Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 37 STOFNUN listaháskóla hefur lengi verið í deiglunni hér á landi. Enginn af starfandi listgreinaskól- um útskrifar nemendur með há- skólagráðu en innan skamms kann að verða breyting þar á. Leiklist- arskóli íslands, Myndlista- og handíðaskóli íslands og Tónlistar- skólinn í Reykjavík uppfylla að flestra mati þær kröfur sem gerð- ar eru til háskóla. Nefndir skólar sæiqa stíft að fá viðurkenningu yf- irvalda þar að hitandi og stefna jafnframt að innbyrðis samein- ingu. Drög að stofnun Listahá- skóla íslands eru nú langt komin eftir áratugar undirbúning. Leiðin að Lista- háskóla s Islands Jj AQQ Frumvarptillaga m um listaháskóla undirbúið með hliðsjón af eldri til- lögum um háskóla í einstökum listgreinum. Umræður á Alþingi stranda á kostnaði. tM A Nefnd á vegum I menntamálaráð- herra leggur til á grundvelli fyrri gagna að stofnaður verði listahá- skóli sem sjálfstæð kennslu- og rannsóknarstofnun. Stofnunin hafi eigin rektor en starfi innan vébanda Háskóla fslands. Tillög- um hafnað í háskólaráði. tM A A O Nefnd undir for- I ystu Björns Bjarnasonar leggur fram svo- nefnda Skilagrein Listaháskóla- nefndar. Þar er lagt til að komið verði á fót sjálfstæðum Iistahá- skóla að fyrirmynd Samvinnu- skólans á Bifröst og Verslunar- skóla íslands. Skólinn verði rek- inn í samvinnu ríkis og áhugafé- lags um listaháskóla. Stjórnin skuli skipuð þremur fulltrúum fé- lagsins, einum frá menntamála- ráðuneyti og einum af hálfu Reykjavíkurborgar. Enn er unnið eftir hugmyndum skilagreinar- innar. A A JC Frumvarp til laga I um listmenntun á háskólastigi samþykkt á Alþingi. Þar er veitt heimild til kennslu í listgreinum á háskólastigi á ís- landi. Jafnframt er menntamála- ráðherra heimilað að gera samn- ing við félög eða stofnanir um að annast þessa kennslu. í drögum að skipulagsskrá segir að skólinn skuli hafa forystu í þróun list- mennta í landinu og sinna kennslu, rannsóknum og þjónustu að hætti háskólastofnunar. tÆ E Bandalag íslenskra 1 *7^#listamanna (BÍL) hefur forgöngu um að stofna fé- lag um listaháskóla. 150 manns sækja stofnfundinn. tM Q AQ Bráðabirgða- ■ stjórn Listahá- skóla íslands skipuð. í henni sitja Sigurður Nordal, skipaður af menntamálaráðherra, Pétur Ein- arsson, fulltrúi félags um Listahá- skóla, og Jón Björnsson af hálfu Reykjavfkurborgar. Sigurður er formaður bráðabirgðastjórnar- innar og Jón situr með fyrirvara um þátttöku borgarinnar. Borg- arstjóri hefur áréttað að borgin taki ekki þátt í rekstri mennta- stofnana á framhalds- og háskóla- stigi. ^ Bráðabirgða- I m stjórnin biður Leiklistarskóla íslands, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík að vinna tillögur að innra og ytra skipulagi í sameiginlegum skóla. Skólarnir skila skýrslum sínum í nóvember eftir mánaðarvinnu. Jj AAQ Skýrslur skólanna I eru nú til með- ferðar hjá bráðabirgðastjórn. Hún reiknar út áætlaðan kostnað og leggur drög að framkvæmdaáætl- un fyrir ráðherra innan tíðar. Búist er við að megin rekstrar- fé Listaháskóla íslands komi frá rfkinu sem samningsbundinn fjár- stuðningur við einkaháskóla. Rík- ið mun einnig afhenda skólanum fullbúið húsnæði fyrir starfsemina en aðrar tekjulindir verða styrkir og skólagjöld. Reykjavíkurborg hefur reifað hugmyndir um að styðja starf- semina en telur beinan rekstur háskóla þó ekki í sfnum verka- hring. Eins og stendur er Leiklist- arskóli Islands að fullu fjárinagn- aður af ríkissjóði. Myndlista- og handíðaskólinn fær 60% úr ríkis- sjóði á móti 40% framlagi frá Reykjavíkurborg. Tónlistarskól- inn í Reykjavík þiggur rúmlega 13% af rekstrarkostnaði úr ríkis- sjóði á móti skólagjöldum og framlagi Reykjavíkurborgar. Framlag skiptist nokkuð jafnt á milli MHÍ og Tónlistarskólans. Enn er ekki ljóst hvernig deild- ir innan