Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 97. TBL. 86. ARG. SUNNUDAGUR 3. MAI1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Holbrooke kominn til Kýpur Nikósíu. Reuters. BANDAEÍSKI sáttasemjarinn Ric- hard Holbrooke hóf í gær fundi með ráðamönnum Grikkja og Tyrkja á Kýpur með það að markmiði að koma á samningafundum þeirra í millum. í gær fimdaði Holbrooke með Rauf Denktash, leiðtoga Tyrkja, og sagði Denktash frétta- mönnum að ef Grikkir viðurkenndu ekki tilvist „Tyrkneska lýðveldisins Norður-Kýpur“ myndi eyjan áfram verða tvískipt. Denktash hætti þátttöku í samn- ingaviðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir á síðasta ári og hefur neitað að snúa aftur að samn- ingaborðinu nema sjálfstæði Kýpur- tyrkja verði viðurkennt, en Tyrk- land er nú eina ríkið í heiminum sem viðurkennir Norður-Kýpur. Eyjan hefur verið tvískipt síðan Tyrkir gerðu innrás 1974. Hol- brooke ræddi stuttlega við Glafcos Clerides, forseta Kýpur, á föstudag, og mun eiga fleiri fundi með honum næstu daga. Holbrooke, sem var helsti höf- undur Daytonsamkomulagsins er batt enda á borgarastríðið i Bosníu, sagði við komuna til Kýpur á fóstu- dag að hann myndi ekki knýja á um samkomulag með sama hætti og í Dayton. --------------- Danmörk Orðrómur um lokafrest Kaupmannahöfn. Morgimblaðið. ÞAÐ vantar ekki orðróm og ágisk- anir, en staðfestar yfirlýsingar ber- ast ekki út um samningaviðræðurn- ar, sem nú standa yfir á sjöunda degi í danska verkfallinu. Af hálfu Alþýðusambandsins danska er að- eins staðfest að samningaviðræður standi yfir, en hvenær niðurstöðu væri að vænta vildi Susse Maria Holst, blaðafulltrúi sambandsins, ekki veita upplýsingar um í samtali við Morgunblaðið í gær. Holst vildi heldur ekki staðfesta að dagurinn í dag væri nein lokavið- miðun, eins og danskir fjölmiðlar hafa getið sér til um. Um þá ágisk- un að verkalýðshreyfingin væri fús að fresta verkfallinu sagði Holst að óskin væri sú að halda verkfalli áfram þar til samningar hefðu verið staðfestir í nýrri atkvæðagreiðslu. Frá því samningar nást og þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram líða sennilega 4-5 dagar. Deila um seðlabankastjóra varpar skugga á stofnun Myntbandalags Evrópu „Heiðursmannasamkomu- Iag“ um skipan Duisenbergs Madríd, Brussel. Reuters. The Daily Telegraph. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og aðrir leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, komust í gær að samkomulagi um að Wim Du- isenberg, bankastjóri hollenska seðlabankans, yrði fyrsti yfirmaður nýs Seðlabanka Evrópu, að því er spænska blaðið El Pais greindi frá í gær. Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, féllust á sam- komulagið, en það kveður á um að Duisenberg muni láta af embættinu áður en átta ára skipun- artíma hans sé lokið og Jean-Claude Trichet, yf- irmaður franska seðlabankans, taka við. Leiðtogar ESB-ríkjanna funda nú í Brussel um formlega stofnun Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu, EMU, um næstu áramót. Ellefu ríki, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Belgía, Holland, írland, Lúxemborg, Finnland, Portúgal og Austurríki, eru stofnaðilar að bandalaginu. Deilan um það hver verði fyrsti yfirmaður Evrópska seðlabankans, ECB, hefur verið áber- Jean-Claude Trichet taki við eftir fjögur ár andi í umfjöllun um fundinn. Frakkar voru lengst af staðfastir í andstöðu