Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
■^iiiiiii —— ..........
MORGUNBLAÐIÐ
_________AÐSENPAR GREINAR
Nv skólastefna
NY skólastefna hefur
.. litið dagsins ljós. Henni
er ætlað að vera grund-
völlur endurskoðunar
aðalnámskráa fyrir
grunnskóla og fram-
haldsskóla. Stefnan hef-
ur verið kynnt undir
kjörorðunum „Enn betri
skóli. Þeirra réttur -
okkar skylda“. Ailflestir
hljóta að vera sammála
um að kynning stefn-
* >Unnar og raunar allt
vinnuferlið við endur-
skoðun aðalnámskránna
sé mjög til fyrirmyndar.
Auk þeirra markmiða
menntamálaráðuneytis-
ins með kynningunni að
efna til umræðu og fá fram góðar
ábendingar má vænta að þetta ferli
sé til þess fallið að tryggja meiri sátt
um endanlega gerð aðalnámskránna
svo og um framkvæmd þeirra.
Framkvæmd stefnunnar er jú það
sem öllu máli skiptir. Réttur nem-
enda á liðnum árum, hvort sem er
samkvæmt grunnskólalögum eða
gildandi aðalnámskrá, hefur ætíð
takmarkast af því fé sem til skólans
■^er varið. Því er rétt að líta til þess
hvort hún krefst aukinna útgjalda og
þá úr vasa hvers. Einnig er vert að
spyrja hvers vegna foreldrar hafí
ekki sótt kynningarfundi ráðherra í
meira mæli.
Fáir foreldrar
sækja fundina
Kynningarfundir ráðherra munu
fyrst og fremst hafa verið ætlaðir al-
menningi, foreldrum a.m.k. ekki síð-
ur en skólamönnum. Það sem af er
hafa þó fáir foreldrar sótt þessa
^►fundi heldur hefur mest borið á
skólafólki, - skólanefnd-
armönnum, skólastjór-
um og kennurum, - að
ógleymdum frambjóð-
endum til sveitarstjóm-
arkosninga sem víða
munu hafa sótt fundina.
Af hverju hafa svo fá-
ir foreldrar sótt þessa
fundi? Hvað fundinn í
Reykjavík varðar er
auðvitað nærtækasta
skýringin sú að hann
var auglýstur bæði seint
og illa í fjölmiðlum. En
sú skýring ein er ekki
viðhlítandi. I þessu sam-
hengi er vert að hafa
það hugfast að fæstir
foreldrar þekkja efni
núgildandi aðalnámskráa enda hefur
til þessa lítið verið gert til að kynna
almenningi forsendur skólastarfs.
Einhverjir velta því líklega ekkert
fyrir sér hvort eða hvemig ný skóla-
stefna varði sig og sitt eða sín börn
og margir eiga fullt í fangi með að
takast á við verkefni og vandamál
tengd daglegri skólagöngu barna
sinna og finna í stefnunni ekkert sem
skírskotar til þeirra. Flest þau mál
sem brenna heitast á fólki varðandi
skólann heyra jú undir fram-
kvæmdavald, fjárhagsáætlanir og
sjálfsforræði sveitarféiaganna, svo
sem aðstaða skóla, skólaakstur,
fjöidi bama í bekk, sérkennsla, sál-
fræðiþjónusta og hæfni kennara.
Fagleg yfirstjóm og eftirlitsskylda
menntamálaráðuneytisins er mun
fjarlægari.
Framkvæmd nýrrar skólastefnu
Öllum sem hafa kynnt sér hina
nýju skólastefnu má vera Ijóst að
hún er metnaðarfull og markmið
Ný skólastefna er
metnaðarfull og mark-
mið hennar háleit. En
Jónfna Bjartmarz spyr
hvort raunhæft sé að
ætla að hún komi til
framkvæmda að ein-
hverju eða öllu leyti.
hennai- háleit. En er raunhæft að
ætla að hún komi til framkvæmda að
öllu eða einhverju leyti. Á hvers
valdi og ábyrgð er framkvæmd
hennar er spurt og ekki að ófyrir-
synju. Vissulega eru ýmsar ástæður
til bjartsýni um framkvæmdina, en
ef við leyfum okkur að líta um öxl er
hætt við að dragi úr henni. Við höf-
um áður séð háleit markmið skóla-
starfs í grunnskólalögum, sér-
kennslureglugerð og núgildandi að-
alnámskrá, svo sem um að hver nem-
andi fái kennslu við hæfi. Þau mark-
mið hafa ekki náðst og fjárskorti er
kennt um.