Listaháskóla Islands munu skipta með sér rekstrarfé en fram að þessu hefur samvinna listaskólanna gengið vel. Sljórnendur skólanna leggja áherslu á að listkennsla á háskóla- stigi geti formlega hafist óháð húsnæðinu í Laugarnesi. Samein- ing undir einu þaki sé þó lokatak- markið. ur og jafnvel Listdansskólans mun ýmislegt ávinnast. Unnt verður að samnýta skólastofur og kennslu í bóklegum fögum svo sem lista- sögu, tónlistarsögu og leiklistar- sögu. Þau Friðrík, Helga og Agnar þekkja slíkar fyrirmyndir erlendis frá en þau hafa meðal annars verið í samstarfi við listaháskóla í Mal- mö í Svíþjóð. Þau telja mikilvægt að geta lært af reynslu annarra og að þurfa ekki að byrja frá grunni. „Helsti kosturinn verður þó sá að kynnast öðrum greinum list- anna og taka þátt í frjóu flæði hug- mynda. Tilvalið er að vinna að sameiginlegum útskriftar- og kennsluverkefnum undir stjórn kennara. Leiksýning með tónlist og leikmynd eftir nemendur sam- eiginlegs listaháskóla er bæði spennandi og verðugt verkefni að takast á við,“ segja þau og ekki er laust við að tilhugsunin komi þeim á flug. Þau eru sannfærð um að stofnun listaháskóla verði aðeins byrjunin á enn blómlegra starfi innan leik- listarinnar. Með fleiri kennurum og betri aðstöðu verði unnt að mynda nýjar námsbrautir þar sem menntun leikstjóra, ljósamanna og annarra tæknimanna sem og leik- hústónskálda, búninga- og sviðs- myndahönnuða færi fram. Enn sem komið er geta nemendur ekki sérhæft sig í þessum fögum og verða að fara utan til þess. Erlendis er víða samstarf á milli listaskóla og kvikmyndanáms. Áhersla kvikmyndaleikstjóra á kvikmyndaleik við Leiklistaskóla Islands hefur aukist til muna und- anfarið. „í vetur var fyrsta sam- starfsverkefnið okkar af þessum toga en við höfum nýlokið við sjón- varpsþáttagerð fyrir Ríkissjón- varpið. Sá vísir sem til er að kvik- myndaskóla hér ætti reyndar einnig heima í sameiginlegum listaháskóla." Sleppt og haldið En það örlar á dálítilli eftirsjá í röddum hinna ungu nema. „Við verðum auðvitað að gefa ýmislegt upp á bátinn fyrir nýjan skóla,“ segja þeir. „Lindarbær hefur alið upp margar kynslóðir leikara og gegnir lykilhlutverki í sögu skól- ans. Við lítum á það sem kost að vera fámennur bekkur í nánu sam- starfi við kennara og við stjómum öllu sjálf í okkar leikhúsi. Það er dýrmæt reynsla og vonandi týnir Nemendaleikhúsið ekki sálinni við flutninginn.“ Að þeirra mati er nauðsynlegt að haga málum þannig að bekkjar- kerfið haldist jafnvel þótt skólinn flytji og breytist. „Ein leið er að fyrsta árið verði almennt bóklegt nám að mestu og að valinn hópur komist yfir á annað ár eins og tíðkast í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Ýmsar aðrar leiðir eni færar en það er annarra að út- færa þær frekar." Þremenningarnir segja stofnun listaháskóla vera hagsmunamál „Þegar listaskóli loks- ins kemst á koppinn verður hann ekki að- eins skóli heldur einnig menningarstofn- un í tengslum við þjóð- ina. Almenningi verða opnir tónleikar, leik- listar- og myndlista- sýningar og ýmiss kon- ar námskeið." komandi kynslóða en þeir styðja málið þó af alhug. „Okkar hagur felst meðal annars í möguleikum á endurmenntun eða íramhaldsnámi hjá öflugri listastofnun. Svo væri ekkert ven-a ef háskólaviðurkenn- ingin yi-ði afturvirk og kæmi okkur þannig til góða,“ segja Friðrik, Helga Vala og Agnar Jón glaðbeitt í gamla Lindarbæ. Skólinn sprunginn Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir allt starfslið skólans hafa beðið eft- ir nýjum húsakynnum í mörg ár enda hafi Tónlistarskólinn löngu sprengt utan af sér húsnæðið. „Sumir kennarar taka jafnvel á móti nemendum í heimahúsum sem á auðvitað ekki að viðgangast. Við erum því orðin spennt fyrir framhaldinu og vonum að hlutimir fari að gerast von bráðar.