Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 59
MA0NAB
J i . t W V V;
55 1 «500
Laugavcgi »4
sm\
l ll N1 INiNí.AR III OSKARSM UDl UJNA M.A. Si Ni;
HlSIA thsíi liiKAÍU BtSi A UiKKONA ISt S i i AUK Si i iKAUl
MYNDIN /íí a XiCHOiso.\ fiux't ú'fux. hixxe:u<
NDIR MELVIN
★★★ 1/2
ÁS Dagsljós
Það gerist ekki betra
Mynd sem þú þarft að sjá, mynd sem þú vilt sjá.
Jack Nicholson hefur aldrei verið betri.
Myndin hlaut auk þess 3 Golden Globe verðlaun:
Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Helen Hunt (Twister), Greg Kinnear
(Sabrina), og Cuba Gooding jr. (Jerry Maguire).
Sýnd kl. 2.30, 5, 9 og 11.30.
v ö »-*:«? x.. i s» / tití* r4f S1»'»'» /
LAUGARDAGSMYNDIR
SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Stöð 2 >-13.10 í barnamyndinni
Ævintýri Sinbaðs The Golden Voya-
ge of Sinbad, (‘80), hverfum við með
hjálp brellumeistarans Ray
Harryhausen inní ævintýraheim
1001 nætur. Myndin er orðin hálfsí-
gild, enda Harryhausen á undan
sinni samtíð og gerir margt vel í
annars ódýrri mymd um svaðilfarir
sjómannsins Sinbaðs Með John
Phillip Law, sem vann sér það helst
til frægðar að kyssa Rod Steiger í
The Sergeant, (‘80) og Jane Fonda í
furðusmíð Vadims, Barbarellu,
(‘67). Undarleg eni örlög mann-
anna. ★★Í4
Stöð 2 >21.00 Um Disneymynd-
>na Bilað verkefni My Science
Pt'oject (‘86), segjum við AI m.a. í
Myndbandahandbókinni: „John
Stockwell er kominn í strand með
verkefni og eðlisfræðikennarinn
hans (Dennis Hopper) setur honum
úrslitakosti - annaðhvort að skila
sómasamlegu verkefni eða verða
rekinn! Takan er góð og brellurnar,
annars er myndin slakari en maður
á að venjast frá þessum bæ.“ Leik-
stjóri Jonathan Betuel. ★1/z
SJónvarplð >21.15 Brjóstsviði
Heartburn, (‘86). Sjá umfjöllun í
ramma.
Stöð 2 >22.40 Sú var tíðin að
nafn leikstjórans Walters Hill var
skotheld trygging fyrir góðri
skemmtun. Það er liðin tíð. Til síð-
asta manns Last Man Standing,
(‘96), er augljóst vitni. Hill sýður
hér saman sína útgáfu uppúr Fist-
full of Dollars, sem meistari Leone
sauð uppúr meistaraverki
Kurosawa, Yojimbo. Og hefur engu
við að bæta. Færir söguna til smá-
bæjar í Texas á bannárunum og
pússar Bruce Willis upp í hlutverk
Eastwoods/Mifune, hvorttveggja
ágætar hugmyndir, svo langt sem
þær ná. Flott taka, óvenju subbu-
legt ofbeldi og glórulausar persónur
og söguþráður. ★★
Sjónvarpið >23.05 Með köldu
blóði In Cold Blood, (96). II. hluti.
Sjá föstudag, 20.02.
Stöð 2 >0.25 Enn ein endursýn-
ingin á Sönnum lygum True Lies,
(‘94), hasarmyndinni góðu með
Schwarzenegger og hinni straum-
línulöguðu Jamie Lee Curtis.
Næsta mynd James Cameron á
undan Titanic. ★★★
Stöð 2 >2.45 Eldur og blóð The
Burning Season, (‘91), verður
minnst fyrir það eitt að vera síðasta
mynd gæðaleikarans Rauls Julia,
sem dó langt um aldur fram. Með
Soniu Braga. ★★
Sæbjörn Valdimarsson
AIVORU BIO! rapoJþV
STAFRÆWT nm MFfl
HLJÓÐKERFE í j l_i V
ÖLLUM SÖLUM! -----
111 NEFNlNCiAR 1 ll OSKARSVl RDi ADNA M.A, St M:
Bi‘S ÍA Ht SUIHKAlU ÍUsiÁ l hlKKONA HhSll \i?kAk h.lKAHi
M V N UJN /b Á SO.V tÍElt'.X iil \ V hi\ \ K i k
(sfi'EÖ hiW fi iR
Mynd sem þú þarft að sjá, mynd sem þú vilt sjá.
Jack Nicholson hefur aldrei verið betri.
Myndin hlaut auk þess 3 Golden Globe verðlaun:
Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Helen Hunt (Twister), Greg Kinnear
(Sabrina), og Cuba Gooding jr. (Jerry Maguire).
Sýnd kl. 2.30, 5, 9 og 11.30.
Sýnd kl. 7, 9 og
11.10. au6.
Þegar svíða hjartasár
LEIKKONAN Meryl Streep.
Sjónvarpið >21.15 Stórleik-
arinn Jack Nicholson á vonandi
eftir að gleðja okkur í ófá ár, og
um þessar mundir siglir karl
hraðbvrir _ að því að vinna sín
þriðju Óskarsverðlaun fyrir
frammistöðu sína í Það gerist
ekki betra (As Good As It Gets. í
Brjóstsviða Heartbum, (‘86)
fer hann með hlutverk eigin-
manns Meryl Streep, sem kemst
að því að hann er henni ótrúr á
meðan hún gengur með bam
þeirra. Þetta er sjálfsævisöguleg,
sætsúr mynd, byggð á minning-
um handritshöfundarins Noru
Ephron, sem lýsir frá eigin
brjósti hvernig hjónaband fer í
vaskinn. Við AI létum hafa eftir
okkur í Myndbandahandbókinni;
„...frábær samleikur Streep, sem
fer með hlutverk hinnar særðu
eiginkonu, og Nicholsons í hlut-
verki flagarans, tryggir að mynd-
in verður aldrei leiðinleg. Vönduð
leikstjórn (Mike) Nichols sýnir
næmt auga hans fyrir smáatrið-
um og blæbrigðum tilfinninga-
dramans." Hér koma einnig við
sögu stórleikkonumar Stockard
Channing og Maureen Stapleton,
ásamt Jeff Daniels. Brjóstsviði
★★★, er einkar fagleg mynd í
alla staði og við skulum vona að
hún hafi elst vel. Einsog Nichol-
son.
Sæbjörn Valdimarsson