Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Togað í ísnum
ÍSSPÖNG var í um 12-15 sjómflur vestur af
Kolbeinsey í gær og var rækjuskipið Svalbakur
EA þar að veiðum og togaði í gegnum spöng-
ina. I könnunarflugi TF-SYN, flugvélar Land-
helgisgæslunnar, var komið að ísbrúninni 84
sjdmflum vestnorðvestur af Bjargtöngum og
var flogið með henni til NA að Fonti. Þéttleiki
ísbrúnarinnar reyndist víðast hvar vera 7-9/10
og voru ísdreifar og gisnar ísrastir í allt að 10
sjómflur út frá ísjaðrinum. Vegna slæms
skyggnis var aðeins um ratsjárkönnun að ræða
að hluta.
Viðskiptaráðherra fékk rangar upplýsingar um kostnað
Landsbankans vegna kaupa á laxveiðileyfum
Kostnaður var 41,7 millj-
ónir en ekki 18,3 milljónir
Tvíburar dæmdir
fyrir manndráp
Dómur yf-
ir öðrum
þyngdur
um 4 ár
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tví-
burabræðuma Ólaf Hannes Hálf-
dánarson og Sigurð Júlíus Hálfdán-
arson í tólf ára og sextán ára langt
fangelsi fyrir að hafa orðið Lárusi
Ágústi Lárussyni að bana í
Heiðmörk í byrjun október sl. og
rænt hann.
Þá era þeir dæmdir til að greiða
sambýliskonu Lárusar heitins og
þremur ófjárráða sonum hans sam-
tals rúmlega 8,4 milljónir króna í
skaðabætur auk vaxta, ásamt því að
greiða 850 þúsund krónur í máls- og
sakarkostnað, samtals um 9,25 millj-
ónir króna. Til frádráttar refsingu
þeirra bræðra kemur gæsluvarð-
haldsvist þeirra frá 3. október 1997.
Ólafur Hannes fékk átta ára fang-
elsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna
þessa máls og krafðist lækkunar á
refsingu við áfrýjun, en Hæstarétti
þótti ástæða til að þyngja refsingu
hans um fjögur ár. Sigurður Júlíus
breytti framburði sínum eftir að
dómur féll í héraðsdómi bróður sín-
um í hag en breyttur framburður
hafði ekki áhrif á niðurstöðu dóms-
ins.
Dómur sá sem Sigurður Júlíus
hlaut í héraðsdómi var hins vegar
staðfestur, en hann gerði einnig
kröfu um refsilækkun, jafnframt því
að í stað venjulegrar refsivistar í
fangelsi verði hann dæmdur til að
afplána dóm sinn á viðeigandi stofn-
un. Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til
að Sigurður afplánaði refsingu sína
á stofnun, en við það verði að miða
að vistun hans við afplánun verði í
samræmi við heilsu hans.
Hæstiréttur segir í dómi sínum að
bræðumir séu einir til frásagnar um
hvað gerðist þegar Lárus beið bana
og hafí frásögn þeirra tekið nokkrum
breytingum meðan á meðferð og
rannsókn málsins stóð. Þó þyki Ijóst
að þeir hafi elt Lárus uppi eftir að
hann komst út úr bifreið þeirra í
Heiðmörk og hvarf þeim sjónum.
Ók yfir liggjandi manninn
„Eftir að þeir fundu hann aftur
réðust þeir að honum og eftir ein-
hver átök yfirbuguðu þeir hann og
hjálpuðust að við að koma honum á
veginn þar sem bifreiðin var. Var
hann þá að þrotum kominn og féll til
jarðar rétt framan við bifreiðina.
Sem þeir stóðu þarna yfir honum
keyrði ákærði Sigurður stóran stein
í höfuð hans, að minnsta kosti tví-
vegis, og lá hann eftir það ósjálf-
bjarga. I beinu framhaldi þessa, eft-
ir að annar ákærðu tók veski Lárus-
ar, fóru þeir upp 1 bifreiðina. Ákærði
Ólafur settist undir stýri og ók beint
yfír hinn liggjandi mann,“ segir í
dómi Hæstaréttar.
Hæstaréttardómararnir Pétur
Kr. Hafstein, Garðar Gíslason,
Haraldur Henrysson, Hjörtur
Torfason og Hrafn Bragason kváðu
upp dóminn.
ATHUGUN Ríkisendurskoðunar
hefur leitt í ljós að kostnaður Lands-
bankans og dótturfyrirtækja af lax-
veiðiferðum síðastliðin fimm ár er
tæplega 42 milljónir króna en ekki
18,3 milljónir eins og bankinn upp-
lýsti viðskiptaráðherra um og hann
greindi frá í svari við fyrirspurn á
Alþingi í síðasta mánuði. Finnur Ing-
ólfsson viðskiptaráðherra sagði í
gærkvöld að hann liti þetta mál mjög
alvarlegum augum og það væri álits-
hnekkir fyrir bankann.
Ríkisendurskoðandi ákvað að taka
fyrir alla laxveiði á vegum Lands-
bankans og dótturfélaga bankans í
kjölfar þess að Sverrii- Hermanns-
son bankastjóri óskaði eftir úttekt á
meintum kaupum bankans á veiði-
leyfum í Hrútafjarðará. í framhaldi
af þessu óskaði bankaráð Lands-
bankans eftir því að Ríkisendurskoð-
un framkvæmdi einnig sérstaka at-
hugun á öllum risnukostnaði bank-
ans 1994-1997 svo og öllum ferða-
kostnaði innanlands og erlendis og
bifreiða- og aksturskostnaði. í fram-
haldi af frumathugun Ríkisendur-
skoðunar á þessum málum hefur hún
gert bankaráðinu viðvart um að svar
bankans til viðskiptaráðherra vegna
fyrirspurnar á Alþingi um kostnað
bankans vegna laxveiða sé ekki
nægjanlega nákvæmt og í framhaldi
af þessari ábendingu hefur Ríkisend-
urskoðun að ósk bankaráðsins kann-
að þennan þátt sérstaklega.
