Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 21 ERLENT Ráðstefna um stækkun ESB Tyrkir fjarverandi og enn deilt um aðild Kýpurbúa Lundúnum, París. Reuters. Deilt um niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á obeinum reykingum og lungnakrabba Engin tölfræðitengsl? London, Genf. The Daily Telegi*aph, Reuters. RÁÐSTEFNA Evrópusambands- ins um stækkun þess, með þátt- töku núverandi og tilvonandi að- ildarríkja, var haldin í Lundúnum í gær, með einn stól við ráðstefnu- borðið áberandi auðan. Tyrkir neituðu að taka þátt í ráðstefn- unni þar sem þeir fengu ekki vil- yrði fyrir aðild eins og ellefu önn- ur lönd sem sækjast eftir henni. Talsmaður Jacques Chiracs Frakklandsfor- seta sagði í gær að frönsk sljórnvöld væru eindregið fylgj- andi því að í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar yrðu Tyrkjum gefin skýr skilaboð um að þeir væru velkomnir að taka þátt í framhaldsfundum stækkunarráðstefnunnar. Samtals sátu fulltrúar 26 ríkja ráðstefnuna, þ.e. ESB-ríkjanna 15, 10 Mið- og Austur-Evrópu- ríkja, auk Kýpur. Þar sem ekki tókst að koma saman sameigin- legri sendinefnd beggja þjóða- brota sem byggja eyna var ennþá deilt um það hvort mögulegt væri að halda til streitu áformum um að formlegar viðræður um aðild Kýpur að ESB hæfust í Iok þessa mánaðar, á sama tíma og við hin fimm útvöldu Austurevrópuríki, sem dæmd hafa verið hæfust til aðildar og hefur verið heitið henni í fyrstu lotu stækkunar. Þessi lönd eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía og Eist- land. Viðræður um aðild Kýpur frystar? Talsmaður Tonys Blairs forsæt- isráðherra, gestgjafa ráðstefn- unnar, greindi frá því í gær að brezka stjórnin vildi ekki sjá neina töf á aðild- arviðræðum Kýpur. Þar sem nú lítur út fyrir að ekki takist um sinn að fá fulltrúa bæði Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja til að koma sér saman um skilmála viðræðna um ESB-aðild eyjarinnar og þar með að ekki verði hægt að heíja form- lega aðildarviðræður eins og að var stefnt, þá munu Frakkar hafa lagt til að brugðið verði á það ráð að hefja viðræður við Kýpur og hin ríkin fímm í lok mánaðarins eins og áformað hafði verið, en frysta þær siðan strax í tilviki Kýpur. Grikkir hafa hins vegar hótað því að hindra viðræður við hin ríkin fímm ef ekki verður staðið við að hefja viðræður um aðild Kýpur. RANNSÓKN á tengslum óbeinna reykinga og lungnakrabbameins hefur ekki leitt í ljós vísbendingar um að um tengsl sé að ræða, að því er breska blaðið The Daily Tel- egraph greindi frá í byrjun vikunn- ar. Rannsóknin var gerð á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO), og hefur ekki verið gerð grein fyrir niðurstöðum henn- ar opinberlega, og segir blaðið að WHÖ hafi reynt að stinga þeim undir stól. Samantekt hafi verið dreift innan stofnunarinnar. Rannsóknin var gerð í 12 rann- sóknarmiðstöðvum í sjö Evrópu- löndum. Fulltrúar WHO brugðust við frétt Telegraph og sögðu hana ekki með öllu rétta og neituðu því alfarið að reynt hafi verið að hylma yfir niðurstöður rannsókn- arinnar. Fréttaskýrandi Telegraph segir líklegt að niðurstöðumar muni koma illa við WHO, sem varið hafi fjölda ára og miklum fjárhæðum í herferðir gegn reykingum og tób- aksframleiðslu. Þetta er ein um- fangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum óbeinna reykinga og lungnakrabbameins og hafa sérfræðingar og baráttuhópar beðið útkomunnar með óþreyju. Engar vísbendingar Samkvæmt niðurstöðunum, sem The Daily Telegraph hefur komist yfir, fundust engar tölfræðilegar vísbendingar um að óbeinar reyk- Fréttaflutningur breskra fjölmiðla af rannsókninni hefur vakið harkaleg við- brögð Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar ingar valdi lungnakrabbameini. Bornir voru saman 650 lungna- krabbameinssjúklingar og 1.542 heilbrigðir einstaklingar. Athugað var fólk sem á maka sem reykir, fólk sem vinnur með reykingafólki, fólk sem bæði á maka sem reykir og vinnur með reykingafólki og fólk sem ólst upp innan um reyk- ingafólk. Samkvæmt niðurstöðunum eykst hætta á lungnakrabbameini ekki við það að maður búi með eða vinni með reykingafólki. I saman- tekt WHO segir ennfremur: „Eng- in tengsl voru milli hættu á lungna- krabbameini og óbeinna reykinga á bamsaldri.“ Fulltrúi breskra sam- taka, er beita sér gegn reykingum, sagði að niðurstöðumar kæmu á óvart í Ijósi vísbendinga úr öðrum rannsóknum sem sýndu greinilega að tengsl væru milli óbeinna reyk- inga og lungnakrabba. Aukin hætta Fulltrúar WHO segja hins vegar að rannsóknin hafi leitt í ljós að hætta á lungnakrabba aukist að líkindum um 16% reyki maki og að líkindum um 17% reyki samstarfs- fólk. í yfirlýsingu WHO segir m.a.: „Það er engin tilviljun að þessar villandi upplýsingar komu fyrst fram í breskum fjölmiðlum skömmu fyrir reyklausa daginn í Bretlandi." Samkvæmt skýrslu sem birt var í British Medical Journal í október sl. benda rannsóknir til þess að fólki sem ekki reykir en býr með reykingafólki sé 25% hættara við lungnakrabba en þeim sem ekki væru í þessari aðstöðu. Chris Proctor, yfirmaður vísindarann- sókna hjá tóbaksframleiðandanum BAT Industries, sagði um helgina að taka yrði niðurstöður WHO rannsóknarinnar alvarlega. „Ef þessi rannsókn bendir ekki til neinna tölfræðilegra tengsla hlýtur maður að efast um að um nokkur tengsl sé að ræða,“ sagði hann. Proctor sagði að rannsóknin „staðfesti það sem við og aðrir vís- indamenn hafa lengi talið vera, að þótt reykingar á almannafæri valdi sumum, sem ekki reykja, óþægind- um, séu engin vísindaleg rök fyrir því að nálægð við reykingafólk auki hættu á lungnakrabba". I yfirlýsingu WHO segir að nið- urstöður umræddrai- rannsóknar stofnunarinnar verði birtar hjá breskri vísindanefnd er fjallar um heilsufar og tóbaksneyslu á næst- unni. ^★★★^. EVRÓPA^ 84.170 Litir: Rauður m/gukim Llónum GuDarúnn m/iauðum Uórnum Stóllmeð linöppumílnlá Litír Blár, vmcaiðuí graam, gukir pironm 84.550 Stólamir eru allir hvíldarstólar meÓ shemli oa haJlandi hala GAGNAVER invr eru einmg faaniegir aja sceta meö o lýnu (svefnsófar) og stahir stólar í stíi www.marco.is ÖH verð miðast við staðgreiðslu RAC H E L HITNEY ClaiBORNE Dundee G LENDA Natches L A U R E Ú Rac H E L QuINLAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.