Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 47 ** FRETTIR Kynningar- fundur í Grafarvogi HVERFISNBFND Grafarvogs býð- ur íbúum í Borgar- og Víkurhverfum á kynningarfund næstkomandi mánudagskvöld. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Ungmennafé- lagsins Fjölnis í íþróttamiðstöðinni að Dalhúsum 2 og hefst kl. 20. Kynnt verður sú þjónusta sem Miðgarður, fj ölskylduþj ónustan í Grafarvogi veitir íbúum í hverfinu, arkitektar kynna hönnun á Borgar- og Víkurskólum og framkvæmda- áætlun og væntanleg starfsemi skól- anna verður kynnt. Hverfisnefnd Grafarvogs var stofnuð í mars 1997. í nefndinni eru þrír borgarfulltrúar og tveir fulltrúar Ibúasamtaka Grafarvogs. Meðal verkefna nefndarinnar er að standa fyrir kynningu meðal íbúa á þjónustu og framkvæmdum Reykjavíkurborg- ar í hverfínu. ---------------- Leiða leitað til aukins umferð- aröryggis UMFERÐARÖRYGGISNEFND Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu hefur sent frá sér ályktun um um- ferðaröryggi. I ályktuninni segir að nefndin leggi áherslu á að leitað verði leiða til að fækka slysum og umferðaróhöppum, og skorar hún á stjómvöld að flýta breikkun einbreiðra brúa og vinna áfram að því að gera einbreiðar brýr öruggari með því til dæmis að setja upp við þær götuljós. I ályktuninni lýsir nefndin þeirri skoðun sinni að ekkert komi í stað þess aðhalds sem sýnileg löggæsla hafi á umferð og hegðun manna í um- ferðinni. Því hvetur nefndin stjóm- völd til þess að beita sér fyrir því að lögreglan hafi yfir að ráða þeim mannafla og tækjakosti sem til þarf. ------------♦-♦-♦----- Hlíf gagnrýnir bæjaryfírvöld STJÓRN Verkamannafélagsins Hlíf- ar samþykkti ályktun á aðalfundi fé- lagsins nýlega þar sem skorað er á bæjaryfirvöld í Hafnarfiði að „hrista af sér slenið" og halda vöku sinni í at- vinnumálum. í ályktuninni segir m.a. að skortur sé á lóðum undir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði og viðbúið að bærinn missi fyrirtæki af þeim sökum. Þá standi bæjarfélagið sig ekki nógu vel í því að veita fyrirtækjum sem þar starfa þá lágmarksþjónustu og starfsskilyrði sem verði að krefjast að þau fái. Fundarmenn samþykktu ályktun þar sem skorað er á Alþingi að sam- þykkja frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um hlutafélög. Um sé að ræða mál sem tímabært sé að setja lög um og tók fundurinn undir rök þess efnis að aukið atvinnulýð- ræði bæti starfsanda og lýðræðislega stjórnarhætti í fyrirtækjum, veiti stjórnendum aðhald og bæti kjör. ------♦-♦-♦----- Gula bókin 1998 er komin út NtJ stendur yfir dreifing á Gulu bók- inni 1998. í bókinni em sem fyrr hvít- ar síður með fyrirtækjaskrám, gular síður þar sem fyrirtækjum er raðað eftir starfsgreinum, bláar síður með upplýsingum um starfsemi ríkis og bæja og loks grænar síður með götu- kortum stærri byggðarlaga. A hvítu síðunum er fyrirtækjum raðað eftir stafrófsröð eða byggðar- lögum og em þar upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisföng, póst- númer, símanúmer og fóx rúmlega 25 þúsund fyrirtækja á íslandi. Á gulu síðunum em rúmlega 14 þúsund fyr- irtæki skráð undir 1.500 þjónustu- flokkum. Gulu bókinni 1998 er dreift til heimila og fyrirtækja um land allt í 130 þúsund eintaka upplagi, segir í fréttatilkynningu. FRÁ afhendingu styrkja úr Sagnfræðisjóði dr. Bjöms Þorsteinssonar í Skólabæ. Frá vinstri: Valgerður Bjömsdóttir, dóttir dr. Björns, Hall- dór Bjarnason, styrkþegi, Snorri Bergsson, styrkþegi, og Sveinbjörn Rafnsson, formaður sjóðsstjórnar. Tveir fengu styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Bjöms Þorsteinssonar fór fram 20. mars sl., en á þeim degi hefði Bjöm orðið áttræður hefðu honum enst lífdagar. Bjöm Þorsteinsson ritaði fjölda bóka um sögu íslands. Styrkir úr sjóðnum að þessu sinni hlutu Halldór Bjarnason, cand. mag., til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Glasgpw í Skotlandi um utanríkisverslun Islands og efnahagsþróun 1870-1913 og Snorri G. Bergsson, MA, til að vinna að doktorsritgerð við Háskóla íslands um útlendinga og íslenskt samfélag 1900-1940, 150 þús. kr. hvor. Blanco y Negro flyt- ur um set VERSLUNIN Blanco y Negro ásamt saumastofu er flutt í nýtt húsnæði að Skólavörðustfg 21a, við hliðina á Fatabúðinni. Verslunin býður upp á mikið úr- val af fslenskum barna- og ung- lingafatnaði f stærðum 68-176 úr flísefnum, eigin framleiðslu undir merkinu Blanco y Negro. Eigandi er Rannveig Pálsdóttir sem hann- ar einnig alla framleiðsluna. í tilefni af opnuninni er sérstakt tilboð á fermingargjöfum. Af- greiðslutfmi er mánudaga til föstu- daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. VINNINGSHAFAR f Skjóttu á rétta verðið á íslensku innkaupakörf- unni f.v.: Eiður Fannar og Hannes Þór Þorláksson, Erla Alfreðsdóttir, Ómar Egilsson og Unnur Bragadóttir. Vinningshafar í leiknum Skjóttu á rétta verðið Á SÝNINGUNNI Matur ‘98 í Kópa- vogi var gestum boðið að taka þátt f léttum leik þar sem viðkomandi átti að giska á og komast sem næst réttu heildarverði á íslensku inn- kaupakörfunni f sýningarbás Sam- taka iðnaðarins. í innkuapakörf- unni voru einungis íslensk mat- væli, drykkjarföng og hreinlætis- vörur sem neytendur kaupa inn daglega til heimilisins, segir f fréttatilkynningu. Innihald körfunnar var f vinning og tóku rúmlega tvö þúsund gestir þátt í leiknum. Svör þátttakenda voru allt frá 5.000 til 50.000 kr. Rétt tala er 18.848 og voru eftir- taldir aðiiar sem næst þeirri tölu: Ómar Egilsson, Hafnarfirði, 18.878, kr., Hannes Þór Þorláks- son, Kópavogi, 18.890 kr., Erla Al- freðasdóttir, Kópavogi, 18.000 kr. og Unnur Bragadóttir, Reykjavfk, 18.800 kr. —i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.