Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 33 SHttngmiÞlafrtfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR BORGARFULLTRÚAR og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hafa mikið til síns máls í gagnrýni sinni á fyrirhugaða ráðstöfun Geldinga- ness sem iðnaðar- og atvinnu- svæðis að meginhluta til. Á blaða- mannafundi sl. fimmtudag lýstu talsmenn D-listans þessu sem umhverfisslysi. Slík umhverfisslys hafa orðið mörg á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum áratugum. Að hluta til hafa þau orðið vegna þess, að fyrr á árum var viðhorf manna til umhverfis og náttúruverndar allt annað en nú. Tíðarandinn hefur gjörbreytzt í þessum efnum eins og mörgum öðrum. Það er t.d. alveg ljóst að sá múrveggur, sem reistur hefur verið með bygg- ingum meðfram Kleppsveginum og byrgir mönnum sýn yfir sund- in og til Esjunnar er meiri háttar mistök í skipulagsmálum. Út með Fossvoginum, Kópavogsmegin, var fyrr á árum komið fyrir at- vinnustarfsemi, sem engum mundi detta í hug að gera nú. Mörg fleiri dæmi mætti nefna af þessu tagi. Munurinn þá og nú er hins veg- ar sá, að nú gerir fólk sér vel Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. grein fyrir því hversu miklu skipt- ir að standa þannig að skipulags- málum, að fegurstu bygginga- svæðin séu nýtt fyrir fólkið bæði til bygginga á íbúðarhúsnæði og einnig til útivistar. Á þessum for- sendum eru hugmyndir Reykjavík- urlistans um ráðstöfun Geldinga- ness vanhugsaðar og raunar ill- skiljanlegar. Geldinganesið er áreiðanlega eitt fegursta byggingasvæðið, sem nú er völ á í Reykjavík. Þar á að leggja áherzlu á að gefa fólki kost á að byggja yfir sig, jafnframt því, sem óhikað má fuílyrða, að þetta svæði getur i framtíðinni orðið eitt vinsælasta útivistar- svæði í höfuðborginni. Það er eyði- legging á svæðinu að koma þar fyrir iðnaðarhverfi og umfangs- mikilli hafnarstarfsemi. Það er full ástæða til að þetta mál verði rætt ítarlega í kosninga- baráttunni, sem nú er að hefjast vegna borgarstjórnarkosninganna seinni hluta þessa mánaðar. Áhugamenn um umhverfis- og náttúruvernd þurfa að skoða þetta mál rækilega. Það verður ekki aftur snúið, ef niðurstaðan verður sú, að taka verulegan hluta þessa svæðis undir atvinnustarfsemi. TJANING- ARFRELSI ISAMTALI við fréttavef Morg- unblaðsins í fyrradag sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands hf., að hann „hefði mestar áhyggj- ur af Morgunblaðinu" eftir að hafa lesið grein Sverris Her- mannssonar, fyrrverandi banka- stjóra, hér í blaðinu í fyrradag og „hvert blaðið sé að stefna" eins og hann komst að orði. Áþekk ummæli lét formaður bankaráðs- ins falla í samtölum við sjónvarps- stöðvarnar í fyrrakvöld. Af þessu tilefni er ástæða til að undirstrika meginreglur Morgunblaðsins í sambandi við birtingu aðsendra greina. Ljóst er að Morgunblaðið hefur um langt skeið verið einn helzti vettvangur landsmanna til þess að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Ritstjórn Morgunblaðsins er ljóst, að þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð. Þar hlýtur fyrsta boðorðið að vera að standa vörð um tjáningarfrelsi fólks. Meginregla Morgunblaðsins er sú, að birta ekki greinar, þar sem um er að ræða ærumeiðandi ummæli um nafngreinda einstakl- inga. Túlkun á því, hvort og hve- nær sú meginregla er brotin er alltaf álitamál. En jafnframt fer ekki á milli mála, að við mat á því skiptir réttur einstaklingsins til þess að