Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 39
tíma - skýrsla sérfræðinefndar um fjarskiptamál
Morgunblaðið/Halldór
GUÐJÓN Már Guðjónsson, formaður sérfræðinefndar um fjarskiptamál, hlýðir á Halldór Blöndal samgönguráð
herra á fundi í gær, þar sem niðurstöður nefndarinnar voru kynntar.
MILUftROfiR G8 fl RRI
TfltSflMBflND
2000
2Ö0S OftCflR: 100 200 100 400 500
1995
HEIMIIB: STCT ond Croportno-rt
tRtOICN
Húotu u« tmitmbtvuRí.Hm
þessi breyting á sér ekki fordæmi í
Evrópu og gengur gegn þeim laga-
sjónarmiðum sem sterkust hafa verið
í álfunni varðandi gjaldtöku. Almenna
reglan er sú að gjald er tekið í sam-
ræmi við kostnað og er ekkert annað
land í Evrópu eitt gjaldsvæði af þess-
um sökum.
Það sem er þó enn frekar ámælis-
vert er það misræmi sem er á gjald-
töku vegna talsambands og gagna-
flutnings með leigulínum. I því síðar-
nefnda er landið ekki eitt gjaldsvæði
og er kílómetragjald innheimt af
flutningi um gagnalínur. Telja má að
þetta ósamræmi í lögum þurfi leið-
__________ réttingar við svo að sann-
! á Net- Síthí °R réttlætis sé gætt,“
aldast seSÍa nefndarmenn í
, skýrslunni.
ars
Fámennið felur í sér
tækifæri
í samtölum við þá erlendu aðila
sem komu á fund nefndarinnar kom
fram að ísland væri í einstakri stöðu
til að taka þátt í þróunarverkefnum á
sviði fjarskipta. Aðstæður á Islandi
væru betri en hjá flestum öðrum, fá-
mennið veitti sérstakan aðgang að
heilli þjóð. Öflugt samstarf aðila í
menntakerfinu og á fjarskiptamark-
aði gæti orðið mikilvæg vogarstöng í
uppbyggingu hugbúnaðariðnaðar og
menntunar á íslandi.
Því megi segja að fámennið feli í
sér mikilvæg tækifæri sem skoða
þurfí af fullri alvöru með innlendum
fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðleg-
um samstarfsaðilum. íslendingar eru
sagðir vel í stakk búnir til að taka
þátt í þeim breytingum sem nú eigi
sér stað en Netnotkun á íslandi sé
með því allra mesta sem gerist, auk
þess sem einkatölvueign sé almenn.
Áhugi og frumkvæði einstaklinga og
fyrirtækja sé ómetanlegt í þessari
þróun og á þennan hátt hafi almenn-
ingur byggt upp grunninn að upplýs-
ingaþjóðfélagi.
Fjarskiptastofnun verði efld
Lagt er til í skýrslunni að Fjar-
skiptastofnun verði styrkt sem sjálf-
stæður eftirlitsaðili og að hún ávinni
sér trúnað almennings og fyrirtækja.
Þar skipti miklu máli hvernig svo-
nefnd alþjónusta er skilgreind en þar
eru lagðar kvaðir á fjarskiptafyrir-
tæki. Hlutverk Fjarskiptastofnunar á
einnig að vera að tryggja faglegt eft-
irlit og renna stoðum undir heilbrigða
samkeppni á fjarskiptamarkaðnum.
„Mikilvægast er að mat á raun-
kostnaði vegna aðgangs að grunnnet-
inu sé faglegt og verð nægilega lágt
til að þjónusta aukist. Til þess að
stofnunin þjóni sem best tilgangi sín-
um leggur nefndin til að lagalegt um-
hverfí hennar verði endurskoðað og
starfssvið hennar skilgreint betur.
Einnig er lagt til að Alþingi verði
gefnir auknir möguleikar á að fylgj-
ast með fjarskiptamálum með því að
ársskýrsla Fjarskiptastofnunar verði
lögð fyrir þingið." Þá segir að heimild
stofnunarinnar til að beita dagsektum
sé mikilvæg til að hraða leiðréttingu í
samkeppnismálum.
Landssímann skortir tengingu
við markaðinn
Síðari hluti skýi-slunnar fjallar um
Landssímann. Þar segir að fyrirtækið
skorti betri tengingu við markaðinn
en nú er. „Þjónustuþátturinn hefur
verið vanræktur eins og svo oft vill
verða hjá fyi-irtækjum sem starfa í
skjóli einkaleyfa. Aukin samkeppni
gerir kröfu um styrka og ábyrga
stjórn. Einnig þarf að styrkja fram-
kvæmdastjórnina þannig að fyrirtæk-
ið sé vel í stakk búið til að mæta
breyttri stöðu á markaðinum."
