Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR I’M coming Lýsing þjóðvegarins yfír Hellisheiði Ekki í skoðun hjá Vegagerðinni HUGMYNDIN um að lýsa upp veginn yfir Hellisheiði hefur aldrei komið til skoðunar hjá vegagerð- inni „af nokkurri alvöru“, að sögn Gunnars Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Vegagerðarinnar. Gunnar sagðist minnast þess að þingsályktunartillaga hefði verið flutt um lýsingu Hellisheiðar fyrir nokkrum árum en hún hefði ekki verið afgreidd og málið því ekki verið tekið til ítarlegrar skoðunar. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, skrifað samgönguráðherra og bæjarstjórn Selfoss bréf þar sem hún býður fram einhvers konar þátttöku Raf- magnsveitu Reykjavíkur í því að lýsa upp veginn yfir heiðina. Veltur á því hvemig vegafé verður varið Gunnar sagði að ákvörðun um framkvæmd málsins velti væntan- lega fyrst og fremst á því að þing- menn Suðurlandskjördæmis ákveði að verja vegafé kjördæmisins í þetta verkefni. Hann segist telja að sjálfsagt séu skiptar skoðanir á því hvar þetta verkefni eigi heima í forgangsröð vegamála en hins veg- ar sé málið hvorki flókið né erfitt í framkvæmd ef ákvörðun væri tek- in. Gunnar sagði að hins vegar hefði Vegagerðin ekki fengið upplýsing- ar um þetta tilboð borgarinnar og hvað fælist í því. 'h Hilmir Snær Guðnason Menningarverðlaun DV í leiklist 1997 11 Fyrir einstakan leik í Hamlet og Listaverkinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Fyrirlestrar Sjávarútvegsstofnunar Sfldin veður og sfldin kveður Jakob Jakobsson JAKOB Jakobsson, for- stjóri Hafrannsókna- stofnunar, heldur fyr- iriestur um eftirlætisvið- fangsefni sitt, síldina, í sal 4 í Háskólabíói í dag klukkan 13.15. Fyrirlesturinn er ætlaður almenningi og er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Sjávarútvegsstofnun Háskólans gengst íyrir á næstu vikum í tilefni af ári hafsins. - Hvað ætlar þú að fjalla um? „Ég ætla að gera grein fyrir náttúrueðli síldarinn- ar, það er hvemig hún veð- ur og kveður sitt á hvað, og hvers vegna það orð hefur komist á hana í aldanna rás að hún sé ótrygglynd og erfið viðureignar. Meining- in er að taka sem dæmi ýmis síld- veiðitímabil í norðanverðu Atl- antshafi. Sum komu upp íyrir nærri þúsund ámm, stóðu mjög hátt í nokkra áratugi eða nokkur hundrað ár en döluðu síðan og liðu undir lok. Ég mun ræða ein- kenni síldarinnar vítt og breitt og hve mikla þýðingu hún hefur haft fyrr á öldum í tengslum við ríki- dæmi þjóða og kaupstaðamyndun. Kaupmannhöfn er íyrrverandi síldarbær svo dæmi sé tekið.“ - Hvaða þjóðir koma við sögu í umfjöllun þinni? „Ég mun til dæmis gera að umtalsefni miklar síldveiðar Dana við Skán á 11. öld til 14. aldar. Síðan verður rætt um langvarandi veiðar Hollendinga í Norðursjó á 13. öld sem höfðu af- gerandi áhrif á ríkidæmi þeirra á þeim tíma. Farið verður yfir sfld- artímabilin við Noreg og vitnað í Egilssögu og Heimskringlu í því sambandi. Eins fjalla ég um sfld- veiðitímabilin við vesturströnd Svíþjóðar en þessi tímabil hafa skipst nokkuð á. Svo mun ég enda á sfldveiðitímabilinu við ís- land.