Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Töfraflautan lævi blandin
ÚR Töfraflautunni í Berlín.
Uppsetning Töfraflaut-
unnar í Komische Oper
í Berlín býður upp á
margvíslegar vanga-
veltur, segir Sigrún
Davíðsdóttir.
STÓRBORG eins og Berlín býður
ekki einungis upp á eitt, heldur heil
þrjú stór óperuhús, sem keppa um
athygli og áhorfendur, stundum
jafnvel með sömu óperunum. Þess-
ar vikurnar gengur Töfraflauta
Mozarts bæði í Ríkisóperunni Unt-
er den Linden og eins í Komische
Oper, í uppsetningu tveggja af
þekktustu óperustjórum Þjóðverja,
þeirra Augusts Everdings og
Harrys Kupfers. Það var uppsetn-
ing hins síðamefnda í Komische
Oper, sem varð ofan á í þetta skipt-
ið.
Komische Oper er eitt af merk-
ustu óperuhúsum heims. Að utan er
húsið í einföldum fúnkisstíl, en að
innan er gylling og rautt pluss í
kílómetratali. Því stærra því betra
gildir tvímælalaust ekki í óperuhús-
um og Komische Oper er af mjög
vingjamlegri og viðkunnanlegri
stærð. Hvað miðaverði viðvíkur
sýnir það að við erum greinilega í
Þýskalandi, þar sem jafn sjálfsagt
þyldr að greiða niður óperumiða og
aðra menntun. Fyrir ungmenni
undir 26 ára aldri era stúdentamið-
ar á hálfvirði. Þannig kostuðu þrír
stúdentamiðar á besta stað aðeins
tæplega sex þúsund íslenskar krón-
ur, svo hér horfír það öðruvísi við að
ala upp næstu óperakynslóð en það
gerir víða annars staðar.
Sjónrænn vitnisburður
síðasta áratugar
„Rosalega er þetta „eitís“,“ varð
hinum stflnæma átjánáring að orði,
þegar kom að hléinu. Og mikið rétt,
uppfærslan var framsýnd vorið
1986. Síðasta-áratugs yfírbragðið
lýsir sér í litavali og formum sviðs-
myndarinnar, en einnig í órólegum
og leitandi brag sviðsetningarinnar
í heild. Sviðsmyndin samanstendur
af tumlaga ferhymingum með eins
og Ijósritum af byggingum frá ýms-
um tímum. Þessum tumum er
stöðugt ekið til, svo sviðsmyndin er
á sífelldri hreyfingu, þar sem söngv-
ararnir feta sig eða hlaupa til á milli
þeirra og til að auka enn á hreyf-
ingu og glundroða er hringsviðið
notað óspart. Þannig renna atriðin
saman og áfram, því jafnvel innan
sama atriðis er allt á hreyfingu.
„Aksjón" er lyldlorðið.
En fyrst talað er um uppsetningu
dæmigerða fyrir síðasta áratug
vaknar auðvitað spumingin um
hvemig „næntís" up’psetning líti út.
Svarið er ekki einhlítt, en aimennt
era uppfærslur þessi árin einfaldar,
stflhreinar og með hreinum línum,
eða alla vega tilraunir í þessa átt, í
anda fagurfræði naumstefnunnar,
„mínimalisma“, sem er áberandi í
arkitektúr og innréttingum. Einnig
óperauppfærslur era því háðar
tískustraumum samtímans.
Borgarleikur í lævi
blöndnu andrúmslofti
Töfraflauta Mozarts er tvímæla-
laust ekki ein af þeim einfaldari að
setja upp. Ein rómaðasta uppsetn-
ing Töfraflautunnar seinni tíma er
uppsetning Ingmars Bergmans, þar
sem hann gerir nokkurs konar
stofuævintýri úr óperanni. I hönd-
um hans verður ævintýrið bama-
leikur í heimahúsi á síðustu öld og
öðram hefur vart tekist jafnvel að
láta söguna ganga upp á einfaldan
og snjallan hátt.
