Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ VIKAN 26/4 - 2/5 ►STEFNT er að því að leggja fram nýtt og breytt frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði á Alþingi næsta haust og afgreiða það 20. oktðber. Heilbrigðisráð- herra segir góðan stuðning við þessa málsmeðferð. ►KOSNINGAÁTÖK eru haf- in innan VSÍ um kosningu formanns á aðalfundi sam- bandsins 7. maí næstkom- andi. Komin eru fram tvö framboð til formanns, ann- ars vegar frá Ólafi Baldri Ólafssyni, sem verið hefur formaður VSÍ undanfarin þrjú ár, og hins vegar frá Víglundi Þorsteinssyni, varaformanni VSÍ. ►LANDSVIRKJUN er að at- huga möguleika á því að nýta fjarskiptakerfi sitt bet- ur með því að leigja öðrum aðilum aðgang að því. Kom þetta fram í ræðu Halldórs Jónatanssonar forsfjóra á samráðsfundi fyrirtækisins á fimmtudag. ►BRESKA stórverslunar- keðjan Debenhams mun opna stórverslun í nýrri verslunarmiðstöð, Smára- lind, sem taka á til starfa í Kópavogsdal haustið 2000. ►UNG kona brenndist i sturtu í Reykjavfk á mið- vikudag þegar kalda vatnið var tekið af íbúð hennar. Nokkrum dögum áður brenndist önnur kona í sturtu. Báðar þurftu læknis- meðferð. Læknir segir að vatn í krönum hér sé alltof heitt og slys vegna þess al- geng. Lögreg-lustjóri stjórn- unarlega ábyrgur EMBÆTTI lögreglustjóra í Reykjavík getur ekki gert viðhlítandi grein fyrir hvarfi tæplega 3,5 kílóa fíkniefna sem vera áttu í geymslum lögreglu, sam- kvæmt rannsókn Ragnars H. Hall, setts ríkislögreglustjóra. Enn er ekki vitað hvar þessi efni eru niðurkomin. Ríkis- lögreglustjóri kveðst ekki telja að ástæður vöntunar efna verði beinlínis raktar til ásetnings eða gáleysis starfs- manna embættisins, en hann telji hins vegar að lögreglustjóri í Reykjavík beri einn „stjómunarlega ábyrgð á því að skýrar reglur og starfsfyrirmæli skuli vanta um þennan mjög svo mikilvæga þátt í starfsemi embættisins", eins og segir í skýrslunni sem skilað var á fimmtudag. Mikill hagvöxtur á Islandi LANDSFRAMLEIÐSLA hér á landi jókst um 5% á liðnu ári. Að mati OECD var landsframleiðsla á íbúa á íslandi 17% hærri en að meðaltah í OECD-ríkj- unum og var fsland í 5. sæti á eftir Lúx- emborg, Bandaríkjunum, Sviss og Nor- egi. Vöxtur landsframleiðslu hér á landi á síðasta ári var tvöfalt meiri en að meðaltali í Evrópuríkjum innan OECD. Af einstökum ríkjum Vestur- og Mið- Evrópu varð meiri vöxtur í aðeins einu rító, írlandi, en þar jókst landsfram- leiðsla um 7,5%. Myllu-úrskurði skotið til dómstóla ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun samkeppnisráðs að ógilda yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubak- aríi. Samkeppnisráð sendi í gær frá sér yfiriýsingu þar sem úrskurði nefndar- innar er mótmælt og hefur ráðið ákveð- ið að skjóta honum til dómstóla Danir hamstra sem aldrei fyrr ALLSHERJARVERKFALL sem hófst í Danmörku aðfaranótt mánudags hefur sett mitónn svip á lífið í Kaup- mannahöfn og um landið allt. Fólk hamstrar vörur sem aldrei fyrr, og hef- ur þetta æði vatóð marga til umhugsun- ar um hvað geti verið á seyði. Aðeins um helmingur strætisvagna í Kaup- mannahöfn var á ferð og undarlegar gloppur voru í vöruúrvali kjörbúðanna. A sjúkrahúsum var starfsfólk beðið að fara sparlega með hreint lín því þvottar féllu víða niður. Almennt reiknuðu menn með því að verkfallið myndi standa fram í miðja þessa viku að minnsta kosti, en þá mætti búast við að ástandið yrði orðið svo alvarlegt að lýst yrði yfir neyðará- standi og stjórn Pauls Nyrups Rasmussens myndi setja bráðabirgða- lög. Helsta hörgulvaran í Kaupmanna- höfn í vikunni var þó ger. Sögur bár- ust m.a. af konu nokkurri sem keypt hafði 75 50 gramma gerpakka, sem reikna má með að dugi í 150 brauð sem ætla má að endist meðalfjölskyldu í fimm mánuði. Flest veitinga- og kaffihús eru opin, en áttu erfitt með að afla birgða. Verkalýðsfélögin voru treg að veita undanþágur, en umsóknir um þær voru fjöldamargar. Á þriðjudagskvöld buðu samtök atvinnurekenda til undirbún- ingsviðræðna þar sem huga átti að til- lögum alþýðusambandsins áður en formlegar samningaviðræður hæfust. Kosovo líkt við handsprengju VARNARMÁLARÁÐHE RRA Grikk- lands, Atós Tsohatzopoulos, sagði á mánudag að mikil hætta væri á að átökin, er geisað hafa í Kosovo-héraði í Serbíu, breiddust út til nálægra ríkja. Hvatti hann til þess að Serbar og Alb- anir, sem eiga í erjum í Kosovo, yrðu beittir auknum þrýstingi til samninga. „Kosovo er eins og handsprengja, og ef við drögum pinnan lengra út springur hún,“ sagði ráðherrann. ►FLOKKUR Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, beið mikinn kosningaósigur í sam- bandslandinu Sachsen-Anhalt um si'ðustu helgi, en hægriöfgaflokkur, Þýska þjóðarbandalagið (DVU), hlaut