Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR'21. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐID
f
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Gagngerar breytingar á Laugavegi
Kaupmenn sáttir
Fjör á hátíð
unglinga í
Firðinum
BARNA- og unglingaQöld tók
þátt í grunnskólahátíð í Hafn-
arfirði síðastliðinn fimmtudag.
Að deginum var haldin sameig-
inleg skemmtidagskrá þar sem
flutt voru meðal annars tónlist-
ar- og leikverk eftir nemendur
á öllum stigum. Um kvöldið var
dansleikur fyrir unglinga í
íþróttahúsinu við Víðistaða-
skóla. Þar lék meðal annarra
hljómsveitin Woofer sem hér
sést.
GUÐJÓN Hilmarsson, kaupmaður í
íþróttavöruversluninni Spörtu, og
talsmaður kaupmanna á Laugavegin-
um, segir að fyrirhugaðar breytingar
á Laugavegi leggist vel í kaupmenn í
ljósi þess að tryggt hefur verið að að-
gengi að verslunum verði gott.
Smíðaðar hafi verið sérstakar brýr
sem auðveldi viðskiptavinum að kom-
ast inn í verslanimar og auk þess
verði framkvæmdum hagað á þann
veg að þær valdi sem minnstri rösk-
un.
Guðjón segir að ráðist sé í breyt-
ingarnar að frumkvæði kaupmanna á
Laugavegi. Þeir séu ánægðir með að
nú eigi loks að hefjast handa í næstu
viku.
Hann segir að staðið verði nvjög fag-
lega að framkvæmdunum og þær unn-
ar í áfóngum. Fyrst verði unnið öðrum
megin götunnar á kaflanum milli
Frakkastígs og Vitastígs, Vitastígs og
Barónsstígs og loks hinum megin göf>
unnar. Ellefu ár eru síðan kaflinn frá
Frakkastíg að Skólavörðustíg var tek-
inn í notkun eftir svipaðar breytingar.
,Auðvitað verður röskun en það
verður að koma í Ijós hvort hún hafi
áhrif á viðskiptin. Eg er ekki viss um
að það gerist verði staðið við fyrir-
heit um gott aðgengi,“ segir Guðjón.
Borgarstjóri um tilmæli ráðherra
Miklubraut er
stofnbraut og
ríkið eigandi
„MÉR finnst menn vera að kasta
grjóti úr glerhúsi," sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
„Miklabraut er stofnbraut og þar af
leiðandi er ríkið eigandi og viðhald-
ari vegarins.“ En umhverfisráðherra
hefur beint því til borgaryfirvalda að
þau hlutist til um án tafar að draga úr
óþægindum íbúa við neðanverða
Miklubraut sem rekja megi til mikill-
ar umferðar við götuna. Tekið er
fram að aðgerðimar skuli miðast við
að draga úr óþægindum íbúa þai- til
endanlegar úrbætur hafa verið gerðar.
Borgarstjóri bendir á að annað ár-
ið í röð hafi á fjárhagsáætlun borgar-
innar verið samþykkt að leggja til
styrk til íbúðaeigenda, sem búa við
götur í borginni, þar sem umferðar-
hávaðinn sé mikill. „Við höfum séð
það þannig fyrir okkur að borgin
greiði þriðjung kostnaðar, rikið
þriðjung og húseigandinn þriðjung,“
sagði Ingibjörg Sólrún. „Við höfum
þvi farið fram á það við ríkið að það
setji sambærilega upphæð inn á
vegaáætlun til þess að taka þátt í
þessu með borginni en það hefur
ekki verið viðurkennt ennþá.“
Ingibjörg sagði að einnig hefði
verið rætt um að setja Miklubraut í
stokk en þær framkvæmdir þyrfti
einnig að ræða um við ríkið vegna
kostnaðarins. „Ríkið verður að taka
þátt í þeirri framkvæmd," sagði hún.
