Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ
30 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MAGNÚS Guðmundsson framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Kaupthing Luxembourg.
Morgunblaðið/Golli
Haldið í víking með
innlendan sparnað
vrosMPn/ioviNNUiír
ÁSUNNUDEGI
► Magnús Guðmundsson er 28 ára Reykvíkingnr og
viðskiptafræðingur að mennt. Hann hóf störf hjá Kaupþingi
daginn eftir síðasta prófið í Háskóla fslands í maí 1994 og
segist hafa verið heppinn að fá að starfa hjá ört vaxandi
fyrirtæki, þar sem starfsmenn voru 25 þegar hann byrjaði, en
eru nú 80. Magnús fékkst fyrst við einstaklingsráðgjöf og var
orðinn forstöðumaður þeirrar deildar í ársbyijun 1995. Hann
hefur veitt eignastýringarsviði Kaupþings forstöðu undanfarin
ár, en heldur í lok vikunnar til Lúxemborgar, þar sem hann
verður framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Kaupthing
Luxembourg S.A. Eiginkona Magnúsar er Lovísa María
Gunnarsdóttir ferðafræðingur.
eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
AUPÞING hefur haslað sér
völl í Lúxemborg á undan-
fomum árum, fyrst með
stofnun verðbréfasjóðsfyrirtækis-
ins Kaupthing Management
Company fyrir tæpum tveimur ár-
um. Það fyrirtæki hefur starfað
með Rothschildbanka og náð þeim
árangri að sjóðir þess nema nú um
fimm milljörðum króna. Fyrir ári
setti Kaupþing svo á laggimar svo-
kallaða Islandssjóði í Lúxemborg,
sem fjárfesta eingöngu í íslenskum
verðbréfum, annars vegar hluta-
bréfum og hins vegar langtíma-
skuldabréfum. I júní tekur verð-
bréfafyrirtækið Kaupthing Luxem-
bourg S.A. til starfa.
„Við höfum unnið að undirbún-
ingi að stofnun verðbréfafyrirtækis
lengi,“ segir Magnús Guðmunds-
son. „Eg hef svo einbeitt mér að
verkefninu frá áramótum í sam-
starfi við erlenda ráðgjafa og nú er
ljóst að skrifstofur Kaupthing Lux-
embourg verða opnaðar í byrjun
júní. Við höfum þurft að huga að
ýmsu, en vomm svo lánsamir að fá
gamlan ref í faginu til liðs við okk-
ur, danskan hagfræðing sem heitir
Nils Johansen. Hann hefur starfað
um áratugaskeið í Lúxemborg fyr-
ir Den Danske Bank og síðan hjá
Skandinaviska Enskilda bankan-
um. Hann hefur lóðsað okkur í
gegnum undirbúninginn, allt frá
því hvar við eigum að kaupa kaffi á
kaffistofu fyrirtækisins upp í sam-
skipti við bankaeftirlitið.“
Strangar kröfur
ogmikil bankaleynd
Við stofnun fullgilds verðbréfa-
fyrirtækis í Lúxemborg krefst
bankaeftirlitið þar ýmissa upplýs-
inga um menntun og reynslu til-
vonandi stjómenda, yfirmenn
verða að vera tveir og það verða
Magnús framkvæmdastjóri og Nils
aðstoðarframkvæmdastjóri og eig-
ið fé fyrirtækisins þarf að vera 100
milljónir íslenskra króna. Reglur
um bankaleynd em strangar í Lúx-
emborg, til dæmis mega bankar og
verðbréfafyrirtæki ekki senda
gögn til viðskiptavina sinna í
merktum umslögum og tölvupóstur
fyrirtækisins þarf að vera tengdur
annarri vél en gagnagmnnur þess.
Bankaeftirlitið setur einnig ströng
skilyrði um bókhalds- og fjár-
vörslukerfí. Þá mega starfsmenn
ekki vera færri en fimm. Auk
Magnúsar og Nils munu starfa 3-4
starfsmenn hjá Kaupthing Luxem-
bourg S.A. og verið er að ganga frá
ráðningu tveggja þeirra erlendis.
