Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ! Batnandi afkoma hjá Tryggingu hf. á nýliðnu rekstrarári Hagnaður 56 milljónir kr. HAGNAÐUR Tryggingar hf. nam 56 milljónum króna á síðastliðnu ári, samanborið við 42 milljóna hagnað árið 1996, og nemur aukningin um 33% á milli ára. Eigin iðgjöld félagsins námu 597,5 milljónum króna í fyrra en 580 milljónum árið áður og nemur aukningin 3%. Bréf í AOL hækka vegna hækkana keppinauta New York. Reuters. HLUTABRÉF í America On- line Inc. hafa hækkað í verði og ekki verið hærri í ár vegna þess að nýlegar verðhækkanir nokkurra keppinauta eru tald- ar hagstæðar framtíðarhorfum AOL. Verð bréfa í AOL hækkaði um 3,40 dollara í 71,95 dollara 1. apríl. Hagur AOL vænkaðist einnig vegna þess að sérfræð- ingar hækkuðu mat sitt á hlutabréfum í fyrirtækinu og kváðu þau góð kaup. Sólarhring áður hafði WorldNet þjónusta AT&T Corp. tilkynnt að viðskiptavin- ir yrðu krafðir um greiðslu fyrir mánaðarlega notkun um- fram 150 stundir í stað 19,95 dollara á mánuði fyrir ótak- markaða þjónustu eins og áð- ur. Fyrirtæki Microsoft Corp., WebTV Networks, hækkar mánaðargjald WebTV Plus þjónustu sinnar í 24,95 dollara úr 19,95 dollurum 1. júní. Hagnaður af vátryggingarekstri Tryggingar batnaði verulega á milli ára og nam hann rúmum 48 milljónum króna, samanborið við sex milljónir árið áður. Hagnaður af fjármálastarfsemi var svipuð í fyrra og árið 1996 og skilaði hún 51 milljón króna. Eigið fé fyrirtækis- ins nam 333 milljónum króna um síðustu áramót, samanborið við 295 milljónir árið áður. Harðnandi samkeppni Ágúst Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs Tryggingar, segist vera mjög sátt- ur við afkomuna, ekki síst í ljósi harðnandi samkeppni á trygginga- markaðnum á síðasta ári. Sam- keppnin var mest í bifreiðatrygg- ingum þar sem iðgjöld lækkuðu um 25-30%. Um helmingur af heildar- iðgjöldum fyrirtækisins eru bif- reiðatryggingar og segist Ágúst því vera sáttur við að það hafi hald- ið sínum hlut. „Við erum með til- tölulega hátt hlutfall bifreiðatrygg- inga miðað við önnur félag en þeg- ar á heildina er litið var afkoman góð á síðasta ári. Við höfum lagt meiri áherslu á að rækta viðskipta- vini okkar betur en vera í beinni markaðssókn en samt varð 19% fjölgun á útgefnum skírteinum hjá fyrirtækinu á síðasta ári.“ Ágúst er bjartsýnn á rekstur ársins 1998 og á hann von á að af- koman verði svipuð og í fyrra. Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 3. apríl 1998, kl. 16:00 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík. DAGSKRA 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Atkvæöaseölar og fundargögn veröa afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir aö ákveöin mál veröi tekin til meöferöar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiöni um þaö aö hafa borist félagsstjórn meö nægjanlegum fyrirvara, þannig aö unnt sé aö taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboö, þurfa aö gera þaö skriflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK TRYGGING HF Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Sf 1997 1996 Breyting Tekjur oq qjöld af vátryqqinqarekstri: 597,5 580,1 +3,0% Eigin iðgjöld Eigin tjón (470,0) (545,2) ■13,8% Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri 114,0 107,3 +6,2% Hreinn rekstrarkostnaður (133,3) (120,4) +10,7% Breyt'ng á útjöfnunarskuld (59,9) (15,6) +284,0% Hagnaður af vátryggingarekstri 48,3 6,1 +691,8% Tekjur oq qjöld af fjármálarekstri: Fjárfestingartekjur 167,0 162,8 +2,6% Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (5,5) (5,3) +3,8% Reikn. tekjur v. verðlagsbreytinga Fjárfest.tekjur yfirf. á vátrygg.rekstur 3,6 (114,0) 1,2 (107,3) +200,0% +6,2% Hagnaður af fjármálarekstri 51,0 51,4 -0,8% Aðrar tekjur og (gjöld) af reglul. starfs. Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatta (17,8) 81,6 (1,2) 56,3 +1383,3% +44,9% Tekju- og eignarskattar (25,3) (14,0) +80,7% Hagnaður ársins 56,3 42,4 +32,8% Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1996 Breyting Eiqnir: Fjárfestingar 1.399,1 1.262,6 +10,8% Hluti endurtryggjenda í vátrygg.skuld 437,5 375,6 +16,5% Kröfur 244,7 261,0 -6,2% Aðrar eignir 432,0 424,3 +1,8% Eignir samtals: 2.513,3 2.323,5 +8,2% Skuldir oq eiqið fé: 333,1 294,8 Eigiðfé +13,0% Vátryggingaskuld 1.987,9 1.852,2 +7,3% Geymslufé frá endurtryggjendum 42,6 41,4 +2,3% Viðskiptaskuldir 84,1 84,4 -0,4% Áfallinn kostn. og fyrirfr.innheimtar tekjur 65,5 50,6 +29,4% Skuldir og eigið fé samtals: 2.513,3 2.323,5 +8,2% Lands- bankinn lækkar vexti LANDSBANKI íslands hefur lækkað vexti sína af almennum sparisjóðsbókum, tékkareikning- um, sértékkareikningum og verð- tryggðum inn- og útlánum. Innlánsvextir á almennum spari- sjóðsbókum og sértékkareikning- um lækkuðu um 0,3 prósentustig, í 0,70%, en vextir af almennum tékkareikningum lækkuðu um 0,1 prósentustig, í 0,40. Kjörvextir af verðtryggðum lán- um með breytilega vexti lækkuðu um 0,3 prósentustig og eru nú um 5,95%. Vextir af verðtryggðum inn- lánum lækkuðu hins vegar um 0,15-0,35 prósentustig eftir bindi- tíma. Nýjar útlánareglur um verð- tryggð fasteignalán til 5-25 ára með fostum vöxtum hafa einnig tekið gildi hjá bankanum og fela þær í sér verulegar breytingar á kjörum og skilyrðum fyrir slíkum lánveitingum. Kjörvextir af þessum lánum voru lækkaðir um 1,2 pró- sentustig og eru nú á bilinu 6,05-8,05. Við ákvarðanir um vaxta- kjör er tekið mið af veðsetningu í fasteign og greiðslugetu viðskipta- manna, en einungis er lánað gegn veði í auðseljanlegum eignum. Formaður stjórnar Samherja hf. um veiðileyfagjald Umræður hvorki sann- færandi né yfírvegaðar KRISTJÁN Pór Júlíusson, formaður stjórnar Samherja hf., sagði á aðal- fundi félagsins í gær að málflutningur þeirra sem töluðu fyrir auðlinda- skatti eða veiðileyfagjaldi væri hvorki sannfærandi né yfirvegaður. Hann sagði Islendinga hafa deilt um það síðustu 30 ár hvemig nýta mætti þá auð- lind sem sjórinn umhverfis landið hefði að geyma, en árið 1983 var ákvörð- un um núverandi kvótakerfi tekin og með því voru fiskimiðin girt af og ein- staklingum úthlutað rétti til að sækja þangað inn. Tæknival Aðalfundur Aðalfundur Tæknivals hf. verður haldinn föstudaginn 3. apríl 1998 á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild fyrir stjórn til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hl. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Tæknivals; hluthöfum til afhendingar viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða einnig afhent á fundarstað. Stjórn Tæknivals hf. Ekki mikill agi I 1 l \ l I I í > Kristján sagði að skiptar skoðan- ir hafi verið um kerfið, en flestir virðast telja þetta kerfi það hag- kvæmasta sem völ er á til að stýra sókn í takmarkaða fiskistofna. Þá beri svo við að þungamiðja um- ræðnanna flyst frá spurningunni um hagkvæmni kerfisins yfir í vangaveltur um réttmæti þess. ,A sautjándu og átjándu öld var góður markaður fyrir fisk í útlönd- um en lítil eftirspurn eftir landbún- aðarvörum. Svo er enn í dag. Á sautjándu og átjándu öld ákvað Danakonungur sérstaklega verð á þessum afurðum í samræmi við þarfir og óskir ríkjandi valdastéttar, bændahöfðingjanna. Með hagsmuni þeirra í huga voru fiskveiðar skatt- lagðar en landbúnaðarafurðir nutu fríðinda. Tvö hundruð árum seinna vilja talsmenn þessa sjónarmiðs - flestir búsettir á höfuðbýli landsins - skattleggja hjáleigur höfuðbólsins, sjávarútvegsbæi vítt um land. Er nema von að okkur hugnist ekki þessar hugmyndir? Sú ofuráhersla sem þessir einstaklingar leggja nú á upptöku veiðileyfagjalds ruglar alla skynsama umræðu um skattlagn- ingu sameiginlegra auðlinda lands- manna,“ sagði Kristján Pór. [ I I > ! Hann gerði verðbréfamarkaðinn einnig að umtalsefni, í tengslum við grun um óeðlileg viðskipti með hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum á Verðbréfaþingi, m.a. í Samherja. Verðbréfaþingið hafi sent frá sér fréttatilkynningu sem þannig var orðuð að hans mati að dómur var kveðinn upp, sem tæpast sé í þess verkahring. Niðurstaða Bankaeftir- lits Seðlabankans hafi verið sú að ekki væri ástæða til að hafast neitt frekar að í málinu, „en skaðinn var skeður. Þetta mál er í mínum huga dæmi um vinnubrögð sem ekki bera vott um mikinn aga,“ sagði Krist- ján.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.