Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 27
höfum við búið til æfingar sem við
höfum þróað í kringum liti. Sumir
) kunna þegar á litina en aðrir, sér-
staklega eldri kynslóðin, hefur
I aldrei snert liti.
" Og við erum að sjá fullt af litlum
kraftaverkum gerast. Við vinnum
með hvem einstakling; sníðum verk-
efnin eftir hverjum og einum í stað
þess að búa til prógram fyrirfram
sem þau verða að geta ráðið við.
Við notum mikið bolta og föram í
ýmsa samskiptaleiki með þá. Síðan
búum við til sögur og ævintýri, not-
um kubba og þrautir og þroskaleik-
fóng. Við urðum okkur líka út um
| lítið hljómborð, og eram að eignast
' annað, svo við getum búið til tónlist.
Við geram bara allt mögulegt sem
okkur dettur í hug.“
En hvers vegna skiptið þið þeim
upp í hópa?
„Félagarnir era orðnir of margir
til að hægt sé að sinna hverjum og
| einum vel ef allir era saman. Við
skiptum upp í hópa eftir því hvernig
þau eiga saman. Hver hópur er að
vinna sitt og það er mjög ólík
stemmning í hópunum."
En ef það koma fleiri?
„Þá búum við til fleiri hópa.“
Hvemig er starfsemin fjármögn-
uð?
„Þátttakendurnir greiða mánað-
argjald sem hefur auðvitað engan
veginn dugað. Þess vegna höfum við
k fengið styrktaraðila - einstaklinga
og fyrirtæki til að styrkja blað sem
við gefum út á næstunni og hefur að
geyma myndir eftir þátttakend-
urna, sögur þeirra og annan texta
sem þeir hafa verið að vinna í vetur.
í blaðinu verður smáklausa um
hvern listamann. Nú, upp úr ára-
mótunum leituðum við til ýmissa
fyrirtækja til að styrkja blaðið og
fengum þá peninga til að kaupa
betra dót, til dæmis betri liti og
| betri pappir."
Klappað á bakið
Hvað með fjármagn úr opinber-
um sjóðum?
„Nei, ekkert. Við leituðum til
Iþrótta- og tómstundaráðs, Reykja-
víkurborgar, Félagsmálastofnunar,
skrifuðum félagsmálaráðherra per-
sónulegt bréf, hringdum í mennta-
málaráðuneytið til að spyrja til
; hvaða stofnana við gætum leitað
| o.s.frv. Niðurstaðan er sú að ég get
sótt um styrk til Reykjavíkurborgar
í nóvember fyrir árið 1999. íþrótta-
og tómstundaráð sagðist gjaman
vilja gera eitthvað til að starfsemin
gæti haldið áfram, vegna þess að við
eram með hóp sem mjög lítið er í
boði fyrir - það er nóg í boði fyrir þá
sem geta sótt sér sjálfir það sem þeir
vilja - en ráðið á ekkert fjármagn.
En mér var klappað á bakið.“
Móttökurnar urðu þó síður en svo
| til að draga kjarkinn úr Þóranni.
Hugmyndir hennar era óþrjótandi
og draumarnir skýrir. „Minn
draumur er að safna saman mynd-
unum þeirra, setja upp litla sýningu
- til að sýna hvað þau eru æðisleg.
Þetta era ekki bara líkamar sem
eru til vandræða og baggi á þjóðfé-
laginu. Þetta eru sálir sem fmnst
gaman að lifa. Markmiðið með blað-
inu er að finna litla leið til að þau
! geti tjáð sig í þjóðfélaginu og verið
| sýnileg sem manneskjur.
Þau eru of falin. Það er of mikið
fjallað um þroskahefta í stað þess
að leyfa þeim sjálfum að tjá sig.
Við höfum séð myndlistarsýningar
einhverfra, leiksýningar hjá
Perlunni. Það eru fleiri en ég að
starfa við félagsstarf þroskaheftra.
Eg er að bjóða upp á enn einn
möguleikann."