tjá sig og lýsa skoðun- um sínum miklu máli. í þessu ljósi eru ummæli for- manns bankaráðs Landsbanka ís- lands hf. meira en hæpin. Þrír fyrrverandi bankastjórar Lands- banka íslands hf. hafa með einum eða öðrum hætti verið bornir þungum sökum. Hver þeirra um sig hlýtur að hafa rétt til þess að veija hendur sínar. Samfélag okk- ar væri á hættulegri leið, ef sá réttur væri ekki virtur. GELDIN G ANES Trú, fegurð og vísindi Jónas Hallgrímsson var barn síns tíma og leit á tilveruna sem óumdeilanlega sköp- un guðs og náttúruna og líf manns- ins sem merki um nálægð hans. í ritgerðinni Um eðli og uppruna jarðarinnar virðist Jónas ýja að nýstárlegum kenningum eðlisfræð- innar á þessari öld þegar hann talar um að fyrirkomulag sólkerfis vors, eins og hann kemst að orði, hagg- ist ekki af nýjum og stórkostlegum viðburðum. Það er þetta orð, við- burðir, sem ég staldra við og tel vísa fram á okkar öld sem einskon- ar skáldlega hugljómun eða vísinda- legt innsæi. Það rúmar margvísleg fyrirheit, ekki sízt um alltsjáandi guðdóm, þótt eðli heimsins breytist ekki í sjálfu sér. Það voru grundvall- arvísindi náttúrufræðinnar á dögum Jónasar. Síðan vitnar hann með velþóknun í formálann að Snorra Eddu til að minna á hugmyndir forfeðranna, en þar séu þær settar fram „með (so) snotrum og kjarn- góðum orðum“ og meðal annars fjallað um samræmið í náttúru jarð- ar þegar grös og blóm vaxa og falla síðan og fölna eins og hár dýra og fuglsfjarðrir. En kjarninn í þessari hugmyndafræði er sá að jörðin sé kvik, fæði af sér allt líf; eignist “allt þat er dó“. Af þeim sökum röktu menn ættir sínar til hennar. En hvað segir þá Jónas um guð- dóminn sem hann nefnir oft í ljóðum sínum með trúarlegum ástríðuhita og að því er virðist einlægri sann- færingu. Hann skýrir kenningar Platóns um uppruna heimsins á skáldlegan og fagran hátt og aug- Ijóst að honum er ekki sízt að skapi sú hugmynd að veröldin sé „guðs hugarveröld". Hann talar um að tilgáta Platóns sé svo merkileg að ekki sé unnt annað en nefna hana, þótt heimspekinga í Aþenu „vantaði reynsluna sem smátt og smátt hef- ir leitt í ljós ið rétta eðli heimsins, og sambandið milli orsaka og afleið- inga f náttúrunni", en þá hafi þeir gripið „til skáldlegra hugminda; og opt og tíðum eru þær so fagrar og sam- tvinnaðar við sannar og skarpvitrar íhug- anir, að mörgum hættir til að gleyma, á hvað veikum fæti þær eru bygðar". En sú hugsun virðist Jónasi þóknanleg að guð hafí ekki getað skapað og hafi ekki skapað aðra veröld en „þá beztu veröld af öllum sem skapaðar urðu“. Á hinu liggur hann þó ekki að “fegurstar og háleitastar eru samt hugmindir austurlenzka spekíngsins um sköp- un heimsins, sem standa í upphaf- inu á fyrstu Mósesbók, og hvurjum manni eru so alkunnar, að ég þarf ekki að geta þeirra hér. Ég vil því einúngis drepa á, að so afbragzleg dirfska og skáldlegt fjör, sem lýsir úr hvuiju hanns orði, virðist þó ekki að síður frásögn hanns um sköpunarverkið, vera sprottin upp af djúpsærri náttúruskoðun." Um þetta er Jónas sannfærður þótt hann viti einnig að margt er enn „óljóst í æfísögu jarðarinnar, því þessi vísindagrein er ennþá mjög í bernsku, og fer þessi árin so óðum fram, að valla mun líða lángt um, áður enn hún verði búin að fá ann- að fegra útlit“. Þannig afgreiðir hann heimsmyndarfræði síns tíma. Þetta er afar nútímaleg afstaða til vísinda. En nú þarf Jónas að svara mótsögn sem hann er hrædd- ur um að vefjist fyrir mörgu skyn- sömu