Sverrir Hermannsson vildi ekki tjá
sig um þetta mál þegar rætt var við
hann í gærkvöld.
I upphaflegu svari Landsbankans
frá 3. mars sl. kom fram að kostnaður
Landsbankans sjálfs af laxveiðiferð-
um er talinn hafa numið 18.309.000
kr., en þær upplýsingar sem nú liggja
fyrir bera hins vegar með sér að þessi
kostnaður nam 41.667.000 kr. í
fréttatilkynningu frá bankaráðinu
segir að þessi hækkun skýrist meðal
annars í fyrsta lagi af því að nú er
meðtalinn allur laxveiðikostnaður
dótturfélaga bankans, í öðru lagi er
þátttaka bankans í kostnaði við lax-
veiðiferðir með dótturfélögum og/eða
hlutdeildarfélögum og öðrum bönk-
um talin með. Þar segir að í þriðja
lagi hafi annar kostnaður í tengslum
við veiðiferðirnar ekki verið að fullu
tilgreindur í fyrra svari bankans.
Harmar Landsbanki íslands þessi
mistök og hefur þegar gert viðskipta-
ráðherra grein íýrir þeim bréflega.
Lítur á þetta sem slys
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann liti þetta mál mjög al-
varlegum augum og hans fyrstu við-
brögð hefðu verið að senda forseta
Alþingis leiðréttar upplýsingar til að
koma á framfæri við þingið eins
fljótt og auðið væri. Finnur sagðist
ekki hafa haft neinar efasemdir um
að fyrstu upplýsingamar frá Lands-
bankanum hefðu verið í góðu lagi og
eins sagðist hann ekki hafa efasemd-
ir um að þær upplýsingar sem hann
hefði fengið m.a. um risnukostnað
Landsbankans og lagt fyrir Alþingi
hefðu verið réttar.
,Á meðan ég veit ekki annað vil ég
líta á þetta sem einstök mistök ein-
göngu í sambandi við þetta svar. Ég
hef enga ástæðu tO að ætla að menn
séu að gefa rangar upplýsingar að
yfírlögðu ráði og lít á þetta sem slys.
Ég mun hins vegar óska skýringa á
því frá stjórnendum bankans hvem-
ig þetta er til komið,“ sagði Finnur.
Hann sagði að ef í ljós kæmi að
vísvitandi hefðu verið gefnar rangar
upplýsingar um laxveiðikostnað
Landsbankans þá væri það enn al-
varlegra mál, en hann tryði því hins
vegar ekki að svo gæti verið.
„Þetta er traustasti banki landsins
og stærsti banki landsins og hefur
notið mikils álits og mikillar virðing-
ar og trausts og hann nýtur þess
áfram, vona ég, en það er hins vegar
engum vafa undirorpið að þetta er
áfall fyrir bankann að lenda í. Ekki
fjárhagslegt áfall heldur álitshnekk-
ir,“ sagði Finnur.
Aðspurður sagði Finnur að hann
hefði farið í laxveiði í boði Halldórs
Guðbjarnarsonar, bankastjóra
Landsbankans, í Selá árið 1994.
Þangað hefði honum verið boðið sem
alþingismanni með bankastjóra er-
lends banka.
„Ég veiddi síðan á árinu 1996 á
efra svæðinu í Selá og þar greiddi ég
eigin reikning og það var ekkert á
vegum Landsbankans," sagði Finn-
ur.
Málið rætt í þingi þegar
það kemur saman
Ólafui- G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagðist hafa gert Jóhönnu
Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðar-
manna, grein íyrir hinum nýju upp-
lýsingum frá bankaráði Landsbank-
ans, en Jóhanna bar fram fyrir-
spurnina til viðskiptaráðherra um
laxveiðikostnað ríkisbankanna.
Hann sagði að upplýsingarnar yrðu
birtar í þingskjali og málið yrði rætt
í þinginu þegar það kemur saman.
„Mér þykir það auðvitað jafn vont
og ráðherranum að rangar upplýs-
ingar séu gefnar þinginu. Ráðhen'-
ann hefur gert gi'ein fyrir því í bréfi
til mín að hann muni krefja banka-
ráðið um skýringar á því hvernig það
hafi mátt verða að hann fékk rangar
upplýsingar og hann muni gera mér
grein fyrir þeim svörum þegar þau
berast," sagði Ólafur.
Kjartan Gunnarsson, sem situr í
bankaráði Landsbankans og var for-
maður þess á umræddu tímabili,
vildi ekkert láta eftir sér hafa um
málið í gær, né heldur Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi.
■ Yfirlýsing/10
Kvennablabafrœbi áttunda
til tíunda áratugarsins
• WWWWWTHWtO ffg
Hermannaföt og út-
víðar brettabuxur /B1
Brjóst endurskapað
úr eigin vef /B4
:ennablaðafræði
Götutíska:
Eldheit ást og píuböll
í Dillonshúsi /B6
‘70-’80
Jóhann Haukur meiddist á
æfingu fyrir Landsmótið/C1
KA sigraði Val í fyrsta leik
undanúrslitanna /C2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Tíska
Bfl D
- r—
D