Starfsmennimir fimm munu að lík-
indum verða af fjómm þjóðemum.
í stjóm íyrirtækisins sitja þeir
Magnús, Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri í SPRON og Sig-
urður Einarsson, forstjóri Kaup-
þings, sem jafnframt er stjómar-
formaður fyrirtækisins.
Magnús segir að undirbúnings-
tíminn hafi auðvitað tekið nokkuð
á, en grundvöllur stofnunar fyrir-
tækis sé alltaf hinn sami, hér á
landi eða erlendis. „Við lögðum
áherslu á að fjárfesta í hæfu starfs-
fólki og góðri upplýsingatækni á
sama hátt og Kaupþing hefur gert.
Bankaeftirlitið í Lúxemborg er
einnig mjög öflugt og setur fyrir-
tækjum ströng skilyrði um
skýrslugjöf. Það tryggir ömggt
starfsumhverfi og var mikilvægur
þáttur í að við völdum Lúxem-
borg.“
Oflugasta íjármálamiðstöð
Evrópu
Kaupthing Luxembourg verður í
hringiðu alþjóðlegra viðskipta. „í
Lúxemborg starfa rúmlega 220 al-
þjóðlegar bankastofnanir og landið
er tvímælalaust öflugasta fjórmála-
miðstöð Evrópu,“ segir Magnús.
„Þar er ekki lagður á fjár-
magnstekjuskattur, eignarskattur
eða erfðafjárskattur og umhverfið
hagstætt fjárfestum og sparifjár-
eigendum. Þessir 220 bankar
greiddu 70 milljarða íslenskra
króna í tekjuskatt á síðasta ári,
sem hefur að sjálfsögðu þýðingu
fyrir litla þjóð eins og íbúa Lúxem-
borgar. Tíundi hver maður á vinnu-
markaði starfar í banka og 70 þús-
und manns koma daglega yfir
landamærin frá nágrannalöndun-
um til vinnu sinnar. Þetta er hið
rétta umhverfi fyrir alþjóðleg fjár-
málaumsvif og um leið er þetta um-
hverfi sem Islendingar þekkja og
treysta, enda er þama öflug Is-
lendinganýlenda."
Magnús kveðst reikna með að í
fyrstu verði viðskiptavinir Kaup-
thing Luxembourg aðallega Is-
lendingar, bæði einstaklingar, fyr-
irtæki og sjóðir sem vilja láta fyrir-
tækið stjóma verðbréfasöfnum sín-
um. „Við ætlum jafnframt að vera
milliliðir í að skrá íslensk fyrirtæki
á erlenda markaði og þar em hæg
heimatökin, því Kaupthing Luxem-
bourg verður aðili að kauphöllinni í
Lúxemborg."
Magnús segist fullviss um að ís-
lendingar muni nýta sér þjónustu
fyrirtækisins, „ekki síst af þeirri
ástæðu að við tölum íslensku og er-
um fulltrúar fyrirtækis sem fólk
þekkir og treystir. Þegar fólk talar
móðurmálið er auðveldara að skil-
greina markmið sín og ná sem
bestum árangri. íslenska hagkerfið
hefur á þessum áratug verið opnað
veralega og íslensldr fjárfestar
huga jafnt að möguleikum til
ávöxtunar erlendis sem hérlendis.
Með tilkomu samningsins um EES
opnaðist greið leið inn á Evrópu-
markað fyrir íslensk fyrirtæki.