fólki, „því ég býst við menn segi, það sé ekki varlegt, að tala um hvað jörðin sé furðulega göm- ul, og þessháttar ransóknir geti orðið hættulegar fyrir trúna, því af biblíunni geti hvur maður sjeð, að jörðin sé ekki fullra 6 þúsunda ára, og þaráofan sé hún öll sköpuð á 6 dögum; enn ransóknir jarðfræð- ínganna og nýstárlegu uppgötvanir leiði til áliktana, sem séu gagnstæð- ar ritníngarinnar orðum, og komist menn so í bobba sem ekki verði greitt úr með nokkru móti, og það sé ekki trútt um, að in óbifanlega nauðsyn og eylífu lög, sem náttúru- fræðin sýni að heimurinn hafi hlot- ið að mindast eptir, og æfínlega viðhaldist, geti leitt til guðs afneit- unar. Enn þessu er au(n)gvan veg- inn so varið. Ritníngin segir, að í upphafí skapaði guð himin og jörð, og því mun aungvum koma í hug að neita; enn hún talar ekkert um hvunær upphaf tímans hafí verið, eður hvað við hafi borið frá upp- hafi, og til þess tímabils, þá jörðin var eyði og tóm, og guð lét Ijósið skína í myrkrunum, og greindi vötn- in að frá þurlendinu, so hún yrði byggileg að nýju.“ Hann bætir því við að þessi hugmynd um uppruna jarðar sé svo háleit að engir mundu vilja missa hana úr biblíunni. „Hvað öblum náttúrunnar og eylífa lög- máli viðvíkur, þá sjá menn einnig, við nákvæmari íhugun, að þau reyndar eru in endanlega mind, er oss auðnast að sjá vilja guðs og hina eylífu skýnsemi í; enn hjá sjálf- um guði er engin umbreyting né umbreitíngarskuggi, so guðrækileg skoðun hlutanna hlýtur, ekki síður enn heimspekilegar rannsóknir, að leiða menn á þá sannfæríngu, að lögmál náttúrunnar sé eylíft og óumbreytanlegt. Því fer so fjarri, að almætti guðs og fijálsu vizku sé neitað fyrir það, að einmitt af því að inn fijálsi guð er fullkominn og ótakmarkaður, hljóta hans gjörð- ir fyrir vorum augum að líta út sem eylíf og óbifanleg lög, er allir hlutir verði að hlýða. Tökum til dæmis þyngdina. I fyrstunni kemur hún oss fyrir sjónir eins og almennt lög- mál fyrir hlutina hér á jörðu; við nákvæmari ígrundun sjá menn að hún er aðdráttarkraftur allra skap- aðra hluta sín á milli; ennfremur, að hún er sá ablfjötur, sem tengir saman alheiminn, og loksins birtist hún oss sem sá guðlegur vilji, er viðheldur hnattakerfum heimsins í sínu fagra og undrunarverða sam- bandi. Hér höfum við hafið oss smátt og smátt frá einni skoðun til annarar háleitari, — og komum þar eins og annars staðar til þeirrar áliktunar að upphaf allra hluta sé guð.“ M. HELGI spjall RE YKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 2. maí IMORGUNBLAÐINU I GÆR, föstudag, er frá því skýrt, að Clinton Bandaríkjaforseti hafí á blaðamannafundi lýst áhyggjum sínum yfir framkomu Kenneth Starrs, sérstaks saksóknara, gagnvart samstarfsmönnum sín- um. Atganga saksóknara hefði leitt til þess, að þeir hefðu orðið að kaupa sér rándýra lögfræðiaðstoð, sem þeir hefðu ekki efni á en saksóknarinn gæti varið tug- milljónum dollara af fé skattborgaranna í rannsóknir sínar. Þessar athugasemdir Bandaríkjaforseta eru aðeins lítill angi af þeim ótrúlegu og hatrömmu átökum, sem fram fara á milli Clintons og samstarfsmanna hans, og and- stæðinga forsetans. í raun og veru er ekki hægt að skynja umfang þessara átaka nema dveljast í Bandaríkjunum um skeið. Þótt al- þjóðleg fjölmiðlun sé mikil og víðtæk megn- ar hún ekki að koma því til skila til fólks í öðrum löndum, sem er að gerast í þessum átökum. Fyrstu þijár vikur aprílmánaðar var ekki hægt að opna sjónvarpstæki