“ Halldór leggur áherslu á að Tónlistarskólinn og fleiri listaskól- ar miði starf sitt þegar við há- skólastig, að öðrum kosti færi eng- in umræða fram um þessi mál. Það sé hins vegar ljóst að ýmsar dyr opnist fyrir nemendum og kennur- um þegar formleg háskólaviður- kenning fáist. „Efstu stig skólans jafngilda nú þegar háskólastigi og stefnan er sú að námsmöguleikar og aðstæður batni enn frekar þeg- ar Listaháskóli íslands verður að veruleika. Akveðið hefur verið að stúdentspróf verði ekki gert að skilyrði heldur önnur sambærileg próf látin nægja eins og víða er- lendis. Oft koma fram á sjónar- sviðið mjög góð listamannsefni og er þá látið nægja að þau hafi góða alhliða þekkingu." Halldór bætir við að inntökupróf verði við nýja skólann líkt og nú enda komi nem- endur frá ólíkum skólum með mis- jafna undirstöðu. Vanþekking yfirvalda Halldór segir Tónlistarskólann í Reykjavík hafa tekið þátt í evr- ópskum samstarfsverkefnum sem háskóli og þar komi berlega í ljós hversu bágur húsakostur hans sé. „Viðhorf yfirvalda hér á landi til listmenntunar ber vott um furðu litla þekkingu. Þau virðast ekki hafa vaknað til vitundar um að listaskólar þurfi góða aðstöðu." Engu að síður hafa erlendir nemar við Tónlistarskólann í Reykjavík verið ánægðh', jafnvel sóst eftir áframhaldandi námi þar. „Það kemur mér á óvart en góðir kenn- arar standa fyrir sínu og þá eru nemendur ánægðir. Vonandi líta yfirvöld þó ekki á þröngan kost sem forsendu velgengni," segir skólastjórinn. Hann telur SS-húsið í Laugar- nesi ágætt húsnæði undir nýjan skóla. Það sé hins vegar ljóst að tónlistardeildin verði dýr enda þurfi að hljóðeinangra og búa til glugga svo að vinnuaðstaðan verði mönnum bjóðandi. Hann þekkir til erlendis þar sem deildaskiptir listaháskólar hafa verið reistir og fyrirkomulagið reynst vel. Mestu skipti að nemar úr ólíkum list- greinum hafi áhrif hver á annan. Listnemar hérlendis hafa unnið að sameiginlegum verkefnum og jafnvel tekið námskeið í öðrum listaskólum. „Þetta verður allt mun auðveldara í sameiginlegum skóla þar sem unnt er að flétta saman námskeið og skapandi hugsun sem örvar nemendur til dáða,“ segir Halldór og bætir við: „Þegar listaskóli loksins kemst á koppinn verður hann ekki aðeins skóli heldur einnig menningar- stofhun í tengslum við þjóðina. Al- menningi verða opnh' tónleikar, leiklistar- og myndlistasýningar og ýmiss konar námskeið," segir skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík að lokum. Langar að dansa með Hér hefur aðallega verið rætt um þrjá listaskóla þótt aðrir slíkir séu vissulega til. Listdansskóli Is- lands og sumarskóli Arkitektafé- lagsins hafa sýnt áhuga á að taka þátt í tilvonandi listaháskóla. Örn Guðmundsson, skólastjóri List- dansskóla Islands, segir fyrirhug- að að skólinn fái inni í húsnæði nýs listaháskóla þegar hann loks taki til starfa. í framhaldi af því sé ætl- unin að Listdansskólinn komist á háskólastig. „Enn er skólinn ekki viðurkenndur sem háskóli, hvorki hér né erlendis. Við höfum ekki upp á neina háskólamenntun að bjóða og sú braut verður því alveg ný fyrir okkur.“ Það er algengt að nemar haldi utan um 16 ára aldurinn og hafi þá ekki lokið þeim átta stigum sem til þurfi fyrir háskólastigið. Öm von- ar að þessir nemar komi heim aft- ur að loknu námi en viðurkennir að margt þurfi að breytast til að gera ísland samkeppnisfært. „Þegar listdans verður viðurkennt há- skólanám höfum við fyi'st upp á al- mennilegt nám að bjóða, en ekki fyrr. Þá geta nemar klárað sín átta stig hér á landi og valið svo á milli frekara náms eða atvinnulífsins,“ segir Öm. Hann telur að ekki skuli einblína á íslenska dansflokkinn sem eina starfsvettvanginn og hef- ur því beitt sér fyrir nýrri dans- kennaradeild og danshöfunda- braut innan listaháskólans. Höfundar eru nemar i hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla Islands svona samskiptum er annarleg og geng- ur ekki upp til lengdar. Við bjóðum upp á afar frambærilegt nám á alþjóðavett- vangi og verðum að hafa formlegu hlið- ina í lagi til þess að missa ekki af lest- inni í harðnandi samkeppni.