sinni við skipan Duisen- bergs og kröfðust þess að Frakki, Trichet, yrði yfirmaður bankans, ekki síst vegna þess að bank- inn verður í Frankfurt í Þýskalandi. Svo að segja öll ESB-ríkin studdu hins vegar Duisenberg. Fjármálamenn fylgjandi Duisenberg E1 Pais greindi frá því í gær að leiðtogamir hefðu komist að „heiðursmannasamkomulagi“ um að hætta þessum deilum, því þær kæmu illa við ESB. Ekki væri lokið frágangi nokkurra at- riða í samkomulaginu, t.d. hvenær, nákvæmlega, Duisenberg myndi láta af embætti. Rætt hefði verið um að hann hætti 1. janúar 2002, sem myndi gera Trichet kleift að hafa yfirumsjón með gildistöku nýrrar Evrópumyntar, evrósins. Duisenberg hefur lýst sig reiðubúinn til að ganga að þessum skilyrðum, en eini leiðtoginn sem ekki var sáttur var Kok. Voru þá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, gerðir út af örkinni til þess að sannfæra hann, að því er E1 Pais greindi frá. Duisenberg er eindreginn fylgismaður þess að Evrópski seðlabankinn lúti á engan hátt póli- tískri stjóm, og em fjármálaskýrendur hlynntir því viðhorfi. Segja þeir það forsendu þess að evr- óið geti orðið jafnsterkur gjaldmiðill og þýska markið er nú. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjómar ESB, sagði fyrir fundinn á fóstudag að nú yrði ekki aftur snúið, evróið væri óstöðvandi. „Þökk sé evróinu að Evrópa verður nú í einu vetfangi hluti af fjármálaheiminum,“ sagði hann. Færeyjar Líkur á stjórn sjálf- ræðissinna Þórshöfn. Morgunblaðid. ALLAR líkur em á að Anfinn Kalls- berg, leiðtogi Fólkaflokksins í Færeyjum hafni boði Edmunds Joensens, lögmanns, um að taka við embættinu ef Fólkaflokkurinn taki þátt í myndun nýrrar, borgaralegr- ar landstjómar í kjölfar þingkosn- inganna á fimmtudag. Líklegra má telja að Kallsberg taki í staðinn þátt í myndun landstjórnar sem leggi áherslu á slit sambandsins við Dani. Fólkaflokkurinn og Þjóðveldis- flokkurinn, þeir tveir færeysku stjómmálaflokkanna sem leggja mesta áherslu á aukið sjálfræði, sigmðu f kosningunum og fengu helming þingsæta. „Niðurstöður kosninganna sýna að kjósendur vilja fá sjálfstjórn. Við verðum að taka tillit til þess,“ sagði Kallsberg m.a. Hann og flokksmenn hans munu nú um helgina taka afstöðu til tilboðs Joensens um lögmannsstöðuna. Margt bendir til þess að mynduð verði sjálfstjórnarsinnuð heima- stjóm Þjóðveldisflokksins, Fólka- flokksins og Sjálfstýriflokksins, sem hefði 18 þingsæti af 32. Telur fær- eyski fulltrúinn á danska þinginu, Oli Breckmann, líklegt að af mynd- un hennar verði. Ulan Bator. Reuters. MADELEINE Albright, utanrík- isráðherra Bandarikjanna, fagn- aði í gær skjótum lýðræðis- og markaðsumbótum er orðið hafa í Mongólíu og hét því að Bandarík- in myndu áfram veita stuðning. Mongólía var síðasti viðkomu- staður Albrights í vikulangri As- íuför sem lauk í gær. Hún átti Mótmæli í Mongólíu viðræður við helstu leiðtoga rík- isins, ávarpaði þingið og ræddi við fulltrúa samtaka er berjast fyrir réttindum kvenna. Daginn áður en Albright kom til Mongólíu söfnuðust þúsundir íbúa í höfuðborginni, Ulan Bator, saman fyrir framan þingliúsið (mynd) og kröfðust þess að stjómin segði af sér. Margar Qöl- skyldur draga fram lífið á sem svarar 70 krónum á dag og elli- lífeyrisþegar búa margir við kröpp kjör. Tvöföld skilaboð gera for- varnarstarf að engu Póli- tískur jarð- skjálfti 10 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.