í Banda- ríkjunum án þess að rekast á umfjöllun um kvennamál forsetans og hinar ýmsu lagalegu og stjómmálalegu hliðar þeirra. Þau voru til umfjöllunar í hveijum einasta sjónvarps- fréttatíma á öllum helztu sjónvarpsstöðvum í landinu. Þau voru aðal umræðuefni í öllum umræðuþáttum allra sjónvarpsstöðva á hveijum einasta degi á hvaða tíma sólar- hrings, sem var. Sjónvarpsfréttastofumar og stjórnendur umræðuþátta í sjónvarpsstöðvunum kölluðu alla hugsanlega sérfræðinga til þess að fjalla um allar hliðar á kvennamálum forsetans. Fyrrverandi blaðafulltrúar Bandaríkjafor- seta síðustu fjörutíu ár vom kallaðir til þess að Qalla um málið. Fréttamenn og blaða- menn komu fram í sjónvarpsþáttum af sama tilefni. Núverandi og fyrrverandi lögfræðing- ar deiluaðila vom stanzlaust í sjónvarpi. Öldungadeildarþingmenn og fulltrúadeildar- þingmenn voru kallaðir til að bera vitni. Fyrrverandi öryggisverðir komu við sögu. Æskuástir Clintons vom dregnar fram í dagsljósið til þess að segja frá samskiptum við forsetann, þegar hann var unglingur og ungur maður. Það er ekki hægt að gefa tæmandi upplýsingar um þann mikla fjölda fólks, sem þátt tók í þessum umræðum. Fyrstu viðbrögð þeirra, sem eiga stutta viðdvöl í landinu, em áreiðanlega þau, að það sé nánast óhugsandi, að nokkur stjórn- málamaður lifi af slíka umfjöllun um einka- líf sitt, hvað svo sem kann að vera satt eða logið í þeim ásökunum, sem fram eru færð- ar. En það sérkennilega við þá stöðu, sem nú er uppi í bandarískum stjómmálum, er sú staðreynd, að á sama tíma og sjónvarps- stöðvamar fjalla á ótrúlega nærgöngulan hátt um einkalíf forsetans eru vinsældir hans meðal almennings meiri en nokkru sinni fyrr og óvenju miklar í ljósi þess að svo langt er liðið á forsetaferil hans en forsetinn á nú eftir um tvö og hálft ár í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir þessar vinsældir virðist stór hluti Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar, að tölu- vert sé til í þeim ásökunum, sem fram eru bomar á forsetann en þær virðast hins veg- ar ekki vega þungt í afstöðu til þess árang- urs, sem hann hefur náð á ferli sínum. Kjarninn í ásökunum á hendur forsetanum virðist vera sá, að hann hafi átt í ástarsam- bandi við umtalsverðan fjölda kvenna. Það er hins vegar ekki brot á lögum, hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar. Enda er þetta efni málsins ekki aðalatriðið í þeim gífurlegu umræðum, sem fram' fara um það. Miklu fremur er þar um að ræða endalausar lagaflækjur, sem búnar eru til í kringum þennan kjarnaþátt. Hefur forsetinn sagt ósatt opinberlega um samskipti sín við um- ræddar konur? Sumir veijendur forsetans hafa komið fram á sjónarsviðið og sagt: hvernig er hægt að búast við því, að forset- inn viðurkenni ástarsamband við aðrar konur fyrir framan sjónvarpsvélar? Þá er næsta lagaflækja þessi: fékk forsetinn hinar meintu ástkonur til þess að segja ósatt og ljúga fyrir rétti? Hefur forsetinn sjálfur sagt ósatt frammi fyrir kviðdómi? í rannsóknir á þessum atriðum er nú var- ið tugum milljóna dollara af almannafé í Bandaríkjunum. Forsetinn sjálfur hefur orð- ið að kaupa sér lögfræðiaðstoð fyrir nokkrar milljónir dollara að því er sagt er og aðstoðar- menn hans fyrir miklar fjárfúlgur að því er hann sjálfur upplýsti nú í vikunni. Hvaða tilgangi þjóna þessar umræður? Hvaða til- gangi þjóna þessar rannsóknir? Menn greinir á um það, hvort framferði manna í einkalífí skipti máli vegna