Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Glókollar í Elliða- árdal FUGLAÁHUGAMENN hafa að undanförnu orðið varir við þrjá glókolla (Regulus regulus) í Elliðaárdalnum í Reylqavi'k. Glókollar eru minnstu fuglar í Evrópu, aðeins 9 sm að lengd. Þeir eru auðgreindir á gulum kolli eða kórónu og eru oft nefndir fuglakóngar vegna þessa einkennis. Glókollarnir þrír hafa að öllum líkindum flækst hingað síðastlið- ið haust og haldið til hér í vetur. Þótt þeir séu smáir eiga þeir auðvelt með að lifa af íslenskan vetur og gætu mögulega tekið upp á að verpa hérlendis, að sögn Gunnars Þórs Hallgríms- sonar fuglaáhugamanns. Konan sem lést KONAN sem lést, þegar ekið var á hana við gatnamót Háaleitisbraut- ar, Safamýrar og Armúla í fyrra- dag, hét Kristín Auðunsdóttir. Kristín var á áttugasta og öðru aldursári, fædd 29. júní árið 1916. Hún var búsett í Bólstaðarhh'ð. Kristín var ekkja en lætur eftir sig þrjú uppkomin böm. Fiskimjölsverksmiðja SR-mjöls á Seyðisfírði Mildi að engan sakaði er þurrkari sprakk Seyðisfirði. Morgunblaðid. ENGAN sakaði er mikil sprenging varð í fiski- mjölsverksmiðju SR-Mjöls á Seyðisfirði aðfaranótt fímmtudagsins. Hvellurinn heyrðist um allan bæ og vöknuðu sumir bæjarbúar við lætin. Sprengingin varð þegar verið var að tæma mjölþurrkara. Mikill hiti var í þurrkaranum og við þær aðstæður getur kviknað í mjölryki sem þá brennur mjög hratt. Skemmdir urðu töluverðar. Svokallaður mjölkassi, sem er umfangsmikill bún- aður við enda þurrkarans, losnaði frá og skekktist á undirstöðum. Utiklæðning verksmiðjuhússins losnaði frá víða og sumstaðar rifn- uðu stórar bárujámsplöt- ur alveg af. Stórar útidyr þeyttust af, auk þess sem þakplötur losnuðu. Fimm menn vom við vinnu á svæðinu þegar at- burðurinn átti sér stað. Þar af vom fjórir í stjóm- stöð, en aðeins einn í véla- sal. Maðurinn sem var í sjálfu verksmiðjuhúsinu var staddur við útvegg þar sem öll klæðning þeyttist af svo að aðeins grindin á Seyðisfirði áður. Örygg- isbúnaður er á þurrkumn- um, svokölluð sprengilúga’ sem opnast ef sprenging verður. Hún hefur hingað til dugað, og virkaði reyndar nú einnig. Hins vegar er ekki ljóst hvers vegna sprengingin nú varð svo öflug að öryggisbúnað- urinn dugði ekki til. Gunnar sagði að farið yrði yfir allan ferihnn og allt kapp lagt á að fyrir- byggja að slíkur atburður gæti endurtekið sig. Hann sagði ljóst að tjón væri verulegt, en ekki væri, að svo komnu máh, hægt að segja hversu mikið í krón- um taUð. Framleiðslu haldið áfram Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson BÁRUJÁRNSPLÖTUR flettust utan af verk- smiðjubyggingunni í sprengingunni. Einn af starfsmönnum verksmiðjunnar stóð við vegginn þegar sprengingin varð og má teljast mildi að hann skyldi ekki saka. ein stóð eftir. Mesta mildi þykir að hann skyldi sleppa með skrekkinn. Að sögn Gunnars Sverrissonar verksmiðjustjóra era sprengingar í unni mjölþurrkumm vel þekkt fyrir- gerð bæri og hafa orðið í verksmiðjunni hefst. Framleiðslu í verksmiðj- unni var haldið áfram í gær. Þurrkarar em tveir og tókst mönnum fljótlega að ganga þannig frá að hægt væri að halda áfram með aðeins annan þeirra. Trúlega verður lokið við að bræða það hráefni sem til er í verksmiðjunni fyrir helgi. Ekki er von á loðnu til