Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 51 I' DAG BRIDS Umsjón (iuðiiiiiiiihir l’áll Arnarson GENERAL Masters-ein- menningskeppnin var fyrst haldin árið 1992 í París. Pá vann Pólverjinn Piotr Gawrys. Tveimur árum síðar vann Jón Baldursson og Norðmað- urinn Geir Helgemo árið 1996. Keppnin fór fram í fjórða sinn á eynni Kor- síku í þessum mánuði og nú var það Frakkinn kunni, Paul Chemla, sem stóð uppi sem sigurvegari. Helgemo gekk hins vegar illa í keppninni á Korsíku og byrjaði á tærum botni í þessu spili: Norður gefur; enginn á hættu. Vestur A G1092 VÁDG854 ♦ D9 *4 Norður * KD76 V 9 ♦ - * ÁKDG10632 Austur * 43 V 107632 * G10764 * 8 Suður *Á85 »K ♦ ÁK8532 + 975 Vestur Nordur Austur Suður Quantin Sharif Helgemo ADegært llauf Pass 1 tígull ll^arta 2spaðar 41\jörtu ögrrnd Pass 71auf Pass Pass 71\jörtu Dobl Pass Pass Pass Omar Sharif tók fimm grönd félaga síns sem áskorun í alslemmu, en Allegaert taldi sig vera að leita eftir réttu hálf- slemmunni. Quantin bjóst við hjartaeyðu í suður og ákvað að fóma. Vömin var veik, en Qu- antin færði sér það ekki í nyt og fór 1100 niður, sem var hreinn botn. Sharif kom út með spaðasjöuna, væntanlega til að þvinga makker til að drepa og spila tígli. Allegaert tók á ásinn og síðan AK í tígli. Nú hefði verið best að taka tvo svarta slagi í við- bót, en Allegaert freistað- ist til að spila tígli. Ef sagnhafi trompar með drottningu kemur kóng- urinn næst í ásinn og þá má komast inn í borð til að henda laufi niður í frí- tígul. En Quantin kaus að henda laufi, trúr þeirri sannfæringu sinni að suð- ur væri með hjartaeyðu. Sharif fékk því á trompní- una og annan á spaða: 5 niður. GULLBRÚÐKAUP. í gær, laugardaginn 2. maí, áttu gullbrúðkaup Gunnar Jóhannsson og Jóhanna Þór- hallsdóttir, Hæðargarði 35, Reykjavík. /»/\ÁRA afmæli. Á Ovlmorgun, mánudag- inn 4. maí, verður sextug Edda Björg Jónsdóttir, kennari, Kirkjuvegi 25, Selfossi. Hún og eigin- maður hennar, Jón Ingi Sigurmundsson, verða að heiman á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu SKAK Umsjón Margeir Pélursson ÞETTA er afar óvenjulegt skákdæmi, svo ekki sé meira sagt. Höfundurinn er Þjóðveiji, dr. Karl Fabel, og birti hann það fyrst árið 1952. Skákþrautir eru venjulega fólgnar í því að finna leið til að máta and- stæðinginn, en hér á að finna eina löglega leikinn sem ekki mátar svai-t! Lausnin er 1. Hc6+! Svartur er ekki mát, því hann getur leikið 1. - Hxh7. Glöggir lesend- ur hafa e.t.v. tekið eftir því að báðir hvítu biskuparnir ganga á hvítu reitunum og hlýt- ur hvítur því að hafa komið peði upp í borð og vak- ið upp biskup! Að sögn hol- lenska skákblaða- mannsins Jules Welling gekk dæmið manna á milli á Hoogo- vens-mótinu í Wijk aan Zee í janúar. Það fylgdi sögunni að stór- meistarar sem spreyttu sig á þrautinni hefðu að með- altali þurft fjórar mínút- urm til að finna lausnar- leikinn, sem er furðulang- ur tími. HVITUR leikur og mátar ekki! STJÖRNUSPA cftir Frances llrakc NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur ríkum hæfdeik- um á sviði bókmennta og lista sem þú þarft að nýta þér á sem farsælastan hátt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra, hvorki í einka- lífi né í starfi. Vertu á varð- bergi í fjármálunum. Naut (20. apríl - 20. maí) Vinnan göfgar manninn, en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Sinntu hugðarefnum þfnum líka. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er ekki farsælt að hrapa að lausnum viðkvæmra mála. Farðu þér hægt og skoðaðu alla þætti. KmbbÍ r (21. júní - 22. júlí) Gættu þess að fylgja skoð- unum þínum ekki of fast eft- ir. Hóf er best á hverjum hlut. Þiggðu heimboð í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að láta ekki til- fmningamar hlaupa með þig í gönur. Þú þarft að hafa fæturna á jörðinni. Meyja (23. ágúst - 22. september) VtXL Þú þarft að fá útrás fyrir sköpunargleði þína. Nú er tíminn til að undirbúa garð- inn fyrir sumarkomuna. Vog m (23. sept. - 22. október) 4) V Oll verk vinnast betur þegar margai- hendur eru lagðar á plóginn. Sýndu samstarfs- mönnum þínum lipurð. