Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 HVERNIQ ER PAB GEPT? Sítr jnu- draumur á tungu Hvað er það sem skilur á milli þess sem er gott og þess sem er einstakt? Er það til- fínning? Er það smekkur? Er það tækni? Eða eitthvað allt annað? Súsanna Svavars- dóttir fór á stúfana í leit að gæðaleyndar- málum í ýmsum hornum samfélagsins. Og hún byrjar á ostakökum. MORGUNBLAÐIÐ GÚSTAV hellir súkkulaðibráðinni yfir. Morgunblaðið/Ásdís ÞEGAR botninn er tilbúinn er rjóinaostinum og þeytikreminu hrært saman. RJÓMAKREMIÐ sléttað út í forminu... TILBÚIN ein Moggaostakaka. SUMT er þannig í lífinu að þegar maður hefur snert það, séð, heyrt, smakkað - eða fundið af því lykt - þá finnst manni sísvona að maður hafi komist eins nálægt full- komnun og hægt verður. Og man það alltaf. Ég man eftir kaffibolla sem ég fékk á kaffihúsi í Flórens. Kaffihúsið var ekki merkilegt að sjá, hola í vegg á húsi við göngustíg - en ilmurinn náði yfir svo stórt svæði að það hefði rúm- að heila höll. Og þessi ilmur tosaði mann á nefinu út úr öllu samhengi ferðarinnar, inn á þennan göngustíg, að húsinu og svo gekk maður inn í holuna sem hafði eilítið afgreiðslu- borð og á bak við það stóð lítill maður með skotheldar kaffigræjur. Engin sæti - ekkert. Og kaffið? Það var espressokaffi. Hnaus- þykkt og stútfullt af bragði. Það var svona kaffi sem maður leggur frá sér bollann og hugsar: Ef lífið væri kaffi, gæti ég dáið núna - þvíþetta var fullkomið. Ég man ennþá bragðið af þessu kaffi. Síðan er allt kaffi sýndarkaffi. Þetta gerðist líka í Peking, á Veit- ingahúsi fjölskyldu Maós formanns. Þar var tofuréttur í chilisósu - líka fullkominn en sem betur fer er lífið ekki heldur tofuréttur í chilisósu. í auganu var það málverkið La Prima Vera, eftir Botticelli, sem framkallaði þessa líðan, í fingur- gómunum hnausþykkt, kínverskt silki og í eyranu tónlistin í kvik- myndinni Allir heimsins morgnar. Og svo heldur maður áfram að skækiast þetta í gegnum lífið og heldur að maður hafi náð öllu sem er best - og heldur áfram að detta oná bestu hlutina hér og þar aldeilis óvænt og formálalaust. frá þessu áhugaleysi á bakkelsi og það eru ostakökur. Fyrst þegar ég smakkaði ostaköku í Ameríkunni hélt ég að bragðlauk- amir í mér væru orðnir skynvilltir. Trúði ekki að eitthvað svona gott væri til. Og síðan smakka ég ostakökur hvar sem ég fer. Var til að byrja með ósköp lukku- leg með þær allar og fannst þær allar eins. En smám saman þjálfaðist bragðskynið í að greina á milli osta- köku og ostaköku. Þéttleiki, léttleiki, er hún of sæt, ekki nógu sæt, of þurr, of blaut, of eitthvað, van eitthvað? Auðvitað endaði þetta með því að ég var aldrei ánægð með neina ostaköku. Fjár- Lans bragðskynið búið að svíkja mig, orðið eins gagnrýnið og allt hitt draslið. Aldrei hægt að gera manni til hæfis. Þangað til... Þangað til ég lenti í litlu boði, í litlu húsi, í litlum bæ - og sá þessa rosalega stóru ostaköku. Fitjaði ör- lítið upp á trýnið, en ekki mikið vegna þess að hún var með sítrónu- bragði og ég var nokkuð viss um að hún gæti ekki verið of sæt. Það finnst mér verst, næst á eftir því að þéttleikinn sé of mikill og hver biti verði að þremur bitum þegar hann lendir upp í manni. Bðö... sem hún átti að vera; eilítill sítrónu- keimur sem maður fann fremur í nefinu en munninum. Svona keimur - ekki alveg bragð. Sítrónuhlaupið ofan á mjög þunnt - ekki þykk leðja sem skríður um allan munninn á manni. Eiginlega var botninn látinn um að vera sætur, dökkur og hrika- lega bragðgóður. Svo sat maður með stóra sneið af þessari sítrónuostaköku, stakk ein- um bita í munninn og lygndi aftur augunum á meðan hann bráðnaði uppi í manni og bragðið og áferðin liðu mjúklega inn í hvem ilm- og bragðskynjara. Sat bara langt fram eftir kvöldi og gæddi sér hægt og ró- lega á þessari gersemi. Ákvað svo að tosa uppskriftina út úr húsmóðurinni. „Jamm,“ sagði hún, „þú hringir í bakaríið Þrjá fálka sem bakar meðal annars fyrir Þórsbakarí og segir: Ég ætla að panta hjá ykkur eina sítrón- uostaköku fyrir morgundaginn. Svo næsta dag, þá keyrirðu í bakaríið og sækir hana.