Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞESSIR kappar voru í góðum málum er Hörgsá á Síðu var opnuð,
f.v. eru Jóhannes Sigmarsson, Jón Kristinn Jónsson, Sigmar Rafn
Jóhannesson og Jón Marteinsson. Fiskur Jóns Kristins er sá
stærsti sem enn hefur frést af í vorveiðinni, 11 punda.
Bleikjan gaf
sig í Soginu
BLEIKJUSVÆÐIN í Soginu
komu skemmtilega á óvart er
opnað var 1. apríl síðastliðinn.
Ain hefur aldrei verið opnuð svo
snemma fyrr og skruppu tveir
nauðakunnugir menn, meira til
að athuga hvort eitthvað væri af
fiski. Þeir komu ekki tómhentir
heim, heldur drógu fyrst 20
bleikjur og einn sjóbirting.
„Þetta kom okkur að sjálf-
sögðu skemmtilega á óvart. Það
hefur lengi loðað við Sogið að
ekki sé hægt að ná úr því silungi
fyrr en liðið er vel á maí vegna
vatnskulda. En það er mikið af
bleikju þama víða og aðalatriðið
er að koma agninu vel niður, því
bleikjan liggur djúpt,“ sagði Jón
Þ. Einarsson í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag, en hann var
við annan mann í stórveiði á mið-
vikudag.
Þeir félagar byrjuðu á silunga-
svæði Ásgarðs og höfðu þá vind-
inn í bakið. Skipti engum togum
að þeir drógu 14 stórbleikjur, allt
að 5 punda, en flestar um 2 pund,
á skömmum tíma. Síðan fóm þeir
yfir um til að reyna frá Bíldsfells-
landi. Það gekk brösulegar vegna
hávaðaroks í fangið. Eigi að síður
fengu þeir 6 físka, allt að 5,5
punda, og sáu talsvert af bleikju.
Þeir veiddu allt á flugu, rauða
Nobblera á bilinu 4 til 10 og
Peacock kúluhausa. „Við vorum
alsælir, þetta voru aðeins 3-4
klukkutímar," sagði Jón.
Héðan og þaðan
Veiðimenn sem áttu reyndar
leyfí í Hörgsá og Eldvatni gátu
ekki á sér setið og renndu í mið-
degishléinu í Hæðargarðsvatn
sem er rétt við Kirkjubæjar-
klaustur, en leyfi í ámar fylgir
einnig réttur í vatnið þótt fáir
nýti það. Þeir sem um ræðir
dorguðu með maðki í klukkutíma
og fengu tvo urriða, 5 og 5,5
punda.
Fyrsti dagurinn í Eidvatni á
Bmnasandi gaf fímm sjóbirtinga,
3 til 5 punda og síðan hafa menn
reytt upp fisk. I Hörgsá dró örlít-
ið úr eftir stórveiði fyrsta morg-
uninn. Það stafað aðallega af því
að menn fóra og könnuðu aðra
staði en þennan stóra neðst í ánni
þar sem gríðarleg torfa af birt-
ingi heldur til. Nokkrir fiskar
bættust við á miðvikudagskvöld
og í gærmorgun.
Það sama er að segja um Geir-
landsá. Jónas Ingimundarson,
veiðimaður við ána, sagði í gær-
dag að veiði hefði verið jöfn og
góð þrátt fyrir leiðindaveður og
væru komnir alls 23 birtingar
dauðir í kælinn, en 18 hafði verið
sleppt. Fiskurinn er mest á bilinu
3 til 6 pund og sá stærsti veiddist
í gærmorgun, 9 punda á Reflex
spón í hylnum Bláberjabrekku.
„Við fórum um allt svæðið í
morgun og það var fískur í öllum
hyljum,“ bætti Jónas við.
Flóttamenn frá fyrrverandi Júgóslavíu fari til Blönduóss
Sendinefnd velur
hópinn eftir helgi
FLÓTTAMANNARÁÐ hefur iagt
til að þegið verði boð bæjarstjórnar
Blönduóss um að tuttugu manna
hópur flóttamanna frá ríkjum fyrr-
verandi Júgóslavíu fari þangað til
dvalar.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
hen’a segir að stefnt sé að því að
flóttamennirnir fari til Blönduóss,
og verði hópurinn valinn eftir næstu
helgi.
Ráðherra líklega í för
Alþjóðaflóttamannastofnunin hef-
ur aflient Rauða krossi Islands lista
með nöfnum fjölskyldna sem til
greina koma og fer hópur frá RKÍ
til Belgrad og fleiri borga í fyrrum
Júgóslavíu um helgina í því skyni.
Um blandaðar fjölskyldur er að
ræða, þ.e. hjónin era af serbneskum
og króatískum upprana, og eiga af
þeim sökum hvorki athvarf á yfír-
ráðasvæðum Serba né Króata.
