Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís NEMENDAÓPERAN hefur undirbúið ðperu- og söngleikjadagskrá sem verður flutt í tónleikasal Söngskóians, Smára, á föstudag og laugardag. Operu- og söngleikja- kvöld Nemendaóperu Söngskólans NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík sýndi Töfraflautu Mozarts sjö sinnum nú í mars og var húsfyllir á öllum sýningum. Samhliða æfingum og sýning- um á Töfraflautinni hefur Nem- endaóperan undirbúið óperu- og söngleikjadagskrá sem verður á fjölunum í tónleikasal Söngskól- ans, Smára, Veghúsastíg 7, föstu- dagskvöldið 3. apríl kl. 20.30 og laugardaginn 4. apríl kl. 14.30. Fyrir hlé verða flutt atriði úr tveimur „dramati'skum" óperum, Suor Angelica eftir Puccini og II trovatore eftir Verdi. Eftir hlé verða flutt atriði, einsöngslög, dúettar og kórar úr amerískum söngleik, Annie get your gun, eftir Irvin Berlin. Suor Angelica er ein af þrem- ur óperum Puccinis er mynda „II Trittico" og var frumsýnd í Metropolitan óperunni árið 1918. Óperan er skrifuð fyrir kven- raddir eingöngu og er sögusviðið klaustur í Siena á Italíu. Hér verður fyrri hluti óperunnar fluttur og fara Elma Atladóttir og Svana Berglind Karlsdóttir með stærstu hlutverkin, systur Angelicu og systur Genovieffu. Auk þeirra koma 16 söngkonur fram í srnærri hlutverkum og kór. II trovatore - Trúbadúrsinn - ein af vinsælustu óperum Verdis var frumflutt í Róm 1853. Hér verða flutt tvö atriði; Þórunn Stefánsdóttir syngur sígaunakon- una Azusenu og Stefán Helgi Stefánsson og Örvar Már Krist- insson skipta með sér hlutverki fóstursonar hennar, trúbadúrsins Manrico. Iwona Jagla og Garðar Cortes hafa annast undirbúning og stjórna óperuhluta sýningarinn- ar. Iwona Jagla leikur auk þess undir á píanó. í einsöngshlutverkum eru Brynhildur Björnsdóttir, Eh'sa Sigríður Vilbergsdóttir, Elíza María Geirsdóttir, Hrólfur Sæ- mundsson, Helga Kolbeinsdóttir, Hjálmar P. Pétursson, Inga Björg Stefánsdóttir, Sigrún Pálmadóttir, Sigurður Haukur Guðjónsson, Stefán Helgi Stef- ánsson, Valgerður G. Guðnadótt- ir, Þórunn Día Stefánsdóttir og Örvar Már Kristinsson. Magnús Ingimarsson hefur annast undir- búning, sljórnar og leikur undir á píanó. Auk þeirra sem þegar hafa verið upp taldir fara Arndís Fannberg, Hrönn Helgadóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Lovísa Sigfúsdóttir, Nanna María Cortes, Rósalind Gísladóttir og Soffía Stefánsdóttir með hlut- verk í sýningunum. Leiksljóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Fleiri sýningar eru ekki fyrirhugaðar hjá Nemendaóperunni í vetur. BARNAAFMÆLI (uppstilling), ljósmynd 1998. Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Þrettán uppstillingar og eitt hús ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal _ við Freyjugötu, Listasafni ASI, laugardaginn 4. apríl kl. 15. Þar sýnir hún þrettán uppstill- ingar og eitt hús. Þetta er fyrsta stóra einka- sýning Þorbjargar, en hún lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1993 og var svo í framhaldsnámi í Frakk- landi. Hversdagskátína Huldu Hákon Sjónþing Gerðubergs eru að hefjast að nýju. Hulda Stefánsdóttir fékk forsmekkinn að því sem bíður áheyr- enda á morgun, laugar- daginn 4. apríl, kl. 11 árdegis þegar listakon- an Hulda Hákon situr fyrir svörum og rekur feril sinn í máli og myndum. HANNES Sigurðsson, Hulda Hákon, Egill Helgason og Halldór Björn Runólfsson. ÍSLENSKA menningarsamsteyp- an art.is annast Sjónþing Gerðu- bergs í samvinnu við listadeild staðarins og er þetta tíunda Sjón- þingið í röðinni. Spyrlar eru Hall- dór Bjöm Runólfsson listfræðingur og Egill Helgason fréttamaður, en umsjónarmaður er Hannes Sig- urðsson, forstjóri art.is. Líkt og áð- ur verður Sjónþinginu fylgt úr hlaði með tveimur sýningum. I Gerðubergi verður opnuð yfirlits- sýning eldri verka Huldu Hákon og að málþingi loknu á morgun verður svo opnuð sýning á nýjum verkum listakonunnar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 8. Fyrir Huldu Hákon er mikil- vægt að listin sé ekki sett fram til höfuðs hversdagsleikanum þvi hún er sér meðvituð um að sem lista- maður er hún hluti af þeim veru- leika sem við búum við. