmtilegt var að sækja þau heim, enda engum í kot vísað. Þau vora ófá skiptin sem ég og maðurinn minn, Magnús heitinn Rögnvalds- son, gengum niður eftir til þeirra f*~- jólaboð eða annað með vasaljós, til að rata í myrkrinu, þar sem um engin götuljós var að ræða á þeim tíma. Við áttum með þeim margar unaðsstundir enda störfuðum við saman að ýmsum málefnum til framfara fyrir héraðið. Þau hjónin störfuðu mikið að félagsmálum, má þar nefna söngfélagið Vorboðann, < þá var Henný ein af stofnendum kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdótt- ur. Með láti vinkonu minnar fækkar enn þeim sem voru uppistaðan í því samfélagi sem nú er senn að líða undir lok. Það var samfélag sam- hjálpar og samhygðar, þar sem fólk starfaði saman að því að gera sit&, besta til uppbyggingar samfélagsins. Vikona mfii var á margan hátt stór- brotin kona, gjafmild og kærleiksrík. Hún var ein af þeim sem ekkert aumt máttu sjá, en af engu var gum- að og gleðin hennar ef hún gat rétt hjálparhönd. Því hefur verið haldið fram að maður komi í manns stað, það getur vel verið, en það er ekki hinn sami. Það er líkt og eitthvað hafi brostið og tómleikinn situr eftir, það sem var kemur ekki aftur. Þau sem settu svip á þennan bæ forðum era nú óðum að hverfa af sjónarsvið- inu. t. Lífsgöngu er lokið, starfsdagur á enda, samt niðar áin en til sjávar, út í hið mikla haf, aftur til síns heima, eilífðarhringrásin. Ég kveð nú vinkonu mína hinstu kveðju hérna megin grafar, bið ljós kærleikans að styrkja hana og ást- vini hennar, þakka af alhug þá miklu vinsemd og vináttu sem hún gaf mér. _ Kristjana Ágústsdóttir. HENRIETTA BERNDSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.