Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 58

Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR + Heiðbjört fædd- ist á Gautastöð- um í Holtshreppi (nú Fljótahreppi), 12. mars 1910. Hún lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Elín- borg Björnsdóttir, f. 4. febr. 1889 ( Borg- argerði Skarðs- hreppi í Skagafjarð- arsýslu, d. 22. sept. 1986 í Reykjavík, og Pétur Benediktsson, afgreiðslumaður í ullarverksmiðjunni Framtíðinni, f. 16. ágúst 1886 á Minni-Þverá í Holtshr. (nú Fljótahr.), d. 23. des. 1973 í Rvík. Þau voru bæði af bændafólki komin langt í ætt- ir fram. Geta má þess að Björn, faðir Kristínar, var hákarlaskip- stjóri í yfír 20 ár. Auk Heiðbjart- ar eijjnuðust þau hjón aðra dótt- ur, Olöfu Guðnýju að nafni. Hún Iést á fyrsta ári. Þau hjón tóku systurson Péturs í fóstur þegar hann var á öðru ári, Guðmund Bergsson, f. 2. júní 1915, maki Þrúður Sigurðardóttir og hafa þau búið um áratugi í Hvammi í Ólfusi. Hinn 16. ágúst 1938 gekk Heiðbjört að eiga Ara Jónsson kaupmann og klæðskera, f. 15. okt. 1911 á Tröllanesi í Norð- firði, d. 6. mars 1969 í Kópavogi. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Eysteinn Fjölnir, sjón- varpsvirki og verslunarmaður, f. 23. apr. 1938 í Reykjavík. Kona 1 14. mars 1964 Valdís Ragnars- dóttir, f. 26. okt. 1939 í Rvík, kaupmaður og forvörður. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 11. júlí 1964, tölvufræðingur og húsmóðir. b) Spurðu mig ekki um bliknuðu blöðin sembrotnaaflífsinseik. Við skiljum lítið og skynjum fátt ogskrifumívatnogreyk. Er ég fór að leiða hugann að því að festa nokkur orð á blað um frænku mína, datt mér þetta erindi í hug eftir skáldið Davíð Stefáns- Eiður Snorri, ljós- myndari, býr í New York, f. 1. des. 1970. c) Lísa Karen, fóstur- dóttir Fjölnis og dóttir Valdísar, f. 16. júlí 1962, lögfræð- ingur. Kona 2 Katrín Óskarsdóttir, graf- ískur hönnuður, f. 22. maí 1953 í Rang- árvallasýslu. 2) Pét- ur Kristinn, verslun- armaður, f. 17. ágúst 1944, maki Bjarney Ragna Róbertsdóttir, myndlistarkona, f. 3. apr. 1945 í Rvík. Börn þeirra eru: a) Pétur Ari, f. 8. jan. 1967 í Rvík, d. 15. nóv. sama ár. b) Kjartan Ari, f. 11. júní 1972 í Rvík. 3) Jón, verslunarmaður og blaðgyllir, f. 15. júlí 1947. Börn hans eru: a) Ari, f. 24. maí 1971, þjónn og sölumaður í Rvík. Móð- ir Sigurleif B. Þorsteinsdóttir. Síðar þegar Sigurleif B. giftist Sigurði Hlöðverssyni var Ari ættleiddur af honum og nú skrif- aður Sigurðsson. b) Ari Heiðar, f. 22. okt. 1973, við nám í Stokk- hólmi. Móðir Hellen Kolbrún Condit, magister í Svíþjóð. c) Valbjörg, f. 22. des. 1992. Móðir Halldóra Emilsdóttir myndlist- arkona. d) Höskuldur, f. 8. mars 1993, og e) Högna Heiðbjört, f. 16. ágúst 1997. Móðir Hólmfríð- ur Rán Sigvaldadóttir, f. 19. febr. 1956, kaupmaður og mynd- listarkona. Fyrstu hjúskaparár sín voru þau hjón Ari og Heiðbjört í Stykkishólmi þar sem Ari sá um rekstur á saumastofu hjá kaup- félaginu sem þá var rekið þar. títför Heiðbjartar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. son. Það er afar lítið sem við vitum um lífíð og tilveruna og tilgang hennar, en hvað um það þá erum við þátttakendur án vitneskju og þar af leiðandi kannski oft á villi- götum í lífinu. Ætlunin er að bregða upp stuttri mynd úr lífs- hlaupi Heiðbjartar, það verður í fá- tækara lagi, því þó við Heiðbjört + Ástkær móðir okkar, KRISTRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Vigdísarstöðum, sem lést laugardaginn 21. mars sl, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju, laugardaginn 4. apríl kl. 14.00 Helga Magnúsdóttir, Sigurgeir Magnússon, Sigurður Magnússon, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGVAR