Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 25 Morgunblaðið/Golli Bolla bolla ÞAÐ verða líklega bakaðar bollur á mörgum heimilum í dag eða á morgun, en bolludagurinn er á mánudaginn. Flestir eiga uppskrift að sígildum vatnsdeigsbollum og í gær, föstudag, birtist í Morgunblað- inu uppskrift að hefðbundnum ger- bollum. Þeir sem vilja á hinn bóginn breyta til og baka óhefðbundnar bollur geta t.d. prófað að baka þess- ar kardimommubollur eða ávaxta- bollur. Uppskriftirnar eru fengnar úr Nýjum eftirlætisréttum Nýrra eftirlætisrétta sem Vaka-Helgafell gefur út. Saltkjöt o g baunir HANN Þórarinn Guð- mundsson, matreiðslumeist- ari hjá Veislusmiðjunni, er þegar farinn að undirbúa sprengidag en það er á næsta þriðjudag sem fólk borðar yfir sig af saltkjöti og baunum. „Fyrir mörgum árum tíðkaðist að nota saltpétur við vinnslu salt- kjötsins en saltpétur var síðan bannaður vegna litarefna sem áttu að gera kjötið fallega rautt. í staðinn var farið að nota nítrit saltblöndu við vinnslu kjötvara og þ.á. m. saltkjöts." Þórarinn segist ekki vita til að hægt sé að kaupa nítritsalt í matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu en segir það fást í kaupfélögum úti á landi. „Hér á höfuðborgarsvæðinu kaupir fólk saltkjötið tilbúið en bændur salta gjarnan sitt eigið kjöt.“ - Hvernig bera þeir lesendur sig að sem vilja salta eigið lamba- kjöt? „ Við söltun á fersku eða þiðnuðu kjöti er notaður 14% saltpæk- ill. Vatn er sett í ílát og nítritsaltið hrært út í vatnið. Salt- pækilsmælir mælir pækil- inn síðan upp í 14%.“ Þegar Þór- arinn var að læra matreiðslu voru ekki til saltpækilsmælar. „Þá var notuð sú aðferð að blanda saman grófu salti, saltpétri og köldu vatni. Til að kanna hvort saltmagnið væri í réttum hlutföllum var hrá kartafia sett í vatnið. Ef hún flaut var kjötið sett í löginn. Ef saltmagnið var ekki rétt sökk hráa kartaflan." Hann segir það taka þijá daga Morgunblaðið/Júlíus ÞORARINN Guðmundsson mat- reiðslumeistari hjá Veislu- smiðjunni. að gera gott saltkjöt ef það er þiðið. Ef á hinsvegar að salta frosið lambakjöt er pækillinn hafður 16% þar sem lögurinn þynnist með vatni úr kjötinu þeg- ar það þiðnar. Það tekur einum degi lengur að salta frosið kjöt. Saltkjöt og baunir Þórarinn féllst fúslega á að gefa uppskrift að saltkjöti og baunum. Uppskriftin hentar fjög- urra manna fjölskyldu. 1 kg gular baunir (sem eru búnar að _________liggja í bleyti i sólarhring)__ _____________'A hvítkálshaus____________ _________________1 rófa_________________ _____________4-5 gulrætur_______________ 1/2 laukur eitt búnt af ferskri steinselju _________250 g beikonsneiðar____________ 3 teningar Maggi kjötkraftur (ef þarf) 1 siðubiti______________ 1,5 kg saltkjöt (400 g af saltkjöti á mann með beini) Sjóðið baunir í um klukku- stund og hrærið vel í pottinum af og til svo baunirnar brenni ekki við. Sjóðið beikon og síðubita með baununum. Þegar baunirnar eru orðnar maukaðar setjið þá grænmeti út í, sem búið er að forsjóða. Saltkjötið sjálft þarf um 45 minútna suðu. Smakkið súp- una til og setjið út í hana græn- metissoðið og hluta af saltkjöts- soðinu. Þórarinn segir að það sé alls ekki víst að þurfi að nota kjötkraftinn því salt fáist úr salt- kjötssoði og grænmetissoði. Þeg- ar súpan er tilbúin er ferskri saxaðri steinselju bætt í pottinn. .. ■■■BnHgHHMHMBI Kardimommubollur __________Um 8 dl hveiti_____ 11,8 g þurrger (1 bréf) 3 msk. sykur '/2 tsk. kardimommukrydd ___________1 tsk. salt_______ 2 dl mjólk ___________75 g smjör________ _____________1 egg___________ egg til penslunar Ávaxtabollur sama deig og í kardimommubollum 100 g rúsínur 50 rauð kokkteilber 50 g heslihnetukjarnar bm m m. tmmmmm Glassúr og fylling 100 g flórsykur og 1 msk. vatn _____________eða_________ 50 g súkkulaði Sama aðferð á hér við um kar- dimommu- og ávaxtabollur. Blandið hluta af hveiti, þurrgeri, sykri, kar- dimommukryddi og salti í skál. Velgið mjóMna og setjið smjörið út í (það þarf ekki að bráðna alveg), hafið um 40°C heitt og hellið út í hveitiblönduna. Setjið eggið út í og hrærið vel. Ef verið er að baka ávaxtabollurnar er rúsínum, söxuð- um kokkteilberjum og söxuðum heslihnetum bætt í deigið. Bætið við hveiti og hnoðið. Setjið deigið í skál og breiðið plastfilmu yfir og látið það hefast á volgum stað í 30 mínútur. Mótið 12 bollur, raðið þeim á bök- unarpappír og látið hefast í tíu mínút- ur. Penslið með léttþeyttu eggi og bakið í 200°C heitum ofni í 12 mínút- ui'. Kælið bollumar og skerið í tvennt. Glassúr og fyiling: Vætið í flórsykrinum með vatni. Bræðið súkkulaðið. Smyrjið glassúr eða súkkulaði á bollurnar. Fyllið þær með þeyttum rjóma. Tilboð Jau.-sun. ffcb 1 filefni konudagsins býður Hagkaup vinsœlusfu dömuilmvötnin á iœgra verði en í Fríhöfninni. x* m«mqi > CooiwafwerWoman 50ml 2*3r5rkr. T5?Okr. 2.650 kr. 1 » Jean Paul Gaulfier 50ml 4.C25 kr. 3.390 kr. 3.400 kr. 1 > CKOnelOO ml 3,639‘kr. 2.590 kr. 2.650 kr. » CK be edf ÍOO ml 2^659kr. 2.Ö90 kr. 2.700 kr. > Diesel 75 ml SrGra kr. 1.795 kr. 1.810 kr. ► All abouf Ive edp 40 ml 2t3r9~kr. 1.945 kr. 1.990 kr. » 212 Caroiina Herrera 30ml 2c345rkr. 1.945 kr. 1.990 kr. » Lancomé Tresor 50ml Z,5?9kr. 2.Ö90 kr. 2.760 kr. > Scarf Taomina 30ml LP55 kr. 1.Ó90 kr. 1.740 kr. > Tommy Girl 50 ml 2^535-kr. 1.790 kr. 1.820 kr. i > Efemify 50 mi 4.5Ó5 kr. 3.290 kr. 3.390 kr. p Paloma Picasso 20ml kr. 1.785 kr. 1.790 kr. ♦Samkvœmt verblista Fnhafnarinnar. Gildir laugardag og sunnudag 21. og 22. febrúar. Afh. Tilbo&in eru einungis f snyrfivöruverslunum Hagkaups í Kringiunni, Skcifunni og Akureyri. - furirflcilshflduHa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.