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Gættu þess að trana ekki sjálfum þér um of fram í 813145. Hlustaðu á og taktu tillit til skoðana samstarfs- fólks þíns. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Sid Það eru ekki allir dagar sól- skinsdagar. En mundu að öll él styttir upp um síðir og þá mun framtíðin brosa við þér. ORÐABÓKIN Stakkur ÞAÐ fyrirbæri er vel þekkt, að ýmis orð eða orðasambönd verða eins konar tízkuorð og þá oft ofnotuð, ef svo má segja, um lengri eða skemmri tíma. Svo hafa þau á stundum fengið aðra eða rýmri merkingu en hina upp- runalegu. Eitt þessara orða er no. stakkur í orðtakinu að vera í stakk búinn... Halldór Halldórsson próf. skýr- ir það svo í Islenska orðtakasafni sínu: „vera (vel, illa) stæður, vera (vel, illa) fær, við- búinn. Enn fremur seg- ir Halldór: „Orðtakið merkir í rauninni ,að vera klæddur í þess konar föt (stakk), sem hæfir hverju sinni“.“ Kemur þessi merking vel fram í lýsingu af Atla í Otradal í Hávarðar sögu ísfirð- ings, þar sem honum er svo lýst: „Atli var svá búinn, at hann var í hvítum stakki.“ Tvö dæmi eru um orðtakið frá 19. öld og bæði í OH. Eni þau bundin lifandi fólki, enda orð- takið oftast notað þannig. Menn eru vel (eða illa) í stakk búnir að mæta áfóllum. En nú er farið að nota orð- takið í rýmri merkingu. Talað er um, að félag eða fyrirtæki sé vel eða illa í stakk búið til að taka að sér ákveðið verkefni. Þegar frum- merkingin er athuguð, er ljóst, hversu illa hentar í rauninni að nota orðtakið í sam- bandi við samtök eða félög. Þar ætti að duga að segja sem svo, að fé- lagið eða fyrirtækið geti (vel eða illa) tekið að sér verkefnið. - J.A.J. Steingeit (22. des. -19. janúar) +8? Það er brýn nauðsyn á að sýna hófsemd á öllum svið- um. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cfint Ef þú heldur þínum málum fram af festu muntu ávinna þér virðingu annarra. Gleymdu þó ekki þínum nánustu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) IW> Fátt er dýrmætara en tryggð góðs vinar. Hafðu það hugfast þegar vinur þinn leitar til þín í erfiðleik- um. Stjömuspána á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KAFFIHLAÐBORÐ I DAG FRÁ 14 TIL 17 Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hveradölum, 110 Reykjavík, borðapantanir 567-2020, fax 587-2337 TILB0Ð Sumarúlpur, stuttkápur kr. 7.900. Stuttar og síöar kápur Sumarhattar Opið laugardag 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 NAMSKEIÐ UM VISTMENNINGU (Pi.RMACIJLTURK I )EMGN COl JPSE) Er þér annt um umhverfið og kynslóðirnar sem eiga að taka við því? Viltu sjá mannlegt samfélag taka meira mið af verndun umhverfisins. Viltu læra að breyta lifnaðarháttum þínum í vistvænna horf og fá þjálfun í að flétta saman nútíma tækni og gömlum náttúrulegum aðferðum við að lifa vel af jörðinni og hlúa að henni; rækta jörðina og samskipti við náungann um leið. Vistmenning hentar þeim sem vilja gera eigið heimilishald sjálfbært en einnig þeim sem vinna með stærri skipulagsheildir og vilja sjá meira af náttúrunni 1 nánasta umhverfi mannsins. I^orJiefst^á^SólheimuinJ^sH námskeið á íslandi um VISTMENNINGU Námskeiðið er í tveimur hlutum: Fyrri hluti 1.-7. júní, síðari hluti 30. ágúst - 6. september. Samtals 72 klst. Námskeiðið fer að mestu fram á ensku, en íslenskir sérfræðingar koma einnig að námskeiðinu. Aðalkennari verður Graham Bell, þaulreyndur kennari í "Permaculture" um allan heim. Fræðslumiðstöðin á Sólheimum og byggðakjarninn þar verður vettvangur námskeiðsins og verklegra verkefna. Upplýsingar: Aðstaða, fyrirkomulag og verð, sími 486 4468 - 112 eða 486 4430, Óðinn Helgi. Efni námskeiðsins, sími 561 6260, María. Global1 _ __ Eco-vtllage Network FRÆÐSLUMIÐSTOÐ SÓLHEIMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.