Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 íþróttir MORGUNBLAÐIÐ Lið Indiana, Los Angeles og Charlotte komin áfram LIÐ Indiana og Los Angeles komust áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik á föstudag og í gær bætt- ist Charlotte Hornets í þann hóp. Lið Utah Jazz tókst hins vegar, með frábærum seinni hálfleik, að koma í veg fyrir að detta út úr úrslitakeppninni, með því að sigra Houston Rockets og liðin mætast því einu sinni enn. Los Angeles Lakers komst í aðra umferð eftir góðan sigur í Portland og Larry Bird er einnig kominn með Indi- Gunnar Valgeirs- ana í næstu umferð son skrifar frá eftir sigur á Bandaríkjunum cieveland. Seattle jafnaði leikseríu sína gegn Minnesota eftir góðan sigur í Minneapolis. En allt þetta féll í skuggann vegna atviks í fjórða leik New York og Miami þegar að- eins 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Lið New York Rnicks og Miami Heat mætast nú í úrslitakeppninni annað árið í röð. Miami hafði betur í fyrra eftir að margir af bestu leik- mönnum New York voru settir í leikbann eftir slagsmál í Miami í annarri umferð. Leikur liðanna á fimmtudagskvöld var vel leikinn að beggja hálfu, enda mikið í húfi. New York var þó sterkara á endasprett- inum og eftir frákast Johns Starks virtist sem leikurinn væri búinn, enda New York með fimm stiga for- ystu, 90:85, á lokasekúndunum. En rétt við vítateig New York brutust allt í einu út slagsmál milli miðherja Miami, Aionzo Mouming, og fram- herja New York, Larry Johnson. Þeir slógu hvor til annars þar til þjálfarar og samherjar komu aðvíf- andi og reyndu að skilja þá sundur. Aðeins 1,4 sekúndur voru eftir á leikklukkunni þegar dómaramir stöðvuðu leikinn. Afleiðingamar eru þær að Mo- urning, sem kýldi á undan, fær tveggja leikja bann og 20.000 doll- ara sekt - en það um ein og hálf milljón króna - og Johnson var einnig settur í tveggja leikja bann en greiðir 10.000 dollara í sekt. Chris Mills hjá Knicks var einnig settur í eins leiks bann og sektaður um 2.500 dollara (180.000 krónur) fyrir að yfirgefa varamannabekkinn og stíga inn á völlinn þegar áður- nefnt atvik átti sér stað. Enginn þessara leikmanna verður því með í dag, þegar liðin mætast fimmta sinni í Miami. Mistök Moumings vom ótrúleg. Hann er líklega mikilvægasti leik- maður Miami gegn New York, sem hefur engan leikmann er getur stöðvað hann í sókninni. Þessir leik- menn vom samherjar hjá Charlotte í þijú ár, en eitthvað hefur víst slest upp á vinskapinn hjá þeim síðan. Báðir þjálfarar vom vonsviknir eftir leikinn. Jeff Van Gundy, þjálfari New York, var ánægður með sigur- inn og leik liðsins, en ekki með slagsmálin. „Þetta var fáránlegt svo skömmu fyrir leikslok. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum. Ég hljóp inn á völlinn til að reyna að halda aftur af mönnum," sagði hann eftir leikinn. Hann féll í gólfið í mestu látunum og hékk á skóm Mouming í nokkrar sekúndur. Pat Riley, þjálfari Miami, var miður sín eftir leikinn. Sjónvarps- myndavélar TNT sjónvarpsstöðvar- innar náðu mynd af honum fyrir ut- an búningsklefa Miami þar sem hann stóð með báðar hendur upp við vegg, bugaður vegna heimsku Mouming. „Mér skilst að það hafi verið langvarandi illindi milli þeirra og því miður gátu þeir ekki haldið aftur af sér,“ sagði hann eftir leik- inn. Mouming reyndi að réttlæta gerðir sínar eftir leikinn. „Það var mikið um olbogaskot frá þeim í leiknum og mér fannst nóg komið í lokin. Maður verður að verja sig þegar svo er komið,“ sagði hann. Johnson sagði hins vegar: „Ég var bara að reyna að halda honum frá körfunni og það næsta sem ég vissi var að hann byrjaði að slá til mín. Mér þykir miður hvemig fór nú, en ég var ekkert að hugsa um það í hita augnabliksins." Lið New York var jafnt í þessum leik. Larry Johnson og Alan Hou- ston vora með 18 stig og John St- arks með 17. Alonzo Mouming (29 stig) og Tim Hardaway (33 stig) voru allt í öllu hjá Miami. Liðin keppa fimmta leikinn á morgun og má búast við hörkuleik. Þrír aðrir mikilvægir leikir fóra einnig fram. Indiana tryggði sér sæti í annarri umferð eftir sigur í Cleveland, 80:74. Leikurinn var skemmtilegur og jafn, en Cleveland vantaði herslumuninn í lokin, 3:1 fyr- ir Indiana. Reggie Miller var stiga- hæstur sigurvegai’anna með 19 stig. Indiana mætir sigurvegara úr leik Miami og New York í næstu umferð. í Vesturdeildinni hélt Seattle sér á floti eftir góðan sigur í Minnesota, 92:88. Seattle jafnaði þar með viður- eign liðanna og þau spila fimmta leikinn um helgina í Seattle. Þeir Gary Payton og Hersey Hawkins voru báðir með 24 stig fyrir