Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 23 ERLENT Reuters FÁTÆKIR Indónesar hópast að flutningabíl til þess að kaupa ódýran mat í Kadipaten á vesturhluta Jövu. Orlög efnahags Indó- nesíu í höndum G7 Dúman staðfestir sáttmála DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, staðfesti í gær með miklum meirihluta at- kvæða mannréttindasáttmála Evrópu. Rússar skrifuðu und- ir hann fyrir tveim árum þeg- ar þeir gerðust aðilar að Evr- ópuráðinu. Kommúnistar og þjóðernissinnar eru í meiri- hluta í Dúmunni og höfðu far- ið sér hægt með að staðfesta sáttmálann. Stuðningsmenn hans vöruðu hins vegar við því að ef það yrði ekki gert væri aðild Rússlands að Evrópu- ráðinu í hættu. Þegar upp var staðið var sáttmálinn staðfest- ur með 294 atkvæðum gegn 11. Hnífjafnt í Þýskalandi KRISTILEGIR demóki-atar (CDU), flokkur Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, og Sósíaldemókrataflokkurinn (SPD) eru hnífjafnir að fylgi samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana er birtar voru í gær. Báðir flokkarnir hlutu 37% fylgi. Kosningar fara fram í Þýskalandi 27. septem- ber nk. Væntanlegur sam- starfsflokkur SPD, flokkur umhverfissinna, hefur sam- kvæmt könnuninni 12% en núverandi samstarfsflokkur CDU, Frjálsi demókrata- flokkurinn (FDP), fimm af hundraði. Verði úrslit kosn- inganna samkvæmt þessu fengju SPD og umhverfissinn- ar meirihluta á þingi. 190 deyja daglega 190 manns að meðaltali bíða bana á hverjum degi í um- ferðaslysum í Kína, að þvi er kínverska ríkisútvarpið gi-eindi frá í gær. Um 30 þús- und létust og 190 þúsund slös- uðust í 300 þúsund umferðar- slysum á síðast ári. Útvarpið greindi ekki frá samanburði við fyrri ár. Singapore, Jakarta. Reuters. ÖRLÖG efnahags Indónesíu og ná- grannaríkjanna eru nú í höndum fjármálaráðherra og seðiabanka- stjóra sjö helstu iðnríkja heims (G7) sem koma saman til fundar nú um helgina. Gjaldmiðlar Suðaustur-As- íuríkja voru að mestu stöðugir á mörkuðum fyrir helgina þar eð skorður voru settar á Bandaríkja- dollar í von um að G7 muni tilkynna um sameiginlegar aðgerðir til að- stoðar asískum gjaldmiðlum. Það jók á bjartsýni manna að fregnir bárust af því frá Japan að G7 myndu hlutast til um að indónesísku rúpíunni yrði komið til bjargar að undirlagi Japana. Þess er ennfremur vænst að í lokasam- þykkt G7 fundarins verði gerð grein íýrir fleiri möguleikum á að stöðva hrun gengis rúpíunnar án þess að grípa þurfi til gengisbindingar með því að koma á myntráði, svo sem indónesísk stjórnvöld hafa nú í hyggju. Reuters hefur eftir miðlara við evrópskan banka í Singapore að ef G7 geri þetta ekki og efnahagur Indónesíu hrynji leiði það til óstöð- ugleika í Asíu sem geti skapað al- varlega hættu á alheimskreppu. Þegar efnahagskreppa skall á í Indónesíu í júlí var gengi rúpíunnar skráð á um 2.400 Bandaríkjadali en hefur síðan hrunið og varð lægst í síðasta mánuði, um 17.000 dalir. Gengi rúpíunnar á mörkuðum í Jakarta var um 9.000 dalir í gær. Suharto Indónesíuforseti hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum að festa gengi rúpíunnar við 5.000-5.500 dali með því að koma á svonefndu