Stund og staður óperannar era í
lausu lofti, þrátt fyrir skírskotanir
til egypskrar goðafræði. Hún er
undarlega löng á svipaðan hátt og
Don Giovanni, svolítið eins og á
reiki, þar sem skýtur upp atriðum,
sem koma örlítið þvert á söguþráð-
inn. Hún er ævintýri, en líka sið-
ferðisdæmi og það hefur ekki svo
lítið verið skrifað um frímúratilvís-
anir hennar. Óperan, sem var frum-
sýnd 1791 byggðist á austurlensk-
um ævintýram, sem komu út í
Þýskalandi fimm áram áður. A
þessum tíma var Evrópa í uppnámi
vegna frönsku byltingarinnar
tveimur áram áður, alls kyns
orðrómur á kreiki og alls staðar
leitað að huldum, pólitískum skoð-
unum. Þegar árið 1795 lét leyni-
þjónustan í Vín dreifa bæklingi, þar
sem því var haldið fram að
Töfraflautan væri ein alls herjar al-
legóría um frönsku byltinguna. Það
er þetta andrúmsloft, sem Kupfer
virðist taka mið af að hluta í upp-
setningu sinni.
Á yfirborðinu fer Kupfer leiðina
að ævintýrinu, sem hann setur upp
á ævintýralegan og viðburðaríkan
hátt, þar sem hreyfingin er hinn
einkennandi þáttur eins og áður er
nefnt. Hvorki í sviðsmynd né bún-
ingum ræður nein ein lína hvað
varðar umhverfi, stund og stað,
heldur era þar vísanir til samtím-
ans, klassískrar menningar og æv-
intýraútgáfa 18. aldar. Persónur
Bergmans hlupu um í stofunum, en
hjá Kupfer hlaupa þær um innan
um myndir af húsum frá ýmsum
tímum. Óperan verður ekki stofu-
leikur, heldur borgarleikur, er eins
og áður er nefnt gæti leitt hugann
til andrúmsloftsins á tflurðartíma
óperannar, þar sem orðrómur og
gransemdir ullu fram á hverju
götuhomi. Og til að undirstrika
þennan anda era persónumar
stöðugt að skjótast fyrir hom, hitt-
ast á strætum og það er órói og lævi
blandin undiralda allt um kring.
Mistækur sönghópur
Það virðist kannski í fljótu bragði
að mikið sé til af söngvuram, en það
er líka mikið til af óperahúsum, sem
sýna í gríð og erg og þurfa sitt til að
halda sér og sýningum sínum gang-
andi. Jafnvel stór og virt hús eins
og Komische Oper eiga ekki alltaf
auðvelt með að skipa vel í hlutverk-
in. Það reyndist svo á þessari sýn-
ingu Töfraflautunnar, því söngvar-
amir vora alls ekki slíkt einvalalið
sem óska mætti. Matthias Hölle er
margreyndur söngvari og gnæfði
bæði líkamlega og sönglega langt
yfir ýmsa af meðsöngvuram sínum
þetta kvöld í hlutverki Sarastros.
Islenskir áheyrendur hafa gjarnan
Kristin Sigmundsson sem sína
Sarastroviðmiðun, bæði frá flutn-
ingi Islensku óperunnar og fjarska
fallegri upptöku frá Drottningholm
1992. Hölle er ögn grófari og bassa-
kenndari en Kristinn og hefur ekki
milda dulúð hans, en er annars firna
áhrifamikill á sviði.
Pamina var sungin af Melbu Ross
á látlausan og fallegan hátt, en sama
var ekki hægt að segja um Tamino,
sunginn af Sangho Choi, þar sem
söngurinn var áhrifalítfll og túlkimin
vandræðaleg. Ross hefði átt auðveld-
ara uppdráttar ef hún hefði haft
mótsöngvara á sama plani og hún
sjálf. Það sást ekki síst í atriðunum
með Sarastro, þar sem hún naut sín
til fulls. Ójafnvægið á þeim Ross og
Choi dró sýninguna veralega niður.
Karsten Mewes sem Papageno var
ekki aðeins stórgóður og sterkur
söngvari, heldur einnig leikari af
Guðs náð, án þess þó að falla í þá
gryfju að ofgera fuglaveiðimanninn.
Og Johanna Stinnez sem Papagena
veitti honum verðugan mótleik, söng
jafn fallega og hann og lék á sömu
léttu og leikandi nótunum og Mewes,
svo það gneistaði af þeim.
