Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 45

Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 45 j. Framtíð Reykholts í REYKHOLTI í Borgarfirði eru miklar skólabyggingar, frá því að framhaldsskóli var þar, nýbyggð kirkja og Snorrastofa áföst við hana, sem nú er verið að innrétta. Þá stendur gamla kirkjan enn á staðnum. Reykholt er einkum nafnfrægt vegna þess að höfðing- inn Snorri Sturluson, sagnaritari og skáld, bjó þar á fyrri hluta 13. ald- ar. Snorrastofa er reist í minningu hans og ætlað það hlutverk að vera safn um Snorra og fræðasetur um norræna sögu og bókmenntir sem tengjast honum. Þá er stofunni ætlað að kynna sögu Reykholts og Borgarfjarðarhéraðs. í stofunni verður bókhlaða og gestaíbúð fyrir innlenda og erlenda fræði- og listamenn. í kjallara Snorrastofu og kirkj- unnar er nú rekin upplýsingaþjón- usta fyrir ferðamenn og haldnar sýn- ingar til að kynna Snorra Sturlu- son, sögu staðarins og íslenska menningu. Þá hefur gistiþjónusta og greiðasala verið í heimavistum skólans á sumrum um áraraðir og hafa þær nú verið seldar á leigu í þeim tilgangi að þar verði ferða- mannamóttaka. Evrópskt menningarsetur Síðan skólahaldi var hætt í Reyk- holti hefur komið til álita að nýta húsakynni skólans fyrir aukna starfsemi í tengslum við Snorra- stofu. í ávarpi, sem Björn Bjarna- son menntamálaráðherra hélt á ráð- stefnu á menningar- starfsdegi í Þjóðminja- safninu 20. september 1996, hreyfði hann þeirri hugmynd að gera Reykholt að evrópsku menningarsetri þar sem stunduð yrðu mið- aldafræði og rannsókn- ir á fomleifum. En nýjasta upplýsinga- tækni mundi treysta al- þjóðleg tengsl þeirra sem þar ynnu að fræð- um sínum. Þótt heimavistir skólans hafi nú verið seldar á leigu þarf sá gemingur ekki að koma í veg fyrir áform um evrópskt menningarsetur á staðnum enda stendur gamla skólahúsið enn ónot- að. Að vísu þarf að endurbæta það allmikið svo að það verði nothæft fyrir slíka stofnun. Reykholt hefur um áratugi verið fræðslumiðstöð í Borgarfirði. Staðurinn tengist órjúfanlega bókmenntaarfi okkar. Ekkert er því sjálfsagðara en finna skólahúsunum þar hlutverk í sam- ræmi við forna frægð staðarins og þau verði áfram notuðfyrir starf- semi sem verði bæði Islendingum og útlendingum til menntunar og þroska, gagns og gamans. A síðasta ári komu allar Islend- ingasögurnar og margir þættir út á ensku í einu safni. Fjölmargir er- lendir þýðendur unnu að þessu stór- virki. Auðvelduðu tölvusamskipti alla samvinnu ritstjórnarinnar við þá. Fornsögumar hafa verið þýddar á fjölda þjóðtungna og stöðugt koma nýjar þýðingar. Ahuginn á fornbókmenntunum hefur vakið at- hygli á íslenskum samtímabók- menntum á erlendri grund. Víða er- lendis eiga þýðendur kost á að dveljast á þýðingarstofum um nokkurn tíma, fá aðgang að bóka- safni og tækjum. Væri ekki úr vegi að veita þýðendum íslenskra bók- mennta slíka aðstöðu í Reykholti. Þegar bókasafn Snorrastofu hef- ur verið tekið í notkun má gera ráð fyrir því að marga þeirra, sem stunda íslensk fræði víða um lönd, Snorrastofa, segir Ulfar Bragason, gæti beitt sér fyrir evrópskum samstarfs- verkefnum á sviði miðaldafræði. fýsi að dveljast þar um tíma og fást við rannsóknir sínar í sögulegu um- hverfi. Þótt mönnum vaxi nú ef til vill í augum fjarlægð frá Reykjavík verður mikil breyting á samgöngum við Reykholt þegar Hvalfjarðar- göngin verða tilbúin. Hin öra tölvu- þróun auðveldar einnig fræðimönn- um að vinna fjarri rannsóknarbóka- safni. Ákvarðanir hafa verið teknar um viðamiklar fornleifarannsóknir í Reykholti. Hljóta þær ekki aðeins að ýta undir ferðamannastraum þangað heldur einnig