“ Akurinn plægður Draumurinn um listnám á háskólastigi er kominn til ára sinna en að mati Gunn- steins er nú loks farið að miða í rétta átt. Bráðabirgðasljórn Listaháskóla Islands hefur starfað í rúmt ár og hóf formlegt samstarf við MHÍ, Leiklistarskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík í sept- ember 1997. Þá óskaði hún eftir aðstoð skólanna við að undirbúa stofnun Lista- háskólans. „Verkefni okkar var að gera tillögur um kennslufyrirkomulag í hverri deild í sameinuðum skóla og athuga hvernig best væri að fella listnám undir hið nýja skipulag. Við mátum stöðugildi, kennslu- þörf, tækjakost, samnýtingu á aðstöðu og fleira og gáfum ráð uin hönnun nýju höf- uðstöðvanna að Laugarnesvegi 91. Ut- tektir okkar áttu að auðvelda frekari Gunnsteinn Gíslason, skólastjóri MHÍ, krefst pólitískrar ákvörðunar um listaháskóla undirbúning við stofnun Listaháskóla fs- lands og nú bíðum við eftir að málið haldi áfram.“ Stjórnendur skólanna þriggja skiluðu tillögum sinum til Sigurðar Nordal, for- manns bráðabirgðastjórnar Listaliáskól- ans, í nóvember síðastliðnum. Nú sér fyr- ir endann á úrvinnslu þeirra tillagna, kostnaðarútreikningum er að mestu lok- ið og bráðabirgðastjórnin mun birta ráð- herra og borg skýrslu sína innan skamms. Það er ráðgefandi skýrsla um stofnun listaháskóla og með afliendingu hennar færist boltinn til menntamálaráð- herra sem tekur ákvörðun um framhald- ið. Mikið liggur við „Enginn veit hvenær ráðuneytið mun leggja fram áætlun um stofnun listahá- skóla en við vonum auðvitað að slíkt inuni gerast fyrr en seinna. Það er í raun allt tilbúið. Heimildalögin um stofnun listaháskóla eru til, tillögur skólanna um skipulag eru til, byggingarnefnd um nýju höfuðstöðvarnar er til, kostnaðaráætlun er til og viljinn er alls staðar fyrir hendi. Spurningin er einna helst um pólitískan vilja - er hann fyrir hendi?“ spyr Gunn- steinn. Hann segist hafa trú á því að ráðamönnum sé alvara með áformum um stofnun Listaháskóla Islands en fram- vindan strandi á kostnaði. „Það mun jú kosta peninga að innrétta húsnæðið í Laugarnesi en það segir ekki alla sög- una. Við leggjum fyrst, og fremst áherslu á að skólarnir verði uppfærðir á háskóla- stig og þar eru fá Ijón í vegi. Um leið og breytingum á húsinu lýkur munu deild- irnar svo geta sameinast fyrirhafnarlaust undir einu þaki.“ Skólastjórn MHÍ hefur samþykkt að sækja einhliða um uppfærslu á háskóla- stig og álítur það fremur styrkja undir- búning listaháskóla heldur en skaða. Er- indi skólans er þegar á leið til mennta- málaráðuneytisins og verði það sam- þykkt getur MHÍ farið að vinna sam- kvæmt lögum um listaháskóla. Það er hagsmunamál nemenda og kennara að fá myndlistarnámið metið sem háskólanám þó stofnun Listaháskóla íslands kunni að dragast á langinn. ;,Engu að síður er það yfirlýst stefna MHI að róa öllum árum að því að stofna Listaháskóla Islands og er- um við þar í góðu samstarfi við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Leiklistarskóla Islands," segir Gunnsteinn skólastjóri. „Við krefjumst þess að rfld og borg leysi úr ágreiningi sínum um framkvæmdina og vonum að sátt náist svo hlutirnir fari að þokast. Við viljum þó allra síst að þetta verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar því við megum ekki við því að málinu sé drepið á dreif. Erfíð staða listaskólanna í kerfinu í dag knýr á um aðgerðir og framtíð þeirra er í húfi. Það liggur því inikið við,“ segir Gunnsteinn Gíslason að lokuin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.