“ Þetta var auðvelt. Ég var svo hugfangin af þessari Eg hef alltaf átt í dálitlu basli með kökur og tertur. Svodd- an er bara ekki mitt fóður, freistar mín ekki og eyðileggur enga var- anlega og árangurs- lausa megrunar- kúra. Það gerir það annað. Hins vegar er ein undantekning En þessi ostakaka var ekld þannig. Það var ekki of mikið af neinu í henni. Það vant- aði heldur ekki neitt. Hún var svo létt að hún bráðnaði í munninum og hún var svo nákvæmlega allt DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns , Mynd/Kristján Kristjánsson I efni draumsins. AÐ SÆKJA sér efni til uppbygg- ingar raunveruleikans í efnivið drauma er eiginleiki sem öllum er gefinn en ekki mörgum aðgengileg- ur. Til að opna á þennan hæfileika þarf svipuð meðöl og við opnun nýrra og ókunnra forrita sem finna má á Alnetinu, það er; tíma og um- hugsun. Tíma til að dreyma og leyfa drauminum að koma, gefa táknum hans stund til að skýrast á eigin draumtíma og myndum hans að formast í mynd raunverulegs til- gangs. Þessi meðhöndlun á efni draumsins krefst umhugsunar og íhygli svo úr verði sá vefur sem spinnur manni veruleika vökunnar í svefni. En til hvers? Skipta draumar einhveiju máli? Skiptir innra lífið, ytra lífið einhverju? Maður skyldi ætla svo, að mynd sú sem draumurinn ljær manni í svefni af sjálfum sér og umhverfmu skipti máli. Ef ekki til að byggja mann upp til betra lífs, þá til að forða manni frá skakkafollum eða röngum ákvörðunum. Svefninn er ástand þar sem líkaminn er hlut- laus svo andinn (sálin) geti óhindr- að unnið að framgangi sínum, upp- hefð og þróun til æðra lífs. Gegnum drauma kemur sálin sér á framfæri við meðvitund með skilaboð til sjálfsins um þátttöku í þessari upp- byggingu. Og því betur sem með- vitundin tengist dulvitundinni í samvirkri gæðastjómun sjálfsins, þeim mun auðveldara verður fyrir þann mann að skilja drauma sína, ná fram og verða heill. Eða eins og máltækið segir: Heilbrigð sál býr í hraustum likama. Draumur „Móla“ Ég var að hlaupa úti og söng há- stöfum. Allt í einu lendi ég í skæða- drífu af örvum sem var skotið að mér og ein hæfði mig í bakið. Ég hætti að syngja og smátt og smátt dregur úr mér allan þrótt og mér finnst ég deyja en er þó uppistand- andi (hangandi). Þá kemur þar gamall maður og ég vissi að hann gæti hjálpað mér. Hann stendur yf- ir mér og ælir upp hænueggi og síðan gamaldags hatti. Þá lifnaði ég við. Ráðning Að syngja hástöfum er gæfu- tákn. Þú dettur í lukkupottinn með gerðum þínum og verkum, það ger- ist snögglega (hlaupa úti) og þú ert búinn undir breytingar (gamli mað- urinn). Þessum breytingum fylgir rógur og baktal (örvadrífan) sem hafa slæm áhrif á þig (það dregur úr þér mátt) en gamli maðurinn (Animus/þinn innri maðurA'emd- ari) bendir þér á einfalda en snjalla (hænueggið) leið til að snúa rógi og baktali í jákvæðan farveg. Það krefst innsæis og útsjónarsemi (hatturinn) þinnar að finna lausn- ina. Tveir draumar „Essgee" 1. Vinstri fóturinn á mér er miklu styttri en hinn, svo mikið að þegar ég stend í hann er sá hægri kengboginn. Fólk horfir á mig þegar ég geng en mér er sama, en ég vil vita hvað kom fyrir. Ég fer ásamt fleira fólki að skoða gamlar kvikmyndafilmur af mér sem barni og á einni þeirra sit ég grátandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.