Við minnumst yfirlýsinga ýmissa
sveitarstjórnarmanna sl. haust í
tengslum við kjaradeilu kennara. Ur
sömu átt hafa komið lík viðbrögð við
nýju skólastefnunni. Haft er eftir
formanni sambands ísl. sveitarfélaga
í Mbl. 10. mars sl. að ljóst sé að auk-
inn kostnaður verði af hinni nýju
skólastefnu og að fulltrúar ríkis-
valdsins og sveitarfélaga verði að
semja um nýja tekjustofna til sveit-
arfélaganna í samræmi við þann við-
bótarkostnað sem endurskoðuð aðal-
námskrá hefur í fór með sér fyrir
rekstraraðila skólanna. Sveitarfélög-
in hafi lagt mörg hundruð milljónir
króna til rekstrar grunnskólans um-
fram lögbundnar skyldur sínar og
það hafi aukist til muna eftir færslu
hans frá ríki til bæjar og sveitarfé-
lögin geti einfaldlega ekki meira.
Menntamálaráðherra, sem hefur
margsagt að hann telji ekki stærsta
vanda skólakerfisins stafa af fjár-
skorti, segir á hinn bóginn um nýju
skólastefnuna að hún krefjist ekki
aukinna útgjalda sveitarfélaganna.
Hann vísar þá til þess að henni fylgi
ekki aukinn kennslustundafjöldi um-
fram það sem gert var ráð fyrir við
yfirfærslu grunnskólans til sveitarfé-
laganna.
Umbætur og breytingar. Hver
borgar?
í skólastefnubæklingnum er talað
um „nauðsynlegar umbætur" og sagt
að menntun kennara muni taka mið af
námskránum, gera þurfi átak til að
tryggja endurmenntun þeirra í sam-
ræmi við nýjar kröfur og að öflugt
átak í námsgagnagerð sé einnig knýj-
andi. Ljóst er að þetta heyrir undir
menntamálaráðuneytið og ríkissjóð,
endurmenntunin að vísu aðeins að
hluta.
Helstu markmið hinnar nýju
stefnu, sem kynnt eru sem breyting-
ar, kalla m.a. á aukna námsráðgjöf,
kennslu í dansi, leikrænni tjáningu og
nýsköpun, kennslu á Iyklaborð og í
ritvinnslu allt frá 4. bekk. Allt þetta
leggur aukin úgjöld á sveitarfélögin
og „greining á sérþörfum nemenda
strax í upphafi skólagöngu" mun líka
kosta sitt ef af framkvæmd á að verða.
Aðstaða foreldra þeirra barna sem
Jónína Bjartmarz
glíma við þroskafrávik og námserfið-
leika hefur víða verið óskaplega erfið
og í mörgum tilvikum löng þrauta-
ganga í bið eftir greiningu og að
henni fenginni hefur tekið við bar-
átta fyrir úrbótum. þetta hefur ekki
bara skapað vandamál fyrir þau
börn sem þurfa sérstuðning heldur
einnig fyrir bekkjarsystkini þeirra
og allt bekkjarstarfið. Meðan öll 6
ára börn byrja samtímis í skóla án
tillits til mismunandi þroska þeirra
og getu og setjast í blandaða bekki
er rík þörf fyrir góða og skilvirka
greiningu á mismunandi þörfum
þeirra og þroska. Þau eiga öll rétt á
að fá jöfn tækifæri til náms við sitt
hæfi. Þörf er á greiningu jafnt þegar
um námserfiðleika er að ræða og
börn með afburðagetu að ógleymd-
um fullnægjandi úrræðum í öllum
tilvikum, sem hlýtur að vera átt við
þai' sem segir í kynningarbæklingi
„bregðast við áður en í óefni er kom-
ið“.
Menntamálaráðherra hefur rök-
stutt þá „breytingu" sem lýtur að
greiningu sérþarfa með þvi að það
kosti meira að láta þetta ógert en að
beita tækum úrræðum. Þetta viðhorf
lýsir meh-i framsýni en við eigum að
venjast í umræðu um skólamál og við
verðum bara að vona að það eigi eftir
að festast í sessi. Við skulum hafa í
huga við mat og vægi okkar á kostn-
aði við þessa breytingu að á hinni vog-
arskálinni sitja m.a. 30% nemenda
sem falla á grunnskólaprófi, 45%
nemenda sem falla út úr framhalds-
skóla að ógleymdum öllum með
brotna sjálfsmynd og sjálfstraust.
Að lokum leyfi ég mér að vera
bjartsýn og vona að allar góðar breyt-
ingar sem ný skólastefna boðar verði
að veruleika í framkvæmd, en kafni
ekki í deilum sveitarfélaganna og rík-
isvaldsins um útgjöldin. En fari svo
skal engan undra þótt foreldrar fjöl-
menni ekki á fundi um stefnubreyt-
ingar í skólamálum.
Höfundur er lögmaður og formaður
landssamtakanna Heimili og skóli.
ÍSÍte
jjsg
fes
Urður Gunnarsdóttir fjallar um Los Angeles
í blaðinu á sunnudaginn.
stofsw’j!1.:
lumKM