Seyðisfjarðar á næst- og gert ráð fyrir því að við- verði lokáð þegar næsta töm Dómur um biðlaun Ráðuneyt- ið áfrýjar FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl sl. um að íslenska í-íkinu beri að greiða sex starfsmönnum Lyfjaverslunar Islands hf., sem áður störfuðu hjá Lyfjaverslun ríkisins, biðlaun vegna breyt- inga sem gerðar vom á starfs- kjörum þeirra. Starfsmennirnir sex höfðuðu mál hver um sig og vom kröfur þeirra á bilinu 417.000 til 1.313.000 kr. Dæmdi héraðs- dómur ríkið til að greiða upp- hæðimar með dráttarvöxtum frá 10. janúar 1997 og auk þess samtals 890.000 kr. í máls- kostnað. Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, vildi lítið tjá sig um málið en sagði að ráðuneytið væri ósátt við dóminn. Slys vegna farsíma- notkunar MAÐUR slapp ómeiddur en bifreið hans stórskemmdist eft- ir að hún fór út af og valt á Ólafsvíkurvegi í gær. Maðurinn var, að sögn lög- reglu, að ræða í farsíma meðan á akstri stóð og missti vald á bílnum. Um jeppabifreið er að ræða og þurfti að fá vömbíl til að fjarlægja hana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mildi að ekki fór verr. > Hæstiréttur dæmir í máli Húsnæðisstofnunar gegn formanni Húseigendafélagsins Ummæli ekki dæmd ómerk i HÆSTIRÉTTUR hefur að miklu leyti sýknað Sigurð Helga Guð- jónsson, formann og framkvæmda- stjóra Húseigendafélagsins, af kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins og þrettán starfsmanna hennar um ómerkingu ummæla sem hann lét falla um Húsnæðisstofnun og lög- fræðideild stofnunarinnar í frétta- tímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í október 1996. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt flest ummælin sem Sigurður Helgi viðhafði ómerk og dæmt hann og Húseigendafélagið til greiðslu miskabóta, birtingar dómsins og málskostnaðar. Orðastaður er fyrsta íslenska orðabókin sem samin er til að lýsa málnotkun og orðtengslum. • 11.000 uppflettiorð • 45.000 orðaeambönd • 15.000 notkunardsmi • 100.000 samsett orð Málavextir em þeir að Sigurður Helgi ritaði Húsnæðisstofnun bréf 11. september 1996, þar sem hann gerði í nafni félagsins kröfu um að stofnunin endurskoðaði afstöðu sína í máli konu sem taldi sig eiga skildar bætur frá hendi stofnunar- innar vegna fasteignakaupa Bygg- ingarsjóðs ríkisins. Stofnunin vísaði kröfum Húseig- endafélagsins fyrir hönd konunnar á bug með bréfi mánuði síðar og fór Sigurður Helgi í viðtal á Stöð 2 og Bylgjunni nokkm síðar vegna máls- ins og viðhafði þau ummæli sem óskað var ómerkingar á. í kjölfarið óskaði framkvæmdastjóri Húsnæð- isstofnunar við stjóm félagsins eftir opinberri afsökun á ummælum for- mannsins í garð stofnunarinnar og starfsmanna hennar. Stjómin varð ekki við þeirri ósk, heldur staðfesti á stjórnarfundi 9. nóvember 1996 að ummælin væra sett fram í nafni félagsins og með fullum stuðningi allra stjómar- manna. í framhaldi af þessu stefndi stofnunin og starfsmenn lögfræðideildar hennar Sigurði. Ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis Orðastaður á heima við hlið íslenskrar orðabókar. 