AGNARSSON bóndi, Kolgröfum, Eyrarsveit, verður jarðsunginn frá Grundafjarðarkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. María Magnúsdóttir, Magnús Ingvarsson, Kristín Pálsdóttir, Jóhanna Ingvarsdóttir, Sigurður Baldursson, Gunnar Halldór Ingvarsson, Elís Ingvarsson, Gróa Herdís Ingvarsdóttir, Ragnar Eyþórsson, Guðríður Arndís Ingvarsdóttir, Lúðvík Hermannsson og barnabörn. værum bræðrabörn, þá skildu leið- ir er ég var barn að aldri, og hún fluttist með foreldrum sínum úr sveitinni til Reykjavíkur, þá um það bil að verða fullvaxta heima- sæta, sem margur ungsveinninn hefur litið hýru auga til. Það fyrsta sem mig rekur minni til af okkar samfundum var það að hún var í heimsókn á feðraslóð hjá vinum og frændfólki, ég þá u.þ.b. tíu ára. Ég var gerður að meðreiðarsveini hennar til Siglufjarðar til að koma með hestana til baka. Trúlega hef- ur ferð hennar til Siglufjarðar ver- ið í þeim tilgangi að fara í síldar- vinnu. A þessum tíma var Siglu- fjarðarbær þekktur fyrir silfur hafsins og oft mikil sumarvinna. Ég minnist þess hve ég var bæði glaður og montinn á næstu jólum þar á eftir er þessi frænka mín sendi mér forkunnarfallegt leður- belti ásamt þökk fyrir ferðina til Siglufjarðar. Ég óx úr grasi í orðs- ins fyllstu merkingu og hafnaði í Reykjavík eins og fjöldi annarra úr dreifbýlinu og lágu þá leiðir okkar Heiðbjartar oftar saman. Mitt fyrsta skjól í Reykjavík var hjá for- eldrum hennar, þar sem hún var einnig með sitt heimili. I fyllingu tímans eða veturna 1930 og 31 var Heiðbjört á alþýðuskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan prófi eftir tvo vetur. Hún sótti meira en andlegan fróðleik að menntasetr- inu. Þar var á skólanum ungur, myndarlegur maður, Ari Jónsson, er síðar varð lífsförunautur henn- ar. Enginn asi var á þeim að binda samband sitt lögformlega því þau giftu sig ekki fyrr en árið 1938. Þau bjuggu í haginn til framtíðarinnar, því Ari fór í nám til Kaupmanna- hafnar og lærði klæðskeraiðn sem varð hans ævistarf beint og óbeint. Arið 1950 stofnuðu þau Faco, fata- gerð Ara og co. og nokkram árum síðar verslunina Faco. A þessum tíma var kvenréttindabaráttan ekki komin í algleyming eins og síðar varð, og konur sóttu ekki eins á vinnumarkaðinn þá sem nú. Það varð hlutverk Heiðbjartar að sjá um heimilið og uppeldi sonanna meðan þeir uxu úr grasi. Þegar hún taldi tíma sinn kominn til að vinna utan heimilisins varð hennar eigið fyrirtæki fyrir valinu, þar sem hún gekk til starfa með manni sínum og að honum látnum var hún á fullu með sonum sínum, sem tek- ið höfðu við forsjá fyrirtækisins. Heiðbjörtu var margt til lista lagt. Meðal annars var hún margfaldur methafi í sundi og öðrum íþróttum. Hún tók mikinn þátt í söngstarfi hjá ýmsum kóram og þótti þar vel liðtæk. Árið 1954 flytur fjölskyldan að Alfhólsvegi 58 í hús sem þau höfðu byggt í félagi við foreldra Heiðbjartar. Þar naut hún sín vel því hún hafði yndi af öllum gróðri og ræktun, lóðin var stór og fjöl- breyttur gróður í henni, og fékk viðurkenningu sem fegursti garður bæjarfélagsins og þar munu hinir grænu fingur Heiðbjartar hafa átt drýgstan þátt. Allt frá bernsku til æviloka var sterkt samband milli Heiðbjartar og foreldra hennar og bar þar aldrei skugga á, ætíð hlýja og velvild á báða bóga. Heiðbjört tráði einlæglega að um framhaldslíf væri að ræða, og taldi að við hlið sér væri eitthvert afl sem leiðbeindi gerðum sínum iðu- lega. Hún var vönd að virðingu sinni og vinur vina sinna. Hún var sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Segja má líka að hún hafi ekki verið allra. Öll óheilindi voru henni ekki að skapi. Ef hún fann inn á slíkt, sneiddi hún frekar hjá þeim félags- skap. Sagt var um fóðurömmu hennar að „hún hefði verið glað- lynd, greiðug með afbrigðum, þrifin og hugsunarsöm, vel verki farin og með ágætum dugleg". Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að Heið- björt hafi erft þessa eiginleika ömmu sinnar. Fyrir tveimur árum gekk hún undir aðgerð vegna illkynjaðs sjúk- dóms, sem tók sig aftur upp fyrir stuttu og leiddi til að Heiðbjört varð að láta í minni pokann á skömmum tíma. Dagsverk hennar var orðið langt og giftudrjúgt og nú er kveðinn sár söknuður að henni genginni. í huga okkar ríkir þökk fyrir samferðina og ósk um að hún hafi fengið góða lendingu á hinni ókunnu strönd. Ég sendi öllum aðstandendum samúðarkveðjur. Guðmundur Jóhannsson. Það eru um það bil tíu ár síðan ég kynntist tengdamóður minni. Hún vakti athygli fyrir reisulega framkomu og óvenjulega unglegt útlit allt til dauðadags. Heiðbjört hafði skemmtilega frá- sagnargáfu, kunni vísur og kvæði og ógrynnin öll af málsháttum. Hún unni tónlist, og söng í kór aldraðra um margra ára skeið. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka fyrir árin sem ég fékk að þekkja þig, þakka þér fyrir hversu góð þú varst við krakkana mína og mig. Auðvitað verð ég að þakka þér fyrir strákinn þinn, en við áttum aðdáun okkar á honum sameiginlega, að hinum strákunum þínum ólöstuðum. Síðastliðið sumar leiddirðu okkur um æskustöðvarnar í Fljótunum, þú bentir upp um tún og hlíðar og rifjaðir upp löngu horfin bæjar- stæði og ábúendur. Það var afar fróðleg og eftirminnileg ferð. Ég kveð þig í dag með kæra þakklæti fyrir allt og bið guð að styrkja afkomendur þína. Katrín Oskarsdóttir. Alltaf er sárt að horfa á eftir góð- um vini yfir landamæri lífs og dauða, jafnvel þó dauðinn sé vel- kominn og leysi fjötra sem binda sálina við líkamann sem orðinn er sjúkur og hrörlegur. Heiðbjört var glæsileg kona. Meðan heilsan entist sneri hún á elli kerlingu sem ekki náði til henn- ar, munaði þar aldrei minna en ára- tug. A yngri áram stundaði Heiba íþróttir og var mikil sundkona. Gaman var að horfa með henni á kappleiki í sjónvarpi. Þar hvatti hún sitt lið óspart og tók þátt í leiknum af lífi og sál. Heiðbjört var mikil húsmóðir, átti alltaf fallegt heimili og alltaf gat hún töfrað fram dýrlegasta „smurbrauð" eða málsverð, nánast fyrirvaralaust. Ekki voru heldur öll smekklegu fótin hennar fengin út úr búð, heldur sneið hún og saum- aði þau sjálf. Þar var hún ekki eftir- bátur móður sinnar sem var mikil saumakona. Ég minnist hennar líka sem „blómakonu“, sé fyrir mér fallega garðinn sem hún ræktaði með regnbogalituðu blómskráði, dalí- urnar sem hún með alúð sinni hélt lífinu í, þrátt fyrir rokið og rigning- una. Hún kunni að njóta stundanna í garðinum. Væri myndavél á lofti sagði hún gjarnan: „Æ, taktu nú mynd af rauðu dalíunni, hún er svo falleg núna.“ I litla gróðurhúsinu gerði hún ýmis kraftaverk, smáfræ varð mannhæðarhá Stokk-rós. Þeg- ar ekki var lengur garður til að rækta tóku stofublómin við. Heiba hafði sannarlega „græna“ fingur. Þannig vildi hún líka hlúa að af- komendum sínum, ekki með uppá- þrengjandi afskiptasemi, en með hlýju og alúð. Hún bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, en á góðri stundu gaf hún af gleði sinni. Söngur og góð tónlist vora henn- ar yndi. Öft setti hún plötu á fóninn og spilaði hátt, tók jafnvel undir með sinni björtu rödd. Hún söng lengi með kór aldraðra og hafði gaman af. Af ljóðum kunni hún ógrynni og fór oft með vísur sem hún lærði í barnæsku. Hún safnaði saman vísum og kvæðum, klippti úr dagblöðum eða skrifaði upp það sem vakti athygli hennar. Var þá ýmist að vel væri