Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 30

Morgunblaðið - 21.02.1998, Page 30
30 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ DVD geisladrif OPIÐ Ttde stMan Startdta9 La' DVD myndir 2.590,rt Gríðarlegt magn af DVD MYNDUM AusW Virka daga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 www.bttolvur.is Ivur Grensásvegur 3 - Sími 588 5900 Fax 588 5905 EYRNA- OG AU GN AKONFEKT LEIKUR G-Police, leikur frá Psygnosis sem gerir kröfu um 133 MHz Pentium örgjörva, 16 Mb inra minni og fjög- urra hraða geisladrif. Leikurinn styður ijölda þrívíddarkorta, til að mynda 3Dfx, Nvidia Riva 128, Rendition og svo mætti telja og einnig MMX örgjörvaviðbót Intels og AGPgagnagátt. GÓÐ grafík skiptir miklu máli í leik og ef leikurinn er góður fyrir getur grafíkin gert sitt til að skipa honum sess meðal helstu leikja. Aftir á móti getur grafíkin lítið gert til að breiða yfir gloppur í leiknum sjálfum eins og sannast í GPolice, sem er einn glæsilegasti leikur sem rekið hefur á fjörur þess sem þetta ritar, sannkallað eyma- og augnakonfekt, en fær ekki háa einkunn fyrir skemmt- anagildi. GPolice gerist á Callisto, einu tungla Júpíters, eftir hálfa aðra öld eða svo, að afloknum grimmi- legum átökum um auðlindir jarðar. Þær auðlindir eru reyndar upp umar og mannkynið leitar að nýj- um víða í sólkerfinu sem kallar á átök, jafnvel vopnuð. Stórfyrirtæki ráða því sem þau vilja, en þó er yf- irvald til á jörðinni, að nafninu til að minnsta kosti, og það yfirvald hefur yfir að ráða löggæslusveit, GPolice, sem ætlað er að skerast í leikinn þegar hagsmunaárekstr- amir verða of harkalegir. Hetja leiksins heitir Jeff Slater og flýgur eins konar þyrlu sem kallast AG60 Havoc. Hægt er að ráða hreyfing- um hennar með stýripinna eða lyklaborði og hækka og lækka flug, auka og draga úr hraða og svo má telja, en mjög gott er að stýra þyrlunni, sem er lipur og snör í snúningum. Borgar sig að gefa sér góðan tíma til að læra á stjómtækin, en sjónarhorninu má breyta eftir því sem hverjum þykii- þægilegast. Umhverfíð er borgarhverfi inn- an við einskonar lífhvolf sem minn- ir á hænsnanet, mikil umferð í lofti og á jörðu sem gerir á köflum erfitt að komast í tæri við óþokk- ana sem elta á uppi, meðal annars þarf að steypa sér niður í göng og skjótast á mikili ferð inn á milli há- hýsa þvert yfir umferðarbrautir og svo mætti telja. Verkefnin sem glíma þarf við em á fjórða tug og hverju fyrir sig þarf að ljúka áður en haldið er í næsta. Þau eru breytileg, til að mynda þarf að elta uppi þrjóta, vemda frammámenn eða leita að smygli, og inni á milli em bráðvel heppnaðar hreyfimyndir til að miða sögunni áfram. I miðju kafí geta fyrirmæli breyst og þá berast skilaboð um talstöð í þyrlunni, svo eins gott er að taka eftir því sem þar er sagt. Ekki vantar vopnin í leikinn; ekki er bara gnótt fallstykkja á þyrlunni, heldur em vélbyssur, leysigeislar og plasmabyssur inn- an um annað nýtilegt. Aðalvopnið er vélbyssa, en það skemmtileg- asta eins konar rafsegulbyssa sem gerir óvirkt rafkerfi farartækja án þess að drepa ökumann og far- þega. Eins og getið er í upphafi er grafík vel af hendi leyst; svo vel reyndar að slær flest út. Ljós em sérstaklega vel sýnd í leiknum, sprengingar og hamagangur eðli- legur og eftirminnilegt að sjá óvinaflaug verða að eldhnetti og hluta hennar tvístrast