Enn hafa því engar ákvarðanir verið
teknar um stokk fyrir Miklubrau't en
borgarstjóri sagði að samkvæmt
vegaáætlun væri gert ráð fyrir ár-
legu framlagi frá 1998 til 2002 til
framkvæmda við Miklubraut frá
Skeiðarvogi að Snorrabraut. Gert
væri ráð fyrir 170 millj. árið 1998, 20
millj. árið 1999, 96 millj. árið 2000,
230 millj. árið 2001 og 360 millj. árið
2002.
100 umsóknir
um styrki
Samkvæmt upplýsingum Stefáns
Hermannssonar borgai’verkfræð-
ings bárust rúmlega 100 umsóknir
um styrki vegna umferðarhávaða
þegar þeir voru auglýstir sl. haust og
þar af voru afgreiddar 30 umsóknir.
Tveir hafa þegar lokið við sínar úr-
bætur en aðrir munu sennilega ljúka
þeim með vorinu þegar betur viðrar
til að skipta um glugga. Á síðasta ári
var gert ráð fyrir 20 millj. og 30
millj. eru á þessu ári til styrkjanna
en undir sama lið eru einnig hljóð-
manir, sem reistar eru vegna um-
ferðarhávaða. Sagði borgarverk-
fræðingur að í mars yrði auglýst eft-
ir nýjum umsóknum.
Borgarverkfæðingui’ bendir á að
íbúinn sem mest hefur kvartað
vegna hávaða við Miklubraut hafi
ekki sótt um styrk til endurbóta á
íbúð sinni. Auk þess búi hann í ná-
grenni við Hringbraut, þjóðveg í
eigu ríkisins sem samið hafi verið um
að ríkið kostaði tilfærslu á en ekkert
fé hafi fengist til þeirra fram-
kvæmda úr ríkissjóði.
Þetta er eitt-
hvað annað!
TðlVLlST
íslenska ðperan
ÁSTARDRYKKURINN
eftir Donizetti. 5. sýning.
Föstudaginn 20. febrúar.
ÞAÐ hafa orðið mannaskipti í Ást-
ardrykknum og við hlutverki
Nemorinos tekið breski söngvarinn
Justin Lavender. Hann hefur sungið
á Scala, við Vínaróperuna og í
Covent Garden.
Lavender hefur ekki mikla rödd,
en nokkuð góða á efra sviðinu og
gerði hlutverkinu í heild góð skil.
Þau atriði þar sem Nemorino kemur
mest við sögu er upphafsarían og
ástarjátning hans til Ádinu.
Samleikur Lavenders og Bergþórs
(Dulcamara) var mjög sannfærandi
og allt vesenið með ástardrykkinn og
sömuleiðis lokaatriðið með Ádinu.
Justin Lavender
í heild var sýningin svipuð og
frumsýningin, fjörug og leikandi
undir stjórn Robins Stabletons.
í tiiefni bolludagsins bjóðum við
rjúkandi kaffi og rjómabollur með ekta rjóma
á aðeins 90 kr. föstudag, laugardag,
sunnudag og mánudag. Verði ykkur að góðu.
Veit ingn ntaöur
LEIKLIST
Smíðaverkstatði
Þjóðlei kltússins
POPPKORN
Höfundur: Ben Elton. Þýðandi: Illugi
Jökulsson. Leikstjórn: Guðjón Peter-
sen. Leikmynd og búningar: Elín
Edda Árnadóttir. Lýsing: Jóhann
Bjarni Pálmason. Leikarar: Arnar
Jónsson, Halldór Gylfason, Iljálmar
Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Mar-
grét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir og Vigdís
Gunnarsdöttir.
Föstudagur 20. febrúar.
