Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tryggingamiðstöðin, íslandsbanki og tveir sjóðir kaupa 20% hlut í Frjálsri fjölmiðlun Sala á 5% hlut til viðbótar skoðuð SVEINN R. Eyjólfsson, stjómar- formaður Frjálsrar fjölmiðlunar hf., útgáfufélags DV, og Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, hafa selt 20% hlut sinn í fé- laginu. Salan skiptist í fjóra jafna hluta til Tryggingamiðstöðvarinnar, íslenska hlutabréfasjóðsins, ís- landsbanka hf. og Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans. Til skoðunar er að selja 5% hlut til viðbótar í smærri skömmtum. Sveinn og Eyjólfur keyptu fyrir rúmum mánuði 35% hlut íslenska útvarpsfélagsins í Frjálsri fjölmiðl- un. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var kaupverðið þá 420-450 milljónir kr. íslenzka útvarpsfélagið keypti hlutinn árið 1995 á 190-200 milljónir kr., samkvæmt heimildum blaðsins. Þegar hlutur íslenzka útvarpsfé- lagsins var keyptur kom fram að í tengslum við kaupin yrði 20-25% hlutur seldur aftur. Einnig kom fram að Sveinn og Eyjólfur hygðust kaupa einhvern hluta bréfanna sjálfir. Eyjólfur segir að í framhaldinu verði einnig skoðað hvort 5% hlutur til viðbótar verði seldur í smærri skömmtum til að ljúka fjármögnun kaupanna af Islenzka útvarpsfélag- inu. „í ljósi þess að nettóskuldir Frjálsrar fjölmiðlunar voru um síð- ustu áramót ekki nema rúmar 200 milljónir kr. koma fleiri möguleikar til skoðunar í því sambandi," sagði Eyjólfur. Hann sagði að frekari sala á hlut- um í Frjálsri fjölmiðlun væri hugs- anleg í því skyni að stækka hluthafa- hópinn og væri hagstætt ef niður- staðan yrði sú að félagið færi á hluta- bréfamarkað eftir eitt eða tvö ár. Tveir í varðhaldi vegna amfetamínmáls Kíló af amfetamíni flutt inn í bfl frá Þýskalandi LÖGREGLAN í Reykjavík og toll- gæslan lögðu hald á rúmlega eitt kíló af amfetamíni á miðvikudag í síðustu viku. Tveir menn um þrítugt voru handteknir vegna málsins á mánudag og úrskurðaðir í gæslu- varðhald í fyrradag. Amfetamínið fannst í bifreið sem flutt hafði verið til landsins frá Þýskalandi. Að sögn Ómars Smára Armannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur góð samvinna ver- ið með fíkniefnadeild lögreglunnar og rannsóknardeild tollgæslunnar undanfarna mánuði og er fúndur efnisins nú árangur þeirrar sam- vinnu. Erum í miðjum amfetamínfaraldri Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir þennan fund sýna hve víðtækar innflutningsleiðir fíkni- efna hingað til lands séu og hve erfitt það sé að sjá við innflutningn- um. „Við erum í miðjum amfetamín- faraldri og virðist ekkert lát vera að verða á honum,“ segir hann. Þórarinn segir að það versta við amfetamínið sé að það megi svo auðveldlega leysa upp og sprauta í æð. „Það er mikil hætta á að menn geri það þegar þeir fara að nota þetta efni og þá er miklu erfiðara að eiga við málið, fíknin verður miklu sterkari og erfiðara að spoma við þessu. Neyslan fer í allt annan far- veg sem erfiðara er að eiga við og hefur mjög alvarlegar afleiðingar á allan hátt, sýkingarhætta er mikil, auk þess sem mikil hætta er á dauðsföllum." Sviptur lækninga- leyfí RÁÐHERRA heilbrigðismála hefur svipt heilsugæslulækni lækningaleyfi samkvæmt til- lögu landlæknis. Læknirinn er sviptur lækningaleyfi vegna alvarlegs brots á læknalögum en hann hefur viðurkennt að hafa átt kynmök við sjúkling. Sviptingin er ótímabundin en menn geta fengið lækn- ingaleyfi aftur mæli landlækn- ir með því, segir Sólveig Guð- mundsdóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Sjúk- lingurinn hefur kært lækninn fyi’ir nauðgun. Símtalsflutriirtgur LANDS SÍMINN Með binfaidhi aðgerð get- urðu flutt símtöl í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Nánari