Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 28
Einfaldleiki í anda Miðjarðarhafsins er þema þriggja uppskrifta, sem Steingrúnur Signrgeirsson varð sér úti um hjá Jonathan Ricketts. KrtKUWABEING^Orvie.. 1 heilt ferskt chili, fínt saxað 2 hvítlauksgeirar 1 steinseljubúnt, saxað u.þ.b. 1 bolli jómfrúrolía salt eftir smekk Aðferð: Hvítlaukur og chili er sett í skál ásamt ólívuolíunni og lát- ið standa í um hálftíma. Hellið á pönnu og steikið smokkfískinn og saltið. Á meðan er pastað soðið og steinselju og pasta blandað saman við smokkfískinn í olíunni. Berið strax fram. Uppskriftin er fyrir fjóra. Athugið að í staðinn fyrir smokk- físk er hægt að nota annan skelfisk. Kjúklingabringur Orvieto 4 kjúklingabringur, um 1 80 g hver 1 heill hvítlaukur 100 g steinlausar svartar ólívur 2 fennel 2 stórar bökunarkartöflur 50 g kjúklingalifur Aðferð: Hvítlaukurinn er tekinn í sundur og soðinn þar til hann er mjúkur. Kartöflurnar eru skomar í stóra teninga, soðnar og síðan látn- ar kólna. Skerið fennel gróft og set- ið á álpappír. Kryddið með salti, pipar og ólívuolíu. Bakið í 20 mínút- JONATHAN Ricketts Morgunblaðið/Golli PANNA Cotta ur í 200 gráða heitum ofni. Því næst er kjúklingalifrin steikt í olíu, kart- öflum, ólífum, hvítlauk og fennel er bætt saman við og þetta steikt sam- an í fimm mínútur. Að lokum eru kjúklingabringurnar steiktar og settar á diska. Bætið meðlætinu of- aná. Uppskriftin er fyrir fjóra. Panna Cotta 750 ml mjólk 6 matarlímsblöð 900 ml rjómi vanillustöng 1 25 g sykur Aðferð: Sjóðið saman sykur og rjóma. Matarlímið er bleytt og hit- að varlega í mjólkinni. Þessu er blandað saman við rjómann, sett í skál yfír ís, hrærið varlega á meðan blandan kólnar. Setjið í form og geymið i kæli í um fjórar klukku- stundir. Panna Cotta er hægt að bera fram t.d. með ferskum ávöxtum, ávaxtasósum eða karamellusósu. 28 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þríréttað frá Alastair Little ÞÓTT vetur |jg ráði nú ríkj- um á íslandi getur verið gott að ylja sér við minn- ingar um Miðjarðarhafið og hina ljúffengu matargerð þess svæðis. Jonathan Ricketts, yfir- kokkur á Alastair Little Restaurant í Soho í London, er gestakokkur á La Primavera fram í marsbyrjun og féllst hann á að setja saman þriggja rétta máltíð að hætti staðarins. Ein- faldleikinn er i fyrirrúmi, það er ekki verið að ofhlaða með meðlæti og sósum og því er mikilvægt að vanda vel til hráefnisins. Jonathan segir réttina þrjá vera „sígilda Alastair-rétti“, sem chib' SPAGETTÍmeðsmokkfiskog boðið hafi verið upp á um árabil. .Aiastair Little sagði skilið við nou- velle cuisine á fyrri hluta síðasta áratugar. Við einbeitum okkur nú að einföldum, sígildum réttum sem við breytum við og við og aðlögum. Margir réttir hafa verið á matseðl- um okkar í áratug og njóta enn jafn- mikilla vinsælda,“ segir Jonathan. Hann segir þetta einmitt vera þá matargerð sem hann vilji eiga við. Rétt eins og lærimeistarinn Alastair Little sé hann þeirrar skoðunar að ef hráefnið sé gott eigi að leyfa því að njóta sín. „Ef þú ert með góðan smokk- fisk eða gæðakjúkling skaltu ekkert vera að eiga of mikið við hann.“ Smokkfiskrétturinn hef- ur verið reglulega á mat- seðli staðarins frá upphafi en kjúklingabringurnar voru íyrst eldaðar fyrir nokkrum árum. Hann segir að í fyrstu hafi sumir undrað sig á því að ekki væri nein sósa með þeim heldur einungis olía og safinn úr kjötinu. Rétturinn hafi hins vegar fallið í góðan jarðveg og gestir áttað sig á því að engin þörf var á þykkri sósu. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á því í Englandi hversu móttældlegir veitingahúsa- gestir væru fyr- ir kryddnotkun. Fyrir áratug hafi það stuðað marga ef mikið chili var notað í rétti en það liðin tíð. Aukin ferðalög og kynni manna af mat- argerð ríkja t.d. í Asíu hafi gert það að verkum að nú kippi enginn sér upp við smá hita í matnum, líkt og í þeim forrétti sem hér fylgir. Spagettí með smokkfisk og chili 350 g ferskt spagettí 240 g smokkfiskur í fínum strimlum Afhverju stafar grái fiðringurinn? GYLFi ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar að vita eitt- hvað um gráa fiðringinn. Hvenær hann byrjar venjulega hjá mönn- um og hvemig hann lýsir sér. Ég hef verið gift i yfir 30 ár, en að undanfömu hef ég tekið eftir að maðurinn minn er farinn að horfa undarlega mikið á ungar stúlkur og hegða sér einkennilega í návist þeirra, án þess að ég hafi nokkrar sannanir fyrir því að þetta sé eitt- hvað meira. Er þetta eitthvað sem fylgir bara einhvers konar breyt- ingaskeiði hjá karlmönnum? Hversu algengt er þetta og af hveiju stafar þetta? Hvað eiga konur að gera, sem verða varar við svona í fari eiginmanna sinna? Svar: Það er stundum nefnt „grái fiðringurinn" þegar karlmenn á miðjum aldri, oft með áratuga hjónaband að baki, fara að gera hosur sínar grænar fyrir öðm kvenfólki en konunni sinni. Skýr- ingin á þessu háttalagi er gjaman sú, að þeir átti sig allt í einu á því að þeir eru að komast af besta skeiði, gráu háranum fer fjölgandi, og að það sé eins gott að sanna fyr- ir sjálfum sér að þeir séu ekki dauðir úr öllum æðum áður en það verður um seinan. Sumir líta á þetta sem breytingaskeið sam- bærilegt við það sem verður hjá konum á þessum aldri. Sönnu nær er að á þessu ævi- skeiði hafa ýmsar félagslegar breytingar áhrif á hjónabandið, fjölskyldulífið og stöðu makanna sín í milli. Bömin era uppkomin, fjölskyldan hefur komið sér upp íbúð eða húsi, skuldimar era orðn- ar viðráðanlegar og afkoman góð. Oftast hefur karlinn fundið sér bás HGrái fiðringurinn í varanlegu lífsstarfi og það er ekki að neinu sérstöku að keppa. Að hinu leytinu kann honum að hafa mistekist að ná þeim markmiðum sem hann keppti að. Hann stendur á tímamótum. Þetta skapar óró- leika í sálinni, sem getur komið fram í því að hann leitar á ný mið. En það er ekki aðeins eiginmað- urinn sem stendur á þessum kross- götum. Konan er í svipaðri stöðu. Bömin era kannske farin, og fjöl- skyldan og heimilið gera ekki sömu kröfur til hennar og áður. Nú hefur hún „bara“ manninn til að deila með Ijöram. Þetta skapar líka óró- leika í sálinni hjá henni. Hún þarf að takast á við nýtt hlutverk og að því leyti fer líka um hana grár fiðr- ingur. Þótt oftast hafi konur á þessum aldrei unnið utan heimilis til að létta undir með heimilinu, er það oft á þessum tímamótum sem þær leita sér nýrra hugðarefna, fara í nám og skapa sér sjálfstæð- an starfsframa. Þær eignast nýja vini og ný lífsviðhorf sem gera þær sjálfstæðari og óháðari. Þegar hjónin eru komin í þá stöðu að þurfa ekki lengur að ein- beita sér í sameiningu að því að byggja upp fjölskyldu, heimili og efnahag, getur skapast visst tóma- rúm í samlífi þeirra og að þau fjar- lægist hvort annað. Þau uppgötva kannske að þau þekkjast ekki eins vel og þau héldu og að þau hafi þroskast sitt í hvora áttina. Þá er hætta á hliðarsporum af beggja hálfu, þótt oftar sé það karlinn sem hleypur útundan sér, enda hefur honum löngum leyfst meira að þessu leyti en konan. Hjónaskiln- aðir era algengir á þessu skeiði. Þetta tímabil krefst nýrrar aðlög- unar og þá reynir á hornsteina hjónabandsins. I rannsókn á sam- lífi hjóna, sem gerð var hér á landi fyrir nokkram áram, kom fram að mikilvægustu skilyrðin fyrir góðu hjónabandi væru ást, virðing fyrir hvort öðru og trúnaðartraust. Mun veigaminni vora t.d. fallegt heimili, efnahagur, lík áhugamál eða jafn- vel kynlíf. Ef þessir meginþættir era fyrir hendi þegar á reynir og hjónin geta rætt saman af einlægni um það sem máli skiptir, eru góðar líkur á því að þau nái að laga sig að nýjum aðstæðum og skapa sér nýtt og betra hjónaband á síðari hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.