áhuga fræði- manna á að dveljast þar. Eðlilegt" væri að komið yrði upp sýningum þar sem fornleifarannsóknirnar væru kynntar og skýrðar, svo að ferðamenn geti fylgst sem best með þeim. Þá væri æskilegt að koma al- þjóðlegum fornleifanámskeiðum á fót í Reykholti enda má gera ráð fyrir að erlenda fornleifafræðinema fysi að taka þátt í uppgreftrinum þar. Síðast en ekki síst mætti halda fræðaþing í tengslum við fornleifa- rannsóknirnar og sögu staðarins. Snorrastofa gæti einnig beitt sér fyrir evrópskum samstarfsverkefn- um á sviði miðaldafræða í sam- vinnu við Háskóla Islands og Þjóð- minjasafnið. I því sambandi mætti hugsa sér athuganir á sagnfræði- ritun miðalda en Heimskringla Snorra Sturlusonar er þekkt víða um lönd. Rannsóknir á heiðnum átrúnaði eru annað verkefni. Snorra-Edda er ein merkasta heimildin um heiðna trú. Snorra- stofa gæti þá hrundið þessum verk- efnum af stað, efnt til alþjóðlegra samstarfsfunda um þau og þinga til að kynna þau en rannsóknirnar færu fram við háskóla víða í Evr- ópulöndum. Snorrastofa og menningarkynning Þekking barna og unglinga á sögu þjóðarinnar og bókmenntum verður ekki síst aukin með því að fara um söguslóðir. Benda má á að til er kort yfir sögustaði í Borgar- firði. Reykholt mætti því nýta fyrir orlofs- og fræðsluferðir íslenskra ungmenna. Sams konar ferðir mætti einnig bjóða ungmennum frá öðrum löndum. Konungasögur Snorra höfða auðvitað sérstaklega til Norðmanna. Þótt undarlegt megi virðast hafa þeir sem stunda ferðaþjónustu hér á landi lengi haft lítinn hug á að skipuleggja söguferðir um Island. tílfar Bragason Þó hefur verið unnið nokkurt brautryðjendastarf í þessum efn- um í Borgarnesi. Hefur Islending- um og útlendingum verið leiðbeint þar um söguslóðir, sögustaðir merktir og kortlagðir. Nú virðast fyrirtæki í ferðaþjónustu hins veg- ar vera að átta sig á að útlendingar vilja koma í menningarferðir til Is- lands ekki síður en íslendingar fara í slíkar ferðir til Evrópulanda og Ameríku. Háskólar og fyrirtæki bæði austanhafs og vestan hafa sýnt áhuga á að skipuleggja sögu- ferðir um landið. Vafalaust mun áhuginn vaxa eftir því sem nær dregur aldamótum þegar minnast á landafunda norrænna manna í Vesturheimi. Reykholt væri kjör- inn dvalarstaður í þess konar ferð- um, ekki síst eftir að umfangsmikl- ar fornleifarannsóknir hafa hafist þar. Þá væri unnt að skipuleggja söguhátíðir í tengslum við ferða- þjónustuna á staðnum, eins konar Snorrahátíðir. Þar mætti t.d. flytja leikþætti um ævi Snorra Sturluson- ar, sem byggðust á íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, eða færa kon- ungasögurnar í leikrænan búning, flytja miðaldatónlist og efna til íþróttaleikja að hætti fornmanna. Víkingahátíðirnar í Hafnarfirði hafa vakið mikla athygi og margir út- lendingar hafa sótt þær. Innan skamms verður ráðinn for- stöðumaður að Snorrastofu í Reyk- holti. Er forstöðumanninum ætlað að skipuleggja starfsemi stofunnar í samvinnu við stjórn hennar og koma bókasafni hennar fyrir í húsa- kynnum hennar. En þegar hann verður ráðinn er mikilvægt að búið verði að ákveða til hvers á að nota gamla skólahúsið enda mun starf- semi Snorrastofu tengjast öllum framkvæmdum á staðnum í framtíð- inni. Höfundur er forstöðumaður Stofn- un ar Sigurðar Nordals. jgönguskor LaSportiva Bakpokar - Caravan - tSpfnOd - 66“h [Bíomqd yerðirá-5^900.- Flísteppi verð frá 4.477.- Legghlífar, görigustafir, tjaldáýnur og aðrir fylgihlutir VERSLANIR SKULAGOTU 51 S: 552 7425, FAXAFENI12 S: 588 6600, GLERARGOTU 32 AKUREYRI S:461 3017, VESTMANNAEYJUM S: 481 3466 , < 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.