Mikilvægt er fyrir íslendinga að
stýra sjálfir ráðstöfun innlends
spamaðar, hvort sem það er gert á
erlendum fjármálamörkuðum eða á
heimamörkuðum. Hagnaðinum er
haldið í landinu í stað þess að færa
hann úr landi til erlendra fjármála-
fyrirtækja. Við eigum í vaxandi
samkeppni um ávöxtun innlends
spamaðar við erlend fyrirtæki eins
Það er vissulega
stórt skref að
stofna verðbréfa-
fyrirtæki erlendis
og þarf þor til að
hrinda þeirri hug-
mynd í fram-
kvæmd. Sigurður
Einarsson, forstjóri
Kaupþings, er
maðurinn á bak
við hugmyndafræði
okkar um starf-
semi erlendis,
sem og Guð-
mundur Hauksson
stjórnarformaður.
og JP Morgan, Den Danske Bank,
Morgan Stanley og fleiri.“
Uppfylla þörf viðskiptavina
Kaupthing Luxembourg mun
leggja mikið kapp á að kynna Is-
lendingum þá möguleika sem bjóð-
ist til fjárfestinga. „Kostimir sem
bjóðast í alþjóðlegu viðskiptaum-
hverfi eru svo miklu fleiri en hér
heima,“ segir Magnús. „Við mun-
um byggja á reynslu Kaupþings af
erlendum fjárfestingum. Við eram
ekki að búa til þörf, heldur uppfylla
þá þörf sem verið hefur fyrir ís-
lenskt þjónustufyrirtæki á alþjóða-
markaði. Það er betra fyrir ís-
lenska aðila að vera stór viðskipta-
vinur hjá okkur en lítill hjá stóram
alþjóðlegum fyrirtækjum. Þá búa
sextán þúsund Islendingar erlend-
is, ætla sér áreiðanlega margir að
koma heim aftur og vilja eiga við-
skipti við íslenska fjármálastofnun.
Eg hef því alls enga ástæðu til að
óttast skort á viðskiptavinum og
síðar meir getum við svo aukið
áherslu á þjónustu við erlenda fjár-
festa. Eg set mér það markmið að
Kaupthing Luxembourg nái jafn
góðum árangri og Kaupthing
Management Company. Þá megum
við vel við una.“
Frelsi fagfjárfesta
Verðbréfafyrirtækið í Lúxem-
borg er enn eitt afsprengi þeirra
miklu breytinga sem orðið hafa á
íslenskum fjármagnsmarkaði.
„Fyrir sjö áram vora tvö fyrirtæki
skráð á Verðbréfaþingi íslands, en
nú era yfir hundrað fyrirtæki
skráð þar og á Opna tilboðsmark-
aðnum,“ segir Magnús. „Fyrir fjór-
um áram máttu íslenskir sparifjár-
eigendur og fjárfestar fyrst fjár-
festa frjálst erlendis og erlendir
aðilar hér. Margir óttuðust að pen-
ingar myndu streyma til Islands og
að útlendingar myndu kaupa allt
landið. Þetta hefur ekki orðið að
veraleika, þar sem erlendir fjár-
festar mega ekki fjárfesta í þeim
greinum þar sem mesta ábatavonin
liggur. Hins vegar hefur þetta
frelsi komið Islendingum mjög vel.
Ekki er langt síðan fagfjárfestar,
eins og lífeyrissjóðirnir, máttu ekki
velja hvaða verðbréf þeir keyptu
og var skömmtuð ávöxtun. Þeir
geta nú leitað hvert sem þeir vilja
og hafa verið mjög fljótir að til-
einka sér ný vinnubrögð."
Skrifstofa Kaupthing Luxem-
bourg verður í hjarta Lúxemborg-
ar, við Rue Guillaume Schneider.
„Við höfum 240 fermetra skrif-
stofuhúsnæði, sem er auðvitað allt
of stórt fyrir okkur til að byrja
með, en við stefnum að öram vexti
fyrirtækisins. Við leigjum húsnæð-
ið og þrátt fyrir að leigan sé öllu
hærri en fyrir sambærilegt hús-
næði hér á landi, þá er hún samt
töluvert lægri en við reiknuðum
með.“
Þarf þor til að stíga
fyrsta skreflð
Kaupþing er eina íslenska fjár-
málafyrirtækið, sem rekur verð-
bréfasjóðsfyrirtæki og fullgilt