Seattle, en hjá Minnesota var táningurinn Kevin Garnett með 20 stig. Seattle var með forystuna allan leikinn og ætti að vinna á heimavelli. Los Angeles Lakers vann góðan sigur í Portland, 110:99, og vann leikseríu liðanna, 3:1. Lakers lék þennan leik mjög vel og náði mest 20 stiga forystu í seinni hálfleik. Shaquille O’Neal var frábær með 31 stig og 15 fráköst og táningurinn Ko- be Bryant skoraði 22 stig fyrir La- kers. Lakers fær nú mikilvæga hvíld þar til það mætir sigurvegaranum úr leik Seattle og Minnesota. Utah Jazz, sem náði bestum ár- angri allra liða í deildinni í vetur, slapp með skrekkinn í fyrrinótt þegar það mætti Houston Rockets í Houston. Heimamenn vora komnir með góðu forystu; staðan var 21:10 eftir fyrsta leikfjórðung og 42:36 í hálfleik. í seinni hálfleik tóku gest- imir sig hins vegar saman í andlit- inu, léku frábærlega og í lokin urðu heimamenn að sætta sig við eitt mesta tap í úrslitakeppni - 93:71. Vöm Utah var frábær í seinni hálf- leik og varamennimir stóðu sig geysilega vel. Karl Malone gerði 29 stig fyrrir Utah og tók 13 fráköst. Bryon Russell og Shandon Anderson gerðu 15 stig hvor. Lið Houston virtist hreinlega gef- ast upp í seinni hálfleiknum; gerði Reuters JEFF Van Gundy, þjálfari New York Knicks, hangir í fæti Alonzos Mourning (33), miðherja Miami. Aftast til vlnstri er Larry John- son, sem slóst við Mouming en Charles Oakley, fyrir miðri mynd, reynir að stilla til friðar. þá aðeins 29 stig og er það lægsta skor liðsins í einum hálfleik í úr- slitakeppni fyrr og síðar. Hakeem Olajuwon gerði 27 og lék vel en fékk litla aðstoð og skoraði ekki eitt einasta stig í síðasta leik- hluta. Clyde Drexler gerði aðeins 11 stigt og Charles Barkley, sem meiddist h'tillega á hendi, lék aðeins í níu mínútur og skoraði átta stig. Charlotte Homets sigraði Atl- anta á útivelli, 91:82, og komst þar með áfram. Anthony Mason gerði 29 stig fyrir gestina í leiknum. Glen Rice gerði 26 stig og David Wesley gerði 13 auk þess sem hann tók 10 fráköst. Bestu handboltamennirnir HERDÍS Sigurbergsdóttir úr Stjömunni og Framarinn Oleg Titov voru að vonum kampakát eftir að tilkynnt var að þau hefðu verið kjörin bestu leikmenn Islandsmótsins í handknattleik. Úrslit í kjöri leikmanna voru tilkynnt seint á fimmtudagskvöld, í lokahófi handknattleiksmanna á Hótel Sögu, eins og kom raunar fram í blaðinu á föstudaginn. Þar komu fram nöfn allra sem vora heiðraðir úr 1. deild karla og kvenna, en í hófinu vora einnig heiðraðir þrír úr 2. deild karla. Páll Gíslason úr Þór á Akureyri var kjörinn besti leikmaður deildarinnar, Einar Þorvarðarson besti þjálfarinn, en hann stjómaði Fylki og Halldór S. Guðjónsson úr ÍH var verðlaunaður fyrir að hafa orðið markahæstur í deildinni. Bergkamp bestur DENNIS Bergkamp, hollenski framherjinn hjá Arsenal, var kjörinn knattspymumaður ársins í Englandi á föstudag af knatt- spyrnublaðamönnum þar í landi. Bergkani]) er fjórði útlending- urinn í röð sem hlýtur þetta eftir- sóttasta sæmdarheiti sem ein- staklingi getui- hlotnast í ensku knattspyrnunni. Þýski framherj- inn Jiirgen Klinsmann vai'ð fyrir valinu vorið 1995, Frakkinn Eric Cantona hjá Manchester United árið eftir og í fyrra varð ítalinn Gianfranco Zola hjá Chelsea fyr- ir valinu. Síðasti Englendingur- inn sem kjörinn var, 1994, er Al- an Shearer, fyrirliði enska lands- liðsins. Félagi Bergkamps hjá Arsenal og fyrhdiði liðsins, Tony Adams, varð annai- í kjörinu að þessu sinni og unglingurinn ft-ábæri hjá Liverpool, Michael Owen, þriðji. Bergkamp hefur átt stóran þátt í mikilli velgengni Arsenal í vetur, gert 22 mörk í 40 deildar- og bikarleikjum, og vai- einnig kjörinn leikmaður keppnistíma- bilsins af leikmönnum sjálfum í síðasta mánttði. Bergkamp er fyrsti Arsenal- maðurinn sem kjörinn er leik- maður ársins af blaðamönnum síðan Frank McLintock, fyrirliði liðsins, varð fyrir valinu vorið 1971 - þegar Arsenal sigraði bæði í deildar- og bikarkeppninni, en liðið á einmitt góða möguleika á að endurtaka það afrek nú. Þá er Bergkamp fyrsti Hollendingur- inn sem verður fyrir valinu síðan Frans Thijssen, leikmaður Ips- wich, var kjörinn 1981. Trapattoni til Fiorentina GIOVANNI Trapattoni, þjálfari Bayern Munchen, tekur við þjálf- un Fiorentina í heimalandinu í sumar. Þjálfarinn, sem er 59 ára, er sá sigursælasti í sögu ítölsku knattspymunnar; hefur sjö sinn- um stýrt liði til ítalska meistara- titilsins. Juventus varð sex sinn- um Ítalíumeistari undir stjóm hans og Inter Milan einu sinni. Enn slagsmál í viðureign New York og Miami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.