opin- berra starfa þeirra. í fyrrnefndum sjónvarps- þáttum var m.a. vakin athygli á því, að nú liggi fyrir upplýsingar, sem bendi til þess, að jafnvel þótt frásagnir af kvennamálum Clintons væru sannar væru þær barnaleikur á við það, sem nú væri vitað um sömu þætti í lífi John F. Kennedys. Nýjustu upplýsingar um stjómarhætti Kennedys, sem m.a. hafa verið gefnar út í bók, þ.e. segulbandsupptök- ur af fundum í Hvíta húsinu á meðan Kúbu- deilan stóð yfír, bendi ekki til þess að kvenna- mál hans hafí haft neikvæð áhrif á stjóm- unarhæfni hans. Hilary Clinton, eiginkona forsetans, hefur staðið eins og klettur við hlið hans í þessum deilum og áunnið sér mikla virðingu fyrir framkomu sína og frammistöðu. Snemma á þessu ári fullyrti hún, að um væri að ræða samsæri ofstækisfullra hægri manna gegn forsetanum. Sterkar vísbendingar hafa kom- ið fram um, að hún hafi rétt fyrir sér að einhveiju leyti a.m.k. og hafa þær verið leiddar fram í dagsljósið. Þær hafa verið svo sannfærandi, að Kenneth Starr, sérlegur saksóknari, neyddist til þess að afþakka prófessorsembætti í lögum við bandarískan háskóla, sem sagt var að biði hans, þegar hann lyki verkefni sínu og væri greitt af bandarískum auðkýfingi, sem hefði m.a. fjár- magnað að hluta til málaferli Paulu Jones og rannsóknir bandarísks tímarits á fortíð Clintons. Samtöl við fólk i Washington D.C. benda óneitanlega til þess, að það sé nánast óbæri- leg tilhugsun fyrir gamla stuðningsmenn Nixons, Reagans og Bush, að demókrati af gerð Clintons ráði ríkjum í Hvita húsinu. Blaðamenn telja vel hugsanlegt, að ásakanir á hendur Clinton séu í meginatriðum réttar en að forsetinn muni eigi að síður halda út þann tíma, sem hann á eftir í embætti. Donald Graham, útgefandi Washington Post og sonur Katherine Graham, sem fyrir skömmu hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir ævi- sögu sína, segir að blað sitt styðji marga þætti í stefnu Clintons hvað sem öðru líði. Á bak við þessar undarlegu deilur um kvennamál, kynlíf og lagaflækjur, leynast hins vegar gífurleg og djúpstæð þjóðfélags- átök, sem skýra kannski að einhveiju leyti, hvers vegna andstæðingum Clintons er svo mikið í mun að koma honum á kné. MEÐ CLINTON kom í Hvíta húsið hópur ungra hug- sjónamanna, sem ætluðu að breyta bandarísku þjóðfé- lagi til hins betra og rétta hlut þeirra, sem minna mega sín. Þessi löngun til þjóðfélags- legra umbóta kom skýrt fram í fyrri kosn- ingabaráttu Clintons, þegar hann veifaði á kosningafundum bók, sem nefnist „America, what went wrong“ eða „Ameríka, hvað fór úrskeiðis“, eftir blaðamenn á hinu virta dag- blaði Philadelphia Inquirer. í bók þessari er lýst á áhrifaríkan hátt hvernig efnamunur jókst stórkostlega í Bandaríkjunum á stjórn- arárum Reagans og Bush. í kjölfarið á kosningasigrinum 1992 hugð- ist Clinton og hans fólk fylgja sigrinum eft- ir og eiginkona hans, sem margir telja kjöl- festuna í stjórnmálastefnu hans, tók að sér forystu í baráttunni fyrir umbótum í heil- brigðiskerfinu. Þetta unga fólk öðlaðist dýr- keypta reynslu á fyrra kjörtímabilinu. Það var ekki eins auðvelt og það hélt að breyta bandarísku þjóðfélagi og alls ekki, ef forset- inn átti að hafa von um að ná endurkjöri. Umbótastefnan í heilbrigðismálum beið skip- brot og forsetafrúin dró sig í hlé. Baráttu þessara fjögurra ára er lýst á afar skemmtilegan og skilmerkilegan hátt í bók, sem einn af nánustu vinum og ráðgjöf- um Clintons, Robert B. Reich, hefur