Nefndarmenn telja að til að Lands-
síminn geti mætt kröfum um bætta
þjónustu og góða ímynd þurfí hann að
verða rekinn á framsýnan hátt í sam-
starfi við innlend og erlend íyrirtæki
við uppbyggingu á fjarskipta- og
margmiðlunarþjónustu. Þeir segja til
dæmis ekki úr vegi að opna litla skrif-
stofu í Silicon Valley í Kaliforníu,
vöggu tækniframfara í fjarskiptum.
Einnig segja þeir að mætti hugsa
sér að Landssíminn tæki upp þróun-
arsamstarf við erlend stórfyrirtæki
sem stefna að betri og bættri breið-
bandsþjónustu þegar fram i sækir.
Enn einn möguleiki er nefndur sem
sá að taka upp samstarf við alþjóðleg
fjarskiptafyrirtæki sem væru tilbúin
til að borga mikið fyrir að njóta góðs
af tækniþekkingu starfsmanna
Landssímans og fá aðgang að háþró-
aðri tækniþjóð.
Landssíminn styðji menntun
og atvinnulíf
Nefndin telur að Landssíminn eigi
að hafa það að langtímamarkmiði að
styðja við mikilvægar stoðir samfé-
lagsins, svo sem menntun og atvinnu-
líf. „Þannig ætti Landssíminn að hafa
það langtímamarkmið að vera lykill-
inn að upplýsingasamfélaginu og
stuðla að því að gera íslenskt þjóðfé-
lag að fyrirmynd í hinum nýja
netheimi." Nefndin telur æskilegt að
Landssíminn skipaði umsvifalaust
vinnuhóp sem ynni að framtíðarsýn
fyrir félagið fram til ársins 2008 til að
tryggja framgang mikilvægra mála.
Nefndin telur ljóst að eftir að Póst-
og símamálastofnunin hafi orðið að
hlutafélaginu Pósti og síma hf. hafl fyr-
irtækinu ekki tekist að losna við þann
stofnanabrag sem einkennt hafi íyrir-
tækið og það hafi ekki tileinkað sér þá
faglegu stjórnarhætti sem vænst var.
Hún telur nauðsynlegt að stjórn
Landssímans ráði til sín og starfi náið
með ráðgjafarfyrirtæki sem hefur
viðtæka reynslu af rekstri fjarskipta-
fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni.
Hlutverk þess ráðgjafarfyi’irtækis
yrði að aðstoða Landssímann við að
móta skýra framtíðarsýn og endur-
skipuleggja starfsemi fyrirtækisins
með hliðsjón af breyttri stefnu og
breyttum forsendum í rekstri þess.
Nefndin telur að starfsmanna-
stefna Landssímans verði að miða að
því að gera fyrirtækið að
eftirsóknarverðum vinnu-
stað. Þannig geti það haldið
góðum starfsmönnum sem
hafí góða þekkingu á starf-
semi fyrirtækisins og ekki
síður laðað að nýtt starfsfólk sem hafi
reynslu og þekkingu á sviði þjónustu
og markaðsmála.
Það er talið mjög mikilvægt fyrir
framtíð Landssímans að fyi’irtækið
sæki meira inn á þjónustusviðið og
losi sig undan þeirri stofnanaímynd
sem ríkisstofnunin Póstur og sími
hafði. Nefndin telur að mikilvægt
tækifæri til að efla starfsmannahald
fyrirtækisins felist í sölu þess.
Nefndin hrósar hún Landssíman-
um fyrir tæknilega uppbyggingu tal-
símakerfisins. Stafræna símkerfið og
ljósleiðarakerfið hafi gert Landssím-
anum kleift að bjóða betri og hag-
kvæmari talsímaþjónustu en í mörg-
um ríkjum OECD. Uppbygging far-
símaþjónustu hafi tekist mjög vel,
þjónustustig GSM- og NMT-kerf-
anna sé hátt, útbreiðslusvæðin stór
og kostir beggja kerfa vel nýttir.
Gæðastig þjónustunnar hafi rennt
styrkum stoðum undir notkun Nets-
ins sem sé mjög mikil hérlendis.