“ - Hvar í heiminum veiðist síld- in helst? „Það era sfldarstofnar í Atl- antshafi og innhöfum þess og Kyrrahafi en síldin er eingöngu á norðurhveli jarðar. Suðurmörkin í Evrópu era við Biskaja-flóa og norðarlega við Austurströnd Bandaríkjanna. Við Vesturströnd Bandaríkjanna í Kyrrahafi nær sfldin lengst suður undir San Francisco og rétt suður undir Hokkaido við Japan. Helstu heimkynni sfldarinnar eru hins vegar við vesturströnd Evrópu, þar era stærstu stofnanir og veiðin mest. Norsk-ís- lenski stofninn er tal- inn einna stærstur og hefur oft verið um tíu milljónir tonna. Norðursjávar- stofninn hefur verið nokkrar milljónir tonna, kannski þrjár þegar best hefur látið. Þetta era tveir stærstu stofnarnir." - Hvað segja elstu heimildir um síldveiðar? „Elstu heimildir um sfldveiðar hafa fundist í uppgreftri á mann- vistarleifum frá steinaldartíma. Fundist hafa leifar sfldarbeina við strendur Danmerkur og Evr- ópu. Sennilega hafa menn verið með framstæð net til veiðanna." - Hvenær hófu Islendingar síldveiðar? „Sfldveiðar vora ekki stundað- ar sem atvinnugrein við ísland fyrr en upp úr 1890 en Norð- menn hafa veitt hana frá örófi alda.“ - Eiga Norðmenn þá ekki bara ► Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar fæddist í Neskaupstað árið 1941. Hann lauk stúdentsprófí frá MR árið 1952 og BS-prófi í fiskifræði og stærðfræði frá Giasgow-háskóla árið 1956. Sama ár hóf hann störf hjá Hafrannsóknastofnun og hefur stýrt stoftiuninni frá 1984. Jakob hefur verið virkur á alþjóðavettvangi á sínu sviði, hefur átt sæti í Norðaustur-Atl- antshafsfískveiðineftidinni og var ennfremur forseti Alþjóða- hafrannsóknaráðsins frá 1988- 1991. Hann var skipaður prófess- or við Háskóla íslands árið 1994. Jakob er kvæntur Margréti E. Jónsdóttur fréttamanni. síldina, með tilliti til veiði- reynslu? „Það má kannski segja það ef horft er til miðalda. En sfldin var í fjörðum og flóum Norðanlands allan fyrri hluta þessarar aldar, þar til hún hvarf. Síðasta stóra árið hér var 1966.“ - Hverjir eru helstu eiginleikar síldarinnar? „Hún er oft í feikilegum torf- um og stundum mjög auðveidd. Á öðram tímum leynir hún á sér, dreifist og jafnvel hnignar stór- um sfldarstofnum þannig að veið- ar falla alveg niður. Þeir eigin- leikar síldarinnar að ganga stundum í stóram torfum og að hún skuli þá vera svona auðveidd gefur mönnum mikla gróðavon sem síðan bregst. Þess vegna er sfldin svona spennandi umfjöllun- arefni.“ - Hvað ræður þessari óút- reiknanlegu hegðun? „Við því er ekkert einhlítt svar. Ég held að það sé mjög mis- jafnt frá einum stofixi til annars og skýring- amar eftir því.“ - Er síldin skemmtilegasta físktegundin að þínu mati? „Alveg tvímælalaust." - Lumar þú á nýjum uppiýs- ingum í þessum fyrirlestri? „Það væra þá kannski fyrst og fremst hugmyndir mínar um sfld- artímabilin við Noreg og Svíþjóð. Þær era öðravísi miðað við það sem skrifað hefur verið um þetta tímabil áður.“ - Hvenær vaknaði áhugi þinn á síidinni? „Ég hef haft hann frá blautu bamsbeini þótt ég hafi fyrst og fremst verið alinn upp við þorsk- veiðar. Ég byrjaði tvítugur að merkja sfld fyrir Áma Friðriks- son og merkti um það bil hundr- að þúsund sfldir fyrir hann. Ætli örlög mín hafi ekki verið ráðin þá.“ „Síldin er skemmti- legasta fisk- tegundin“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.