Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 19 Virgin vísar fréttum um tap á bug London. Reuters. VIRGIN GROUP, fyrirtæki brezka athafnamannsins Richards Bransons, vísar á bug fréttum um að það sé rekið með tapi upp á tug- milljónir punda og heldur því fram að það standi traustum fótum fjár- hagslega sem fyrr. Tímaritið Economist heldur því fram að flugfélag og ferðaþjónusta fyrirtækisins séu einu deiidir þess sem skili hagnaði og að allar aðrar deildir séu reknar með tapi sam- kvæmt síðustu reikningum. Talsmenn fyrirtækisins vísuðu á bug ásökunum um að fyrirtækið stæði höllum fæti. Þeir sögðu að ekki mætti dæma Virgin Group á sömu forsendum og hlutafélög. Fyrirtækið stefndi ekki endilega að skyndigróða og reyndi að koma sér upp vörumerkjum, sem hægt væri að fjárfesta í og gera gróður- vænleg. 37 milljóna punda tap Samkvæmt frétt Economist nam tap fyrirtækja að öllu eða að hluta til í eigu Virgin 37,5 milljónum punda á síðasta fjárhagsári. Tímaritið komst að þessari nið- urstöðu eftir nákvæma rannsókn á fyrirtækjum Bransons, sem skipt- ast í meira en 200 deildir með sölu upp á 850 milljónir punda. Economist hermir að ferðaþjón- usta Bransons hafi skilað 67,5 milljóna punda hagnaði. Kunnustu fyrirtæki Bransons voru meðal þeirra sem voru rekin með mestu tapi. Fjármálaþjónustan Virgin Direct mun hafa tapað 19,7 milljón- um punda. Virgin Cola, sem reyndi að keppa við risana Coke og Pepsi, tapaði 2,3 milljónum punda í fyrra samkvæmt fréttinni. Tvö jámbrautarfyrirtæki Virgin, West Coast Trains og Cross Country Trains, töpuðu 11,2 millj- ónum og 6,9 milljónum punda að sögn blaðsins. Að sögn Economist hefur Bran- son, sem hefur fengið brennandi áhuga á loftbelgjum, lagt mikið í sölumar í viðskiptum sínum og einkalífi. Innganga hans á markað jámbrautaþjónustu er kölluð „mesta áhættan til þessa“. Virgin flugfélagið selt? Talsmaður Virgin neitar því sem gefið er í skyn í fréttinni, að Bran- son kunni að selja Virgin Atlants- hafsflugfélagið að öllu leyti eða að | hluta til að fjármagna mikilvægan járabrautarekstur sinn. „Á þessu stigi er engin ástæða til að selja nokkuð,“ sagði talsmaður- inn. „Það hlálega er að Virgin Atl- antic - djásnið í kórónu okkar - var eitt sinn talin langmesta áhætta okkar. Við gáfum út hljómplötur áður en við fómm út í flugrekstur og nú gengur hann ágætlega.“ ---------------------- Þjóðverjar uppfylla EMU-skilyrði Frankfurt. Rcuters. ÞJOÐVERJAR hafa fuilnægt nauðsynlegum skilyrðum um halla á ríkisfjárlögum til að fá inngöngu í myntbandalag Evrópu, EMU, að sögn þýzka tímaritsins Focus. Tímaritið segir að ríkishalli verði heldur minni en 3% af vergri lands- framleiðslu (GDP), sem kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum, að sögn sérfræðinga ríkisstjómarinn- ar. Töluraar verða birtar 27. febrú- ar. > Focus segir einnig að hagvöxtur í Þýzkalandi hafi verið minni en búizt hafi verið við í fyrra, eða 2,3% Þýzka stjómin hafði spáð 2,5% hagvexti. Finnar fjalla um EMU aðild Helsinki. Reuters. FINNSKA stjómin hefur formlega ákveðið að fara fram á samþykki þingsins við aðild Finna að efnahags- og myntbandalaginu, EMU, frá fyr- irhugaðri stoftiun þess í janúar 1999. Stjómin mun leggja ákvörðunina fyrir þingið sem viljayfirlýsingu og nægir einfaldur meirihluti til að fá hana samþykkta. Umræður á þingi um frumvarpið hefjast í næstu viku og atkvæðagreiðsla á að fara fram 17. apríl. Samsteypustjóm Paavo Lipponens forsætisráðherra hefur ömggan þingmeirihluta og allir stjómarflokkamir fimm hafa lýst yf- ir fylgi við inngöngu í EMU. Stjómin ítrekaði þá skoðun sína að aðild að sameiginlegum gjaldmiðli yrði Finnurn til góðs. „Sameiginlegur gjaldmiðill er bezta tækifærið, sem Finnar geta fengið til að hafa áhrif á efnahags- skilyrðin hér á landi og í allri Evr- ópu,“ sagði stjómin í yfirlýsingu. Talið er að Finnar muni eiga auð- velt með að uppfylla skilyrði fyrir að- ild. FREMST í SÍNUM FLOKKI Renault Laguna fékk hæstu einkunn í sínum flokki í úttekt hins virta þýska bílablaðs Auto Bild Renault Laguna er heillandi bifreið sem fTestir falla fyrir sem prófa. Hún er eiöstaklega mjúk'og meðfæriteg í akstri; afgerandi rásföst og kraftmikil. Mikill naður, $em er oftast aukabípíaður í öðrurn og mun dýrar bifreiðum, er staðalbúnaður í LagunayRenayft Laguna jr straumlínulajgaðuj- og sportlegur fyölskyldubíll og sem ■ og sparheytihn. Það kom oi kur hjá B&L auðvitað i á óvart að í ítarlegri heildarúttekt Auto Bild hafði Laguna betur gegn . lielstu keppinautunum í sama flokki: Mazda, Nissan, Opel og Toyota. STIGA TAFLA Igl YFIRBYGGING / INNRA RÝMI 35 35 35 37 34 Pliss 7 6 6 8 8 Skottrými / hleðsla 7 7 7 7 8 Frágangur 7 7 7 8 6 Saeti að framan / aftan 7 8 7 7 6 Útsýni / þaegindi 7 7 8 7 6 VÉL / SKIPTING 32 34 30 32 29 Aksturseiginleikar 6 7 4 6 5 Vélareiginleikar 6 7 6 7 5 Skipting 7 7 6 7 6 Eyðsía 8 7 8 7 8 Hávaði 5 6 6 5 5 AKSTURSBÚNAÐUR 28 30 30 33 28 Viðbrögð f beygjum 6 7 7 7 5 Fjöðrun 7 5 7 8 6 Rásfesta 7 7 7 7 6 Snúningsradius 5 6 5 6 5 Hemlabúnaður 3 5 4 5 6 KOSTNAÐUR 30 29 33 32 31 Verð 5 5 4 5 6 Útbúnaður / öryggi 9 7 9 8 7 Skattar / tryggingar 4 4 7 6 6 Viðhald 6 7 6 6 6 Endursala 6 6 7 7 6 Samtats stig 125 128 128 134 122 ESI3 / Staðalbúnaður: 2,0 l véL Vökva- og veltistýri. Geislaspilari og útvarp - fjarstýrt úf stýri. 6 hátalarar. Sjálfvirk inniljós með dimmer. Útihitamælir. Rúðuþurrka að aftan. Samlitir stuðarar. Fjarstýrðar samlæsingar. 2 liknarbelgir. Öryggisbeltastrekkjarar með dempurum, titað gler. 4 hauspúðar. Velúr áklæði. SkutbfU: Innbyggt niðurfellanlegt barnasæti. 5 hauspúðar. Skíðabogar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.