um sviðið. Sprengingar em og eðlilegar, en heldur hallærislegt að ekkert skuli gerast ef þyrlunni er flogið á hús eða önnur farartæki. Kemur sér reyndar vel meðan tökum er náð á henni, en dregur úr alvöru leiksins þegar líður á. Einnig er ekki sam- ræmi í því hvaða áhrif skothríð hefur á hús; faratæki má öll sprengja í tætlur og sumar bygg- ingar, en aðrar þola hvað sem er. Einnig hefði mátt haga málum svo að viðkomandi missti stig fyrir að fella óbreytta borgara sem hefði gert leikinn erfiðari og gefið hon- um meiri dýpt. Hljóðrás leiksins er afskaplega vel unnin og með almennilega há- talara við tölvuna leikur allt á reiðiskjálfi þegar mest gengur á. GPolice var tekinn til kosta á 200 MMX Pentium tölvu með 4 Mb 3Dfxkorti og var eins og getið er hreint framúrskarandi fyrir auga og eyra. Þegar á leikinn líður fer hann þó að vera leiðigjam, það skortir í hann dýpt og endingu. Árni Matthíasson borgarstjóra Vefur helgaður Sinfóníunni Morgunblaðið/ Valgeir Valdimarsson hjá Aet ehf. MENNING lifir góðu lífí á netinu og í septem- ber sl. var settur upp á veraldarvefnum vefur helgaður Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Áskrifend- ur að þeim vef, sem fá reglulega sendar fréttir af starfi Sinfóníunnar, eru á fjórða hundraðið, en þeim hefur meðal annars verið boðið á tónleika Sinfóníunnar. Sinfóníuvefurinn er á slóðinni http://www.sinfonia.is/ og á honum má lesa um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, verkin og tónskáldin, sögu hljóm- sveitarinnar, hljóðfæra- leikara, sfjórnendur og starfsmenn og í undirbúningi er að gestir á sfðuna geti keypt miða á tónleika og geisladiska með leik hlj ómsveitarinnar. Sinfóníuvefurinn er samstarfs- verkefni Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og Aet ehf. sem hannar og ritstýrir. Ritstjóri er Valgeir Valdimarsson, sem hannaði vefinn í samstarfi við Magnús Eðvalds Björnsson. Valgeir segir að allur kostnaður við vefinn sé greiddur af einkaað- ilum og þannig hafi Vátrygginga- félag Islands verið aðalstyrktarað- ili frá formlegri opnun hans 12. september sl. „Markmiðið með Sinfómuvefnum," segir Valgeir, „er að skapa Sinfóníuhljómsveit íslands virðulegt og lifandi heimili á vefnum og nota efni frá henni og öðrum til að skapa kjarngóðan íslenskan gagnagrunn um klass- fska tónlist skattborgurum að kostnaðarlausu." Eins og getið er hefur áskrif- endum að Sinfóníupóstinum, póst- lista vefjarins, tvisvar verið boðið á tónleika, nú síðast á tónleika í blárri tónleikaröð sl. fímmtudag og Valgeir segir að þeir hafi nýtt sér það vel í bæði skiptin, en þeir eru nú um 320 talsins. Vefurinn er í mikilli þróun, að sögn Valgeirs, fyrir skömmu bætt- ist til að mynda við sá möguleiki að hlusta á útdrætti úr verkum sem Sinfóníuhljómsveitin hefur tekið upp, nú síðast tóndæmi af verðlaunadisk hennar með verk- um Jóns Leifs. „Framundan er síð- an meðal annars aukið samstarf við tengda vefi, gagnagrunnur með upplýsingum um einstök verk sem leikin hafa verið á undanföm- um árum, sala á áskriftum, stök- um miðum og geisladiskum Sin- fóníunnar á vefnum, meiri gagn- virkni, t.d. þannig að áheyrendur geti notað vefinn til að hafa áhrif á efnisval, sérstakar síður fyrir þá hljóðfæraleikara sem þess óska og fleiri tóndæmi, svo fátt eitt sé talið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.