Hver hlær?
i „Hluti af þessari hugmynd varð
til þegar ég var að vinna útvarps-
þáttinn. Þá skrifaði frænka mín
niður litla texta sem vora mjög ein-
faldir og mér fannst þeir mjög fal-
legir. Mig langaði til að safna text-
um frá þroskaheftum og búa til
litla bók. Ég bar hugmyndina undir
ráðamenn í þessum geira en fékk
þau viðbrögð, frá einum þeirra, að
þetta gæti verið varasamt, vegna
þess að einhver gæti hlegið að
þeim! Frá öðrum fékk ég þetta
hefðbundna klapp á bakið. Enginn
vildi gefa út bókina.“
Þórann segist eiga mjög erfitt
með að sldlja svona afstöðu. „Hver
hlær?“ spyr hún og bætir við: „Mér
finnst skilningur almennings og virð-
ing við þroskahefta miklu meiri en
áður var. Ég hef alist upp með móð-
ursystur minni og það hafa gríðar-
legar viðhorfsbreytingar átt sér stað
í samfélaginu. Þegar við fóram út á
kaffihús, eða út að
borða, finnst mér
fólk almennt mjög
jákvætt. Það hjálpar
okkur, hliðrar tO og
sýnir okkur elsku-
legt viðmót. Þroska-
heftir finna hvað að
þeim snýr. Þeir hafa
sjálfsmat eins og
aðrir. Þeir hafa
sömu þörf fyrir að
tjá sig, styrkja
sjálfsmatið og efla
sjálfsvirðinguna.
Þeir hafa líka sömu
þörf og aðrir fyrir að skilja eitthvað
eftir sig.“
Finnst þér gæta of lítils skilnings
á þessum þáttum?
„Já, mér finnst vanta að fólk sjái
fegurðina í þroskaheftum. Þetta era
manneskjur sem hafa allar sömu til-
finningarnar og við, eiga sér
drauma og langanir. En þau eru
berskjaldaðri.
Við höfum mætt skilningi á þess-
um þáttum hjá fjölmörgum fyrir-
tækjum og stofnunum sem við höf-
um leitað til. í Þjóðleikhúsinu hefur
verið tekið vel á móti okkur. Við
höfum fengið að koma á forsýningar
- því það getur verið traflandi að
koma með suma einstaklingana á al-
menna sýningu. Þau sitja ekki öll
kyrr og hafa ekki öll steinhljóð. í
Loftkastalanum hafa líka allar dyr
staðið okkur opnar og þar hjálpa
menn okkur fram og til baka með
hjólastólana og snúast í kringum
okkur. Það sama má segja um Sin-
fóníuhljómsveitina sem leyfði okkur
að koma á æfingu. Síðan hringdum
við í Fóstbræður og Stuðmenn og
spurðum hvort við mættum koma á
æfingu hjá þeim - og þeir voru svo
jákvæðir og skemmtilegir að það
verður lengi í minnum haft. Svo er
það nú uppáhaldsveitingastaðurinn
þeirra, Hard Rock. Þar er helm-
ingsafsláttur fyrir fatlaða og fylgd-
armenn þeirra. Okkar fólki finnst
óskaplega gaman að fara þangað."
Þetta er alltaf gefandi
Maður þarf ekki að spjalla lengi
við Þórunni til að heyra að hún veit
um hvað hún er að tala. En hvernig
vissi hún að hennar aðferðir myndu
reynast haldgóðar?
„Ég fór í eins árs nám í leiklistar-
leiðsögn í Svíþjóð," segir hún. „Þar í
landi fara menn með þetta nám og
setja upp áhugamannasýningar víða
um landið, hjá verkalýðsfélögum og
skólum. Eftir að ég kom heim vann
ég við leiklistarkennslu barna, bæði
í skólakerfinu og með einkanám-
skeið. En mig grunaði alltaf að
þetta nám nýttist mér vel í starfi
með þroskaheftum - sem það hefur
líka gert. En aðalatriðið er þó að
hafa hugmyndir og innsæi.
Það er ekki hægt að nota neina
formúlu í þessu starfi - einstakling-
amir era svo ólíkir og á svo mis-
munandi hæfnistigi. Það eina sem
þarf að vera hundrað prósent fyrir
hendi, er kærleikurinn.“
Er þetta ekki erfitt?
„Það era tvær mýtur í gangi í
sambandi við þroskahefta. Önnur
er sú að þau séu alltaf glöð og bros-
andi, eigi aldrei góða og slæma
daga. Hin er að þau séu svo erfið.
Þetta er ekki alltaf auðvelt - en
mjög gefandi og mér þykir alltaf
rosalega gaman að vera með þeim.
Þegar maður nær til þeirra, er það
engu líkt.“
If at first you don’t succeed -
change the rules. - Ókunnur höf.
„Já, mér finnst vanta að
fólk sjái fegurðina í
þroskaheftum. Þetta eru
í manneskjur sem hafa allar
sömu tilfinningarnar og
við, eiga sér drauma og
langanir. En þau eru ber-
skjaldaðri.
| Kolagrill á hjólum
Maí