„Sívaxandi netsamskipti kalla á
nýjar tæknilegar lausnir því talsam-
bandskerfið er í eðli sínu ekki hannað
til að sinna þessari þjónustu. Sú stað-
reynd að íslendingar hafa nýtt sér
þessa tækni meir og fyrr en aðrar
þjóðir knýr á um að Landssíminn sé í
fararbroddi við uppbyggingu gagna-
flutningakerfis sem sinnir kröfum
markaðarins."
Landssimanum verði
ekki skipt
Nefndin telur það þjóna best hags-
munum almennings, ríkisins og sam-
keppninnar að halda Landssímanum
óskiptum í einu fyrirtæki í stað þess
að skipta honum upp í tvö fyrirtæki
sem veiti grunnnetsþjónustu og virð-
isaukandi þjónustu, eins og bent hafi
verið á. Nefndin telur þó að undan-
skilja eigi Breiðvarpsþjónustu Lands-
símans. Hana eigi að reka í sérstöku
fyrirtæki, sem gæti þó engu að síður
verið í eigu Landssímans.
Hún telur Breiðvarpið ekki í sam-
ræmi við framtíðarsýn nefndarinnar
um uppbyggingu fjarskiptakerfis
framtíðarinnar. Hún gerir skýran
greindarmun á sölu efnis (Breiðvarp)
og flutningi þess (Breiðband). Nefnd-
in telur þjónustu þá sem Breiðvarpið
veitir eiga fullan rétt á sér en leggur
áherslu á að sú þjónusta sé rekin sem
sjálfstæð eining sem lúti sömu mark-
aðslögmálum og samkeppnisaðilar.
Landssíminn verði seidur
Miðað við stöðu og þróun lagaum-
hverfis, tæknimála og markaðsmála
finnur nefndin engin sterk rök sem
mæla með áframhaldandi eigu ríkis-
ins á Landssímanum. Forsendur sölu
á hlutabréfum ríkissjóðs eru margar
og gerir nefndin tillögur þar að Iút-
andi. Frumforsenda söluhugmynda
er sú að Landssíminn geti verið sjálf-
stætt fyrirtæki þrátt fyrir smæð sína
og þurfi ekki að renna inn í stærri
fyrirtækj aeiningu.
Nefndin telur sölu á bréfum á bréf-
um á fjármálamarkaði gera þau að
gjaldmiðli fyrir fyrirtækið sem styrki
samstarfsmöguleika Landssímans við
önnur fyrirtæki, bæði innanlands og
á alþjóðlegum vettvangi. Nauðsyn-
legt sé að treysta bönd fyrirtækisins
við starfsmenn og viðskiptavini með
dreifðri eignaraðild. Síðast en ekki
síst geti sala bréfa veitt starfsmönn-
um hlutdeild í hagnaði fyrirtækisins.
Selt verði í þremur áföngum
„Flýta þarf sölu Landssímans eins
og kostur er. í fyrsta áfanga einka-
væðingar er rétt að selja allt að 20%
af eign ríkisins en það er talið um það
bil það hámark sem ráðlegt sé að
bjóða út á innlendum markaði á einu
ári. Á þessu stigi verði sérstaklega
hugað að sölu til starfsmanna og al-
mennings á viðunandi verði.
í næsta áfanga verði allt að 25% af
eign ríkisins í Landssímanum seld
einum eða fleiri kjölfestufjárfestum.
Rétt valdir kjölfestufjárfestar munu
styrkja verðmætamat á fyrirtækinu í
alþjóðlegu útboði auk þess sem lík-
legt má telja að hlutafé verði selt við
hærra verði til kjölfestufjárfesta en
almennt fengist á innlend-
um markaði.
í þriðja og síðasta
áfanga selji ríkið afganginn
í eign sinni í fyrii-tækinu,
að lágmarki 55%, í alþjóð-
legu og innlendu útboði þar sem a.m.k.
15% hlut verði ráðstafað til innlendra
fjárfesta. I útboðinu yrði höfuðáhersla
lögð á hámarksverð fyrir bréfin.
Reikna má með að sala á Landssíman-
um taki þrjú ár hið minnsta," segir í
skýrslu nefndarinnai’.
Nefndin leggur til að ríkissjóður
haldi eftir svokölluðu „golden share“,
þar sem ríkinu er áskilinn réttur um-
fram aðra hluthafa og þar sem til-
greint er hvaða ákvarðanir ekki er
hægt að taka án samþykkis ríkisins.
Mat og eftirlit
á raunkostn-
aði mikilvægt