Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 6

Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 6
M0RGUN3LAÐIÐ 6 FÍMMTUDAGUR 12. MARZ1998 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FREYR Jónsson jeppaekill kom til landsins í gær eftir langa dvöl á Suðurskautslandinu. Kristjana Harðardóttir, kona Freys, og sonurinn Jón Snær, sem er 13 mánaða gamall, tóku á móti eiginmanni og fóður. Jeppamenn frá Suðurskautslandinu Feginn að koma heim eftir langa útivist Keflavík. Morgunblaðið. „GERA klárt, það er ferð um helgina," sögðu vinir Suður- skautslandsfarans Freys Jónsson- ar í gríni þegar hann kom til landsins í gær eftir þriggja og hálfs mánaðar ævintýraferð. Freyr sagðist vera feginn að koma heim. Þetta hefði verið löng útvist og hann hefði saknað konu og barns. Síðasti leggurinn á heimferðinni hefði einnig verið strembinn, því hann væri að koma frá Höfðaborg í Suður-Afríku og væri búinn að vera rúman sólar- hring á ferð. Jón Svanþórsson, fé- lagi Freys, sem einnig var á Suð- urskautslandinu, kom til landsins í síðustu viku og hann var einnig mættur til að taka á móti Frey. Samanlagt óku þeir jeppum sín- um tæpa 10.000 kílómetra á Suð- urskautslandinu. Jeppamir vekja athygli í fyrrakvöld var fjallað um Toyota Land Cruiser-jöklajepp- ana sem félagarnir óku um Suð- urskautslandið í sjónvarpsþættin- um Extreme Machines sem sýnd- ur er víða um heim á Discovery- sjónvarpsstöðinni. Þátturinn var að þessu sinni helgaður fjórhjóla- drifnum farartækjum. Sagt var frá íslensku tor- færunni, en þessi íslenska keppn- isgrein er vinsælt efni á eriendum sjónvarpsstöðvum. Eftir að tor- færukappar höfðu att tækjum sín- um á sandbörð og pytti með glæsilegum tilþrifum sagði þulur að á íslandi væru fjórhjóladrifs- bflar ekki einungis til gamans. Þaðan hefði verið farið með sér- búna jeppa Arctic Trucks til akst- urs um torfærasta svæði jarðar, Suðurskautslandið. Sýnt var frá ferð sem sjón- varpsmenn Discovery fóru með jeppum Arctic Trucks á Langjök- ul síðasta sumar og útskýrt hvernig íslenskt hugvit var notað til að breyta venjulegum jeppum í jöklajeppa. Að sögn Lofts Ágústssonar, deildarsljóra hjá P. Samúelssyni ehf., bárust margar fyrirspurnir á heimasíðu Arctic Trucks, einkum frá Bandarflgunum, eftir að þátt- urinn var sýndur. FRÉTTIR Anna Geirsdóttir skipi níunda sæti R-listans INGIBJORG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri leggur til að Anna Geirsdóttir, læknir á heilsugæslustöðinni í Grafar- vogi, skipi 9. sæti Reykjavík- urlistans við sveitarstjómar- kosningamar í vor. Að sögn borgarstjóra mun á næstu dögum skýrast hverjir skipa önnur efri sæti listans og verður endanlegur framboðs- hsti væntanlega kynntur um næstu helgi. „Anna hefur ekki haft af- skipti af stjómmálum,“ sagði Ingibjörg. „Hún kemur eins og ráð var fyrir gert sem óflokksbundin manneskja í þetta sæti og ég mun gera til- lögu um hana vegna þess að mér finnst hún hafa til bmnns að bera reynslu, sem ég held að nýtist vel í borgarmálum.“ í samræmi við leikreglur Borgarstjóri sagði að þessi ákvörðun væri í samræmi við þær leikreglur, sem samdar vom og samþykktar fyrir prófkjör, um að óflokksbundinn einstakling- sagði borgarstjóri. „Þó að þessi umræða hafi verið í fjöl- miðlum hefur ekki verið þrýst á mig um að setja Arna Þór Sigurðsson eða Pétur Jónsson í sætið en ég hef vissulega haft þá báða í huga. Ég tel að það væri mikill fengur að hafa þá áfram í borgarstjórnar- flokknum." Ingibjörg sagðist hafa þekkt Onnu lengi. Þær væm jafnöldrur og sagðist hún hafa fylgst með henni í mörg ár. „Ég hef dáðst að krafti hennar og viljastyrk en ég var ekki með hana né nokkum annan í huga um það leyti sem próf- kjörið fór fram,“ sagði hún. Anna er fötluð og er í hjóla- stól eftir slys, sem