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur hefur bent á að verk hennar dragi dám af alþýðulist, séu n.k. nútíma þjóðsögur, og að í gegnum verk Huldu skíni einlæg ást á íslenskum þjóðareinkennum. I seinni tíð hafa skírskotanir hennar orðið almenn- ara eðlis og ekki lengur bundnar við litla einangraða þjóð norður í íshafi heldur er fremur leikið á sammannlega strengi; fáránleika og kátínu lífsins. Hulda er fædd í Reykjavík og bjó um tíma í Keflavík. Hún kynnt- ist fyrst myndlist af verkum afa- bróður síns, Eyjólfs Eyfells. Stærsta áhrifavald æsku sinnar tel- ur Hulda vera föðurömmu sína, Kristínu Margréti Jóseímu Bjöm- son. Kristín Margrét hafði búið í Bandaríkjunum í sex ár. Hún var líka skáld og sendi frá sér bækur undir dulnefninu Omar ungi. „Amma sletti alltaf heilmikið ensku og kallaði mig „honey pie“ og „sug- ar“ á rnilli þess sem hún rakti fyrir mér Islendingasögurnar og varaði mig við að ærslast í kringum álfa- steina. Hún var af aldamótakyn- slóðinni og hafnaði algerlega hug- myndum módernistanna, fannst 19. öldin það eina sem vit væri í. I henni bjó sérkennileg samsetning heimsborgara og aldamótaróman- tíkers.“ Árið 1981 lýkur Hulda námi frá nýlistadeild Myndlista- og handíða- skólans. Þar var þá deildarstjóri Magnús Pálsson. Hulda segist vera mjög ánægð með að hafa sótt ný- listadeildina hér heima, sem þá hafði orð á sér fyrir að vera hálf- gerður „terroristaklúbbur", eins og Egill bendir á. Þarna hafi hún tekið út óöryggi sitt og kynnst Iist manna á borð við Herman Nitz og Dieter Roth. „Þá skildi ég að það var ekki nóg að kunna bara að teikna í þessum heimi og þarna varð ég fyrir því áfalli sem ég hefði annars upplifað að námi loknu, þ.e.a.s. að það er enginn sem bíður eftir því að maður geri næstu myndina." Framhaldsnám í New York Hulda hafði kynnst manni sínum, mynd- listarmanninum Jóni Óskari, og hélt nú ut- an til New York og hóf framhaldsnám við School of Visual Arts, þar sem Jón Óskar hafði verið við nám í eitt ár. í New York bjuggu þau næstu fimm árin. Huldu vegn- aði mjög vel í skólanum og þar reyndist henni ekki síst vel hvatning og stuðningur þáverandi deildarstjóra listadeildar- innar, Jean ? | Seagull. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt Hulda í galleríi skól- ans í Soho-hverfinu. Þar sýndi hún m.a. verk af rollu með fánum sem skólinn birti heilsíðulitmynd af í auglýsingarbæklingi sínum næstu tíu árin. Hún heldur áfram að vinna með þetta norræna þema í ýmsum myndum; pólstjarna, ís- björn, hrafnar, sauðfé - og úr einkalífinu kom hundurinn Heiða Berlín, þýskur schaeffer-hundur sem Hulda og Jón Óskar eignuðust á þessum tíma. Síðar hafa gælu- dýrin orðið fleiri, bæði hundar og kettir, og iðulega hafa þau ratað inn í verk Huldu. „Heiða Berlín varð uppspretta að mörgum verk- um. Fyrir mér er þessi hundur hinn fullkomni borgari. Hún var alltaf með mér og fylgdist með hverri pensilstroku sem ég dró. Stundum fannst mér ég geta lesið úr andlitinu hvað henni fannst um myndirnar." Á þessum tíma lagði Hulda sig fram við að hafa verk sín gróf og um klasturslegt spýtnabrakið í lágmyndum, sem hún síðan málar í andstæðum skærum og dökkum litum, er seint hægt að segja að þau búi yf- ir kvenlegum yndisþokka. Hún segist vilja vera van- máttug gagnvart viðfangs- efninu. „Þetta er klastur vegna þess að ég vil að það sé svona.“ Hulda litur fremur á sig sem skúlptúrista en listmálara en á námsárum hennar í New York var nýja-málverk þýskra ex- pressjónískra málai-a að slá í gegn í listheiminum. „Þessi nýi expressjónismi hafði ekki sömu áhrif á mig og á starfs- systkin mín á Islandi vegna þess að það var svo margt ann- að að gerast í New York. Fjöl- breytileikinn þar Morgunblaðið/Jón Svavarsson í SELJAKIRKJU voru aflijúpaðar tvær stórar veggmyndir í miðrými kirkjunnar eftir Rúnu (Sigrúnu Guðjónsdóttur). Verkin gefur Kvenfé- lag Seljasóknar til minningar um fyrsta formann félagsins, Aðalheiði Hjartardóttur. Þema verksins byggist á sálminum „Ó vef mig vængj- um þínum“ og voru það börn Aðalheiðar: Ingibjörg, Hjörtur, Guðný og Jóhanna Valgeirsbörn, sem afhjúpuðu verkið við hátíðlega athöfn föstudaginn 27. mars sl. Suzuki fiðlu- nemar með kökusölu SUZUKI fiðlunemar við Tón- listarskóla Keflavíkur og Njarðvíkur standa fyrir köku- sölu við Stapann í kvöld og hefst hún kl. 23. Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda en þeir halda til Ái’ósa í Danmörku 10. júní nk. og leika í tónleikahöll borgarinnar. Þaðan verður haldið á vestursti’öndina og haldnir tónleikar sem og í Óðinsvéum. Síðast verður hald- ið til Billund í Legoland en þar verða síðustu tónleikarnir í ferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.