óvænt nærri 13 af hundraði atkvæða. Flokkur Kohls tapaði rúmlega 12% frá i sfðustu kosningum. Segja stjórnmálaskýrendur þetta meiriháttar áfall fyrir stjórnina f Bonn. ►UMBÓTASINNINN Borís Nemtsov var skipaður að- stoðarforsætisráðherra Rúss- lands á þriðjudag. Viktor Khristenko, sem áður var fjármálaráðherra, er einnig aðstoðarforsætisráðherra. Tilkynnt var um skipan nokkurra ráðherra í sljóm Sergeis Kíríjenkos. Nemtsov greindi síðar frá því að hann myndi fara með orku- og eldsneytismál í nýju stjóra- inni. Þessi málaflokkur er mjög mikilvægur í rússnesku efnahagslífi. ►BRESKIR vfsindamenn greindu frá þvf á mánudag að þeir hefðu uppgötvað gen, eða arfbera, sem virðist geta stuðlað að þvf að gera krabbameinsvaldandi efni skaðlaus. Nokkrar gerðir þessa gens finnast f manns- lfkamanum. Segja vfsinda- menn að þetta geti þýtt að f framtfðinni verði hægt að koma í veg fyrir tiltekin krabbamein. ►ÍSRAELAR héldu f vikunni upp á að fimmtfu ár eru liðin frá því stofnað var sjálfstætt ríki gyðinga. Blásið var f 50 horn um allt landið, og Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra las upp úr ræðu sem David Ben-Gurion flutti við stofnunina 1948. Morgunblaðið/Golli TALIÐ er að nálægt 10 þúsund manns hafi verið í kröfugöngu verkalýðsfélaga í Reykjavík og á útifundi á Ingólfstorgi. Mikil þátttaka í úti- fundi í Reykjavík ALLGÓÐ þátttaka var í hátíðahöldum fyrsta maí í Reykjavík en heldur dræm á Akureyri. Talið er að hátt í 10 þúsund manns hafí sótt útifund á Ingólfs- torgi í Reykjavík en rúmlega 200 tóku þátt í kröfu- göngu á Akureyri. í Reykjavík var kröfuganga frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg þar sem útifundur fór fram. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins fóru fyrir göngunni. Ræðumenn á útifundinum voru þau Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, og Finnbjörn A. Her- mannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Einnig flutti Heimir Magni Hannesson ávarp en hann er formaður Félags nema í matvæla- og veit- ingagreinum. Á fundinum í Verkalýðshúsinu á Akureyri flutti Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands ís- lands, ræðu. Fram kom meðal annars hjá ræðu- mönnum gagnrýni á húsnæðisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi og þeir sögðu ekki vera kjör- um þeirra lægst launuðu til framdráttar. FÓLK á öllum aldri var á útifundinum í Reykjavík. Rafræna greiðslumiðlunarkerfíð opið fslandspdsti Fagna því að niður- staða sé loks fengin SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um aðgang Póstgíróstofunnar að rafrænu greiðslumiðlunarkerfí banka og sparisjóða, svokölluðu RÁS- kerfi, sem annast færslur vegna greiðslukorta. Lítur ráðið svo á að synj- un þeirra sem að kerfinu standa hafi skaðleg áhrif á samkeppni og úti- loki Póstgíróstofuna frá markaði fyrir rafrænar millifærslur. Einar Þor- steinsson forstjóri íslandspósts segist fagna því að úrskurður skuli loks hafa fengist. Málið hafi tekið langan tíma því hátt á annað ár sé liðið frá því erindið var lagt inn til Samkeppnisstofnunar. FORLAGfÐ Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. 550 blaðsíður í stóru broti. ’ 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Laugavegi 18 • Sími 51S 2500 • Síöumúla 7 • Sfmi 510 2500 Einar segir að aðgangur að raf- rænu greiðslumiðlunarkerfi banka og sparisjóða hafi verið til umræðu hjá fyrirtætónu frá 1993. „Við mun- um skoða stöðu okkar upp á nýtt í Ijósi úrskurðarins en ljóst er að þessi mikli dráttur þýðir að staða okkar í dag er önnur en hún hefði verið ella, þróunin á kortamarkaðinum hefur verið það ör á undanfornum árum. Við munum hins vegar skoða málið í nýju ljósi og meta stöðuna í ljósi kostnaðar,“ segir hann. Einar segir debet-kort á gíróreitói- inga verða fyrst til skoðunar hjá ís- landspósti. .Auðvitað þarf að meta þetta upp á nýtt. Fjárhagsstaða ís- landspósts er ektó sú sama og var hjá Pósti og síma og því þarf að meta stöðuna að nýju,“ segir hann. í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að Póstgíróstofunni hafi ítrekað ver- ið synjað um aðgang að því rafræna greiðslumiðlunarkerfi sem bankar, sparisjóðir og greiðslukortafyrirtæki hafi komið upp. „Að mati samkeppn- isráðs er ljóst að synjun um aðgang Póstgíróstofunnar að kerfinu er í reynd synjun allra þeirra aðila er starfa á markaði fyrir rafræna greiðslumiðlun. Þannig lítur sam- keppnisráð svo á að synjunin hafi í för með sér skaðleg áhrif á markað- inn,“ segir í niðurstöðu. Þá segir að aðgangur skuli veittur Póstgíróstofunni á sömu kjörum og gegn sömu skilmálum og gilda gagn- vart öðrum aðilum hins rafræna greiðslumiðlunarkerfis banka og sparisjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.