Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 1
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
59. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR12. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Poul Nyrup Rasmussen og jafnaðarmenn unnu óvæntan sigur í þingkosningunum í Danmörku
Líklegt að
ríkisstjórnin
haldi velli
Kristiánsoorgarhöíl, Kaupinannahöfn. Morgimbláðið.
RÍKISSTJÓRN Poul Nyrup
Rasmussens, forsætisráðherra Dan-
merkur, hélt óvænt velli í þingkosn-
ingunum í gær þvert ofan í spár um
sigur borgaraflokkanna. Er meiri-
hluti hennar raunar aðeins eitt þing-
sæti, 88 á móti 87, en Rasmussen
getur þó unað sínum hlut vel því að
jafnaðarmenn bættu við sig einu
þingsæti í stað þess að tapa
nokkrum eins og spáð hafði verið.
Hefur hann nú 63. Frá Færeyjum
koma tveir þingmenn, einn frá
Fólkaflokknum og annar frá Jafnað-
arflokknum, og styður hvor sína
fylkinguna á danska þinginu. Ekki
var búist við niðurstöðu um græn-
lensku þingmennina tvo fyrr en nú
með morgninum.
Sigurvegara kosninganna má
kalla Danska þjóðarflokkinn, sem
bauð nú fram í fyrsta sinn og fékk
13 þingmenn, en íhaldsflokkurinn
beið afhroð, fær 16 þingmenn og
tapar 11. Eru úrslitin einnig mikil
vonbrigði fyrir Uffe Ellemann-Jen-
sen, leiðtoga Venstre, sem gerði sér
ekki aðeins vonir um sigur borgara-
flokkanna, heldur einnig um góðan
sigur síns flokks. Hann fékk hins
vegar sömu þingmannatölu og á síð-
asta þingi eða 42.
Góður endasprettur
jafnaðarmanna
„Það er enginn efi á að harður
endasprettur jafnaðarmanna hefur
haft áhrif,“ segir Hans Engell, fyrr-
verandi formaður íhaldsflokksins, í
samtali við Morgunblaðið. Hann var
þó enn vongóður um að hægri-
vængnum tækist að fá nógu mörg
atkvæði til að mynda stjóm, en það
stóð glöggt langt frameftir kvöldi.
Útgönguspáin gaf til kynna, að
stjórn Poul Nyrup Rasmussen héldi
velli og var því vel fagnað meðal
jafnaðaimanna í Kristjánsborgar-
höll. Þegar atkvæðatölur fóra að
berast og dreifing og þingsæti fóru
að skýrast benti hins vegar allt til að
hægristjóm væri í uppsiglingu.
Lítið rætt um fjármál
Það komu ýmsir gestir til að fylgj-
ast með kosningunum og einn af
þeim sem heiðraði jafnaðarmenn
með nærveru sinni var Thorvald
Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Norðmanna og núverandi
Reuters
NOKKRIR stuðningsmenn Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, færðu honum blómvönd
er hann kom út frá því að kjósa í gærmorgun. Voru kosningarnar nokkur persónulegur sigur fyrir hann þar
sem flokkur hans bætti við sig einu þingsæti þvert ofan í spár.
sendiherra í Danmörku. í samtali
við Morgunblaðið sagði hann að það
hefði verið áhugavert að fylgjast
með kosningabaráttunni, sem hefði
verið heldur þung í byrjun, en síðan
náð sér á strik. Jafnaðarmönnum
hefði greinilega tekist að drífa bar-
áttu sína áfram á endasprettinum.
Annar gestur var Sigrún Bene-
diktsdóttir, gjaldkeri Alþýðuflokks-
ins, sem fylgdist með lokasprettin-
um ásamt nokkrum öðrum Islend-
ingum. Hún sagði baráttuna í sínum
augum hafa einkennst af því hvað
Danir væru auðugir, þar sem fjár-
málin hefðu verið jaðarmál miðað
við ýmis önnur mál.
Tími kraftaverkanna
ekki liðinn
Kosningavaka í Kristjánsborgar-
höll, þinghúsi Dana, er sérstök uppá-
koma þar sem allir þingflokkamir
koma saman, ráðherrar, stuðnings-
menn og fjölmiðlafólk og skammt á
milli sigurvegara og hinna. Það hafði
spurst út að Nyrup myndi koma um
kl. 21.30 en hann lét þó bíða eftir sér
enda staðan lengi óljós. Þegar hann
kom loksins var hann hylltur af sínu
fólki og þá varð honum á orði, að
hann hefði haldið, að tími krafta-
verkanna væri liðinn í Danmörku.
Þakkaði hann einnig verkalýðshreyf-
ingunni en talið er, að hún hafi átt
stóran þátt í gengi jafnaðarmanna.
Albanir krefj ast fulls
sjálfstæðis í Kosovo
Pristina, Genf. Reuters.