Páll segir líklegt að hann muni
fara með sendinefndinni sem full-
skipuð er ellefu manns, þar af fimm
sjónvarpsmenn sem fari á eigin
kostnað. Ferð hans velti meðal ann-
ars á hvort sjónvarpsmennirnir fái
vegabréfsáritun fyrir ferðina. Yfir-
völd ytra hafa verið treg til að sam-
þykkja áritanir fyrir þá menn, en
þeir hyggjast fjalla um val og mót-
töku flóttamanna.
„Ef óeðlileg tregða er og ein-
hverjir úr sendinefndinni sitja
heima fínnst mér til umhugsunar
hvort ég eigi að fara. Ef ég fer mun
ég ekki taka þátt í valinu, heldur
bjóða fólkið velkomið og kynna mer
aðstæður þess með eigin augum. Ég
legg upp úr að við reynum að taka
myndarlega á móti flóttamönnum,
sjá vel um þá og ieyfa þeim að fínna
að þeir era velkomnir," segir Páll.
Hann segir að verði af ferð hans
muni hann ekki fara á vegum ríkis-
stjómarinnar. Hann stefni að því að
fara á sunnudag en fulltrúar RKI
fari á laugardag.
Kostnaður um 100 milljónir
Alls hafa um fímmtíu flóttamenn
komið hingað til lands frá fyrrum
Júgóslavíu, þar af um 30 til ísafjarð-
ar og um 20 til Homafjarðar. Með
þeim hópi sem er væntanlegur er
samtals um sjötíu manns að ræða.
Páll segir ekki búið að taka sam-
an kostnað ríkisins í tengslum við
móttöku þeirra, en hann sé talinn
nema um hálfri annarri milljón
króna á hvern einstakling sem hing-
að kemur, fyrsta ár dvalarinnar.
Eftir þann tíma á fólkið að sjá um
sig sjálft. Miðað við þá tölu nemur
heildarkostnaður um hundrað millj-
ónum króna.
Auk Blönduóss sýndu Snæfells-
bær og Seyðisfjörður áhuga á að fá
flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu
og segir Páll báða bæina koma til
greina verði framhald á að flótta-
menn fái dvalarleyfi hérlendis.
„Blönduós bauðst tii að taka við
þeim hópi sem fór til Hafnar í
Hornafirði og verður fyrir valinu
nú. Á meðan ég er í ráðuneytinu
mun ég gera tillögu um að einhver
hópur flóttamanna verði fenginn tii
landsins á hverju ári, og þá munum
við líta til þeirra sveitarfélaga sem
hafa sýnt málinu áhuga. Það er von-
andi að hópur komi næsta ár. Hins
vegar er óvíst hvað eftirmaður minn
mun gera,“ segir Páll.
Nordic Ice í
Sandgerðishöfn
Viðræður
um björg-
unarlaun
VIÐRÆÐUR standa yfir miili út-
gerðar Arneyjar KE og tryggingafé-
lags flutningaskipsins Nordic Ice um
björgunarlaun fyrir aðstoð sem Arn-
ey veitti í Sandgerðishöfn er flutn-
ingaskipið varð þar stjórniaust og
olli nokkrum skemmdum í síðustu
viku.
Sjópróf fóru fram í málinu á fóstu-
daginn var og sagði Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður,
sem kemur fram fyrir hönd Ai-neyj-
ar KE, að viðræður stæðu yfir við
tryggingafélag flutningaskipsins um
laun fyrh- aðstoðina og hann ætti von
á að samkomulag tækist fljótlega í
þeim efnum.
Nordic Ice er tvö þúsund tonna
flutningaskip frá Færeyjum sem er í
reglubundnum siglingum milli Is-
lands og Danmerkur og var hér til að
sækja dýrafóður frá verksmiðju í
Sandgerði.
Morgunblaðið/Halldór
NÝJU eigendurnir Vilberg Prebensson og Pétur H.R. Sigurðsson, en
þeir hafa nú keypt rekstur þriggja verslana Vöruvals.
Þrjár verslanir Vöru-
vals á Isafirði seldar
Geðhjálp motmæl-
ir gagnagrunni
um heilsufar
Mosfellsprestakall
Þrír sóttu um
hálfa stöðu
UMSÓKNARFRESTUR er runn-
inn út um hálfa stöðu prests til eins
árs í Mosfellsprestakalli. Umsækj-
endur vora þrír, séra María Ágústs-
dóttir og guðfræðingarnir Kristín
Þórunn Tómasdóttir og Sigurður
Rúnar Ragnarsson.
Ráðið verður í stöðuna fljótlega
eftir helgi.
