Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ : ■ ■ ' Morgunblaðið/RAX NÍNA og Júrí Resítov. Júrí og Nína Resítov á förum til Rússlands Aldrei lent „upp að vegg“ Rússneski sendiherrann Júrí Resítov og —-------------------—? ---- . kona hans, Nína, eru á förum frá Islandi. Júrí er mönnum hér að góðu kunnur, kom hér oft fyrir sendiherratíð sína og talar og skrifar afar góða íslensku. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi fyrir skömmu við rúss- nesku sendiherrahjónin um ýmsa þætti ævi- -------------------------- ferils þeirra, bæði í Rússlandi og á Islandi, en hjónin eru bæði miklir Islandsvinir. RÚSSAR hafa margs konar ímynd í hugar- heimi okkar íslendinga - allt frá því að vera þunglyndislega róman- tískir líkt og Anna Karenina, hin harmsögulega söguhetja Tolstojs, til þess að vera háskalegir kerfís- menn eins og t.d. andstæðingar James Bonds í myndinni From Russia with Love. I misjafnlega hæggengum rússneskum kvik- myndum sem íslenska sjónvarpið hefur samviskusamlega sent út á stundum eru söguhetjumar oftar en ekki breiðleitt og vingjamlegt verkafólk, stundum dálítið drykk- fellt, og svo höfum við séð ótal fréttamyndir af yfírmönnum rúss- neska kommúnistaflokksins sem virtust allténd eiga loðhúfurnar og svipbrigðaleysið sameiginlegt hvað af þessu skyldi vera næst sannleikanum, hugsa ég þegar ég geng upp tröppumar á Rússneska sendiráðinu á Túngötu 9 í Reykja- vík. Ég er ekki einu sinni búin að hringja dyrabjöllunni þegar dymar em opnaðar upp á gátt og ungur en íslenskumælandi Rússi býðurmér hoffmannlega að ganga í bæinn. Og þar er ekki í kot vísað, húsakynni sendiráðsins em myndarleg en eigi að síður er yfir þeim nokkuð forn blær, myndir á veggjum em flestar rússneskar og sýna margbreytileika þess stóra lands - líklega eru Rúss- ar allt þetta sem hér á undan er talið og miklu meira en það, hugsa ég er mér er vísað inn í stóra stofu með útskomum skápum og stólum. Þar í sófa situr sendiherrann Júrí Resítov, sem senn er á föram héð- an, og í stól við hlið hans situr Nína, eiginkona hans. Þau rísa á fætur og taka mér í eiginlegri merkingu tveim höndum. Þau hafa bæði yfir sér þetta myndarlega yfirbragð sem einkennir marga Rússa, bros henn- ar er bjart og hjartanlegt en fas hans er yfirvegaðra, þótt handtak hans sé þétt og viðmótið hlýtt er augnaráðið vökult - kannski arfur þess sem mótast í umhverfi póli- tískra sviptivinda. Júrí Resítov er fæddur og uppal- inn á Stalínstímanum, í Nisnin Nówgorod sem hann sjálfur kallar „í neðra". í viðtalinu sem á eftir fer segir hann hann mér að faðir hans, sem var starfsmaður rússneska Kommúnistaflokksins, hafi verið kærður fyrir andsovésk viðhorf, það vildi honum til að hann fékk bara á sig eina kæm, hefðu kæmmar verið tvær hefði hann verið handtekinn eins og fjölmargir Rússar vom þá. Þegar Júrí segir mér nokkru síðar að hann hafi útskrifast frá háskóla með diplómu í vestrænum málum átta ég mig á að ég hafi að líkindum vanmetið áhrif utanríkisþjónust- unnar og starfa Júrís íyrir Rúss- land á erlendri gmnd. Hann talar íslensku með prýði og tekur að sér að túlka fyrir okkur Nínu, svo við getum líka talað saman - hann fer létt með það og mér finnst mjög at- hyglisvert að heyra þau tala rúss- neskuna, svo hratt og leikandi - mér finnst ég í aðra röndina vera stödd í kvikmynd, raddir þeirra Júrís og Nínu, þung málverkin á veggjunum og ýmsir munir þama inni hafa þessi baksviðs áhrif. Nína er fædd í Moskvu. „Hún skammar mig stundum fyrir að vera sveitalegur,“ segir Júrí og hlær. Þau hjón kynntust fyrir at- beina sameiginlegrar vinkonu, „hún er merkileg fyrir það að Lenin skrifaði nokkmm sinnum um afa hennar, hann var einn af fyrstu efnahagsfræðingum Rússlands, en hann var mensévíki. Sjálf var hún kennari í sænsku og er nú gift sænskum manni, þau em búsett í nágrenni Versala. Um það leyti sem við Nína kynntumst vann ég að ís- lenskum textaþýðingum rússneskra frétta- og kvikmynda. Þetta var ágætlega borgað, ég gat fengið allt upp í 80 rúblur á fáeinum mínútum, sem jafngilti mánaðarlaunum venjulegra launþega í Rússlandi. Við Nína notuðum vel þessa pen- inga, sóttum leiksýningar nánast á hverju kvöldi og borðuðum ýmist á undan eða eftir á veitingahúsum. Það var ekki dýrt að sækja leiksýn- ingamar, Nína var leikkona og fékk ýmist