skrifað um lífsreynslu sína á fyrra kjörtímabili for- setans. Robert B. Reich, sem var vinnumála- ráðherra Bandaríkjanna í fjögur ár og er nú prófessor við Brandeis-háskóla (þar sem Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og fleiri íslendingar hafa stundað nám), var ásamt Hilary Clinton í fararbroddi þeirra hugsjóna- manna í liði Clintons, sem ætluðu að breyta heiminum. Að loknu fyrra kjörtímabili tók hann ákvörðun um að draga sig í hlé til þess að sinna fjölskyldu sinni betur. í lok bókar sinnar lýsir hann fundi þeirra vin- anna, þegar þeir kvöddust á skrifstofu for- setans í Hvíta húsinu. Þar segir: „Hann (þ.e. forsetinn) settist í stólinn, sem snýr frá arninum, þar sem hann sezt alltaf. Ég sit í sófanum við hliðina. Jæja, hvað ætlarðu að fara að gera? seg- ir hann. Ég er ekki viss. Líklega fer ég að kenna, skrifa, valda einhveiju uppnámi - það sem ég gerði áður. Þetta er óþægilegt. Hvorugur okkar veit hvað við eigum að segja. Það er löng þögn. Svo horfír hann beint í augun á mér: Við reyndum, var það ekki? segir hann. Við gerðum góða hluti. Jú, sagði ég. Og þú hefur fjögur ár til þess að gera meira. Ég reyni að brosa. Hann horfir í aðra átt og segir: Þetta voru erfið fjögur ár. En þú náðir endurkjöri. Hann brosir: Þessir andskotar hugsa allt öðru vísi um heiminn heldur en við. Þeim fínnst að ríkisstjóm eigi ekki að vera til nema til þess að sjá um vamarmál. En fólk- ið var með okkur. Ég held, að það hafí alltaf verið með okk- ur. _ Ég held, að þú hafir rétt fyrir þér. Aftur þögn: Hvað ætlarðu að gera núna Bill? Fyrir hvað viltu að þín verði minnzt? Sameina þjóðina á nýjan leik, segir hann mjúklega. En hún er enn að sundrast. Hinir ríku eru jafnvel ríkari en þegar við komumst til valda og þeir fátæku em fátækari. Og fólkið í miðjunni á ennþá mjög erfitt. Hann kinkar kolli. Augun verða fjarlæg. Hann vill ekki heyra meira af þessum gamla söng mínum.“ Þessi frásögn segir mikla sögu um gamla vini, sem ætluðu að ná miklum árangri í baráttu fyrir hina minni máttar en urðu að láta í minni pokann, jafnvel þótt annar þeirra væri valdamesti maður heims. Robert B. Reich ætlaði að beita áhrifum sínum sem vinnumálaráðherra til þess að auka starfsþjálfun og menntun hins almenna launamanns í Bandaríkjunum. Hann barðist fyrir hækkun lágmarkslauna og vildi bæta lífskjör almennings á margan hátt, m.a. með því að veita aukið fé úr almannasjóðum til menntamála. I bók hans er því vel lýst við hvað var að etja. I hvert sinn, sem hann setti fram róttækar tillögur um umbætur, kom þáverandi fjármálaráðherra og aðstoð- armaður hans, sem er núverandi fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, og sögðu: Wall Street mun ekki lítast á þetta. I því fólst að tæki ríkisstjórnin þá stefnu, sem Reich barðist fyrir, mundi verða verðfall í kauphöll- um Bandaríkjanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir forsetann og ríkisstjórnina. Öllu skipti að halda trausti Wall Street og Alan Greenspans, aðal stjórnanda banda- ríska seðlabankans. Hinn aðalandstæðingurinn voru stórfyr- irtækin. Eitt sinn var vinnumálaráðherranum nóg boðið, þegar hann fékk á borðið til sín öruggar sannanir fyrir því, að hjólbarðafyrir- tæki í japanskri eigu fylgdi ekki lagafyrir- mælum um vinnuvernd. Afleiðingin væri sú, að óvenju mörg og alvarleg vinnuslys yrðu í verksmiðju þess. Reich ákvað að láta til skarar skríða og fór sjálfur á staðinn og stefndi fyrirtækinu fyrir