upplýsingar um verð og sírwónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. Þarftu aðflytja símtöl úrþínum síma í annan? Flugstjóri Flugleiðavélarinnar sem lenti skömmu fyrir flugslysið í Færeyjum 1996 Engín áhætta var tekin við lendinguna Fokker-vél Flugleiða lenti á flugvellinum í Vogum í Færeyjum um klukkustund áður en flugvél danska hersins fórst í aðflugi 3. ágúst 1996. Edward H. Finnsson, sem var flug- stjóri Flugleiðavélar- innar, segir í samtali við Karl Blöndal að engin áhætta hafí verið tekin við lendinguna. FRÁ Færeyjum. Morgunblaðið/RAX EDWARD H. Finnsson flugmaður var flugstjóri Fokker-vélar Flug- leiða, sem lenti á flugvellinum í Vogum í Færeyjum um klukku- stund áður en Gulfstream-flugvél danska hersins fórst í aðflugi 3. ágúst 1996. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að engin áhætta hefði verið tekin við lendinguna. I frétt, sem birtist í danska blað- inu Jyllandsposten um skýrslu um rannsókn málsins um helgina, segir að flugmaður dönsku vélarinnar hafi sennilega að einhverju leyti lát- ið stjómast af því þegar hann ákvað að reyna að lenda vél sinni, að ís- lenskri áætlunarflugvél hefði verið lent þar skömmu áður. Níu manns fórust með dönsku vélinni, þar á meðal Hans .Jorgen Garde, yfirmað- ur danska herráðsins og kona hans. Edward sagði að flugvöllurinn í Færeyjum væri einn af erfiðustu flugvöllunum, sem Flugleiðir flygju til. „Við gættum því fyllsta öryggis í aðflugi og lendingu eins og alltaf," sagði Edward. „Við setjum strang- ari reglur um aðflugið en Danir, för- um ekki jafn neðarlega og krefjumst betra skyggnis en þeir. I þessu til- felli voru aðstæður fyrir utan þau mörk sem við setjum og fórum við því í biðflug svolitla stund, en síðan breyttist veðrið þannig að það var innan marka og við hófum aðflug.“ Hann sagði að það væri ákveðinn kafli í aðfluginu þar sem reikna mætti með ókyrrð vegna samspils vinda og landslags og hefði hann bent áhöfninni á það eins og vera bæri. Hún hefði hins vegar ekki verið meiri en hann hefði búist við. Hann kvað lendinguna hafa verið með eðlilegum hætti. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Glasgow og var millilent í Færeyjum. Sírenur á flugvellinum „Við vorum að setja í gang fyrir flugið til Glasgow þegar sírenur fara af stað á flugvellinum," sagði hann. „Báðir slökkvibílarnir hurfu á braut með hraði og við þurftum að bíða þar sem slökkvibúnaður verður að vera til taks við flugtak. Þegar þeir koma til baka voru aðstæður til flugtaks þokkalega góðar og vel innan marka. Þegar við fórum í loft- ið haggaðist vélin ekki.“ Edward sagði að veðrið hefði ver- ið að breytast á þeim tíma sem leið frá Iendingu til flugtaks. „Á þessu tímabili hljóta aðflugsskilyi-ðin að hafa breyst talsvert,“ sagði hann. Hann kvaðst ekki hafa frétt af slysinu fyrr en síðar og þá hefði sig sett hljóðan. „Sérhver maður skoðar auðvitað sinn gang þegar svona nokkuð ger- ist,“ sagði hann. „Eg fór yfir þessa hluti til að sjá hvort það væri eitt- hvað, sem ég myndi breyta stæði ég frammi fyrir svipuðum skilyrðum seinna meir, en ég get sagt það með sanni að miðað við þær aðstæður, sem voru, hefði ég farið nákvæm- lega eins að.