hún lenti í um tvítugt. Hún tók próf í læknisfræði frá Háskóla Is- lands og lauk síðan framhalds- námi í Svíþjóð eftir að hún slasaðist. Samkvæmt prófkjörsregl- um kemur 10. sætið í hlut Kvennalistans og 11. sætið í hlut Alþýðubandalagsins. ANNA Geirsdóttir, læknir á heilsugæslustöð- inni í Grafarvogi. ur tæki 9. sætið og að hún skipaði í það sæti. „Þetta hafa allir vitað,“ Könnun sýnir aukna notkun öryggisbúnaðar barna í bflum Mikill munur er á milli sveitarfélaga Morgunblaðið/Golli MIKILVÆGT er að barnabflstólar henti þyngd og aldri barna og að þeim sé komið fyrir á réttan hátt. Hlutfall barna sem notuðu öryggisbúnað við komu í leikskóla 1996-98 Öryggisbúnaður slasaðra barna 0-6 ára í bifreiðum 1993-97 Skv. skráningu lögreglu Með öryggisbúnað Með lítil meiðsl § 9 með mikil meiðsl | 4 látin 1996 1997 1998 Ekki með öryggisbúnað ||| 27 m. lítil meiðsl | 4 með mikil meiðsl | 2 látin Ekki vitað um öryggisbúnað IIÉ118 i' UMTALSVERÐ aukning hefur orð- ið á notkun öryggisbúnaðar bama í bílum. Mikill munur er þó á notkun öryggisbúnaðar eftir sveitarfélögum. Þetta kom fram er Umferðarráð og Slysavarnafélag Islands kynntu nið- urstöður könnunar sem gerð var við leikskóla í 31. sveitarfélagi víðsvegar um landið. Könnunin var framkvæmd af fé- lögum í deildum Slysavarnafélagsins og leikskólakennurum vikuna 16.-20. febrúar. Úrtakið var 2.736 börn og notuðu 83% þeirra einhvern öryggis- búnað í bíl. 17% voru hins vegar án alls öryggisbúnaðar. I hliðstæðri könnun frá árinu 1997 notuðu 68% úrtaksins öryggisbúnað en 32% voru án hans og í könnun frá árinu 1996 notuðu 72% úrtaksins öryggisbúnað en 28% voru án hans. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagði vissulega hafa orðið mikla framfór í öryggis- málum barna í bifreiðum en að betur mætti ef duga skyldi. „Við þurfum að halda áfram að vinna að almennri notkun öryggisbúnaðar en einnig leggja áherslu á að fólk geri sér grein fyrir mikilvægi þess að örygg- isbúnaðurinn henti þyngd og aldri barnanna," sagði hann. „Einnig þarf fólk að gera sér grein fyrir því að það geti skipt höfuðmáli að rétt sé frá búnaðinum gengið. Óli sagði það áhyggjuefni að sam- kvæmt könnuninni notuðu mörg 2 til 6 ára börn eingöngu bflbelti. Bflbelti væru hins vegar hönnuð fyrir þá sem væru a.m.k. 1,40 m á hæð og yfir 40 kg að þyngd og hentuðu því ekki bömum án viðeigandi aukabúnaðar. Einnig sagði hann það undrunar- og áhyggjuefni að enn virtist nokkuð um að börn stæðu á milli sæta eða sætu í framsætum. „Böm eigi aldrei að sitja í framsætum bíla nema þau séu í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu og þá einungis í bílum án öryggispúða," sagði hann. Nýjar reglur um innflutning Á fundinum kom einnig fram að mikill munur er á notkun öryggis- búnaðar eftir sveitarfélögum. Sam- kvæmt könnuninni er ástandið best á Akureyri, Egilsstöðum og í Kópa- vogi þar sem rúmlega 90% bama vom með öryggisbúnað. Verst er það hins vegar á Raufarhöfn þar sem einungis um 36% úrtaksins voru með öryggisbúnað og á Eskifirði, Ólafs- vík, Garði, Norðfirði og Grindavík, en á öllum þessum stöðum var innan við helmingur barnanna með viðun- andi búnað. Við samanburð á könnunum und- anfarinna þriggja ára kemur hins vegar í ljós að sums staðar hefur ástandið batnað veralega. í Vík í Mýrdal var t.d. rúmlega 40% úrtaks- ins árin 1996 og 1997 án öryggisbún- aðar samanborið við rúm 10% úr- taksins nú. Einnig kom fram á fundinum að settar hafi verið nýjar reglur um sölu öryggisbúnaðar hér á landi og að frá og með 1. september næst- komandi verði óheimilt að selja ann- an búnað en þann sem hafi verið ör- yggisprófaður samkvæmt ECE 44.03 staðli Evrópusambandsins, FMVSS staðli Bandaríkjanna eða CMVSS staðli Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.