lagabrot. Þegar hann kom til baka til Washington og taldi sig hafa unnið gott verk bárust honum þau tíðindi, að fyrirtækið hefði ákveðið að loka verksmiðjunni og mörg þúsund manns mundu missa atvinnuna. Jafnframt að hann lægi undir gagnrýni fyrir að hafa haft vinn- una af öllu þessu fólki. Til þess kom þó ekki vegna þess, að dóm- ari vísaði stefnu vinnumálaráðherrans frá enda kom í ljós, að dómarinn var hægri sinn- aður repúblikani. Þegar sá úrskurður lá fyr- ir tilkynnti fyrirtækið að verksmiðjan yrði opnuð á ný. Herbergisfélagi Clintons frá Oxford hafði lært sína lexíu. Það þurfti meira til að breyta heiminum. Það eru þjóðfélagsátök af þessu tagi, sem liggja að baki þeirri heiftúðugu baráttu, sem háð er gegn Clinton í Bandaríkjunum. Það er hins vegar afar fróðlegt að sjá hver við- „Við reynd- um, var það ekki?“ brögð forsetans hafa verið. í árlegri ræðu sinni á Bandaríkjaþingi snemma á árinu kynnti hann víðtæka umbótasinnaða stefnu- skrá. Á undanförnum vikum hefur hann verið á ferðalagi um þver og endilöng Banda- ríkin, þar sem hann hefur kynnt umbóta- stefnu sína á fjölmörgum sviðum. Svar hans við þeirri herferð, sem hann stendur frammi fyrir virðist því vera að leggja nú vaxandi áherzlu á þau málefni, sem hanrn hélt sig til hlés með á fyrra kjörtímabili. Það verður afar fróðlegt að sjá, hver árangurinn verður. En það eru fleiri á ferð en Clinton, sem vilja breyta bandarísku þjóðfélagi. Þótt merkilegt kunni að virðast hljómar sú krafa nú sterkt og ákveðið úr hægri armi Repúblik- anaflokksins og þar er á ferð maður að nafni Patrick J. Buchanan. „Bjargaðu vinnunni okkar“ bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, þeklqa hann ef til vill sem annan helzta stjórnanda umræðuþáttar, sem nefnist „Crossfíre". Buchanan, sem er strangkaþólskur og menntaður í jesúítaskóla, var einn af helztu ráðgjöfum bæði Nixons og Reagans. Hann starfaði árum saman í Hvíta húsinu og hef- ur komið við sögu allra helztu forseta og forsetaefna Repúblikanaflpkksins frá dögum Nixons og Goldwaters. í forkosningunum vegna forsetakosninganna 1992 sigraði hann Bush óvænt í New Hampshire og vakti þeg- ar þjóðarathygli. Segja má, að örlög hans á síðari hluta ævinnar hafí verið ráðin, þegar hann á ferð um New Hampshire reyndi að fá hóp verkamanna til þess að tala við sig en þeir létu sér fátt um finnast, nema einn, sem sneri sér að honum og sagði: „Bjargaðu vinnunni okkar.“ Síðan hefur Patrick J. Buchanan háð harða baráttu fyrir því að gjörbreyta stefnu Repú- blikanaflokksins. í þeirri baráttu hefur hann gengið á hólm við öll helztu stórfyrirtæki Bandaríkjanna og ráðandi öfl í Repúblikana- flokknum. Robert B. Reich, sem er í vinstri armi Demókrataflokksins, og Patrick J. Buch- anan, sem er í hægri armi Repúblikanaflokks- ins, hafa tekið upp baráttu fyrir sömu þjóðfé- lagshópana, þ.e. þá sem minna mega sín í bandarísku samfélagi. Að sumu leyti nota þeir sömu röksemdir í málflutningi sínum en Íausnir þeirra eru hins vegar gjörólikar. Hil- ary Clinton hefur bent á að fyrir þremur áratugum hafí laun forstjóra bandarískra stórfyrirtækja verið fjörutíu sinnum hærri en meðallaun verkafólks en nú séu þau tvö hundruð sinnum hærri. Buchanan notar ná- kvæmlega sömu röksemd. En svo skilur leið- ir með honum og forsetafrúnni og vinnumála- ráðherranum fyrrverandi. Buchanan boðar nýja tollverndarstefnu í Bandaríkjunum og það, sem við mundum kalla einangrunarstefnu í alþjóðamálum. Hann neitar