Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 60
I
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
¥hp% hewletT’
mXtiÆ PACKARD
IBM notenda-
ráðstefna
Hótel Örk
23. 24. mars
Skráning .
erhafin!
www.nyhBrji.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIS69UOO, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hitasóttin hefur áhrif
á ferðaþjónustu
Samskip kaupir
Bischoff Group
Ishestum er farið að hafa sam-
band við erlendar ferðaskrifstofur
og fella niður ferðir sem bókaðar
hafa verið á næstu dögum og vik-
um. Nú um næstu helgi verður t.d.
á annað hundrað manns af út-
reiðartúr með Ishestum. Einar
Bollason, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, gerir ráð fyrir að ferðir
falli niður næstu tvær til þijár vik-
urnar en hann telur að veikin muni
ganga mjög hratt yfir á höfuðborg-
arsvæðinu.
Mikill hluti hesta fshesta geng-
ur úti fyrir austan fjall, en þeir
sem notaðir eru á veturna eru í
hesthúsi í Kópavogi og veiktust
þeir fyrstu þar um helgina. Þar er
^nií sólarhringsvakt og fylgst
grannt með hita og líðan hross-
anna.
Einar segist lítið vera farinn að
horfa til sumarsins. „Maður vonar
bara að þeir fari að komast að því
hverslags veira þetta er, þannig að
hægft verði að meðhöndla hana
betur. En ég held að útilokað sé að
hefta útbreiðsluna úr þessu. Meg-
inmálið er að reyna að halda
landsbyggðinni frá þessu a.m.k.
fram í maf, eða þar til fer að
hlýna,“ segir hann.
Einar segir ennfremur að
ástandið nú hafi skelfileg áhrif á
útflutning hesta en kveðst þó ekki
geta séð að hann þurfi að Iiggja
svo lengi niðri frá höfuðborgar-
svæðinu, þar sem veikin hljóti að
fara að ganga yfir. Sjálfur er hann
hættur hrossaútflutningi en hefur
þó milligöngu um að útvega fólki
hesta til útflutnings.
SAMSKIP hafa samið um kaup á
þýska flutningafyrirtækinu Bischoff
Group. Eftir kaupin verður árleg
velta samstæðu Samskipa 12 millj-
arðar kr., tvöfalt meiri en nú, og
meirihluti viðskiptanna erlendis.
Heildaráhætta Samskipa vegna
kaupanna er 300 milljónir kr., að
sögn framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins.
Bisehoff Group er með umfangs-
mikla flutningastarfsemi og skipa-
þjónustu í Evrópu. Sjálft á það hlut í
átta skipum sem eru í áætlanasigl-
ingum. Innan Bischoff samstæðunn-
ar eru nokkur hlutafélög, meðal ann-
ars eitt sem gerir út 44 leiguskip
viðsvegar um heim. Starfsmenn eru
280, fyrir utan áhafnir skipanna.
Vaxtarmöguleikarnir erlendis
„Við sjáum þetta sem eðlilegt
framhald þess sem við höfum verið
að gera,“ sagði Ólafur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Samskipa hf.,
þegar hann kynnti kaupin í gær.
„Við h'tum á Island sem takmarkað-
an markað. Við höfum náð viðun-
andi hlutdeild í honum og barist
hart fyrh- henni. Við höfum byggt
upp flutninganet innanlands. Við
teljum erfitt að stækka miklu meira
hér heima . . . Vaxtarmöguleikarnir
eru erlendis og þetta er byrjunin,“
sagði Ólafur.
Bischoff Group eignaðist hlut í
Samskipum hf. á árinu 1994. Sá hlut-
ui- er nú kominn í eigu frú Bischoff,
sem verið hefur aðaleigandi sam-
stæðunnar. I tengslum við kaup
Samskipa á fyrirtækinu hefur hún
aukið hlut sinn í Samskipum og á
fjölskylda hennar nú 23% í félaginu.
Velta samstæðu Samskipa/Bl
Til veiða á
ný eftir að
hafa rek-
ist á ísjaka
TOGARINN Bessi ÍS sigldi á ísjaka
á Dohrnbanka í fyiradag þegar
skipið var að veiðum. Varð því að
snúa skipinu til hafnar á ísafirði til
að kanna skemmdir. Gat kom á jafn-
vægistank í skipinu, en skemmdir
reyndust ekki meiri en svo að skipið
hélt aftur til veiða síðdegis í gær.
Barði Ingibjartsson, skipstjóri á
Bessa, segir að ís hafi verið víða á
svæðinu. „Það er yfirleitt alltaf ís
hérna í köntunum. Það venst þó
merkilega vel að sigla í þessu. Smá-
vægileg skemmd varð á jafn-
vægistanki og lak aðeins inn í hann.