ort eða skopið hárfínt. Heiðbjört ferðaðist víða. Við vor- um oft samferðamenn innanlands og utan. Er mér minnisstæð síðasta utanferð okkar fyrir tæpum níu ár- um, þrjár saman á Italíu, móðir mín, næstum áttræð og Heiðbjört lítið eitt yngri. Undraðist samferða- fólkið seigluna í „stelpunum“ sem gáfu ekkert eftir, fóru í allar ferðir sem í boði vora. Þær vora mættar kl. átta að morgni og í kvöldverð tólf tímum seinna, nánast án nokk- urrar hvfldar. Saman skoðuðum við Flórens, Róm og Feneyjar, og þess á milli bökuðum við okkur á Rimini- ströndinni. A kvöldin vai' spiluð þriggja manna vist og „stelpurnar" tóku lagið. Elsku Heiba mín, nú ertu farin í síðustu ferðina héðan, heim til Ara sem hefur beðið þín í næstum þrjá- tíu ár, og foreldra þinna sem þú hlúðir svo vel að. Góða ferð, þakka þér fyrir allt og allt. Vertu sæl, við sjáumst seinna. Valdís Ragnarsdóttir. Það er vor í lofti, vorboðarnir era óðum að koma til landsins úr ár- legri vetrardvöl, eftirvæntingin eft- ir sumri og hækkandi sól er alls ráðandi. Þannig var einnig fyrir um 60 ár- um, er við Siglfirðingar biðum í of- væni eftir sumaratvinnunni, sfld- inni. Þá komu „farfuglarnir" okkar, fólkið sem kom hingað til að vinna með heimafólkinu að verðmætaöfl- un fyrir land og þjóð. Ein af þeim ungu blómarósum sem dvöldu sum- arlangt á heimili foreldra minna var Heiðbjört Pétursdóttir, frænka mín, eða Heiba eins og hún var ætíð kölluð í vinahópi. Hún var einka- dóttir Péturs Benediktssonar og konu hans Kristínar Björnsdóttur, sem voru mikið vinafólk foreldra minna, ættuð úr Fljótunum eins og þau. Þegar hún Heiba kom í bæinn, kom hún með nýja og ferska strauma úr borginni, sem hún miðl- aði til okkar. Þessir straumar vora á sviðum menningar, lista, náttúra- skoðunar og líkamsræktar, sem vora hennar aðaláhugamál. Eins og áður var sagt var mikil vinátta milli heimila foreldra okkar þó að langt væri á milli, dvaldist ég oft á heimili Heibu, Ara Jónssonar eiginmanns hennar og foreldra hennar í Reykjavík og Kópavogi á mínum yngri áram. Synir Heibu og Ara, þeir Ey- steinn Fjölnir, Pétur og Jón urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á sérstæðu heimili á nútíma mælikvarða. Heimili sem saman- stóð af samhentum foreldrum, ömmu og afa innan seilingar því þau bjuggu saman í sátt, meðan líf entist. Minnisstæðustu stundirnar eru þær er Heiba nú á seinni áram sótti á gamlar æskustöðvar í Fljótin, að ferðast með henni inn í Stíflu í nátt- úruskoðun og berjaferðir. Þar naut hún sín svo vel innan um blómin, gróðurinn og berin, fór með vísur, söng og sagði frá á svo lifandi og skemmtilegan hátt. Heiba og Abba systir mín voru alla tíð miklar vinkonur, og sendum við systumar og fjölskyldur okkar sonum Heibu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Valey Jónasdóttir. Mig langar að minnast góðrar vinkonu, við áttum samleið árum saman. Heiðbjört Pétursdóttir var traustur vinur, afar heimakær og mjög músíkölsk. Það var notalegt að eiga stund með henni, njóta frá- bærra veitinga og hlýða á tónlist. Hún hafði mikinn áhuga á hverskyns ferðalögum, utanlands og innan. Seinni ár ferðuðumst við mikið saman. Einnig vorum við saman í kór, en hún hafði mikla og fagra sópranrödd. Ég gæti sagt margt um mann- kosti vinkonu minnar því hún var einstök bæði til munns og handa, en henni væri slíkt ekki að skapi, jafn hlédræg og hún var. Hún átti ekki langt að sækja mannkosti sína, því foreldrar hennar voru einstakt gæðafólk. Sannarlega mun ég sakna minn- ar góðu vinkonu. Aðstandendum hennar votta ég dýpstu samúð og bið guð að blessa minningu hennar. Sigurbjörg Ingimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.