Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAEIÐ Aukaflug til Mallorca 13. - 26. maí Taktu sumarið snemma og njóttu lífsins á Mallorca! Vegna mikillar eftirspurnar bjóöum viö aukaflug til Mallorca 13. maí. Vorin á Mallorca eru engu lík. Hver dagur felur í sér ótal nýjar upplifanir og skoöunarferöir okkar veita góöa innsýn í þá fjölbreytni sem þar er aö finna. Mallorca kemur gestum sínum sífellt á óvart. Verðdæmi: 38.346 kr. staögreitt á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2 -11 ára) í íbúö meö einu svefnherbergi á Playa Ferrera, Cala d’Or. 49.254 kr. staðgreitt á mann m.v. tvo fulloröna í Ibúö meö einu svefnherbergi. Vift erum við símann: Virka daga frá kl. 9-22 Laugardaga frá kl. 12-16 Sunnudaga frá kl. 16-18 Bókunarsíminn er: 569 1010 Góða ferð! Mallorca www.samvinn.is Austurstræti 12: 5£9 1010 Hótel Saga viö Hagatorg >62 2277 Hafnarfjörður: 565 1155 KeflavíK: 421 54C2 Akranes 4 51 5386 Akureyrí: 46 2 7 2 00 Vestmannaeyjar: 481 1271 í&afjóröur: 456 5350 Einnig* uinbo&snienn um iand alit. Opið bréf til formanns Sjálfstæðisflokksins Herra forsætisráðherra Davíð Oddsson. Ég kýs að rita þetta bréf til þín opinberlega, vegna þess að ég treysti ekki lengur Valhallarmönn- umfyrir sendibréfi milli bæja. Á öndverðum vetri 1980 ritaði vinur okkar, skáldið Matthías Jo- hannessen, grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi „Býsnavetur í póli- tík“. Nú hefi ég lifað býsnavor í pólitík og kannski munu aðrir lifa býsnasumar í ár. I grein minni í Morgunblaðinu 1. maí sl. hélt ég áfram að bera blak af framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, Kjartani Gunnarssyni. Ég hafði aldrei reynt hann að öðru en grandvarleik og góðvild í minn garð. Mestu vonbrigði, mannleg og pólitísk, sem ég hef orðið fyrir í líf- inu, hvolfdust yfir mig í gær. Mér var sagt að Kjartan Gunnarsson sé, ásamt Finni Ingólfssyni, höfuðpaur- inn í aðförinni að mér 1 Lands- bankamálinu. Því trúi ég ekki enn. Og þig hefur hann þá einnig blekkt, þegar hann gerir ekki til- raun til að vara þig við áður en þú stóðst upp á Alþingi og lýstir því yf- ir að rógsþuluna, sem Finnur lét ríkisendurskoðanda setja saman, bæri að taka góða og gilda. Og fóst- bróðir hans, sjálfur menningar- málaráðherrann Bjöm Bjamason, er búinn að láta standa á heimasíðu sinni vikum saman að trúa beri vinnubrögðunum eins og nýju neti. Þegar ég hugsa til þess að ég ber næst sjálfum þér mesta ábyrgð á að þú náðir á sínum tíma kjöri sem for- maður flokksins sýnir sig að „Til- vera okkar er undarlegt ferðalag“. Og nú er runnin upp sú undar- lega stund, að tilkynna formanni Sjálfstæðisflokksins að við hjónin treystum okkur ekki lengur til að vera félagar í flokki hans. Meðan Finnur Ingólfsson er ráðherra í skjóli Sjálfstæðisflokksins hljótum við að hverfa þaðan í brott. A hinn bóginn er aðal ástæðan grand- MikícS ýrvdl af fallegum rÉfðtnaái SUintefluMgZI SámiS5! 4050 ReyktnOL vallarágreiningur minn við stefnu Sjálfstæðisflokksins í örlagaríkasta máli íslenzku þjóðarinnar, næst á eftir og jafnhliða sjálfstæðismálinu. Og nú ætla ég að hlaupa í skarðið hjá þeim mönnum, sem spyma vilja við fótum að mesta óhæfa Islands- sögunnar nái endanlega fram að ganga. Ég mun í bili beita þeim kröftum, sem ég kann að eiga, til að brjóta á bak aftur einu stóru mis- tökin þín á stjómmálaferli þínum: Kvótamálið. Enginn hefur gengið þess dulinn undanfarin ár hvaða afstöðu ég hefði til kvótamálsins. En ég hefi verið bundinn í báða skó vegna starfa minna í Landsbankanum. Nær 65% af öllum sjávarútvegsfyr- irtækjum em í viðskiptum við bank- ann og kynnu tilþrif af minni hálfu í máhnu að hafa valdið bankanum miklum erfiðleikum. En nú er ég laus og liðugur og mun enda ekld liggja á liði mínu. Eg tók með undmn eftir því á dögunum að fóstri ykkar Kjartans og Bjöms, Hannes Hólmsteinn, dæmdi mig raka- og formálalaust sekan í grein, sem hann ritaði. Ég Forseti Alþingis, Alþingi. Gamall forseti á Alþingi ritar yð- ur þetta bréf til að vekja athygli yð- ar á starfsaðferðum stofnunar, sem þjónar undir hið háa Alþingi og það ber fulla ábyrgð á. í lögum frá Al- þingi nr. 86 frá 27. maí 1997 segir svo í 1. gr. 1. málsl.: „Ríkisendur- skoðun starfar á vegum AJþingis.