gengisráði. Fréttaskýrendur segja þetta gengi líklegast vegna þess að á því teldust flest indónesísk fyrirtæki a.m.k. eiga fyrir skuldum og hægt yrði að byrja að greiða niður þá 74 milljarða dollara (um 5.200 millj- ai'ða ísl kr.) sem einkafyrirtæki í landinu skulda. Hefur þessi áætlun sætt harðri gagnrýni víða um heim, m.a. frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), sem hefur hótað að hætta við umfangs- mikla fjárhagsaðstoð við Indónesíu geri Suharto alvöru úr fyrirætlun sinni. Theo Waigel, fjármálaráð- herra Þýskalands, sagði í fyrradag að Suharto hefði heitið sér því að hann myndi endurskoða áætlunina. Þessi orð forsetans hafa ekki fengist staðfest af indónesískum embættismönnum, og enn er með öllu óljóst hvað úr verður. Fregnir bárust af óeirðum í Austur- Indónesíu, þar sem þúsundir manna, þ.á m. námsfólk og sjó- menn, mótmæltu hækkandi vöru- verði með því að grýta verslanir og skrifstofur. A vesturhluta Jövu reyndu kín- verskir verslanaeigendur að afstýra tjóni með því að selja vörm- á af- slætti fátæku fólki sem efndi til óeirða fyrr í vikunni og létu óá- nægju sína fyrst og fremst bitna á verslunum í eigu Kínverja. I borg- unum Jakarta og Surabaya gáfu fyrirtæki Kínverja matvörur til fá- tækra.Indónesar af kínversku bergi brotnir eru um þrjú prósent af þeim 200 milljónum manna sem búa í landinu en ráða mestum hluta kaup- sýslugeirans. Þeir hafa löngum orð- ið skotspónn óeirða þegar hart er í ári. Kristileg karlasamtök í fjárþröng Los Angeles. The Daily Telegraph. KRISTILEGU karlasamtökin „Promise Keepers“ í Bandaríkjun- um, sem fengið hafa milljónir manna á útifundi, eiga í fjárhagskröggum. Hefur öllum 345 starfsmönnum þein-a verið sagt upp. Samtökin, sem hafa aðalstöðvar sínar í Denver í Colorado, ætla á næstunni að reiða sig á 20.000 sjálf- boðaliða að því er fram kom hjá Bill McCartney, stofnanda og aðalfram- kvæmdastjóra þeirra, er hann sagði starfsfólkinu frá því hvemig komið væri. Kvaðst hann vera miður sín út af þessu en þó um leið fullur vonar og bjartsýni. McCartney sagði, að frá þvi í októ- ber þegar hætt var að krefjast að- gangseyris að útifundum, allt að 3.000 ísl. kr., hefðu tekjur „Promise Keepers“ minnkað um 72%. Síðan hefur verið reynt að reka samtökin með frjálsum framlögum en þau hafa hvergi nærri hrokkið tO. Strax í haust var starfsfólkinu fækkað en í nóvembér sagði McCartney, að ekki kæmi til frekari uppsagna. A þessu ári hafa samtökin skipu- lagt 19 útifundi og er vonast til, að sveitarfélög og aðrir velunnarar leggi eitthvað af mörkum til að þá megi halda. LAND ROVER ER MÆTTUR TIL STARFA - stærrí og sterkarí Land Rover Defender 130 "Double Cab" er enginn venjulegur Hann er sterkbyggður og öflugur jeppi sem nýtist til allra verka. Hann er byggður á grind og heilli framhásingu og hefur bæði mikla burðargetu (1.430 kg.) og dráttargetu (3.500 kg.). Pallurinn er 171 sm. svo þetta er kjörinn vsk-bíll án lengingar. Hann er einnig á hagstæðu verði: Aðeins 2.361.000 kr. án vsk. B&L Suöurlandsbraut 14 Sími 575 1200 Söludeild 575 1210 Fax 588 1205 bl@bl.is, www.bl.is Komdu °9prófaðu HfÉ |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.