fría eða ódýra miða, en það kostaði peninga að borða á góðum veitingahúsum. Mest heimsóttum við sérstakan veitingastað sem var fyrir leikhúsfólk, einu sinni komum við þar sem oftar og vantaði sæti, okkur var vísað að borði þar sem fyrir var frægur leikari frá sama leikhúsi og Nína vann við, hún vann reyndar hjá tveimur leikhúsum, fyrst hjá Mossovet og síðan hjá Æskulýðsleikhúsinu. Allt í einu kom maður og bauð leikai’anum að koma yfir í næsta sal þar sem dóttir Brezhnevs var ásamt eiginmanni sínum, sem var leikari. En leikarinn afþakkaði og þar með misstum við af dóttur Brezhnevs." Hugtakið fátækt var ekki til Þegar ég spyr Júrí Resítov hvort hann sé af fátæku fólki kominn hlær hann góðlátlega. „Hugtakið fátækt var ekld til þegar ég var að alast upp, fólkið var allt í meðallagi vel stætt,“ segir hann. Faðir hans vann fyrir Kommúnistaflokkinn. Hann var kærður árið 1937, sem var versta ár- ið í sögu Rússlands, vegna hreinsananna sem þá fóm fram í Flokknum og utan hans. En vegna þess að kæran var bara ein var hann bara rekinn úr störfum fyrir Flokk- inn en var ekki handteldnn. Hann var eftir það í ýmsum embættisstörf- um þar til stríðið hófst, þá fór hann samdægurs á víglínuna en lifði stríð- ið af og dó ekki fyrr en fyrir tveimur áram. Þau hjón Júrí og Nína em alin upp sem einkaböm og telja að það hafi stuðlað að gagnkvæmum sldln- ingi þeirra í millum. Foreldrar Júrís misstu unga dóttur, faðir Nínu átti dóttur frá fyrra hjónabandi, en hún bjó eldd hjá honum. „Þessar uppeld- isaðstæður hafa sameinað okkur, það hefur líka hjálpað tíl að gera hjónaband okkar svo gott sem raun ber vitni að við eigum góða og nána vini,“ segja þau. Gæti orðið netagerðarmaður Júrí segist í uppvextinum hafa haft mikið samneyti við afa sinn og lærði t.d. af honum að búa til fisldnet. „Ég gæti lifað af því að búa til net, gæti orðið netagerðarmaður á stundinni og stundum langar mig til þess að búa til net, til hvers veit ég hins vegar ekld,“ segir hann og hlær. Það fer ekki fram hjá mér að Júrí Resítov er léttlyndur og gaman- samnui’ maður og heldur ekki að milli þeirra hjóna er spaugsamur andi, ef svo má til orða taka. Milli þess sem hann segir mér sögu sína spjallar hann við konu sína og þau hlæja öðm hvom dátt þegar þau rifja upp minningar frá liðnum tíma í Rússlandi. Þegar Júrí segir mér seinna í viðtalinu að hann hafi verið heppinn, sé hamingjusamur maður og vilji engu breyta af því liðna í lífi sínu, hugsa ég til þessa kafla sam- talsins. Talið berst síðan að skóla- göngu og Júrí upplýsir mig um að hann hafi frá upphafi verið góður nemandi. „Ég hafði góða kennara og þegar ég kom til Moskvu til þess að þreyta próf fékk ég hæstu einkunn- ir,“ segir hann. Tungumálanám lá einkar vel fyrir honum enda lærði hann mörg tungumál og hefur í ár- anna rás gert talsvert að því að þýða bókmenntir. Hann er vel heima í þeim efnum, „ég er nýlega búinn að sækja um styrk frá Stofnun Sigurð- ar Nordals tíl þess að skrifa saman- burðarritgerð um Tolstoj og Halldór Kiljan Laxness, ég tel að verkin Stríð og friður og íslandsklukkan eigi margt sameiginlegt," segir hann. „Bæði verkin fjalla um lífsbar- áttu almúgamannsins í bland við sögulega atburði, skipti fólks við yf- irvöld og baksvið beggja er barátta gegn erlendum yfirráðum, þótt í öðra formi sé. Ég myndi í ritgerð þessari leggja áherslu á að Halldór fékk Nóbelsverðlaunin vegna þess að hann er rithöfundur á heimsmæli- kvarða, á heima í hópi Tolstoys, Hemingways og fleiri slíkra.“ Til Moskvu kom Júrí 18 ára gam- all, það var árið 1953. „Ég var þá frekar feiminn, sérstaklega við kon- ur,“ segir hann. Ég spyr hvort hann hafi verið feiminn þegar hann var kynntur fyrir Nínu. Hann þýðir spuminguna fyrir konu sína og hún hlær hjartanlega. „Hún segist hafa verið hrifin af mér frá fyrsta andar- taki þegar við hittumst," segir hann svo við mig og bætir við að á þeim tíma hafi hann ekki verið „eins og gengur, ástfanginn og saklaus drengur." Þótt faðir Júrís væri í Kommúnistaflokknum var Júrí ekki ungur þegar hann gekk í Flokkinn. „Fyrir karlmenn var nauðsynlegt að ganga í Flokkinn, það gegndi öðm máli um konur, konan mín var t.d. aldrei í Flokknum. Faðir henn- ar var heldur aldrei í Flokknum, þótt hann væri heimsfrægur leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.