Reuters
Barna-
þrælkun
mótmælt
BÖRN frá Indiandi, Pakistan,
Bangladesh og Nepal komu sam-
an í gær í Kalkútta á Indlandi til
að mótmæla barnaþrælkun. í
þessum löndum og miklu víðar
eru mörg börn svipt æsku sinni
og þau neydd til að strita langan
vinnudag fyrir sáralitil laun. Nú
stendur yfir alþjóðlegt átak og
barátta fyrir því, að réttindi
barna verði hvergi fyrir borð
borin.
IBRAHIM Rugova, einn helsti leið-
togi albanska meirihlutans í
Kosovo, krafðist í gær fulls sjálf-
stæðis héraðsins en talsmaður Serb-
íustjómar vísaði því á bug. Sagði
hann, að ekki yrði rætt við fulltrúa
albanska þjóðarbrotsins fyrr en það
léti af sjálfstæðiskröfum sínum. Er-
indrekar vestrænna ríkja, sem
kenna Serbum um ofbeldisverkin í
Kosovo, hafa einnig lagt að leiðtog-
um Albana að draga í land með
kröfuna um algert sjálfstæði.
Rugova, sem er leiðtogi helsta
stjórnmálaflokks Albana í Kosovo,
sagði á blaðamannafundi í Pristina,
höfuðborg héraðsins, í gær, að Alb-
anir krefðust fulls sjálfstæðis og
væru ekki til viðræðu um neitt ann-
að. Sagði hann þá ekki mundu sætta
sig við takmarkaða sjálfstjórn, enda
yrði hún aðeins ávísun á áframhald-
andi átök.
Engar viðræður
Með yfirlýsingu Rugova virðist
vera girt fyrir einhverjar viðræður
milli Albana í Kosovo og Serbíu-
stjórnar. Slobodan Milosevic, for-
seti Serbíu, sagði á þriðjudag, að
Serbíustjórn
vísar því á
bug og einnig
vestræn ríki
stjórn sín væri fús til að ræða við
Albani en 1 gær lýsti hún yfir, að
viðræður kæmu ekki til greina fyrr
en látið yrði af sjálfstæðiskröfunni.
Fulltrúar vestrænna n'kja, sem
hafa hvatt til, að Albanir í Kosovo
fái þá sjálfstjórn, sem þeir höfðu til
1989, hafa lagt áherslu á það við alb-
önsku leiðtogana, að ekki sé um
aðra lausn að ræða en semja við
Serbíustjórn. Sjálfstæði héraðsins
sé ekki inni í myndinni og verði
kröfunni um það haldið til streitu sé
hætt við, að stuðningur vestrænna
ríkja við albanska þjóðarbrotið
minnki.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að hugsan-
lega yrðu inneignir Serbíustjórnar
erlendis frystar vegna kúgunarað-
gerða hennar í Kosovo en rússneska
dúman samþykkti hins vegar ein-
róma að koma í veg fyrir alþjóðleg-
ar refsiaðgerðir gegn Serbum.
Starfsmenn Rauða krossins
fluttir burt
Talið er, að um 80 manns hafi lát-
ið lífið í árás serbneskra hermanna
á tvö þorp í Kosovo í síðustu viku.
Grófu Serbar 50 þeirra í einni
fjöldagröf en í gær grófu ættingjar
þeirra þá upp aftur og jarðsettu síð-
an að sínum sið. Robin Cook sagði í
gær, að meirihluti þeirra, sem féllu,
hefði verið börn, konur og aldrað
fólk. Sagði hann, að stjórnin í
Belgrad gæti ekki haldið fram, að
morðverk af þessu tagi væru bara
innanríkismál. Sagði hann, að Júg-
óslavía yrði ekki tekin í samfélag
Evrópuríkja fyrr en ofbeldinu
linnti.
Alþjóða Rauði krossinn hefur
flutt allt sitt fólk frá Kosovo en því
hefur margoft verið hótað dauða
síðustu daga, einkum eftir að því
var leyft að aðstoða þá, sem hafa
særst eða orðið fyrir barðinu á
serbneska hernum.
Deilt um
forræði
yfír
hundi
London. The Daily Telegraph.
FRÁSKILINN Breti, Chris Dy-
son, varð að sjá á eftir besta vini
sínum til fyrrverandi eiginkonu
sinnar eftir að óskað var eftir úr-
skurði bresks dómstóls í deilu
þeirra um forræði yfir heimilis-
hundinum.
Dómarinn í málinu komst að
þeirri niðurstöðu að hundurinn
ætti að vera hjá konunni, sem
skildi við mann sinn fyrir rúmu
ári. Var hundurinn í fyrstu hjá
eiginmanninum fyrrverandi en
konan hélt tveimur af þremur
dætrum þeirra. Skömmu eftir
skilnaðinn sakaði Dyson konuna
um að hafa stolið hundinum.
Konan var skráður eigandi hans
en Dyson sagði hana hafa gefið
sér hann í afmælisgjöf.
Konan fagnaði úrskurðinum
og sagði að dæturnar væra mjög
ánægðar með að halda hundin-
um. „Eins og í mörgum skilnað-
armálum og forræðisdeilum tók
dómarinn afstöðu með konunni,"
sagði Dyson.