Aríur Næturdrottningarinnar
era alltaf gríðarlegt tilhlökkunar-
efni, en svo reyndist ekki þetta
kvöld. Elsbeth Reuter hefur radd-
burði til að takast á við hlutverkið,
en það misgengi, sem var milli
hennar og hljómsveitarinnar hlýtur
að skrifast á kostnað hljómsveitar-
stjórans Michail Jurowski. Almennt
gerði hann söngvurunum erfitt fyrir
með sterkum leik, en það er því
miður næstum viðtekinn galli á óp-
erauppsetningum. Hljómur hússins
er himnafagur, en af einhverjum
ástæðum virtust blásturshljóðfærin,
einkum klarínettið, liggja undarlega
ofan á og það kom illa út í aríum
Næturdrottningarinnar.
Það er alltaf upplifun að koma í
nýtt óperahús og heimsóknin í
Komische Oper var engin undan-
tekning. Ný uppsetning gefur alltaf
tækifæri tfl vangaveltna og það er
líka áhugavert að sjá að jafnvel hús
á borð við Komische Oper getur
ekki alltaf boðið upp á ósvikið ein-
valalið. Óperan er erfið listgrein, án
tillits til fjármuna og reynslu.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitsbraut 1, 3. hæð,
105 ReyKIavík
Símar: 515 1735, 515 1738
Farsími: 898 1720
Bréfasfmi: 515 1739
Netfang: utankjorstada@xd.is
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum (
Reykjavík, Skógarhlíð 6, 3. hæð, virka daga kl. 9.30 - 15.30.
Skrifstofan gefur upplýsingar um allt sem lýtur að
sveitarstjórnakosningunum 23. maí n.k.
SJÁLFSTÆÐISFÓLK!
Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fasteignir
Sinfónían í
heimsókn til
Grundar-
fjarðar
GrundarQörður. Morgunblaðið.
HEIMSÓKN Sinfóníuhljómsveitar
íslands í lítil sjávarþorp er stórvið-
burður í augum þorpsbúa.
Sjötíu manns með hljóðfæri fylltu
íþróttahúsið í Grandarfirði og spil-
uðu fyrir nemendur grannskólans á
skólatíma, en um kvöldið vora tón-
leikar sem höfðuðu bæði tfl barna og
fullorðinna.
Efnisskráin var löguð að tónlistar-
iðkun þorpsbúa, kirkjukórinn fékk
tækifæri til að syngja með hljóm-
sveitinni en mesta athygli vakti
frammistaða bamakórsins. Hann
söng syrpu af bamalögum með
hljómsveitinni og fengu þar nokkrir
ungir og efnilegir einsöngvarar tæki-
færi til að syngja einir með hljóm-
sveitinni. Þetta þótti takast mjög vel
og ánægðust vora börnin sjálf.
í hléinu var tíminn nýttur til að
sýna bömunum hljóðfærin. Mesta
athygli vakti harpan og hópuðust
bömin í kringum hana og fengu að
slá strengi hennar undir leiðsögn
hörpuleikarans Moniku Abendroth.
Búast má við að heimsókn sem þessi
opni augu margra bama fyrir gildi
tónlistar og hvetji þau til dáða.
Morgunblaðið/Halldór
Vorhátíð í Listaklúbbi
L eikhúskj allar ans
NOKKRIR listamenn halda há-
tíð í tilefni vorsins mánudags-
kvöldið 4. maí kl. 20.30 í Lista-
klúbbi Leikhúskjallarans. Fjöl-
breytt dagskrá er i boði.
Skáldin Linda Vilbjálmsddtt-
ir, Guðrún Guðlaugsdúttir,
Bragi Ólafsson, Sjdn, Margrét
Lóa Jónsdóttir, Hallgrímur
Helgason og Krislján Þórður
Hrafnsson lesa úr verkum sfn-
um.
Áshildur Haraldsdóttir leikur
á flautu, píanóundirleik annast
Iwona Jagla.
Sópransöngkonan Ásgerður
Júníusdóttir syngur lög um vor-
ið við undirleik Iwonu Jöglu.
Kynnir verður Inga María
Valdimarsdóttir, leikkona.
Dagskráin hefst sem fyrr
segir kl. 20.30 en húsið er opn-
að klukkustund fyrr eða kl.
19.30.