Morgunblaðið - 03.04.1998, Side 48

Morgunblaðið - 03.04.1998, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Allar gerðir plastpoka, þegarmikið liggur við. bakpokar gönguskór tjöld og oport Reykjavíkurvegi 60 Símar 555-2887 og 555-4487 ■t xnzx AÐSENDAR GREINAR Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð Islensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990 Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan að finna lausnir á vandamáli við- komandi einstaklings í samráði við hann og aðstandendur. Það getur verið þörf á að útvega hjálpartæki, gera breytingar á húsnæði, aðstoða við að skipuleggja dagleg verkefni eða útbúa þjálfunaráætlun. Við þessar aðstæður næst betri samvinna við aðstandendur og aðr- ar lykilpersónur í nánasta umhverfi (kennara, leikskólakennara, heima- þjónustu, heimahjúkrun o.fl.) Af þessu leiðir að allar aðgerðir verða markvissari og árangursríkari. Dæmi 1: Grunur er um að barn hafi hreyfi- og sjmjunarvandamál. Því er óskað eftir mati og ráðgjöf iðjuþjálfa. Hann skoðar barnið í daglegu umhverfi þess; á heimili eða í leikskóla/skóla, metur getu barnsins með próftækjum og fær upplýsingar frá foreldrum og kenn- urum. Ut frá niðurstöðum eru síðan útbúnar tillögur að æfingum til notkunar heima og í skóla ásamt leiðbeiningum fyrir kennara varð- andi lausnir í skólastofunni. Með þessum aðgerðum má beina barn- inu á rétta braut og gefa því stuðn- ing sem það hefur þörf fyrir. Dæmi 2: Ung fótluð kona er ný- flutt í eigin íbúð. Heilsugæsluiðju- þjálfinn hittir konuna á heimili Það er mikilvægt, segír Ingibjörg Pétursddttir, að búa vel að heilsu- gæslunni, heimahjúkr- un og allri heima- þjónustu hennar og kynnir sér þær aðstæður sem hún býr við. I samvinnu við konuna er metið hvernig stuðla megi að því að hún verði sem mest sjálfbjarga og hvort þörf sé á hjálp- artækjum og húsnæðisbreytingum eða öðrum úrræðum. Ef þörf er á hjálpartækjum er sótt um styrk til að kaupa á þeim til Tryggingastofn- unar ríkisins. Þegar nauðsynleg hjálpartæki hafa verið samþykkt og útveguð fylgir iðjuþjálfinn málinu eftir með því að þjálfa stúlkuna í notkun hjálpartækjanna og kenna henni vinnutækni sem hentar. Vera má að unga stúlkan þurfi að- stoð við að finna hvernig hún getur nýtt sem best þá getu sem hún hef- ur. Þá getur iðjuþjálfinn aðstoðað hana við að finna sínar sterku hliðar °g byggja á þeim. Oft er hægt er að nýta ýmsar lausnir í umhverfinu sem gætu orðið henni til stuðnings. Niðurstaða Það er orðið mjög tímabært að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur víða erlendis, að flytja þjónustu iðjuþjálfa meira út í umhverfi þeirra einstaklinga sem á henni þurfa að halda. Það er árangursríkara og fjárhagslega hagkvæmara og hlýtur því að vera það sem koma skal. Höfundur er heilsugæsluiðjuþjálfí á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Falleg oggagnleg fermingargjöf Iðjuþjálfun utan stofnanaveggja NU STENDUR yfir eins árs tilraunaverk- efni á vegum heilbrigð- is^ og tryggingamála- ráðuneytisins um iðju- þjálfun í heilsugæslu. Verkefnið mun standa yfir fram í september á þessu ári á heilsugæslu- stöðvunum í Mjódd og Sólvangi í Hafnarfirði. Þrír iðjuþjálfar í sam- tals einu og hálfu stöðu- gildi vinna að fram- kvæmdinni. Iðjuþjálfar í heilsu- gæslu - hvers vegna? Iðjuþjálfar eru ung stétt og starfsvið þeirra óljóst mörgum. Því má vera að einhverjir velti fyrir sér hvað iðjuþjálfar séu að vilja í heilsugæsluna. Iðjuþjálfar eru heilbrigðisstétt. Iðjuþjálfar sinna fólki á öllum aldri, börnum og fullorðonum sem vegna sjúkdóma eða áfalla eiga í erfiðleik- um í daglegu lífi. Iðjuþjálfar skoða og meta ástand og aðstæður þess sem á við erfið- leika að etja og veita síðan ráðgjöf WliÍUMAgi- llilNDUi S PÁSKATILBOD og koma með úrræði í samræmi við það. Ur- ræðin miðast við að gera þá sem búa við skerta getu eins færa og kostur er að lifa sjálfstæðu og inni- haldsríku lífi. Flestir þeirra 80 iðjuþjálfa sem nú starfa á Islandi hafa fram að þessu aðallega starfað innan hefðbundinna heilbrigðisstofnana svo sem á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnun- um. Því hefur þjónusta iðjuþjálfa fyrst og fremst staðið þeim til boða sem liggja inni á slíkum stofn- unum. Nýjar áherslur - nýjar leiðir Stefna núverandi heilbrigðisyfir- valda er að færa þjónustuna frá stofnunum inn á heimili fólks sem þarf á henni að halda. Það er því mikilvægt að búa vel að heilsugæsl- unni, heimahjúki-un og allri heima- þjónustu. Það er einnig nauðsynlegt að opna nýjar leiðir, eins og gert er með þessu tilraunaverkefni um iðju- þjálfun í heilsugæslu. Ráðning iðju- þjálfa á heilsugæslustöðvar auð- veldar aðgang hins almenna borg- ara að þjónustu iðjuþjálfa. Það má geta þess að nýlokið er öðru tilraunaverkefni, Sjúkraþjálf- un í heilsugæslu, og vonandi opnast leiðir fyrir fleiri stéttir í heilsugæsl- una í ljósi nýrrar stefnumótunar. Öflug þverfagleg samvinna er eitt af því sem skilar árangri. Ingibjörg Pétursdóttir #Plastos Umbúðir hf. V Suöurhrauni 3 • 210 Garöabæ «8«5-6500 Meðal iðjuþjálfa hefur um margra ára skeið verið rætt um hvaða leið skuli farin til að færa iðjuþjálfun meira út í samfélagið, út fyrir veggi stofnana. Ýmsar leiðir komu til greina en sú leið að sækjast eftir ráðningu iðjuþjálfa í heilsugæsluna varð fyrir valinu. Enda er það sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu að iðjuþjálfun skuli veitt innan heilsugæslunnar auk annarrar þjón- ustu. Vinna iðjuþjálfa úti í samfélag- inu samræmist vel þeirri hugmynda- fræði sem fagið byggist á. Það er að hafa heildarsýn, að horfa á heildar- aðstæður einstaklingsins og samspil- ið milli hans og umhverfisins. Iðjuþjálfi í heilsugæslu kemur inn í daglegt umhverfi þess sem til hans leitar, á heimili hans eða skóla/vinnustað. Þar eru aðstæður metnar og iðjuþjálfinn vinnur að því Góöar hugmyndir aö Ferm ingargjö fu m • Skartgripir og hringir • Styttur • Leirvörur • Myndir í fallegum römmum • Bókastoðir • Speglar, smáir sem stórir • Kiukkur • Dúkkur • Púðar • Lampar • Fatastandar • Húsgögn, kommóður, snyrtiborð ofl. ofl. íBðf KRISTALL Kringlunni og Faxafeni S. 568 9955 S. 568 4020 Iðjuþjálfun í heilsugæslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.