_Við vorum að toga þegar þetta gerð-
■Kt. Þetta kom mér raunar dálítið á
óvart því ég varð alls ekki var við
neitt óvenjulegt högg. Það heyrist
samt alltaf þetta venjulega bank frá
ísnum. Þarna eru jakar og spangir
sem standa út úr aðalísjaðrinum,"
sagði Barði.
Hann sagði að oft væri góð veiði í
grennd við hafísinn en svo hafi þó
ekki verið að undanförnu. Is var að
leggjast yfir Dohrnbanka um svipað
leyti og skipverjar köstuðu þar þrí-
vegis í fyrradag.
295 millj-
,■ óna tap hjá
Flugleiðum
295 MILLJÓNA króna tap varð
af rekstri Flugleiða og dótturfé-
laga í fyrra, samanborið við 632
milljóna hagnað árið 1996. Tap
varð af reglulegri starfsemi
Flugleiða eftir tekju- og eignai--
skatta í fyrra að fjárhæð 693
milljónir króna en hagnaðurinn
nam 194 milljónum árið 1996.
Velta samstæðunnar var 23
milljarðar króna í fyrra en lið-
Ilega 20 milljai-ðar 1996 og jókst
því um rúm 13% á milli ára.
Rekstrargjöld samstæðu án
fjármagnsgjalda voru 23,5 millj-
arðar króna 1997 en voru 19,3
milljarðar árið 1996. Tap sam-
stæðunnar í fyrra nam um 1,3%
af veltu.
Vaxandi umsvif/31
i§siiífcT' ms- tfi wmjsmm
m í
j í : j i
1 B" b 9 & m ^ 1
J g .J rfl s 5r ! l
i ‘ 1 1 1 tfr Lj i i
i I -i i 1
ji 1 1 IftlÍSL mI . í
Morgunblaðið/RAX
Klæðning á
kerskála
N orðuráls
Hægt miðar í sjómannadeilimni
Aðeins jákvæðari tónn
eftir sáttafund í gær
HÆGT miðar í samkomulagsátt í
sjómannadeilunni og voru menn já-
kvæðari eftir fund gærdagsins, en
þeir voru eftir að þráðurinn var
tekinn upp á nýjan leik á samn-
ingafundinum á þriðjudag þegar
ekkert miðaði. Nýr fundur hefur
verið boðaður í deilunni fyrir há-
degi í dag, en verkfall sjómanna
hefst klukkan 23 á sunnudaginn
kemur, 15. mars, hafi samningar
ekki tekist fyrir þann tíma.
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, sagði að viðræðurnar
hefðu verið jákvæðari á fundinum í
gær en þær hefðu verið daginn áð-
ur, hvað svo sem dagurinn í dag
bæri í skauti sínu í þeim efnum.
Fram kom að gengið hefði verið
frá ákvæðum varðandi endur-
menntunaiTnál Farmanna- og fiski-
mannasambandsins á fundinum í
gær. Aðspurður hvort hann væri
enn þeirrar skoðunar að hægt væri
að klára samninga á þremur sólar-
hringum ef gengið væri til þess
verks af heilindum, eins og hann
hefði látið hafa eftir sér, sagðist
hann vera eindregið þeirrar skoð-
unar.
Guðjón sagði að nú væri búið að
fara yfii- kröfugerðirnar að mestu
leyti. Menn væru svona að þreifa
sig áfram. „Það er oft svolítið erfitt
að byrja að slaka," sagði hann enn-
fremur.
Ágreiningsefnum
fækkar
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sagði að þokast hefði í átt-
ina á fundinum í gær og ágrein-
ingsefnum hefði fækkað. Viðræð-
urnar hefðu verið á jákvæðari nót-
um en undanfarna daga, en hins
vegar væri heilmikið eftir ennþá.
STARFSMENN Lava hf., dótt-
urfélags Islenskra aðalverk-
taka, hafa lokið við að reisa
stálvirki og klæða meginhluta
kerskála Norðuráls á Grundar-
tanga. Á myndinni er hluti
starfsmannahópsins sem unnið
hefur að verkefninu. Einnig er
lokið við byggingu 2.700 fer-
metra spennistöðvar og megin-
hluta skautsmiðju, sem er níu
þúsund fermetrar að stærð,
samkvæmt upplýsingum frá
LAVA. Á næstunni verður unn-
ið að frágangsvinnu og reistur
2-3 þúsund fermetra steypu-
skáli tengdur kerskálum. Að
þessum verkum hefur unnið
hátt í 100 manns á vöktum.