Þijú prestaköll auglýst
Eftirtaiin þrjú prestsembætti
hafa verið auglýst laus til umsókn-
ar: Embætti sóknarprests í Skaga-
strandarprestakalli, Húnavatnspró-
fastsdæmi, embætti sóknarprests í
Ofanleitisprestakalli, Vestmanna-
eyjum, Kjaiamesprófastsdaemi, og
embætti sóknarprests í Útskála-
prestakalli, Kjalamesprófastsdæmi.
Kirkjumálaráðherra skipar í
embættin frá 1. júní 1998 til fímm
ára.
GEÐHJÁLP varar við því að
heilsufarsupplýsingum um lands-
menn verði safnað saman á einn
stað án leyfís þeirra sem upplýsing-
arnar eiga, þ.e. sjúklinganna. Þetta
kemur fram í frétt frá Geðhjálp sem
fer hér á eftir:
„Geðhjálp hefur unnið að því að
auka umræðu um geðsjúkdóma og
auðvelda þannig fyrir einstakling-
um sem eiga við geðsjúkdóma að
stríða að leita sér aðstoðar og ræða
opinskátt um sinn vanda. Hins veg-
ar skýtur það skökku við þegar rík-
isvaidið tekur ákvörðun um að flytja
þessar upplýsingar frá þeim stað
sem þær urðu til yfir til annars að-
ila.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að þegar sjúklingur gefur upp-
lýsingar um sitt heilsufar t.d. þegar
hann sækir um örorkulífeyrir til
Tryggingastofnunar ríkisins gerir
hann ekki ráð fyrir að þær upplýs-
ingar verði notaðar seinna í allt öðr-
um tiigangi af öðram starfsmönnum
annarra stofnana. Það vær einnig
skerðing á réttindum sjúklinga og
vanvirðing við sjálfsákvörðunarrétt
þeirra og mannréttindi.
Trúnaður er sérstaklega mikil-
vægur þegar um er að ræða geð-
ræna kvilla og mótmælir Geðhjálp
því framkomnu lagaframvarpi um
söfnun allra heilsufarsupplýsinga í
einn stóran gagnagrunn án sam-
þykkis þeirra sem hluta eiga að
máli.“
ísaQörður. Morgunbladið.
GENGIÐ var frá sölu á rekstri
verslana Vöruvals á ísafirði á
þriðjudag. Um er að ræða þrjár
verslanir, Vöruval á Skeiði,
Vöruval í Hnífsdal og Björnsbúð
á ísafirði. Kaupandinn er Mið-
brún ehf., sem er að stærstum
hluta í eigu bræðranna Péturs
H.R. Sigurðssonar og Vilbergs
Prebenssonar.
Hinir nýju eigendur tóku við
rekstrinum á miðvikudag og hef-
ur verslununum verið gefið nafn-
ið Eló. Fyrrverandi eigendur,
Benedikt Kristjánsson og fjöl-
skylda hans, munu samkvæmt
upplýsingum blaðsins, áfram
reka verslun Vöruvals í Bolung-
arvík.
„Við komum til með að reka
verslanirnar undir nafninu EIó.
Nafnið kemur frá langafa okkar,
Sigurði Guðmundssyni, en hann
rak verslun sem gekk undir
þessu nafni til ársins 1923 í Sal-
em-húsinu. Hér er því aðeins um
endurupptöku á nafninu að ræða.
Við erum staðráðnir í að reka
versianirnar af fullum krafti og
með svipuðu sniði og verið hefur
a.m.k. til að byrja með. Allt
starfsfólk Vöruvals hefur verið
endurráðið og því verður ekki
um neinar uppsagnir að ræða,“
sagði Pétur H.R. Sigurðsson í
samtali við blaðið.
Að sögn Péturs mun Vilbergur
sjá um framkvæmdastjórn versl-
ananna, en Pétur mun starfa við
þær auk þess sem hann mun
áfram reka fyrirtæki sitt, Háu-
brún ehf., sem séð hefur um þrif
í nokkrum af stærstu sjávarút-
vegsfyrirtækjum á ísafirði og í
Súðavík. Auk Péturs og Vilbergs
eru sonur Péturs, Maron, og
kona hans Marta Marteinsdóttir,
eigendur að Miðbrún ehf.
Stuttur aðdragandi
„Kaupin áttu sér mjög stuttan
aðdraganda og ástæðan fyrir því
að við slógum til er sú að við tru-
um á samfélagið. Við trúum því
að það verði að vera tvær versl-
anir í samkeppni á ísafirði og við
erum tilbúnir til að takast á við
verkefnið," sagði Pétur.
(
(
(
i
(
i
(
(
(
i
i
i
i
(
i
i
í
i
c
i
I
I
4
í
j