BEN ELTON sækir efnivið í um-
ræðu í fjölmiðlum um morð-
ótt par er vísaði í kvikmynd-
ina „Natural Born Killers"
(Oliver Stone 1994) sem
áhrifayald til ódæðisverk-
anna í málsvörn sinni. Ekki
er þetta nýtt af nálinni, um-
ræðan um samband milli of-
beldisverka og kvikmynda
sem þykja upphefja glæpi
hefur staðið í nokkra ára-
tugi, a.m.k. frá því að „In
Cold Blood“ (1967) gerð eftir
bók Trumans Capotes (1966)
og „A Clockwork Orange"
(1971) gerð eftir bók Ant-
honys Burgess (1962) sáust
fyrst á hvíta tjaldinu. Þessi
verk fjalla um ofbeldisverk
og sjá má áhrif þeirra
beggja í Poppkomi. Einnig
má greinilega sjá merki
morðs Charles Mansons á
Sharon Tate, eiginkonu
kvikmyndaleikstj órans
Romans Polanskis.
Poppkorn er innlegg í
þessa umræðu samkvæmt
orðskviðnum „líkur sækir
líkan heim“. Hún lýsir á
öfgafullan hátt nútímalífi í
Hollywood, þar sem fólk lifir
og hrærist í kvikmyndaiðn-
aðinum og allar fyrirmyndir fólks
eru komnar beint úr kvikmyndum.
Morð
Verkið er harðsoðin háðsádeila á
þessa menningu og það fer ekki á
milli mála, þrátt fyrir fjölmörg orð
um ábyrgð, hvar höfundur stendur
í umræðunni um ofbeldi í kvik-
myndum og sjónvarpi.
Vandamálið er að erfitt er að
fjalla um þetta efni án þess að falla
í sömu gryfjuna og gagnrýnd er,
þ.e. skapa ofbeldisfullt verk sem
breytir viðbjóðnum í skemmtiefni.
Persónumar eru yfirborðskenndir
Kalifomíubúar og hætt við að þeir
með því að leita skjóls í hlátrinum.
Höfundurinn sjálfur leitar vars í
skopi, sérstaklega þegar hann slær
örlögum persónanna upp í grín á
sjónvarpsskjánum eftir uppklapp
sem veldur algjöru spennufalli og
er á skjön við áhrifamikinn endinn.
Sviðsetningin er sérstaklega vel
heppnuð. Það drjúpa af sviðsmynd-
inni ríkidæmi og stíll. Búningarnir
ná að lýsa andstæðum ríkra og fá-
tækra í Bandaríkjunum fullkom-
lega og lýsingin mótvægi milli
sterks sólskins Suður-Kaliforníu
og hálfrökkurs innandyra. Þýðing-
in er þjál og nær að flytja tungu-
takið á léttfríkað eðlilegt nútíma-
mál, sem er afrek.
Leikritið prý'ða mörg stórhlut-
verk og er leikurinn í einu orði sagt
stórkostlegur. Olafía
Hrönn er óhugnanlega
sannfærandi. Hjálmar er
betri en nokkru sinni sem
hinn siðblindi morðingi.
Vigdís Gunnarsdóttir nær
ótrúlegum tökum á hlut-
verki fímmtán ára stjörnu-
bams. Margrét á stórleik
sem hið ljóshærða og
bosmamikla smástirni.
Arnar Jónsson leikur sér
að því að skapa skemmti-
lega en samt sennilega
týpu sem umboðsmaður-
inn. Ragnheiður er einstök
sem hin útlifaða leikstjóra-
frú og Pálmi er kraftmikill
og mjög sannfærandi sem
kvikmyndaleikstjórinn þó
að aðeins of mikil áhersla
sé lögð á spaugilegu hlið-
ina. Ingrid Jónsdóttir
skapaði athyglisverða per-
sónu í litlu hlutverki hljóð-
manns og Halldór Gylfason
sómdi sér vel sem mynda-
tökumaður.
Leikstjórnin er útsjón-
arsöm og snjöll uppsetning
á athyglisverðu verki gerir
þetta eina af áhrifamestu
sýningum sem undimtað-
ur hefur séð.
Sveinn Haraldsson
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
PÁLMI Gestsson og Margrét Vilhjálmsdóttir í
hlutverkum sínum.
vinni ekki samúð áhorfenda heldur
firri þeir sig því að taka afstöðu
s
B
5
i
»
i
»
t
i
»1
:
i
»
f