því, að hann sé einangrunar- sinni. Hver hefur falið Bandaríkjunum að gerast lögregla heimsins? spyr Buchanan og telur t.d. að Bandaríkin hefðu ekki átt að koma nálægt Bosníudeilunni. Jafnframt lýs- ir hann þeirri skoðum, að ef Evrópuríkin hefðu ekki vitað, að Bandaríkin mundu koma til skjalanna að lokum, hefðu þau neyðzt til þess að leysa málið sjálf. Sú skoðun Buchan- ans, að Bandaríkin eigi ekki að taka sér lögregluvald um allan heim, endurómar sjón- armið margra vinstri sinna á dögum kalda stríðsins, þegar Bandaríkin létu sér ekkert óviðkomandi. í nýrri bók, sem nefnist „The Great Betrayal", gerir Buchanan tilraun til að leggja grundvöll að nýrri stefnu Repúblik- anaflokksins í atvinnu- og efnahagsmálum og má ætla, að með því sé hann að und- irbúa framboð sitt til forseta árið 2000. í stuttu máli má segja, að Buchanan sé and- vígur fijálsri verzlun á milli ríkja heims eins og við skiljum það hugtak. Hann telur, að hrun brezka stórveldisins hafi hafízt seint á síðustu öld, þegar Bretar hafi afnumið þá tollmúra, sem þeir höfðu reist til verndar iðnaði sínum. Bandaríkjamenn séu að gera sömu mistökin nú. Þeir hafí opnað banda- ríska markaðinn fyrir flóði innflutnings frá öðrum löndum og jafnframt ýtt undir að PATRICK J. Buchanan er þekkt- ur fjölmiðlamaður í Bandaríkjunum. Þeir, sem fylgjast reglulega með bandarísk risafyrirtæki færðu framleiðslu sína frá Bandaríkjunum til landa, þar sem kaupgjaldið sé kannski tíundi hluti af því, sem þurfí að greiða fyrir sömu vinnu innan Bandaríkjanna. Buchanan nefnir í bók sinni sem dæmi um þetta, að fiskiðnaðurinn á Nýja Eng- landi hafi verið lagður í rúst með innflutn- ingi á ódýrum fiski frá ísiandi, Kanada og Noregi. Fiskimennirnir hafí mótmælt en bandaríska utanríkisráðuneytið hafí sagt að vegna öryggishagsmuna Bandaríkjanna mætti ekki leggja tolla á innfluttan físk t.d. frá íslandi. Að þeirra mati mundi 50% tollur á físk og fiskafurðir styrkja þau þjóðfélags- öfl á íslandi, sem viídu reka bandaríska varnarliðið úr landi. Skoðanakannanir sýna, að fylgi Buch- anans kemur ekki sízt frá verkafólki, sem að jafnaði hefur stutt Demókrataflokkinn. Eitt það athyglisverðasta við málflutning Buchanans er að hann gengur þvert á skoð- anir og sjónarmið margra hægri manna í Bandaríkjunum. Sjónarmið hans eiga t.d. ekki upp á pallborðið hjá Cato-stofnuninni, sem er ein af þeim mörgu stofnunum í Bandaríkjunum, sem vinna að stefnumörkun á mörgum sviðum og dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur m.a. verið í tengslum við. Það er umhugsunarefni, hvort ein af af- leiðingum Ioka kalda stríðsins sé sú, að fylk- ing hægri manna í Bandaríkjunum sé að sundrast í nokkra smærri hópa. Það er skoð- un Buchanans. Þegar skyggnzt er undir yfirborðið í bandarísku þjóðlífi er því ljóst, að þar er margt fleira á ferðinni en umræður um kvennamál Clintons. Reynslan sýnir, að þjóð- félagsumræður í Bandaríkjunum end- urspeglast oft, þótt síðar verði, í Evrópu- löndum - þ. á m. hér. Með Clinton kom í Hvíta húsið hóp- ur ungra hug- sjónamanna, sem ætluðu að breyta bandarísku þjóð- félagi til hins betra og rétta hlut þeirra, sem minna mega sín... En það eru fleiri á ferð en Clinton, sem vilja breyta bandarísku þjóð- félagi. Þótt merkilegt kunni að virðast hljóm- ar sú krafa nú sterkt og ákveðið úr hægri armi Repúblikana- flokksins og þar er á ferð maður að nafni Patrick J. Buchanan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.