“ Flugdeild Flugleiða fjallaði síðan um málið og komst að þeirri nið- urstöðu að ekki þyrfti að setja strangari regl- ur í rekstrarhandbók fé- lagsins vegna Færeyja- flugs þess. Skrifaði óformlega skýrslu Edward skrifaði óformlega skýrslu um málið að beiðni danska hersins, sem rann- sakaði óhappið. Hún fylgir skýrsl- unni, sem síðan var gerð um málið. Edward kvaðst hafa skoðað skýrsl- una rækilega eftir að hún lá fyrir. „Danir lögðu sig alla fram við rannsóknina," sagði hann. „Þeir bjuggu til módel af eyjunum og skoðuðu mjög vandlega áhrif þeirra vinda, sem taldir voru ríkjandi í að- fluginu þegar slysið varð, en þeir voru talsvert utan þeirra marka, sem við setjum hjá Flugleiðum." Breyttar reglur um hveijir fái að lenda? í greininni, sem birtist í Jyllands- posten er rætt við Henning Christensen, yfirmann flugmála í Danmörku: „Undir venjulegum kringumstæðum er það á ábyrgð flugstjórans að meta stöðuna út frá þeim upplýsingum um veður, sem hann fær frá flugturninum og veð- urfræðingum. En bendi þessar nýju niðurstöður eindregið til þess að vandamálin vegna vindsins séu sér- staklega mikil, gæti reynst nauð- synlegt að við öxlum hluta af ábyrgðinni ef svo má segja og bönn- um lendingu undir vissum kringum- stæðum. Annar möguleiki væri að leyfa aðeins flugmönnum, sem þekkja sérstaklega vel til og hafa hlotið sérstaka þjálfun, að lenda þegar kringumstæður eru erfiðar vegna vinds.“ Því er síðan bætt við að slíkir flugmenn fljúgi fyrir öll þau flugfélög, sem reki áætlunarflug til Færeyja, Maersk Air, Atlantic Air og Flugleiðir. Edward, sem er yfirþjálfunar- flugstjóri á Fokker-vélum Flug- leiða, sagði að hjá Maersk Air fengju aðeins sérþjálfaðar áhafnir að lenda á flugvellinum í Vogum. „Hjá Flugleiðum fá allir þessa þjálfun," sagði hann. „Þetta er tekið fyrir í grunnþjálfun og síðan endur- tekið á sex mánaða fresti í svokall- aðri síþjálfun. Æfingamar fara fram í flughermi þar sem líkt er eftir að- stæðum á erfiðum völl- um á borð við Nars- sarssuaq og Kulusuk á Grænlandi og Voga í Færeyjum." Leiðsögubúnaðurinn í Færeyjum er tak- markaðri en gerist á borgaralegum flugvöll- um og segir í greininni í Jyllandsposten að það sé ein ástæðan fyrir því að um árabil hafi ýmist þurft að seinka eða af- lýsa lendingu eða flug- taki í fjórða hvert skipti. „Aðflugskerfi, sem notuð eru fyr- ir blindflug, hafa yfirleitt stefnu- geisla og svifgeisla," sagði Edward. „Þessir tveir geislar mynda lóðrétt- an og láréttan ás eða kross og er flogið niður eftir honum eftir mæli- tækjum. Þannig er þetta venjulega í grundvallaratriðum, en í Færeyjum er aðeins stefnugeislinn til staðar. Hinum geislanum er ekki hægt að koma við vegna fjalla og annarra aðstæðna. Því þurfa flugmenn að notast við fjarlægðarmælingar. Þá er stuðst við aðflugskort, þar sem merkt er í hvaða hæð vélin eigi að vera miðað við ákveðna fjarlægð frá flugbraut. Slíkar aðstæður er einnig að finna á íslandi, til dæmis á Isa- firði þar sem aðeins er notast við stefnugeisla." í frásögn Jyllandsposten segir að í bráðabirgðaniðurstöðum skýrslunn- ar leggi sérfræðingar hersins hluta ábyrgðarinnai- á herðar flugmanns Gulfstream-vélarinnar. „Honum var falið að sjá um mikilvæga heimsókn á vegum hersins, gerði mörg mistök og lét að ætla má þrýsta á sig um að reyna lendingu að áætlunarvél frá Flugleiðum hafði skömmu áður verið lent án skaða á flugvellinum í Vog- um,“ sagði í blaðinu. Edward sagði að í fyrsta lagi hefði liðið heil klukkustund milli þess að hann lenti Fokker-vél sinni þar til slysið átti sér stað. Auk þess létu flugmenn ekki stjórnast af því hvort hægt hefði verið að lenda vélinni á undan. Flugmenn vissu að skjótt skipuðust veð- ur í lofti og aðstæður gætu breyst hratt: „Ég sé ekki að þetta komi málinu við.“ Edward lærði að fljúga á íslandi og vann hér við kennslu og leiguflug. Hann starfaði við flug er- lendis í 14 ár, þar af sex á Fokker- flugvélum. Hann sneri aftur til ís- lands árið 1984 og hefur samtals verið flugstjóri á Fokker á sjöunda ár. Þegar slysið átti sér stað var hann kominn með 14.000 fiugtíma og var þriðjungur þeirra á Fokker. Edward H. Finns- son flugstjóri. Flugvöllurinn í Færeyjum einn sá erfiðasti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.