“ í 2. gr. segir svo í tveim fyrstu málsliðum: „Forsætisnefnd Alþingis ræður forstöðumann stofnunarinn- ar til 6 ára í senn og nefnist hann ríkisendurskoðandi. Ríldsendur- skoðandi skal hafa löggildingu sem endurskoðandi." í 3. gr. segir svo: „Ríkisendur- skoðun er engum háð i störfum sín- um. Forsætisnefnd getur þó ýmist að eigin fmmkvæði eða samkvæmt óskum þingmanna krafizt skýrslna um einstök mál er falla undir starf- semi ríkisendurskoðunar. Starfsmenn ríkisendurskoðunar skulu f einu og öllu óháðir ráðu- neytum og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá,“ (letur- breytingar mínar). Nú er ríkisendurskoðandi borinn þeim sökum að hafa þverbrotið 3. gr. þessara laga með því að lúta í vona að þegar þú hugsar málið, þá sjáir þú fljótlega að stjómmálamað- ur, sem gerir Hannes Hólmstein að leiðtoga lífs síns, bindur ráð sitt við refshala. Það getur þú strax markað af því, að hafa þegið stefnu Sjálf- stæðisflokksins í kvótamálinu úr fræðum þessa Chicago-spekings. Skoðun mín á þér, sem einhverj- um hæfasta og skemmtilegasta stjómmálamanni samtíðar minnar, er og verður óbreytt, og ég vona að þú eigir eftir að verða í fararbroddi íslenskra stjórnmála enn um hríð. Ég kveð þig og flokkinn minn með trega. Kannski við eigum eftir að kveða saman þótt síðar verði. Kveðja, Sverrir Hermannsson. P.S. Meðan úttekt og rannsókn fer fram á hinu svonefnda Lands- bankamáli, er skynsamlegt að vara þá, sem þú nærð til, og fást við mál- ið, við áframhaldandi rógburði. Sögusagnir eins og þær að ég hafi látið Landsbankann greiða útfarar- kostnað tengdamóður minnar í febrúar sl. em ótrúlegur söguburð- ur, sem engum er samboðinn. Sv.H. einu og öllu leiðsögn bankamálaráð- herra og formanns bankaráðs Landsbankans í hinu svonefnda Landsbankamáli. Auk þess marg- brotið á undirrituðum lögvemdaðan rétt hans til vama í máli, sem hann átti æra sína og starf undir. Herra forseti! Nú verður fylgzt vandlega með viðbrögðum yðar og þingmanna. Ef sá sem þetta ritar sæti í yðar sæti, teldi hann það skyldu sína svip- stundis að kalla til færastu lögfræð- inga að gera tilraun til að hrekja þessa alvarlegu ákæra og bjarga þann veg heiðri Alþingis vegna stofnunar, sem það ber alla ábyrgð á. , í framhjáhlaupi getið þér svo lát- ið skrifstofustjóra yðar athuga um löggildingarmál mannsins sbr. 2. gr. laganna. Virðingarfyllst, Sverrir Hermannsson. Rólegt í miðborg Reykjavíkur RÓLEGT var í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt að sögn lögreglunnar og ekki mjög margir á ferli í miðborginni. Bar það helst til tíðinda að nokkrir vora handteknir. Tveir vora handteknir vegna ölvunar, þrír voru teknir vegna óspekta og einn var handtekinn vegna rúðubrots. Fóru þessar handtökur fram aðfaranótt laugardags. Hjólreiðamaður á Akureyri meiddist á höfði í fyrradag er hann varð fyrir bíl á mótum Hörgárbrautar og Dalsbraut- ar. Meiðslin voru þó ekki alvar- leg og fékk maðurinn að fara heim að lokinni aðhlynningu á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins. Bíl var ekið suður Hörgár- braut laust fyrir hádegi og beygði bflstjórinn síðan vestur Dalsbraut. Fór hann í veg fyrir hjólreiðamanninn sem lenti á bflnum og kastaðist upp á hann. Hlaut hann áverka á höfði. Sófólerauguí miklu úrvali og öllum litum* barna o& fullorðins E.G.ÓIafsson heildverslun Arnarbakka 2 sími 567 07999 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleítsbraut 1, 3. hæð, 105 ReykJavík Sfmar: 515 1735, 515 1738 Farsími: 898 1720 Bréfasími: 515 1739 Netfang: utankjorstada@xd.is Utankjörfundaratkvaeðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum I Reykjavík, Skógarhlíð 6, 3. hæð, virka daga kl. 9.30 - 15.30. Skrifstofan gefur upplýsingar um allt sem lýtur að sveitarstjórnakosningunum 23. maí n.k. S JÁLFST ÆÐISFÓLK! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag Opið bref til forseta Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.