0 ÉÉóft fWfxi og monning Laugavegl 18 • Siml 515 2500 • Síðumúla 7 • Slml 510 2500 í dómi Hæstaréttar segir að mörg ummæla Sigurðar Helga hafi verið óvægin og harkaleg, en við ákvörðun þess hvort hann hafi með þeim farið út fyrir mörk tjáningar- frelsis verði hins vegar fallist á þau rök hans sem lúta að því að játa verði mönnum rúmu tjáningar- frelsi á því sviði sem hér um ræðir. Einnig verði fallist á að mörg ummælin hafi falið í sér gildisdóma þar sem Sigurður Helgi hafi lagt mat sitt á staðreyndir sem hann hafi talið vera fyrir hendi. Hann hafi í málsvöm sinni gert grein fyr- ir misbrestum í starfsemi Húsnæð- isstofnunar ríkisins og lögfræði- deild hennar og verði fallist á að hann hafi með því rennt nægum stoðum undir þá niðurstöðu að ekki hafi verið farið út fyrir mörk tján- ingarfrelsis með því að lýsa skoð- unum sem í flestum þessara gildis- dóma birtast. Meðal þeirra ummæla sem dæmd höfðu verið ómerk í héraðs- dómi en Hæstiréttur fellst ekki á ómeridngu á era ummæli um að saga Húsnæðisstofnunar sé svört, vörðuð spillingu, hroka, vanhæfni og eiginhagsmunapoti, og þar séu brotnar allar góðar venjur og regl- ur í stjómsýslunni. Einnig þessi ummæli Sigurðar Helga: „Það er ljóst að það em margar meinsemdir og innanmein sem hrjá líkama þessarar stofnun- ar og ég held að lögfræðideildin sé jafnvel sú illkynjaðasta." Segir í dómi Hæstaréttar að sú líking sem Sigurður Helgi hafi dregið með þessu upp af ástandi mála hjá Hús- næðisstofnun ríkisins sé hvöss og óvægin. Engu að síður verði að játa honum heimild til að setja fram skoðun sína á stofnuninni með þeim hætti sem gert var í Ijósi þess sem fram hafi komið. Hins vegar staðfestir Hæstirétt- ur m.a. ómerkingu ummæla þar sem segir „lögfræðingar deildar- innar hafa í gegnum tíðina stundað fjárplógsstarfsemi í eiginhags- munaskyni á kostnað fólks í nauð- um, þeir hafa ótal sporslur í gegn- um uppboðsmeðferð á fólki sem minnst má sín“, og ummæla um að eftir lögfræðideildina liggi slóð af klúðri sem kostað hafi Húsnæðis- stofnun og borgara landsins háar fjárhæðir. Þá staðfestir Hæstirétt- ur ómerkingu ummæla um að enn hafi margar og alvarlegar brota- lamir í starfsemi stofnunarinnar ekki séð dagsins ljós. Engum stoð- um hafi verið rennt undir þessar staðhæfingar og sýnist ummælin vera úr lausu lofti gripin. Ekki fallist á kröfu um miskabætur t i Sigurði Helga og Húseigendafé- laginu var í héraðsdómi gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt eða sæta 12 daga varðhaldi ella, greiða málskostnað stefnenda, Húsnæðis- stofnunar ríkisins og þrettán ein- staklinga sem starfa innan hennar, samtals 350 þúsund krónur að við- bættum virðisaukaskatti, greiða miskabætur að upphæð 20 þúsund krónur fyrir hvem og einn stefn- anda að undanstólinni Húsnæðis- stofhun ríkisins og til að greiða 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð í þremur dagblöðum. Heildarkostnaður sem þannig féll á hinn steftida nam um 930 þúsund krónum, fyrir utan vexti. Hæstiréttur telur að þegar öll atvik málsins séu virt þyki ekki ástæða til að fallast á kröfur um refsingu, miskabætur og kostnað við birtingu dóms og em Sigurður Helgi og Húseigendafélagið því sýknuð af þeim. Hins vegar ber þeim samkvæmt dómi Hæstaréttar að greiða Húsnæðisstofnun ríkisins og einstaklingunum þrettán 25 þúsund kr. hverju í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Haraldur Henrysson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.